Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 MEÐFERÐ FYRIR OFBELDISHNEIGÐA KARLA ♦ NÝSTÁRLEG ULLARHÖNNUN Á LÝÐVELDISÁRI-+ UM KVENNAKIRKJUNA OG STARF HENNAR ♦ POKARÖR FYRLR PLASTPOKA ♦ HEIMTILBÚNAR SNYRTIVÖRUR Konur mega tala um Guð sem konu ÞAU sem koma í messu í Kvennakirkjunni sjá strax að þar er annað messuform en venjulega tíðkast. Konurnar hafa sjálfar samið bænirnar, sem þær flytja og umorðað ritningargreinarnar. Þær syngja öðruvísi sálma, endurlífga ýmsa messuliði og predika kvennaguðfræði. Messan hefur yfir sér einhvern léttleika, sem er annar en í öðrum messum. Hugtakið kvennaguðfræði er til- tölulega nýtt af nálinni hér á landi þó það eigi sér nokkuð djúpar rætur mm í sögunni. Kvennaguðfræði 0| spratt upp á síðustu öld, en UJj hefur aðallega verið skrifuð eft- 2 ir 1960. Kvennakirkja var 2 stofnuð hér á landi í desember- g| mánuði árið 1992 og fyrsta ■ga^ kvennamessan var haldin þann 14. febrúar 1993. Síðan hafa kvennamessur verið haldnar mánaðarlega í ýmsum kirkjum lands- ins með kaffi og samræðum á eftir. Fyrsti kvenpresturinn hér á landi, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, var frumkvöðull að stofnun kvennakirkju hérlendis í samstarfi við sjö athafna- konur, sem áttu það sameiginlegt að hafa sótt hjá henni námskeið í kvennaguðfræði á vegum Tóm- stundaskólans. Morgunblaðið/Kristinn Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir á 20 ára vígsluafmæli í haust og er sem stendur að skrifa bók um kvennaguðfræði sem hún nefnir- „Vináttu Guðs“. Grasrótarhreyfing Morgunblaðið/Sverrir Auður Eir var frumkvöðull að stofnun Kvennakirkju hérlendis ásamt sjö athafnakonum, sem eru: Elísabet Þorgeirsdóttir blaðamaður, Guðný Guðmundsdóttir kaupmaður, Inga Hanna Guðmundsdóttir guðfræðinemi, María Bergmann skriftargreinir, Rannveig Jónsdóttir kennari, Ninna Sif Svavarsdóttir menntaskólanemi og Sesselja Guð- mundsdóttir tónlistarkennari og organisti kvennakirkjunnar. „íslenska þjóðkirkjan gefur mikið frelsi til að búa til ný messuform og til að stofna hópa, sem vilja fara nýjar leiðir. Kvennakirkjan er einn slíkur hópur. Hún er grasrótarhreyf- ing í mótun. Fram til þessa höfum við sjálfar skipulagt messumar en okkur langar til að fá fleiri konur með í starfið. Við spyijum konur hveiju þær leiti að í trú sinni og hvers þær vænti þegar þær koma í messur. I Kvennakirkjunni reynum við svo að uppfylla drauma okkar. Þetta er það sem við erum að vinna að núna. Allt byggist þetta á kvennaguð- fræði en þar kennum við hver ann- arri að nota trúna í daglegum við- fangsefnum. Á bænastundunum í messunum tölum við við Guð vinkonu okkar um dagana sem við höfum lif- að, vonbrigði okkar og sorgir, gleði okkar og eftirvæntingu. Svo hlustum við á Guð í ritningarlestrunum, sálm- unum og vináttu messunnar. Þannig byggjum við upp okkar eigin persónu- legu trú á Guð og okkur sjálfar. Svo höldum við út í lífið á ný, fylltar eilít- ið meiri krafti en áður. Næsta skref verður að halda námskeið um kvenna- guðfræði því margar konur vilja fá að vita meira. Námskeið hafa ekki verið haldin síðan kvennakirkjuhópur- inn var í Tómstundaskólanum. Við höldum eitt helgarnámskeið í júní og byijum svo aftur í haust,“ segir Auð- ur Eir. Auður Eir á 20 ára vígsluafmæli í haust, en hún