Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 12
12 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1994 Afturhvarf til svarthvítrar fortídar ÞEGAR kvikmynd Stevens Spielbergs Schindler's List vann tíl óskarsverðlauna á dögunum var það í fyrsta sinn sem mynd af því tagi vinnur til verðlauna á 30 árum. Einhver kynni að ætla að svarthvítar myndir væru ódýrari í framleiðslu og að kvikmynda- framleiðendur væru því óðir og uppvægir þegar leikstiórar fá þá flugu í höfuðið að gera slíkar myndir. Því er hins vegar öfugt farið, framköllunarfyrirtæki vilja fá meira greitt fyrir vinnu við slíkar myndir enda er vaninn að framleiða í lit. Einnig er erfitt að sejja sýningarréttínn tíl sjónvarpsstöðva og myndbandsfyrir- tækja. Svarthvítar myndir búa hins vegar yfir óljósum töframætti og ekki má gleyma stíl „i'ilin noir" kvikmyndanna, sem margar hafa verið endurgerðar til hins verra, enda snýst innihald þeirra minna um útlit en hugmyndafræði og erfitt að gera tíðarandanum sem þær eru sprottnar upp úr góð skil í nútímanum. Listi Schindlers er fyrsta svarthvíta kvikmyndin __ sem hlýtur Óskarsverð- Iauniní30ár. Margir leikstjórar eru yfir sig hrifnir af svarthvítum myndum en kvikmynda- framleiðendur eru ekki á sama máli Svarthvít kvikmynd hefur ekki unnið til óskarsverðlauna í rúm 30 ár, eða síðan kvikmynd Billy Wilders The Apartment vann til verðlaunanna. En Steven Spiel- berg, sem nýverið fékk óskarinn fyrir Schindler's List er ekki fyrst- ur nútímaleikstjóra til þess að heillast af svarthvítu myndmáli. Svo nefnd séu fáein dæmi gerði Francis Ford Coppola myndina Rumble Fish og David Lynch gerði Eraserhead og The Elephant Man. Einnig hefur Woody Allen óspart nýtt sér listform þetta, til dæmis í Manhattan, Stardust Memories, Zelig, Broadway Danny Rose og Shadows and Fog. Sömu sögu má segja um þýsku leikstjóranna Wim Wenders og Rainer Werner Fass- binder. Ekki má heldur gleyma TTie Raging BuII sem margir telja bestu mynd leikstjórans Martins Scor- sese. Ekki er hins vegar hlaupið að því að fá að gera slíkar myndir í dag. Kvikmyndaframleiðendur eru engan veginn upprifnir enda er það alls ekki ódýrara, eins og ætla mætti. Framköllunarfyrir- tækin heimta hærri greiðslu fyrir vinnslu þeirra enda eru þau ætluð fyrir litmyndir. Einnig er erfitt að selja sýningarréttinn til sjónvarps- stöðva og myndbandsfyrirtækja. Vinsældir Schindler's List ollu þess vegna talsverðum vandkvæð- um að því leyti að einungis hafði verið ráð fyrir gert að gerá 50 eintök af myndinni en þau urðu að lokum 700. Kodak fyrirtækið réð hreinlega ekki við eftirspurn- ina og því verður myndin sums staðar sett á markað á filmu sem I „noir" mynd... ¦ drekkur söguhetjan svart kaffi í veitingahúsi við þjóðveg- inn ¦ sést blikkandj neonskilti ¦ eru allir með hatt ¦ snýst vifta rólega um hávet- ur ¦ úthellir talsett rödd hjarta sínu ¦ reykir enginn filter-sígarett- ur ¦ eru allir öskubakkar fullir ¦ skellir maður 5 sig óblönduðu viskíi á bar um miðjan dag ¦ reykir kona, drekkur og syngur allt í senn ¦ glampar á blautar götur þótt engin sé rigningin ¦ óma angurværir lúðurhljóm- ar í náttmyrkrinu ¦ eru allir í rykfrökkum með belti og axlaspælum ¦ fínnst lík á grúfu í blóðpolli ¦ eru skuggar á lengd við götusund ¦ er rimlagardínuskuggum varpað á andlit og veggi Sakamálasaga - Ray Milland og Charles Laughton í The Big Clock. búið er að taka litinn úr með sér- stakri tækni. Mun einkum vera um markaði í Asíulöndum að ræða. Leikarar verri í lit Þrátt fyrir vandkvæði þessi skipa svarthvítar myndir sér- stakan sess í hjörtum kvikmynda- gerðarmanna enda standa þær fortíðinni og klassískum stórvirkj- um kvikmyndasögunnar nær. Einnig hafa sumir þeirra orðið fyrir djúpstæðum áhrifum í svart- hvítu innan veggja kvikmynda- húsa öfugt við börn nútímans. Þetta myndform hefur allt önnur hughrif en litmyndin, lögun hluta gegnir veigameira hlutverki og birtan er ekki sú sama. Leikararn- ir sjálfir njóta einnig góðs af. Haft hefur verið eftir breska leik- aranum Ben Kingsley: „Fólk held- ur gjarnan að leikarar í dag séu ekki jafn góðir og forverar þeirra í svarthvítu en því er ekki svo farið. En myndmiðill nútímans er allt öðruvísi. Þegar horft er á myndir í svarthvítu beinist öll