Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 5

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 C 5 Auðvelt að úða sjálfur ÞAÐ eru fleiri en mannsskepn- an sem hafa gaman af gróðri ýmiss konar. Má þar nefna maura, lýs og ýmislegt annað sem okkur þykir miður skemmtilegt að hafa í garðinum og ef til vill skríðandi inn um glugga hjá okkur einnig. En við þessu öllu saman eru til ráð. Asíðari árum hafa komið á mark- að lyf gegn allskyns skordýr- um og þau er flest hægt að kaupa til dæmis í apótekum og í Blóma- vali. Hver og einn getur úðað þeim, eða borið þau á sjálfur þannig að ekki þarf að leggja í mikinn kostn- að við að losa sig við óæskileg skor- dýr. Þeim, sem eru svo vistvænir að vilja ekki nota eiturefni, er hægt að benda á ýmiss konar lif- rænan áburð sem hafa á svipuð áhrif, en það verður ekki gert hér. Vamarefni þessi eru flokkuð í femt og hér verður aðeins rætt um tvo veikustu flokkana, sem hægt er að kaupa á fyrmefndum stöðum. Þessa dagana ættu menn til dæmis að eitra fyrir illgresi og þá er Casar- on hentugt, en það má nota í beð þar sem tré hafa verið í að minnsta kosti tvö ár. Ekki má þó nota það á greni, fum, runnamuru og ylli, ekki á fjölærar blómplöntur og sum- arblóm og ekki heldur á matjurtir. Efnið virkar í tvö til þijú ár og því algjör óþarfi að bera það á árlega. Permetrin eða Permasect er not- að á tré og runna þegar tré eru orðin fulllaufguð. Varast ber að blanda of sterkt en aðeins þarf um 5 millilítra í tíu lítra af vatni. Best er að úða snemma morguns eða á kvöldin. Murphy Weedex er notað á gangstíga og í innkeyrslur og þá eiga menn að vera lausir við ill- gresi, en þetta þarf að gera áður en illgresið er komið af stað. Afalon er notað gegn arfa í kart- öflugörðum. Efninu er úðað yfir garðinn eftir að kartöflurnar hafa verið settar niður en áður en grös- in koma upp. Roundup er kerfislyf sem notað er gegn öllu illgresi og plöntum. Það er gjöreyðingarlyf og mjög hentugt til dæmis til að losna við njóla úr grasflötum. Urges-kverk er hentugt til að losna við fífla, sóleyjar og ýmsan annan óæskilegan gróður á gras- flötum. Þetta er kerfislyf og er ein- ungis ætlað til nota á grasflatir. Steinunn Stefánsdóttir, garð- yrkjufræðingur hjá Blómavali, vill benda fólki á að lesa leiðbeining- arnar á umbúðunum vel, áður en farið er að nota efnin. „Það hefur komið fyrir að fólk hringir til okkar alveg í öngum sínum eftir að hafa borið gjöreyðingarefni á tré og sér síðan að þau eru að fölna, en þá er orðið um seinan að gera nokk- uð. Leiðbeiningamar eru á íslensku og því ættu allir að geta skilið hvernig á að meðhöndla efnin,“ segir Steinunn. ÞAÐ er auövelt að úöa garöinn sinn sjólfur. Á ntyndinni er fagmaöur að úöa með hættulegu efni en nú til dags fóst mun betri efni en óöur þannig aö allir geta úöað. Réttu verkfærin gera gæfumuninn ÞAÐ er ekki nóg að eiga garð. Það þarf að hugsa um hann og til þess þarf réttu verkfærin því til að gera vinnuna í garðinum ánægjulega og árangursríka þarf góð áhöld. að fer sjálfsagt eftir einstakl- ingum og einnig eftir görðum hversu mikið þarf að eiga af áhöld- um, en þó er ýmislegt sem menn geta illa verið án. Það þarf stung- ugaffal til að stinga upp mold og einnig til að gata lóðina ef þess er þörf. Skóflu þarf til að moka til möl og sandi og stunguskólfu til að gróðursetja tré og runna. Kantskeri er ómissandi og einnig er gott að eiga bæði garðhrífu með járnhaus, til að slétta mold og róta með í beðum, og heyhrífu til að raka með. í beðin þarf helst að eiga klóru á skafti til að losa jarðveg og illgresi og einnig er gott að eiga lítinn gaffal til að stinga upp með þar sem stungu- gaffallinn nær ekki til. Sláttuvél er nauðsynleg þar sem grasflöt er og þar