Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 10
10 C SUNNUDAGUR 15. MAl 1994 MORGUNBLAÐIÐ ■ ÁNAMAÐKUR er nauðsynlegur í alla garða og hann er að finna í öllum fijósöm- um og vel ræktuðum görðum. Hann grefur ganga um allan garð og þessir gangar auðvelda bæði vöxt og greiningu róta og treysta einnig loftræstingu og greiða fyrir vatni. Sé lítið um ánamaðka í görðum ætti fólk að verða sér úti um þá og setja í garðinn. að besta ráðið sé að fá krakka úr hverfinu til að leika sér í knatt- spymu á grasinu, enda sjáist aldrei mosi á þeim grasblettum þar sem knattspyma sé iðkuð. ■ ÁGÆTIS-ráð er einnig að slá ekki of nærri rótinni þegar slegið er og láta sleg- ið grasið liggja því þannig endurnýjast efsta moldarlagið. ■ SUMIR telja að kettir séu ekki æski- legir í görðum, og þá sérstaklega við sand- kassa eða aðra staði þar sem börn era að leik og hætt er við að þau setji úrgang frá köttum upp í sig. Gam- alt húsráð segir að til að losna við ketti sé gott að úða ediki (borðedik er ágætt) yfir sandinn eða þá staði þar sem kettir era óæskilegir. ■ GRASFLATIR eiga það til að verða ójafnar, sérstaklega þar sem tyrft hefur verið, hinar sem sáð er í verða oftar jafn- ari og fallegri. Snemma vors er reynandi að laga ójöfnur með því að „gera gat“ í fiötina. Þá er gras- rótin, þar sem lægð hefur myndast, losuð frá og mold bætt undir. ■ MOSI er víða vandamál í görðum og margvísleg ráð hafa verið gefin til að losna við hann. Margir eru þó á því NET OG BEÐAKANTAR Eigum fyrirliggjandí girðinga- net, stuðningsnet, klifurnet, skjólnetog beðakanta. Einnig mikið úrval af öðrum garðyrkjuvörum, á lagerverði! ■ MARGIR eiga í vandræðum með gras sem vex upp um sprangur þar sem útveggir húsa og stétt mætast. Gamalt og gott húsráð er að strá grófu salti í kverkina á vorin, þá losna menn við gróður upp um sprangur. ■ SUMUM hættir við að slá ekki nægi- lega snöggt þegar slegið er í síðasta sinn á haustin og þá leggur grasið sig. Þá er mikilvægt að fara yfir grasflötina á vorin með garðhrífu og ýfa gras- ið þannig að loft komist að sverðin- um. Einnig getur verið nauðsynlegt að gata flötina sé jarðvegurinn mjög troðinn og þéttur. FOSSHÁLS113-15, REYKJAVÍK, SÍMI 91 - 677860, FAX 91 - 677863 ■ ÞEGAR blessuð sólin lætur sjá sig hér á landi er mikilvægt að vökva garðana. Besti tíminn til slíks er að morgni eða að kveldi, ekki yfir miðjan daginn þeg- ar uppgufunin er það mikil að vatn- ið gufar upp áður en það nær að gegnbleyta jarðveginn. Ef menn nota vatnsúðara þá tekur um eina til tvær klukkustundir að gegnvæta flötina. ■ TVEGGJA til fjögurra ára greinar á rifsbeijatrjám skila bestri uppskera. í upplýsingabæklingi Gróðrarstöðvarinnar Markar segir að rétt sé að grisja rannana ijórða til fimmta hvert ár og klippa þá gamlar greinar niður við jörð. Beijarunna þarf að stað- setja á sólríkum og hlýjum stöðum og gæta þess að hafa u.