Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR31. MAÍ 1994 B 5 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRIMARKOSNINGAR 1994 Talning atkvæða ATKVÆÐATALNINGIN gekk alls staðar snurðulaust fyrir sig. Að venju gerðu einhveijir kjósendur breytingar á kjörseðlunum og aðrir notuðu tækifærið og stungu vísnamiðum með atkvæaðaseðlunum. Einn Reykvíkingur var svo óheppinn að víxla vísunni og innkaupa- seðlinum, þannig að sá síðarnefndi rataði í kjörkassann. Vísan hefur væntanlega glatt kaupmanninn, sem kjósandi skipti við að kosning- unni lokinni. Atkvæði Reykvíkinga voru talin í Ráðhúsinu og þar var myndin tekin. Suðurnesjabær Jóhann Geirdal oddviti G-lista Himinlif- andi yfir úrslitunum „ÉG ER himinlifandi yfir þessum úrslitum. Ef við umreiknum fylgi N-listans í Njarðvík, sem bauð fram í síðustu kosningum, yfir á okkur þá tná segja að við höfum verið með um 500 atkvæði samtals. Nú fáum við um 1.200 atkvæði þannig að þetta er svona 140% aukning. Ég held að þetta séu úrslit sem hvör- fluðu ekki að nokkrum manni,“ sagði Jóhann Geirdal, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Suðurnesjabæ. Alþýðubandalagið hefur aldrei verið sterkt á Suðurnesjum. Flokk- urinn hefur t.d. ekki átt bæjarfulltrúa í Keflavík í 8 ár. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna fyrir kosningar að Alþýðubandalagið mætti hafa sig allt við að ná manni inn í bæjar- stjórn í Suðurnesjabæ. Jóhann sagðist þakka þennan sig- ur því að Alþýðubandalagið hafi lagt áherslu á að vinna vel að sameiningu sveitarfélaganna og að þar yrði gætt jöfnuðar. Hann sagði jafnframt að kosningabarátta flokksins hefði verið vönduð. Frambjóðendur flokksins hefðu t.d. forðast auglýsinga- mennsku, en lagt áherslu á málefnin. Jóhann sagðist telja að kjósendur hefðu metið þetta við flokkinn þegar þeir mættu á kjörstað. Drífa Sigfúsdóttir oddviti B-lista Komum sterk inn í bæjar- stjórn „ÉG ER sæmilega sátt við okkar hlut. Við vorum áður með einn bæjar- fulltrúa í hvoru bæjarfélagi en fáum núna tvo,“ sagði Drífa Sigfúsdóttir, efsti maður á lista Framsóknar- flokksins í Suðurnesjabæ. Hún sagði að flokkurinn hafi bætt mikið við sig og komi sterkur inn bæjarstjón í nýju sveitarfélagi á Suðurnesum. Drífa sagði að það hefði komið sér mikið á óvart hvað Alþýðubandalagið hefði fengið mikið fylgi í kosningun- um í Suðurnesjabæ. Hún sagði að lesa mætti það út úr kosningunum að kjósendur gefi flokkunum sem fóru með meirihluta á síðasta kjör- tímabili góða einkunn. Alþýðuflokk- urinn, sem var í minnihluta, tapi hins vegar stórt. Ellert Eiríksson oddviti D-lista Erum lang- stærstir á svæðinu „ÉR ER ekki fullkomlega sáttur við niðurstöðuna. Við stefndum að því að auka okkar fylgi, en niðurstaðan er að við höldum okkar hlut frá síð- ustu kosningum. Ég bendi þó á að Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn langstærsti stjórnmálaflokkurinn á þessu svæði. Alþýðuflokkurinn hefur verið jafn okkur eða stærri síðan 1982,“ sagði Ellert Eiríksson, fráfat- andi bæjarstjóri í Keflavík og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum. Ellert sagði að þegar litið sé á úrslitin yfir landið megí Sjál'fstæðís- flokkurinn sæmilega við kosninga- úrslitin una. Það verði ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þó að flokkurinn hafi tapað víða nokkru fylgi í stærstu þéttbýlisstöðunum á höfuðborgarsvæðinu sé flokkurinn víðast hvar með um 50% fylgi. Það sé ótvírætt merki um að staða Sjálf- stæðisflokksins sé sterk. Hann sagði að þegar staðan í efnahags- og at- vinnumálum sé erfið þá sé tilhneiging til þess hjá kjósendum að hugsa að það saki ekki að breyta um stjórnend- ur og sjá til hvort ástandið skáni ekki við það. Anna M. Guðmunds- dóttir oddviti A-lista Nafnamál- id spillti hugsan- lega fyrir „ÉR ER ekki ánægð með þessa niðurstöðu. Við gerðum