Morgunblaðið - 06.05.1994, Qupperneq 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994
5JER|?
62 55 30
SÍMATÍMI LAUGARD.
FRÁ KL. 10-13
OKKUR VANTAR EIGNIR Á SKRÁ
GÓÐ HREYFING í SÖLU.
Láttu skrá eignina hjá okkur.
Skoðunargjald er innifalið í söluþóknun.
HRAUNTUNG A - KÓP.
m. 32 fm bílskúr. E IUMIIUO, <ÍOU llll gn I toppstandi.
Nýjar irtnr. Parket >9 flfsar. Suður-
herb. íb. á jarðh. V srð 15,9 millj.
BLIKASTÍGUR— ÁLFT.
Nýtt fokh. timbur einbh. 187 fm með
bílskplötu 48 fm. Hagstætt verð 7,2
millj. Ahv. 6 millj.
AKURGERÐI - FLÚÐUM
Til sölu nýbyggt glæsil. einb. 135 fm
ásamt steyptri bílskplötu.' Eignin er
öll hin vandaöasta. Fallegar Innr.
Parket og marmari.
FURUBYGGÐ - MOS.
Nýtt 2ja hæöa parh. 138 fm ásamt
26 fm bilsk. Skiptí mögul. á minni
eign. Áhv. 6,0 míllj. byggsj. 4,9%
vextir tll 40 ára. Verö 11,6 mlllj.
FURUBYGGÐ - MOS.
Nýtt, fallegt raöh. 112 fm. 3 svefn-
heib., stofa, sólstofa. Áhv. 6,8 millj.
Verð 9,0 mlllj.
BJARTAHLÍÐ - MOS.
Nýtt endaraöh. 133 fm m. 26 fm
bllsk. 3 svefnherb. Sér garður. Áhv.
6,0 millj. Verð 9,7 mlllj.
VÍÐITEIGUR - MOS.
Nýl. raðh. 94 fm, stofa, 2 svefnherb.
Sólstofa. Parket. Flisar. Sérinng. og
garður. Áhv. veðd. 2,3 miilj. Verð
8,7 millj.
PRESTBAKKI - RAÐH.
Fallegt raðh. 211 fm á 2 hæðum
m. 28 fm bílskúr. Stórar suðursv.
og garður. Hlti í stéttum. Laust
strax. Verð 13,2 mitlj.
ÁSLAND - MOS.
Nýl. parh. 134 fm m. 28 fm bílsk,
Sólstofa. 3 svefnberb. Parket. Sér
suðurgarður. Góð staðsetn. Áhv. 7
millj. Verð 11,6 mlllj.
Sérhæðir
BORGARTANGI - MOS.
Rúmg. sérh. 164 fm með 36 fm
bílsk. 4 svefnherb. Eignin er boðin
á sérstöku verði. Á að seljast fljótt.
Áhv. 6,1 mlllj. Verð 9,5 millj.
2ja herb. íbúðir
URÐARHOLT - 2JA
Björt, falleg 2ja harb. ib. 70 fm á
2. hseð ásamt 24 fm bdsk. Áhv. 3,0
mlllj. veðd. Verð 6,9 millj.
ASPARFE Nýstands. 2ja 4. hæð. Góð LL - 2JA herb. ib. i I sign. Verð 4,í rftuh. á millj.
UGLUHÓL Falieg rúmg. .AR - 2JA íja herb. ib., 35 fm á
1. hæð i litlu verönd. Verð jöíbhusi. Park 5,3 mitlj. Lau et. Sér- s strax.
HÁALEITISBRAUT - 2JA
Vorum að fé í sölu 2ja herb. ib. 57
fm á 4. hæð. Svalir. Mlkið útsýni.
Verð 4,8 millj.
EFSTIHJALLI - 4RA
Falleg 4ra herb. íb. 90 fm á 2. h«ö,
3 svefnherb. Parket. Suöursv. Sklptl
mögul. Verð 7,6 mlllj.
REYNIMELUR - 4RA
Falleg og björt 4ra herb. ib. á 3.
hæö. 3 svefnh. Suöursv. Nýtt park-
et. Sérhiti. Laus strax. V. 7,6 m.
JÖRFABAKKI - 5 HERB.
Rúmg. 5 herb. íb. 110 fm á 1, hæð.
Tvennar svalír. 3 svefnherb. 12 fm
herb. á jarðh. Mögul. á hiisbr. 6,1
millj. Laus strax. Verð 7,9 mlllj.