þ.b. 150 cm á milli þeirra. POKON ÁBURÐUR „Ég nota POKON blómavörur alltaf þegar þurfa þykir, og þó nokkuð oftar." Hafsteinn Hafliðason POKON PLONTUUÐI POKON LÍFRÆNN ABURÐUR POKON SKORDÝRAFÆLIR STEYPUSKEMMDIR Stöðug leit að varanlegri lausn FJÖLMARGIR húseigendur hafa á undanförnum árum gripið til þess ráðs í leit að endanlegri lausn á vandamálum á borð við frost- og alkaliskemmdir og óþétta eða sprungna veggi að láta klæða hús sín utan til að vernda steypuflöt- inn gegn veðrun. Ymist er klæðn- ing sett á allt húsið eða aðeins þá veggfi og gafla sem mest hafa lát- ið á sjá eða eru undir mestu veð- urálagi. Margir láta jafnframt ein- angra húsin að utan til að bæta einangrunargildi þeirra, lækka þannig hitakostnað og draga úr líkum á spennusprungum. Einnig færist það sífellt í vöxt að nýbygg- ingar séu einangraðar og klæddar að utan. Þeim sem hyggjast klæða hús sín standa ýmis efni og ýmsar aðferðir í boði. 20 ára reynsla á íslandi Mest selda klæðningarefnið hjá BYKO er að sögn Svanlaugs Sveinssonar hjá BYKO loftræsta útveggjaklæðningin frá norska fyrir- tækinu Steni, sem BYKO hefur selt utan á hundrað þúsunda fermetra hér á landi undanfarin 20 ár. Steni- plötur era trefjaplötur með stein- mulningi sem gefur hraunaða áferð en einnig era til sléttar plötur sem ganga undir nafninu Stenex. Steni- plötur bjóðast í um 40 litum. Fermetri af hvítum plötum kostar 1.985 kr. en með öllu efni sem til þarf og að viðbættum vinnulaunum er algengur kostnaður við klæddan fermetra 6.000-6.500 kr. að sögn Svanlaugs. Við meðaleinbýlishús er algengt að 2 iðnaðarmenn vinni verk- ið á þremur vikum. Vinna við að klæða hús með Steni Góðgæti úr garð- inum MARGIR sem til þekkja segja að ekkert jafnist á við að taka upp nýja garðávexti og græn- meti úr eigin garði. Sífelltfleira fólk virðist koma sér upp mat- jurtargörðum við eigin hús og stór hluti þeirra stundar lífræna ræktun, þar sem hvorki tilbúinn áburður né illgresislyfjum er beitt. Vaxandi fjöldi framleiðir einnig eigin áburð í safnhaugum sem komið er upp í garðinum til að breyta garðúrgangi í líf- rænan og næringarríkan jarð- veg. En hvemig á að stíga fyrstu skrefín við matjurtarækt. Guð- björg Kristjánsdóttir, hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, færist undan því að gefa leiðbeiningar um það sem snýr að gróðursetningu og umhirðu einstakra tegunda matjurta og sagði slíkt erfitt vegna þess að um hveija tegund gildu sérstakar og margbrotnar reglur en hvatti fólk til að vera ófeimið við að leita upp- lýsinga. Hún sagði bagalegt að ágæt bók um matjurtaræktun sem gefín var út fyrir nokkram áram væri nú orðin ófáanleg. Guðbjörg féllst hins vegar á að veita leiðbeiningar um ýmislegt sem lýtur að undirbúningi garðsins undir ræktunina. Hún segir lykil- atriði að velja matjurtargarði stað FYRIR og eftir STO-klæðningu. fer þannig fram að fyrst er sett timb- urgrind lóðrétt á vegginn og fest með múrboltum eða skrúfnöglum. Síðan eru plöturnar sniðnar til og negldar upp með ryðfríum nöglum í sama lit og plöturnar. Ef jafnframt er einangrað að utan er grind fest lárétt á vegginn á sama hátt, ein- þar sem sólar nýtur en jafnframt veita honum skjól fyrir helstu vind- áttum með limgerði. Eftir að garðurinn hefur verið stunginn upp er nauðsynlegt að mylja