okkur vonir um að ná fjórum mönnum, en það gekk ekki eftir," sagði Anna Mar- grét Guðmundsdóttir, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Suður- nesjabæ, en flokkurinn tapaði ntiklu fylgi borið saman við úrslit kosning- anna í Keflavík og Njarðvík 1986 og 1990. „Það var Ijóst að sjálfstæðismenn stefndu að því að ná hreinum meiri- hluta og skoðanakannanir bentu til að það stæði tæpt hjá Alþýðubanda- laginu að ná inn manni. Alþýðu- bandalagið hélt því mjög á lofti í kosningabaráttunni að það væri spurning um alræðisvald Sjálfstæðis- flokksins eða að styðja G-listann. Menn virðast greinilega hafa verið tilbúnir til að styðja G-listann til að koma í veg fyrir þetta alræðisvald." Anna Margrét sagðist telja að landsmálin hafi ráðið talsverðu um ’úrsnt Kosntnganna og skýri að hluta til að Alþýðuflokkurinn tapi víðast hvar nokkru fylgi í þessum kosning- um. Hún sagði að það hefðu orðið kynslóðaskipti hjá Alþýðuflokknum á Suðurnesjum og nýir forystumenn flokksins eigi eftir að kynna sig bet- ur. Anna Margrét sagði hugsanlegt að sameiningarmálin skýri að ein- hvetju leyti úrslit kosninganna. Hún sagði að það væri ljóst að margir væru óánægðir með nafn nýja sveit- arfélagsins og þær ákvarðanir sem fyrrverandi bæjarstjómir tóku í því máli. Hún benti á að Jóhann Geirdal hafi ekki setið í bæjarstjórn og því ekki borið ábyrgð á þeim ákvörðun- um. Það geti verið ein skýring á góðu gengi hans manna. Alftanes Kjartan Sigtryggs- son oddviti A-lista Meirihluti sjálfstæð- ismanna féll „ÞETTA var það sem við stefndum að þannig að við erum ánægð. Við renndutn hins vegar blint í sjóinn því að Á-listinn hefur aldrei áður boðið fram,“ sagði Kjartan Sigtryggsson, efsti maður á Á-listanum í Bessa- staðahreppi, en listinn vann góðan sigur í kosningununt og fékk tvo menn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft yfirburða stöðu í Bessastaðahreppi allt frá því að listakosningar hófust í hreppnum. Sjálfstæðisflokkurinn var með fjóra nienn í bæjarstjórn í síðustu kosningum, en H-listinn einn. Með framboði Á-listans féll meiri- hluti D-listans. Kjartan sagðist þakka þennan sig- ur mikilli vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna Á-listans í kosn- sagðist gera ráð fyrir að fulltrúar allra lista ræði saman. Hann sagði að ekki sé um harðan málefnaágrein- ing að ræða á milli framboðanna og því muni myndun nýs meirihluta kannski ráðast mest af því hvort traust skapist milli manna. Hafnarfjörður Magnús Gunnars- son oddviti D-lista Höldum okkar í Hafnarfiröi „ÉG ER ekki ánægður með að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli aðeins ná fjór- um fulltrúum, þegar við höfðum von- ast til að fá fimm, en ég get þó ver- ið sáttur við þessa niðurstöðu þegar horft er til úrslita á landsvísu, þar sem flokkurinn tapar yfirleitt fylgi. Okkur tekst að halda okkar í Hafnar- firði,“ sagði Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnar- firði. Magnús sagði að flokkurinn hefði liðið fyrir atvinnuleysið, sem stjórn- völdum væri kennt um að ósekju. „Það hafa verið gerðir góðir hlutir og stöðugleiki aukist mjög, en það virðist ekki hafa komist til skila hjá kjósendum," sagði hann. Magnús sagði að nú horfðu menn helst til Alþýðubandalagsins með meirihlutasamstarf. „Við sjálfstæð- ismenn eru tilbúnir til viðræðna, enda er flokkurinn sá næststærsti í Hafn- arfirði og við ætlum að axla þá ábyrgð sem því fylgir." Ingvar Viktorsson oddviti A-lista Leitað eftir samstarfi við G-lista „ÉG ER þokkalega sáttur við þessa útkomu miðað við að skoðanakann- anir höfðu sýnt að við færum állt niður í 3 fulltrúa," sagði Ingvar Vikt- orsson, bæjarstjóri og efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Ingvar sagði að niðurstaða kosn- inganna væri í sjálfu sér ásættanleg, sérstaklega í ljósi þess að nú hefði nýr listi verið í boði, sem ekki hefði verið fyrir fjórum árum, Kvennalist- inn, svo atkvæði hefðu dreifst meira. „Það var einnig rekinn mikill áróður gegn okkur alþýðuflokksmönnum og að því stóðu allir hinir flokkarnir," sagði hann. Ingvar sagði að hann hefði skrifað Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði bréf og farið fram á viðræður um myndun meirihluta Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í bæjarstjórn. „Nú bíðum við og sjáurn til hvað gerist, en við alþýðuflokksmenn erum reiðubúnir að vera við stjórnvölinn áfram.