vígðist fyrst til Suður- eyrar í Súgandafirði haustið 1974, tólf árum eftir að hún lauk guðfræð- inámi. Nú er hún að skrifa bók um kvennaguðfræði sem bera mun titilinn „Vinátta Guðs“ og væntanleg er á markaðinn í sumar. Frelsi „Kvennaguðfræðin er skrifuð af því að konur hafa verið undirokaðar um aldir en hafa auðvitað aldrei átt að vera það. Bæði kirkjan og guð- fræðin hafa undirokað konur. Við verðum að horfast í augu við það. Á hinn bóginn viljum við ekki stoppa í þessum hugmyndum, heldur ganga í gegnum þær, út úr þeim og út í frelsi fyrir allar manneskjur. Þetta frelsi er ekki fólgið í því að við fáum að taka þátt í því sem við höfum ekki fengið að taka þátt í fram að þessu og fara að gera allt eins og karlar. Við viljum frelsi til þess að skrifa okkar eigin guðfræði og lifa eftir henni. Kvennaguðfræði byggir ekki síst á því að konur eru merkileg- ar manneskjur og konur hafa leyfi til að tala um Guð í kvenkyni. Við erum hvorki að stefna að völdum né yfirráðum yfir öðrum, heldur aðeins völdum og yfirráðum yfír sjálfum okkur svo við þurfum ekki að óttast völd og yfirráð annarra. Við teljum að það sé gífurlega mikilvægt fyrir allar manneskjur að þær fínni að þær eru hluti kirkjunnar og að þær séu ávarpaðar í kirkjunni. Það þarf að finna nýtt málfar í kirkjunni. Það er reyndar unnið að því víða um heim. Kirkjan okkar í heild þarf að velta þessu fyrir sér og finna svar,“ segir Auður Eir. Guðsmyndin - En hvernig skyldi almenningur á fslandi taka þessum „nýstárlegu“ hugmyndum? „Viðbrögðin hafa verið mjög já- kvæð og líka neikvæð sem er mjög eðlilegt þegar um nýjungar er að ræða. Við fáum ótal spurningar frá fólki, sem aðallega er að velta fyrir sér tvennu, af hveiju við tölum um Guð í kvenkyni og af hveiju við ávörpum bara konur í kirkjunni," segir Auður Eir, sem jafnframt hefur tekið upp siði kvennakirkjunnar þeg- ar hún messar yfir sóknarbörnum sínum í sveitakirkjunum fyrir austan fjall. „Ég er margoft búin að útskýra Jietta fyrir sóknarbörnum mínum. Ég geri þetta ekki vegna þess að ég hef hugsað mér að gera þetta um aldur og ævi og ekki vegna þess að ég ætla að koma með þann boðskap að Guð sé nú orðinn kvenkyns eða hafí alltaf verið kvenkyns. Heldur vegna þess að Guð hefur ekki alltaf verið karikyns og er ekkert frekar karlkyns en kvenkyns. Ég held að þetta skipti afskaplega miklu máli vegna þess að ég er sannfærð um að guðsmynd okkar hefur gífurleg áhrif á okkur sjálf. Hún hefur áhrif á okkur sem hóp, sem þjóðfélag og sem einstaklinga. Sú staðreynd að alltaf hefur verið talað um Guð í karlkyni, hefur mótað afstöðu okkar til valda. Það hefur ekki aðeins verið talað um Guð í karl- kyni, heldur valdamikinn Guð í karl- kyni. Kvennakirkjan talar ekki um Guð sem valdamikinn karl, heldur tölum við um Guð, sem er náin vin- kona okkar, vinnur með okkur kvennastörf og gefur okkur ný störf.