at- hyglin að söguþræðinum og leikn- um. Öðru máli gegnir um litmynd- ir, þegar horft er á þær beinist meiri athygli að sviðsmyndinni. Kvikmyndagerðarmaðurinn verð- ur að stíga varlega því auðvelt er að beina athygli áhorfandans inn á ranga braut. Lýsing gegnir enn- fremur veigamiklu hlutverki í svarthvítri kvikmynd. í litmynd er hægt að gefa mynd af þrívíðu umhverfi með aðstoð andstæðra Iita, í svarthvítri verður hínsvegar að fara með ljós og skugga á til- tekinn hátt í sama tilgangi. Einn- fremur verður að lýsa upp andlit leikaranna annars hverfa þau í sortann. í litmynd sjást þau með eða án lýsingar. Hugtakið „film noir" sem varla er hægt að líta á sem heildstæða stefnu í kvikmyndagerð var upp- haflega notað yfír kvikmyndir í ódýrari kantinum sem gerðar voru frá upphafi fimmta áratugs aldar- innar til miðbiks þess sjötta, og áttu það sameiginlegt að mála til- veruna í dökkum litum. í þeim er birtan dreifð og handahófskennd og fátt bendir til þess að á himni Líkfundur - Edward G. Robinson í kvikmyndinni The Womaa in the Window". Bófagengi - Bankaræningjarnir í Reservoir Dogs. sé sól sem hefur það hlutverk að færa birtu og yl. Einnig hefur raunsæi aldrei skipað háan sess í myndum af þessu tagi. Söguþráð- urinn er gjarnan spunninn kring- um karlpersónu sem dottið hefur milli skips og bryggju í siðferðileg- um skilningi og verður fyrir barð- inu á hagsýnni kvenpersónu sem veit hvað hún vill. Það sem upp úr stendur eru kennisetningar sið- fræðinnar sem vefjast svo mjög fyrir söguhetjunum. Dæmigerð söguhetja í mynd af þessu tagi er hermaður sem snúið hefur til heimahaganna að lokinni styrjöld og fínnur enga fótfestu eftir lífs- reynslu sína á vígvellinum. Hetjum „noir" myndanna fínnst þær ekki passa inn í raunveruleikann, eru í fjötrum fortíðar vegna gerðra mistaka og úthella hjarta sínu með talsettri röddu. Þegar að því kem- ur að velja milli tveggja kosta verður sá rangi undantekningalítið fyrir valinu. „Noir" söguhetjan hefur yfír- leitt stigið á álagablett í barn- æsku, gjarnan haldin skapgerðar- brestum og hennar gæta sjaldnast hlíðhollar vættir. Hún er stundum haldin sjálfseýðingarhvöt og þegar á vegi hennar verður spilltur kven- maður sem kemur og segir „verum spillt í sameiningu" slær hún bara til. Börn síns tíma Þegar söguhetjurnar birtust áhorfendum á tjaldinu skynjuðu þeir strax að þarna færi fólk sem lífíð hafði farið um ómjúkum hönd- um. „Noir" myndir voru gerðar af fullvó'xnum fyrír aðra fullvaxna sem þurft höfðu að þola stríð. Myndir dagsins í dag eru gerðar með táninga í huga og leikarar nútímans hafa ekki glímt við sömu siðfræðilögmál og fyrirrennarar þeirra. Endurgerðir „noir" mynda hafa ekki tekist sem skyldi og er engu líkara að þótt fólk hafí kynnt sér myndir þessar af mikilli sam- viskusemi hafi það aldrei komist að kjarna þess samfélags sem þær eru sprottnar úr. í endurgerðum upplifír áhorfandinn engan para- dísarmissi enda hafa þeir sem gera myndirnar aldrei lagt raunveru- legan trúnað á nokkurn hlut. Ekki er þar með sagt að hetjur nútím- ansflosni hvorki upp né fari var- hluta af firringu en hins vegar beinist sálarkreppa þeirra ekki gegn nokkru' sérstöku. Öðru gegndi um hermenn þá sem héldu heim að lokinni styrjöld fyrir margt löngu. Hin dæmigerða „no- ir" hetja ber með sér vott af barns- legri einfeldni, og getur hvorki varist eftirsjá né hryggð yfír því að hafa villst af leið. Á vorum dögum á slík hegðun litla skírskot- un enda teljast fæstir saklausir eða óspilltir í því upplýsingaflóði sem nútíminn ber með sér. Magn- leysi og tómleikakennd „noir" per- sónanna er áhorfendum dagsins í dag ekki að skapi. Sinnuleysi og lífsleiði hafa gert nútímahetjur ónæmar fyrir siðrænum efasemd- um, þær fá útrás í ofbeldisverkum sem ekki beinast að neinu eða neinum sérstökum. Með svart- hvítri myndatöku var unnt að greina að gott og illt á meira af- gerandi hátt en hægt er í litmynd. Skörp skil ljóss og skugga, vill- andi sjónarhorn og berangurslegar leikmyndir „noir" myndanna vöktu sérstakt andrúmsloft án J)ess að miklu væri til kostað. I „noir" myndum bjó einhver frumkraftur sem yfirhlaðin tækniundur kvik- myndaiðnaðarins í dag bera sjaldnast með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.