Morgunblaðið - 15.04.1994, Side 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
Vildarklúbbar flugfélaga
fyrir bá sem ferðast oft
FYRIR þá sem ferðast mikið með flugi getur borg-
að sig að huga að hagkvæmni svokallaðra vildar-
klúbba flugfélaganna. í gegnum þá er farþegum
umbunað á ýmsan hátt fyrir að ferðast oft með
viðkomandi félagi. Meðlimir safna punktum fyrir
hverja ferð og þegar ákveðnum punktafjölda er
náð geta þeir valið ferð til einhvers af þeim áfanga-
stöðum, sem í boði eru, gist frítt á hótelum eða
ekið um á bílaleigubílum án endurgjalds svo dæmi
séu tekin. Hugmyndir eru uppi um samstarf SAS
og Flugleiða í þessu efni sem miðar að því að
farþegar geti samnýtt punktana hjá hvoru félag-
inu sem er.
Flugleiðlr
Vildarkort Flugleiða er ætlað þeim, sem ferðast
að meðaltali 2svar til 3svar á ári fram og til baka
milli landa eða fljúga tíu ferðir fram og til baka innan-
lands. Yfir 4 þús. manns eru nú meðlimir í Vildar-
klúbbi Flugleiða, en korthafar, sem ferðast allra
mest með félaginu eygja möguleika á rauða kortinu
og inngöngu í „Icelandair Business Club“, en meðlim-
ir hans, um 700 talsins, njóta margvíslegra fríðinda
s.s. forgangs á biðlistum, aðgangs að betri stofum,
30 kg farangurs í stað 20, afsláttar á hótelum og
bílaleigubílum víða um heim og afsláttar í Saga Bo-
utique.
Öll áætlunarflug Flugleiða, innanlands og utan,
gefa punkta. Einnig leiga á bíl hjá Bílaleigu Flug-
leiða og Hertz og gisting á Flugleiðahótelum. Punkta-
fjöldi fer eftir lengd flugs og farrými. Gætt skal að
því að eftir 2 ár frá ferð fellur helmingur punkta
niður og eftir 3 ár fymast þeir. Korthafi getur þó
nýtt unna punkta fyrir maka og börn.
Ákvörðunarstöðum Flugleiða er skipt í þijá hópa
eftir því hvað þeir gefa marga punkta. Þeir staðir,
sem gefa 1.500 punkta á almennu farrými og 3.800
punkta á Saga Class, eru Amsterdam, Gautaborg,
Glasgow, Hamborg, Kaupmannahöfn, London, Lúx-
emborg, Ósló, París og Stokkhólmur. í öðmm hópi,
sem gefur 1.800 punkta á almennu farrými og 4.500
punkta á Saga Class, era Barcelona, Frankfurt,
Mílanó, Palma, Salzburg, Vín og Zurich. Ákvörðun-
arstaðir Flugleiða í Bandaríkjunum eru í 3. hópnum,
sem gefur 2.100 punkta á almennu farrými og 5.300
á Saga Class. Innanlandsflug veitir 500 punkta ef
keyptur er miði á afsláttargjaldi og 2.000 punkta
miðað við fullt fargjald. Leiga á fólksbíl veitir 1.000
punkta og gisting sömuleiðis.
Til að fá ferð fría fram og til baka þarf korthafi
að hafa safnað 50 þús. punktum á almennu farrými
eða 100 þús. punktum á Saga Class í Evrópuflokki
1, sem í era þau lönd sem fyrst era talin upp hér
að framan. í Evrópuflokki 2 þarf korthafi að hafa í
farteskinu 60 þús. punkta á almennu farrými eða 120
þús. á Saga Class og til Bandaríkjanna þarf 70 þús.
eða 140 þús. punkta til að fá fría ferð. Til að fá fría
gistingu á Flugleiðahótelunum, þarf 10 þús. punkta
fyrir eins manns herbergi og 14 þús. punkta fyrir
2ja manna. Fyrir leigu á fólksbíl í einn dag þarf 12
þús. punkta og er 80 km akstur innifalinn.
SAS
SAS býður einnig upp á víðtækt punktakerfi, kall-
að„Euro-bonus“, sem nær til allra flugleiða þeirra sem
eru vissulega mun fleiri en Flugleiða. Þegar flogið
er um langfa vegu, t.d. til Asíu, era punktarnir fljótir
að safnast saman. Korthafar SAS geta einnig unnið
sér inn punkta ef flogið er með British Midland,
Austrian Airlines og Swissair, en þessi félög hafa
með sér samning um sameiginlegt bónuskerfi. Hjá
Austrian Airlines og Swissair er þó ekld hægt að fá
punkta á flugleiðum til Bandaríkjanna og Austur-
Bæklinp um
Reykjavík
FYRIR nokkru
kom út bækling-
urinn „What’s on
in Reykjavík" og
segir þar frá öll-
um helstu við-
burðum í höfuð-
borginni á næst-
unni. Þá eru
greinargóðar
uþplýsingar um
söfn, íþróttir, búðaráp, listagallerí
og margt fleira.