“ Magnús Jón Árna- son oddviti G-lista G-listinn í oddaað- stöðu „MEIRIHLUTI Alþýðuflokksins er fallinn hér í Hafnarfirði og Alþýðu- bandalagið er í oddaaðstöðu, nenta sjálfstæðismenn og Alþýðuflokks- menn ákveði að starfa saman," sagði Magnús Jón Árnason, oddviti G-list- ans í Hafnarfirði. Magnús Jón sagði að gott gengi Alþýðubandalagsins í kosningunum mætti rekja til þess, að flokkurinn ingabaráttunni. Kjartan sagði að enginn einn kost- ur sé augljós varðandi myndun nýs meirihluta í sveitarfélaginu. 'Hann hefði unnið vel á liðnu kjörtímabili, ’ jto Hiéirihlutinn hefði gert sitt til að útiloka flokkinn úr öllum nefndum. „Við höfum hins vegar haldið okkar stefnu skýrri, á meðan sjálfstæðis- menn hafa ýmist skipt um skoðun eða klofnað og Alþýðuflokksmenn farið fram af hroka. Þá hafa ungir kjósendur flykkst til Alþýðubanda- lagsins, því málflutningur okkar hef- ur höfðað til þeirra.“ Magnús Jón sagði að þreifingar væru þegar hafnar um myndun meirihluta, en ekkert fast væri í hendi enn. Garðabær Benedikt Sveins- son oddviti D-lista Erum vel sáttir „VIÐ sjálfstæðismenn í Garðabæ erum vel sáttir með þessa niður- stöðu,“ sagði Benedikt Sveinsson, sem skipar efsta sæti listans. „Við höldum öruggum meirihluta og fáum fjóra menn en voru rneð fimm síðast og töpum því einum.“ „Kosningarnar árið 1990 voru mjög óvenjulegar," sagði Benedikt. „Þá fengum við svo mikið fylgi að við höfum hvorki fyrr né síðar feng- ið annað eins. Við fengum 67% fylgi og má segja að hvergi haft unnist annar eins sigur í svona stóru sveit- arfélagi. Það var því engin von til að halda þeirri stöðu.“ Benedikt sagðist telja þetta góðan sigur, þar sem flokkurinn fengi held- ur meira fylgi ef miðað er við kosn- ingarnar árið 1986. „Þegar Sjálf- stæðisflokkur er í ríkisstjórn, fáum við alltaf heldur minna en þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu eins og síðast,“ sagði hann. „Þetta er reynslan langt aftur í tímann.“ Einar Sveinbjörns- son oddviti B-lista Besta út- koma í áratugi „VIÐ í Framsóknarflokknum í Garðabæ erum mjög ánægð," sagði Einar Sveinbjörnsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins og nýkjör- inn bæjarfulltrúi. „Þetta er sennilega ein besta út- koma hjá Framsóknarflokknum í áratugi í bæjarfélaginu,“ sagði hann. „Sjálfstæðisflokkurinn situr áfram en tapar manni og minnihlutinn ætti að geta veitt honum öflugra aðhald en áður.“ Einar sagðist þakka markvissri kosningavinnu árangurinn og mál- efnalegri baráttu. „Ég gæti trúað að barátta okkar fyrir breyttu skipu- lagi í Arnarneslandi og ábendingar okkar um miðbæinn hafi skilað okk- ur talsverðu fylgi,“ sagði hann. Kópavogur Gunnar J. Birgis- son oddviti D-lista Sáttur við „ÉG TEL að sjálfstæðismenn í Kópa- vogi megi vel við una miðað við það fylgistap sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið fyrir hérna á suðvestur- horni landsins," sagði Gunnar Birg- irsson, efsti maður á lista Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi, en flokkurinn hélt að mestu leyti fylgi sínu í bæn- um miðað úrslit kosninganna 1990. Gunnar sagði að meirihlutinn í Kópavogi hefði fengið fleiri atkvæði í kosninumtm nú en síðast. „Það seg- ! if nVáitaí áðv'Bséját'ttóSÍrvfljrtað^öína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.