Morgunblaðið - 29.03.1994, Qupperneq 8
tPRBmR
KNATTSPYRNA / UNGLINGALANDSLIÐIÐ
Samræmdu prófin á íriandi
ÍSLENSKA landsliðíð skipað leikmðnnum 16 ára og yngritek-
ur þátt í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða á írlandi í lok
maí. Fyrsti leikur liðsins er sama dag og síðasta samræmda
prófið í grunnskólanum og nú hefur verið ákveðið að prófdóm-
ari frá menntamálaráðuneytinu fari með liðinu til írlands og
drengirnir taki tvö samræmd próf þar.
etta er búið að valda okkur
nokkrum höfuðverk. Við er-
um tveir kennarar sem förum með
hópnum út og ræddum um að við
fengjum að vera prófdómarar hjá
strákunum," sagði Gústaf Björns-
son aðstoðarlandsliðsþjálfari við
Morgunblaðið í gær. Auk hans
er landsliðsþjálfarinn Ásgeir El-
íasson menntaður kennari.
„Við settum einnig fram hinn
möguleikann, að maður frá ráðu-
neytinu kæmi út með hópnum og
það varð niðurstaðan. KSÍ kostar
ferð hans og hann kemur með
prófin með sér út og síðan taka
strákamir prófin á sama tíma og
krakkamir hér heima. Það er
enska þjá þeim mánudaginn 25.
maí og danska þriðjudaginn 26.
maí, en fýrsti leikurinn er við
Tyrki eftir hádegi þann dag, en
Tyrkir eru taldir sterkastir í þess-
um riðli," sagði Gústaf.
Strákarnir ná að taka próf í
íslensku og stærðfræði á fimmtu-
dag og föstudag áður en haldið
er til írlands. „Við emm sáttir við
niðurstöðuna því við vildum ekki
að þetta verkefni á frlandi tefði
strákana í námi. Við förum með
strákana til Möltu í æfingaferð
um páskana og samkvæmt dag-
skránni hjá okkur verða þeir að
læra f eina og hálfa klukkustund
á dag þannig að við ætlum að sjá
til þess að þeir læri. Við verðum
þeim til aðstoðar við lærdóminn,"
sagði Gústaf en þess má geta að
ellefu piltar úr tuttugu manna
hópnum em í gmnnskóla.
Stjaman
í úrslrt
þriðja ár-
iðiröð
- vann KR ífrarn-
lengdum leik
Stjarnan vann KR 23:17 í jöfn-
um og spennandi leik í Laugar-
dalshöilinni í gærkvöldi, þar
sem þurfti framlengingu til að
fá fram úrslit. Stjarnan leikur
gegn Fram eða Víkingi um ís-
landsmeistaratitilinn.
KR-stúlkur ætluðu greinilega
að selja sig dýrt og knýja fram
þriðja leikinn í undanúrslitunum
og tókst þeim að halda í við Stjörn-
una ' sext>u mínút-
ur. Þá var staðan
KriSnsdóWr !6:16 °S þurfti því
skrifar framlengingu til að
fá úrslit. Stjaman
gerði út um leikinn í framlenging-
unni og skoraði sjö mörk á móti
einu marki hjá KR og lokatölur
urðu 23:17 Stjörnunni í hag.
KR-stúlkur léku þennan leik
mjög skynsamlega þar til í fram-
lengingunni. Þær spiluðu langar
sóknir og vom fljótar aftur í vörn-
ina þannig að Stjarnan gat ekki
nýtt sér hraðaupphlaupín, sem er
þeirra aðalvopn, sem skyldi fyrr
en í framlengingunni. Vöm KR-
inga var líka mjög góð og Vigdís
Finnsdóttir varði oft vel.
Stjaman var mjög lengi í gang
og virtist mótsstaða KR koma þeim
á óvart og þær sýndu ekki sitt
rétta andlit fyrr en í framlenging-
unni.
Liðsheild KR var mjög góð í
þessum leik og atkvæðamestar hjá
þeim voru Sigríður Pálsdóttir,
Brynja og Anna Steinsen. Vigdís
Finnsdóttir, markmaður varði
einnig vel.
Atkvæðamestar hjá Stjörnunni
vom Una Steinsdóttir og Guðný
Gunnsteinsdóttir. Nina Getsko
varði einnig vel á mikilvægum
augnablikum.
Buðný Gunnstelnsdóttlr skoraði sex mörk gegn KR í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurvilji Framstúlkna
bar Víkinga ofurliði
„VIÐ erum búnar að stúdera vandlega leikkerfin þeirra og ein-
staklingana,'* sagði Guðríður Guðjónsdóttir eftir 19:16 sigur Fram
á Víkingi í gærkvöldi, þegar íslands- og bikarmeistararnir voru
yfirspilaðir í Höllinni. Liðin þurfa því að eigast við að nýju því
Víkingur vann fyrri leikinn en liðið sem sigrar í þriðja leiknum,
leikur til úrslita við Stjörnuna.
Það var greinilegt að liðin þekktu
vel til hvors annars því fyrsta
markið kom eftir tæpar fimm mín-
útur og næstum all-
Stefán ar sóknartilraunir
Stefánsson voru brotnar á bak
skrifar aftur fyrir utan
punktalínu. Þó tókst
Fram að hnoða aðeins betur og ná
yfirhöndinni með stórkostlegri mar-
kvörslu Kolbrúnar Jóhannesdóttur
og Guðríður skoraði úr nánast eng-
um fæmm.
Víkingum tókst að stilla streng-
ina strax eftir hlé og ná forystunni
en féllu aftur í sama farið. Að vísu
tókst þeim að jafna 15:15 og höfðu
möguleika á að komast yfir en lukk-
an var víðs ljarri þegar boltinn hitti
trérammann þrívegis í sömu sókn.