Birtar era ýmsar upplýsingar sem
ferðamönnum kemur vel að vita,
upplýsingar um matsölustaði, hótel
og gistiheimili, sagt frá íslenska hest-
inum, hvað megi gera á kvöldin og
margt fleira. Utgefandi er íslands-
kort og ritstjóri er Áskell Þórisson.
Bæklingurinn kemur út níu sinniM
á ári.
ICEWUOAtn FHeOUENT FLYEn phogiiam
99 6283 00
«ítfwrfrt*- Q9 -j Q99
fR AHNARSON
| UM HELGINA |
UTIVIST
HELGARFERÐ 15.-17.apríl
og er það skíðaferð á Fimm-
vörðuháls. Verður lagt af stað
síðla föstudags og ekið austur
að Skógum. Þaðan verður
gengið um kvöldið á skíðum
upp í Fimmvörðuskála og gist
næstu tvær nætur. Laugardegi
verður eytt í göngu á Eyja-
fjallajökul og á sunnudag er
haldið aftur að skógum.
Sunnud. 17. apríl verður geng-
in gamla þjóðleiðin yfir Hellis-
heiði og hefst ferðin kl. 10.30.
Gengið verður frá Kambabrún
yfir Hellisheiði að Kolviðarhóli.
Reikna má með 4 klst. göngu.
Brottfór frá BSÍ, bensínsölu og
frítt fyrir böm 15 ára og yngri
í fylgd með fullorðnum. ■
landa fjær. Punktakerfið gildir ef gist er á SAS-hótel-
um eða leigðir bílar hjá Avis eða Hertz. Eins og hjá
Flugleiðum aukast fríðindin eftir því sem viðskipti
era meiri. Er gerður greinarmunur hvað fríðindi snert-
ir á bláa kortinu, silfurkortinu og gullkortinu og helm-
ingi fleiri punktar fást ef ferðast er á Euro Class en
á almennu farrými. Meðlimir byija með bláa kortið.
Silfurkort fæst ef viðkomandi vinnur sér inn 20 þús.
punkta á einu ári og gullkortið eftir 50 þús. punkta
á sama tímabili. Eftir að silfurstigi er náð, fær kort-
hafi úttektarávísanir, sem gilda í 2 ár.
Korthafar SAS hérlendis era rúmlega 900, geta
nýtt punkta í þágu annarra fjölskyldumeðlima, t.d.
eiginkonu og bama undir 26 ára aldri. Einnig má
yfirfæra punkta á vini og félaga ef korthafi er með
í för. Fyrir hveija gistinótt á einhveiju þeirra 33
SAS-hótela, sem era víðsvegar um heim, fást 500
punktar og hægt er að fá fría gistinótt fyrir tvo í
2ja manna herbergi yfir helgi fyrir 5.000 punkta og
á virkum dögum fyrir helmingi fleiri punkta. Það
sama gildir á Hilton-hótelum utan Bandaríkjanna og
á öllum Swiss- og Inter-Continental hótelum. Þá hef-
ur SAS samninga við hótel í um 30 borgum sem
ekki tilheyra framangreindum hótelkeðjum og á þeim
er hægt að fá gistinóttina fyrir tvo í tveggja manna
herbergi fyrir 5.000 punkta bæði um helgar og á
virkum dögum.
Hvað flugi viðvíkur fer fjöldi punkta eftir fjarlægð-
um, en þeir era aldrei færri en 2.400 á Euro Class
báðar leiðir eða 1.200 á almennu farrými, t.d. á flug-
leiðunum_ Kaupmannahöfn - Amsterdam, Berlín eða
Brassel. Á hinn bóginn fást 21.600 punktar frá Kaup-
mannahöfn til Bangkok í Tailandi báðar leiðir á Euro
Class og 10.800 punktar á almennu farrými. Til Los
Angeles era punktar 22.800 eða 11.400 eftir því
hvar setið er og flug til Rio de Janeiro gefur 26.000
eða 13.000 punkta. Þá mega silfurkorthafar hafa 30
kg af farangri í stað 20 og gullkorthafar fá að burð-
ast með 40 kg. ■
Jóhanna Ingvarsdóttir
Samvinnuferðir-Landsýn
hefja ferðir til Madeira
FYRIR skömmu hófu Samvinnu-
ferðir-Landsýn að feija íslendinga
til eyjarinnar Madeira sem tilheyr-
ir Portúgal. Flogið er um London
til Lissabon og þaðan flogið með
innanlandsflugi til Madeira.