sem hún er ekki of mikil er alveg nóg að hafa handsláttuvél. Hreyfingin sem fylgir því að slá gerir öllum gott. Sláttuorf er gott að nota til að slá með kanta og aðra staði þar sem sláttuvélin nær ekki til. Ef slíkt tæki er til eiga menn að losna við að nota handklippur. Til að klippa hekk og tré þarf að hafa hekkklippur, tvenns konar greinaklippur, stóra og litla, sög með mjóu blaði því erfitt getur verið að komast að greinum með venjulegri sög. Síðan eru hjólbörur svo til ómissandi því alltaf er ver- ið að keyra mold, sand og annað sem þarf í garðinn. Það þarf að vökva og því er slanga nauðsynleg og þar sem best er að vökva sjaldan og vel ætti fólk að fá sér sérstaka úðara þannig að ekki þurfi ekki að standa úti í garði og halda í slöng- una tímunum saman. Nú gæti einhveijum verið farið að blöskra og hugsað með sér að verið sé að ræða um mikla fjárfest- ingu. Það er reyndar rétt að hlut- imir kosta allt sitt en allt það sem hér hefur verið talið upp, að und- anskildu orfínu og sláttuvélinni, kostar tæplega 30 þúsund krónur og þess ber að geta að aðeins þarf að kaupa þessa hluti einu sinni. Heitir pottar úr akrýli! Níðsterkir, auðveldir að þrífa. Húsfélög - húseigendur Viðhald fasteigna - ykkar hagur. Tækniþjónustan sér um: 1. Greiningu á viðhaldsþörfum. 2. Tillögur að viðhaldsvalkostum. 3. Gerð kostnaðaráætlana. 4. Gerð útboðsgagna. 5. Eftirlit með verkframkvæmdum. Tækniþjónustan, Sölvi Sigurðsson, byggingatæknifræðingur, Mánagötu 21, 105 Rvík, sími 623503. Fást með loki eða öryggishlíf. Nuddkerfi fáanlegt. Margir litir, 5 stærðir, rúma 4-12 manns. Verð frá aðeins kr. 69.875 Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Stapahrauni 7, Hafnarfíröi, sfmi 5 10 27. GÆÐAMOLD í GARÐINN Grjóthreinsuð mold, blönduð áburði, skeljakalki og sandi. Þú sækir eða viðsendum. Afgreiðsla ágömlu sorphaugunum í Gufunesi. GÆÐAMOLD MOLDAR3LANDAN - GÆÐAMOLD HF. Pöntunarsími 67 49 88 Bera vel á garðinn GRAS er ekki endilega það sama og gras. Það eru nefnilega til margar tegundir af grasfræi og grasflatirnar verða misinun- andi sterkar og áferðarfallegar eftir því hvaða tegund er notuð. Áburðurinn á grasflatir er samt sá sami, þó grasið sé misjafnt. að iná segja að í áburði séu þijú aðalefni, en við erum þá reyndar að einfalda málið mjög mikið. Þetta eru köfnunarefni, sem sett er á grænan vöxt, þrífosfat, sem örvar til blómgunar, og kali, sem er fyrir ræturnar. Þetta þrennt er í öllum áburðarblöndum og síðan að auki mikið af snefilefn- um og öðrum efnum,“ segir Stein- unn Stefánsdóttir hjá Blómavali. „Þegar menn ætla síðan að fara að bera á þurfa menn að spyija sig að því hvað verið sé að rækta. Ef það eru kartöflur fær maður sér blöndu með miklu þrífosfati og kali en litlu köfnunarefni og síðan aðra blöndu ef maður þarf mikið kolvetni. í matjurtagarðinn getur líka þurft að nota brenni- stein til að losna til dæmis við kláða í kartöflum, þannig að það eru til efni við ansi mörgu. Á hveiju vori á að bera á alla lóðina, grasfleti, blómabeð og allt annað, meira að segja stéttina til að koma í veg fyrir gróður á milli hellna. Það er líka algengt að menn noti lífrænan áburð í bland við jarðveginn og það er af hinu góða.“ • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKA, • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLAÐEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • FARAR BRODDI snpffL GARÐ/ERKFÆRI SLÁTTUORF Mótor 250 og 400 vött. Verð kr. 5.800 og 6.800 Þekking Reynsla Þjónusta® FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 LIMGERÐISKLIPPUR Mótor 400 vött með öryggisrofa. Blaðlengd 450 og 550 mm. Klippa allt að 14 mm greinar. Verð kr. 13.580.- og 14.600.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.