„Ég er rosalega ánægð því við
höfum ekki unnið Víkinga í tvö ár.
Það hafa margir haft mikla trú á
Víkingi í vetur en í fyrri leiknum
leiddum við lengst af og fundum
þá að það er alveg hægt að sigra.
En fyrst og fremst unnum við á
góðri markvörslu og góðri vöm,“
sagði Guðríður sem var sterk í vörn-
inni og úrræðagóð í sókninni ásamt
Selku Tosic en þær gerðu 15 af 19
mörkum liðsins, sem hefði þó ekki
dugað til án barátta og sigurvilja
annarra leikmanna liðsins.
Víkingsstelpurnar vom slappar,
kerfin vom stöðvuð í fæðingu og
svo liðið náði aldrei að komast inní
leikinn. „Við spiluðum hreinlega
illa, vörnin var í vandræðum -með
Guðríði (Guðjónsdóttir) allan tím-
ann, Kolbrún lokaði markinu og
þær leyfðu okkur aldrei að klára
færin. Að auki fóru 18 færi hjá
okkur forgörðum,“ sagði Theódór
Guðfinnsson, þjálfari Víkinga, eftir
leikinn.
HANDKNATTLEIKUR
■ DÍANA Guðjónsdóttir mun
ekki leika meira með Fram á þessu
tímabili. Hún rófubrotnaði í fyrri
leik Fram gegn Víkingi.
■ ALBERT Guðmundsson, fyrr-
um leikmaður franska liðsins Rac-
ing Club París og enska liðsins
Arsenal, fékk boð um að vera sér-
stakur heiðursgestur á leik Párísarl-
iðsins St. Germain í undanúrslitum
Evrópukeppni bikarhafa í París í
kvöld.
■ ALBERTsa.gdi við Morgunblað-
ið að boðið væri til komið vegna
þess að hann væri eini leikmaðurinn,
sem hefði leikið með Arsenal gegn
Parísarliði í París og með Parísarl-
iðið gegn Arsenal í London. Hann
sagðist vera ánægður með að haft
hefði verið samband við .sig, en að-
stæður væru þannig að hann ætti
erfitt með að þiggja boðið að þessu
sinni.
■ ARNAR Gunnlaugsson lék í
fyrsta sinn með Feyenoord í fimm
mánuði um helgina. Hann lék síðast
í október í fyrra og kom þá inná sem
varamaður. Um helgina var hann í
byrjunarliðinu í 2:1 sigri gegn Ajax
og lék vel. Hann átti þátt í jöfnunar-
markinu — tók hornspyrnu sem
John de Wolf skallaði í markið.
Þetta var fyrsti sigur Feyenoord á
Ajax í rúmlega tvö ár. Árnar kom
inní liðið fyrir Blikner, sem tók út
leikbann. Blinker verður hins vegar
ekki í leikbanni í næsta leik gegn
MVV á föstudag og því gerði Amar
ráð fyrir að vera settur út úr liðinu
aftur.
■ BJARKI og Arnar hafa leikið
saman í fremstu víglínu síðustu þrjá
leiki með varaliði Feyenoord. Bjarki
segist loksins vera orðinn góður af
meiðslunum sem hafa hijáð hann
og vanti nú aðeins leikæfingu. „Okk-
ur hefur gengið vel saman, ég hef
skoraði í öllum þessum þremur leikj-
um og Arnar gerði þrennu í fyrsta
leiknum og eitt í þeim síðasta," sagði
Bjarki.
B IAN Ross, þjálfari 1. deildarliðs
ÍBK í knattspyrnu, hefur verið hér
á landi í mánuð. Enska blaðið
Sunday Pepole sagði frá því um
helgina, að Sunderland hafi sýnt
áhuga á að fá hann til sín. Jóhann-
es EUertsson, formaður knattspyrn-
uráðs ÍBK sagði að Ross hafi sagt
frá áhuga Sunderland þegar hann
kom. „Ross er samningsbundinn
okkur fram á haust, en eftir það er
honum fijálst að ráða sig í annað
starf,“ sagði Jóhannes.
■ INTER Milan, sem er í 8. sæti
ítölsku deildarinnar, hefur ráðið
Ottavio Bianchi þjálfara liðsins fyr-
ir næsta keppnistímabil. Bianchi
stjórnaði Napóli er liðið varð meist-
ari árið 1987. Hann tekur við af
Giampiero Marini, sem tók við lið-
inu af Osvaldo Bagnoli sem var
rekinn í febrúar.
■ OKSANA Gritschuk og Evg-
eny Platov frá Rússlandi sigruðu
í parakeppni í ísdansi á heimsmeist-
aramótinu í Japan.
■ YUKA Sato frá Japan sigraði
í listhlaupi kvenna á skautum eftir
harða baráttu við Surya Bonaly frá
Frakklandi.
■ BONALY var ósátt við niður-
stöðuna og ætlaði ekki á verðlauna-
pallinn en lét undan. „Hvað þarf ég
að gera til að sigra,“ spurði hún, en
atriði hennar þótti nær óaðfinnan-
legt.
■ DAVIÐ Garðarsson gerði tvö
mörk, þegar Valur vann skoska lið-
ið Pollok 4:1 í æfingaleik ytra á
sunnudag. Steinar Adolfsson og
Böðvar Bergsson skoruðu einnig.
■ SIGURÐUR Ragnar Eyjólfs-
son var með tvö mörk fyrir KR í
æfingaleik gegn úrvalsliði Saarhér-
aðs í Þýskalandi í gær. KR vann
4:0 og gerðu Rúnar Kristinsson og
Tómas Ingi Tómasson hin mörkin.
ITALIA: 2X1 11X X 2 X X X X 1
ENGLAND: 111 122 X X 1 2112