Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 1
HEIMILI
JttotgpistMiifeií
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ1994
BLAÐ
B
Húsnæðis-
stefnan ■
Bretlandi
Miklar breytingar eru í und-
irbúningi á húsnæðis-
kerfinu í Bretlandi. Þar er m.a.
gert ráð fyrir, að byggingu fé-
lagslegs húsnæðis verði hætt
með öllu og öllum húsnæðis-
niðurgreiðslum hins opinbera
hætt, þar á meðal skattaíviln-
unum til handa íbúðareigend-
um. í staðinn komi einungis
persónubundnar greiðslur.
Kemur þetta fram í ítarlegri
grein eftir Jón Rúnar Sveinsson
félagsfræðing hér íblaðinu í
dag, þar sem hann rekur þróun
brezkra húsnæðismála á þess-
ari öld. Þar segir, að gert sé
ráð fyrir, að einkaeign á íbúðar-
húsnæði muni enn halda áfram
að aukast í Bretlandi og jafnvel
það mikið, að árið 2000 muni
80% Breta búa f eigin húsnæði.
Umsóknir
vegna ný-
byggiiiga
Fjöldi umsókna um skulda-
bréfaskipti í húsbréfakerf-
inu vegna nýbygginga er nökk-
ur mælikvarði varðandi ástand-
ið f byggingariðnaðinum á
hverjum tíma. Eins og sjá má
af teikningunni hértil hliðar,
hafa orðið talsverðar sveiflur á
umsóknafjöldanum, bæði að
þvf er varðar nýbyggingar
byggingaraðila og einstakl-
inga. í marzmánuði sl. voru
umsóknir byggingaraðila 49 og
því mun fleiri en mánuðina á
undan, sem gæti benttil auk-
innar bjartsýni á ný hjá bygg-
ingaraðilum um, að nýbygg-
ingamarkaðurinn sé að komast
upp úr öldudalnum.
Umsóknum einstaklinga
vegna nýrra íbúða fjölgaði
mjög í nóvember sl. eftir vaxta-
lækkanirnar, sem urðu þá, en
þeim hef ur fækkað aftur, sem
bendir til þess, að uppsöfnuð
eftirspurn hafi verið til staðar,
er vextirnir lækkuðu. Sömu
ályktun má draga af fjölda
þessara umsókna í ár, en hann
var mjög svipaður fyrstu þrjá
mánuði þessa árs og f fyrra en
þó 5% meiri nú.
Húsúr
liolsleiiii
Hús úr holsteini þykja góður
valkostur. Þar veldur
mestu, að þau eru ódýr og ein-
föld í byggingu. í viðtali við þá
Hinrik Árna Bóasson, fram-
kvæmdastjóra Léttsteypunnar
við Mývatn og Hjalta Örn Óla-
son, múrarameistara í Keflavík,
er fjallað um þessi hús. —
Gleymum þvf ekki, að þetta er
alíslenzkt byggingarefni, segir
Hinrik Árni, en Léttsteypan
hefur framleitt holstein f hús
um langt skeið með góðum
árangri. í Keflavik er Hjalti Örn
að byggja fimm hús úr hol-
steini frá Léttsteypunni. — Að
mínu mati er holsteinninn mjög
gott byggingarefni, sem auð-
velt er að vinna með, segir
hann.
Umsóknir um skuldabréfaskipti vegna nýbygginga 1990-94
Fjöldi umsokna
100
Byggingaverktakar
1992
1993