alla moldarhnausa og blanda síðan saman við jarðveginn áburði til að auka næringargildi hans, til- búnum áburði, lífrænum áburði eða hvoru tveggja. Guðbjörg mælir með síðasta kostinum. Hún segir að þó húsdýraáburður sé ágætur hafí hann þann- ókost að í honum sé jafnan mikið af illgresisfræjum. Hins vegar sé á markaði margskon- ar lífrænn áburðir sem sé iaus við illgresisfræ, svo sem þurrkaður hænsnaskítur, þörungamjöl, beina- mjöl og síldarmjöl. Miðað við tilbú- inn áburð er sú þumalputtaregla til að 15 kg. þurfi í 100 fermetra matjurtargarð en sé lífrænn áburð- ur notaður þarf að hækka það hlut- fall mjög verulega. Margir kjósa að rækta eingöngu lífrænt þótt sú angran sett í grindina og pappi yfír og utan á einangranina lóðrétt loft- unargrind sem Steni-plöturnar eru síðan negldar á. Undir glugga og við efri og neðri brúnir klæðningar er gengið vandlega frá til að tryggja loftun að ofan og neðan. Svanlaugur segir að á hallandi fleti og undir glugga séu ýmist settar Steni-plötur eða bretti úr áli, stáli, marmara eða hveiju sem húseigendur kjósi. Loftræst „Þetta er loftræst útveggjaklæðn- ing og það verður að lofta mjög vel á bak við plöturnar. Rakinn sem er í veggnum og kemur innan frá hús- inu út í vegginn verður að geta leiðst i burtu. Hann má ekki stoppa á plöt- unum og það má hvergi þverloka fyrir loftunina, sem verður að vera opin bæði undir og uppúr,“ segir Svanlaugur. Helsta kost Steni kvaðst hann telja mikla og viðhaldsfría end- ingu, sem yfir 20 ára reynsla stað- festi. 10 ára ábyrgð er veitt á efninu. Meðal húsa sem klædd hafa verið með Steni eru Sunnuhlíðarblokkimar í Kópavogi, einnig þeir leikskólar sem Reykjavik hefur verið að byggja víðs vegar um borgina, t.d. við Starhaga og í Grafarvogi. Meðal viðhaldsverk- efna með Steni má má nefna blokkir við Engjasel 65-67 og við Vindás, svo og Alþýðuhúsið á Isafírði. Svanlaugur segir Steni veita góða vöm fyrir skemmda veggi ekki síður en á ný hús og auk þess að vera nánast viðhaldsfríar séu þær sterkar, veðranar- og höggþolnar. Samskeytalaus ■ 400 litum Undanfarin átta ár hefur akrýl- múrklæðning frá STO verið seld utan ræktun kalli á mun meira magn af áburði. Guðbjörg segir að misjafnt sé hvað fólk telji heppilega breidd á beðum í garðinum en varar við því beðin megi ekki vera breiðari en svo að auðvelt sé að vinna í garðin- um á báðar hendur við að tína arfa og snyrta. Maímánuður er sá tími sem flest- ir matjurtaræktendur setja niður kartöflur en áður hefur útsæðið verið látið spíra í birtu en sólar- leysi í 10 daga til þrjár vikur. Al- gengt er að miða við 25 kg. af útsæðið í 100 fermetra garð. Um þessar mundir er sala á gulrótarfræi í hámarki vegna þess hve gulrótarfræ eru lengi að spíra en Guðbjörg segir nauðsynlegt að sá gulrótarfræi svo og t.d. rófum og radísum í fyrri hluta maímánað- ar. Kálplöntur era á hinn bóginn yfirleitt ekki settar niður fyrr en í júní, að sögn Guðbjargar. GARÐRÆKT Morgunblaðið/Ámi Sœberg ÞÚSUNDIR hofa stigid sín fyrstu skref í matjurtaræld í skólagöróunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.