KLEPPSVEGUR - LYFTUH.
Falleg og björt 4ra herb. íb. 90 fm
í nýstands. fjölbh. m. suðursv. Mikið
útsýni. Laus strax. Verð 6,9 millj.
HRAUNBÆR - 4RA
Falleg og björt 4ra herb. ib. 100 fm
á 2. h«ð. 3 svefnherb. Vestursvalir.
Laus strax. Verð 7,4 millj.
HÁHOLT - HF.
Ný rúmg. 4ra herb. íb. 125 fm á 3.
hæð, 3 svefnherb. Áhv. 6,5 millj.
Verð 8,9 millj.
ÁSBRAUT - KÓP.
Góð 3ja herb.’íb. 90 fm á 3. hæð.
Sérinng. Parket. Suðursv. Ábv. 4,3
mlllj. Verð 6,6 mlllj.
SUMARBÚSTAÐUR
f SKYGGNISKÓGI
BISKUPSTUNGUM
mm.
Nýl. stórglæsil. bústaður, 50 fm á
5000 fm landi. Selst m. húsgögnum
og öllu. Uppl. á skrifst.
Sæberg Þórðarson,
löggiltur fasteigna- og skipasali,
Skúlatúni 6, s. 625530.
Smiðjan
Saga Húsasmlójimnar
ÆTLI vorið sé nú ekki komið, segir fólk er það hittist og tekur tal
saman. Margir tala gætilega. Veðrið getur snúist, hver veit? Við
skynjum þó ýmis merki um að vorið sé komið: Loftið angar af vor-
ilmi, fuglakliður og söngur heyrist í móum og görðum. Síðast en
ekki síst má vel sjá að jörðin er að klæðast grænum lit og fyrstu
vorblómin sprungu út fyrir nokkru. Hjá fuglunum er að ganga í
garð tími ásta og nýs lífs. Það fylgir vorkomunni að fólk tekur til
starfa utandyra. Margir hafa verið að klippa lim runna og tijáa
undanfarnar vikur.
Timbursala Húsasmiðjunnar við Súðarvog.
Verzlun Húsasmiðjunnar við Skútuvog.
Við notum oft setningar eins og:
„Það er vor í lofti.“ Já, ég
hygg að rétt geti verið að taka svo
til orða. Loftið verður öðruvísi. Mér
finnst sem ég heyri hamarshögg frá
mönnum sem eru
að smíða. Þessi
högg heyrast
miklu skýrar þeg-
ar vor er í lofti.
Þegar veður
mildast og þægi-
eftir Bjarno legra verður að
Olafsson vinna úti við er
eins og allt vakni
af dvala. Á þessum árstíma lifnar
yfir byggingavörusölu. Þeir sem
ætla að lagfæra heima hjá sér, eða
þeir sem ætla að byggja sér nýtt
hús, fara að kynna sér efnisverð
og hvar það efni fæst sem þá van-
hagar um. Þá er skemmtilegt að
koma í þær verslanir og fylgjast
með innkaupum fólksins.
Allt frá grunni að góðu heimili
Húsasmiðjan hf. er eitt þeirra
fyrirtækja sem fólk sækir heim
. þegar það þarf að afla sér einhvers
til byggingar eða viðgerða. Stjórn-
endur þess fyrirtækis hafa sett sér
það mark að hafa á boðstólum allt
það sem kaupa þarf til húsbygging-
ar, frá því að undirstöður eru lagð-
ar að nýju húsi.
Er það mögulegt að fyrirtæki
geti boðið upp á svo fjölbreytt vöru-
úrval? Því er vandsvarað en í ’itlu
yfirliti yfir sögu fyrirtækisins segir
að þar sé boðið upp á um 35.000
vörunúmer. Sennilega mun þeim
eitthvað hafa fjölgað síðan yfirlit
þetta var samið.
Mörgum finnst timburlyktin góð.
Hún angar sterk í vitum okkar er
við göngum inn í skemmur þær sem
geyma smíðaviðinn. Þar gefur að
líta háa stafla af húsþurru timbri
og einnig af betur þurrkuðu timbri.
Má fá borðvið af ýmsum breiddum
og þykktum, allt eftir því hvað
smíða skal. Auk þess er fáanlegt
mikið úrval af „unnu timbri“. Á ég
þar við heflað timbur og lista af
mörgum gerðum, slétta lista eða
strikaða. Glerlista í glugga, gólf-
lista, loftlista og mætti svo lengi
telja en sjón er sögu ríkari.