“ Endurnýjun Auður Eir hefur verið að kynna sér kvennaguðfræði undanfarin 15 ár. Á meðan hún sat í stjóm Lút- erska heimssambandsins kynntist hún hugmyndunum og fór að lesa fræðin með nokkrum þáverandi kvenguðfræðinemum í Háskólanum. Þær halda enn hópinn og þær sem eru hérlendis predika til skiptis með Auði Eir og fleiri konum í Kvenna- kirkjunni; þær Agnes Sigurðardóttir, Dalla Þórðardóttir, Hanna María Pétursdóttir, Hulda Hrönn M. Helga- dóttir, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Sólveig Lára Guðmundsdóttir og Ragnheiður Erla Bjamadóttir. Auður hefur síðan sótt þing og setið reglulega á bókasöfnum í Mon: treal í Kanada og lesið sér til. „í byijun var kvennaguðfræði í mínum huga algjör bylting. Ég fór að velta henni fyrir mér vegna þess að mér fannst sú guðfræði, sem ég hafði lært, þurfa meira loft og endurnýjun. Ég hygg að slíkt gerist í lífi allra og er ekkert nema hollt einstakling- unum. Kirkjan þarfnast líka sífellt endurnýjunar og sem betur fer tekur hún breytingum. Annað væri ekki eðlilegt." ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðleg en nýstárleg ullarhönnun ULLARLÍNA Foldu á Akureyri er þjóðleg á lýðveldisárinu, sauðalitirnir áberandi og gömul íslensk mynstur á flíkunum. Sniðin eru mörg hver nýstárleg og á þann hátt fléttar Valgerður Melstað fatahönnuður saman gamla og nýja tímann. Frumraun fatahönnuðarins með íslenska ull Þessi nýja ullarlína Foldu er frumraun Valgerðar sem nýlega kom frá Þýskalandi þar sem hún starfaði sem fatahönnuður eftir að hún lauk námi sínu. Hún var í fjög- ur ár við nám í skóla sem heitir Modeschule og er rekinn af Vínar- borg og útskrifaðist sem fatahönn- uður og dömuklæðskeri. „Ég hafði aldrei komið nálægt íslensku ullinni áður, þó að ég hafði unnið við pijónahönnun í Þýska- landi. Þar voru aðstæður aðrar, markhópurinn ólíkur og band og vélakostur öðruvísi.“ Sauðalitir og gömul íslensk mynstur Valgerður talar um afturhvarf til náttúrunnar þegar litaval í hönn- un núna ber á góma og henni finnst því fara vel á því núna að styðjast við sauðalitina, hvítt, grátt, mó- rautt, svart með hærum og drapp- að. Fatnaðurinn er síðan framleidd- ur í öðrum litum líka. „Mig langaði að hafa mynstrin íslensk og fór því að viða að mér upplýsingum, skoðaði gömul vegg- teppi, fletti bókum og útkoman varð þessi.“ En þó flíkurnar séu þjóðlegar eru Smokkur í kaupbæti fylgir með reikningnum VEITINGASTAÐUR einn í Bang- kok í Taílandi hefur bryddað upp á þeirri nýbreytni að bera fram smokk í stað súkkulaðimola eftir matinn. Að sögn forsvarsmanna vill veitingastaðurinn þannig gera sitt til að sporna við fyrir frekari fólksfjölgun, útbreiðslu eyðni og annarra kynsjúkdóma. Veitingastaðurinn, sem ber heitið Cabbages & Condoms, áformar að opna útibú í Peking í næsta mán- uði, höfuðborg Kína, fjölmennasta landi heims. Því er nefnilega spáð að Kínveijar verði orðnir 1.650 millj- ónir talsins árið 2044, en þeir eru nú rúmlega 1.100 milljónir. Opinber- ar tölur staðfesta jafnframt að eyðni hafí nú náð til 1.160 Kínveija, en eins og segir í grein í Asiaweek ber að taka tölu þessa með fyrirvara. Eyðni-tilfelli væru eflaust mun fleiri. Cabbages & Condoms mun ein- göngu bjóða upp á kínverska og taílenska rétti auk þess sem gestir geta spreytt sig í „karaoke". Aætl- anir eru jafnframt uppi um frekara landnám og er helst litið til Víetnam, Ástralíu og Bandaríkjanna í því efni. Þess má að lokum geta að þessi óvænti glaðningur, sem mettir mat- argestirnir fá í kaupbæti, er borinn fram um leið og matarreikningarnir eru gerðir upp, það er að segja rétt áður en gestirnir hverfa út í nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.