Af þessu tilefni komu hingað hót-
elstjóri Savoy hótelsins á Madeira
Joao Manuel de Sousa og sölustjórinn
Graca Guimaráes. De Sousa sagði að
Madeirabúar ættu það sameiginlegt
með íslendingum að íbúafjöldi er svip-
aður, á Madeira búa um 280.000
manns og um helmingur býr í höfuð-
borginni Funchal.
Madeira er u.þ.b. fjórtán sinnum
minni en ísland, mesta lengd er 57
km og mesta breidd 22 km. Eyjan
er skógi vaxin milli fjalls og fjöra og
undirlendi lítið. Það var því töluverður
höfuðverkur að finna stað fyrir flug-
völl hvað þá heldur þá tvo golfvelli
sem búið er að koma upp núna.
Madeira er þekkt fyrir snyrti-
mennsku og að sögn de Sousa hefur
Funchal 3 síðustu árin verið valin
snyrtilegasta borg S-Evrópu. Lofts-
lagið er milt allan ársins hring, og
hiti á bilinu 17-28 stig. Heitasti tíminn
er ágúst-október.
Um hálf milljón ferðamanna heim-
sækir eyjuna ár hvert og era flestir
ferðamanna frá Bretlandi og Skand-
inavíu. Mjög margir hafa atvinnu af
því að sinna ferðamönnum en einnig
er eyjan þekkt fyrir heimilisiðnað,
dúkasaum, Madeiravínið, körfugerð
Gróður er ipjög fjölskrúðugur á
Madeira.
og tréútskurð.
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða
fram á haust 11 daga ferðir til Ma-
deira og staðgreiðsluverðið er 75.905
kr. ef gist er á Savoy en á Vila Ram-
os er staðgreiðsluverðið 68.115 kr.
Savoy er 5 stjömu hótel og allt í
enskum stíl. Auður Björnsdóttir sölu-
stjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn
sagði aðaláherslan væri lögð á tvö
hótel, Savoy og Vila Ramos en sömu
eigendur eiga þau. Vilji fólk lengja
dvölina kostar aukanótt á Savoy lið-
lega 3 þús. kr. á mann.
Innifalið í verði ellefu daga ferðar-
innar er flug og gisting í tíu nætur,
með morgunverði og akstur til og frá
flugvelli. Þá verður boðið upp á ferð
fyrir roskna borgara í haust og verð-
ur sú ferð með fararstjóm. Það er
Ásthildur Pétursdóttir sem mun leiða
hópinn. ■
m
Verðlækkun á
Mexíkóferðum
FERÐASKRIFSTOFAN Heims-
ferðir hefur gert samning við
mexíkóska leiguflugfélagið TA-
ESA sem leiðir til um 20 þúsund
króna lækkunar á verði fyrir
flug og hótel í Cancun.
Andri Már Ingólfsson forstjóri
sagði að Boing 757 vél TAESA
kæmi hingað hálfsmánaðarlega frá
Vínarborg á leið til Cancun. I stað
þess að millilenda í Gander eða
Halifax lendir hún á Keflavíkur-
flugvelli og tekur 35 farþega héðan.
Fyrsta ferðin er 20. maí og alls
era 200 sæti í boði. Verð er frá
69.800 en var auglýst í bæklingi
frá 89 þús. því áformað var flug
um Orlando með gistingu. Flugtími
asser "m siti °í
Feritaáætlun FJI komin
GÖNGUFERÐIR á SÚIur, Tindastól,
fjöruferðir, ferð fyrir Skaga, helgarferð-
ir í Herðubreiðarlindir og á Hraunþúfu-
klaustur, gönguferð á Búrfellsheiði og
fleira og fleira er á áætlun Ferðafélags
Akureyrar sem ferðablaði hefur borist.
I bæklingnum er ferðalýsing á ýmsum
ferðanna, myndir af skálum þar sem
gist er og ýmis annar fróðleikur.
Ferðafélag Akureyrar var stofnað 1936
og er sjálfstæð deild innan Ferðafélags ís-
lands. Skrifstofa félagsins á Akureyri er á
Strandgötu 23 og þar er að fá allar upplýs-
ingar um ferðir. Allir mega taka þátt í ferð-
unum þó þeir séu ekki félagar en félags-
menn fá afslátt af fargjöidum og gistingu
-í.4ik4la.allpa-íélagsdoil<la 4<'L——— ■
FEflÐHflfETLUN '94
,5?/ S7raoel<Scasi£&/uwM/
Ferðamannaíbúðir
íKaupmannahöfn
Þægilegar ný uppgerðar íbúðir
í hjarta Kaupmannahafnar.
Verð á mann frá dkr. 143* á
dag.
Allar íbúðirnar eru búnar nýjum
og þægilegum húsgögnum.
Hafið samband við ferðaskrif-
stofunaykkar eða
ln Travel Scandinavia,
Sími 90 45 3312 3330.
Fax. 9045 3312 3103.
*Verö á mann miðað við 4 í íbúð í viku.