Fyrirtæki verður til
Snorri Halldórsson húsasmíða-
meistari var starfandi sem verktaki
og byggingameistari í Reykjavík á
fyrstu árum- hins unga lýðveldis.
Hann var lánsamur, áræðinn og
duglegur verktaki.
Vöruskortur og hömlur á efnis-
kaupum háðu byggingafram-
kvæmdum á fimmta og sjötta ára-
tug þessarar aldar. Menn þurftu
m.a. að hafa leyfi frá Fjárhagsráði
til þess að mega kaupa efni. Mörg
lönd voru illa stödd með efni til
bygginga og réð skortur eftirstríðs-
áranna því hvaðan vörur voru
keyptar.
Snorri stóð fyrir byggingum á
vegum ríkisstofnana og var þar séð
um að tilskilin leyfi fengjust til
nauðsynlegra efniskaupa. Má nefna
í því sambandi íþróttahús Háskóla
íslands 1946, Þjóðminjasafn íslands
1949 og Háskólabíó 1961. Á þess-
um árum gafst Snorra einnig tæki-
færi til að prófa hugmyndir sínar
um framleiðslu á timbureiningahús-
um.
Reisti hann fyrsta húsið við nám-
ur í Dalasýslu 1947 og síðar íbúðir
fyrir starfsmenn sem byggðu
Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi.
Innflutningur frjálsari
Undir 1960 tók að rofa til og
losna nokkuð um þessi innkaupa-
höft. Það var árið 1954 að Snorra
Halldórssyni var úthlutað ailstórri
iðnaðarlóð við Súðarvog í Reykja-
vík. Þá hafði hann fengist nokkuð
við innflutning á timbri og fleiri
byggingavörum og hafði aðsetur í
flugskýli við Vatnagarða. 1956 tek-
ur Snorri að leggja meiri áherslu á
innflutning timburs og flytur þá
starfsemi sína á lóðina við Súðar-
vog. Afgreiðslan á timbursölu og
öðru efni fór þá fram í litlu timbur-
húsi þar á lóðinni.
Mikið af timbri sem kom til lands-
ins á þeim árum kom frá Póllandi
og var oft kvistaminna og betra en
áður fékkst. Verðið var einnig
nokkuð hagstætt. Heimsmarkaðs-
verð timburs er yfirleitt stöðugt og
t^yggt- Þarna varð timbursalan
meiri og fljótlega voru reist þar
timburskýli yfir húsþurra timbrið.
Fyrirtækið fékk nú heitíð: Húsa-
smiðja Snorra Halldórssonar. í
Vatnagörðum nefndist það: Báta-
stöðin í Vatnagörðum.
Árið 1971 var fyrirtækinu breytt
í hlutafélag og nefnt Húsasmiðjan
hf.
Vöxtur
Fyrirtækið hefur vaxið, einkum
hin síðari árin. Það fór hægt í
fyrstu, þá voru 4-5 menn við timb-
urafgreiðslu. Lóðin við Súðarvog
varð of þröng og voru keyptar
nærliggjandi lóðir. Húsakostur
starfseminnar er orðinn mikill. Ég
átti oft erindi í timburverslanir og
minnist vel litla afgreiðsluhússins
hjá Húsasmiðju Snorra Halldórs-
sonar. Nú er enginn kostur að gera
sér í hugarlund hvar litla húsið stóð
né heldur hvar sporin lágu til timb-
urkaupa um 1960.
Árið 1984 var opnuð deild með
smávöruverslun við Súðarvoginn.
Nú er búið að byggja stórt hús yfir
þá deild skammt frá timburverslun-
inni. Stendur það hús við Skútuvog-
inn. Sú deild hefur vaxið mikið eft-
ir að hún var flutt í nýja húsið.
Snorri Halldórsson naut þess að sjá
fyrirtæki sitt vaxa. Hann var mikið
á ferli á lóðinni við Súðarvog, gaf
sig á tal við þá sem komu til timbur-
kaupa. Oft gaf hann mönnum góð
og fagleg ráð án þess að þá grun-
aði að þeir væru að tala við eiganda
fyrirtækisins. Snorri var alla tíð
lítillátur og hjálpfús maður. Hann
lést í nóvember 1983.