Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ stefna haldi áfram í bænum eins og hefur verið rekin hér síðustu fjögui' ár. Fólk er greinilega ánægt með það sem meirihlutinn hefur gert.“ Fyrir kosningar lýsti Gunnar því yfir að hann væri bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins ætti flokkurinn kost á embættinu eftir kosningar. Gunnar sagði í gær að embætti bæj- arstjóra sé eitt af því sem menn muni ræða í meirihlutaviðræðum. „Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun láta málefnin ráða en ekki mennina," sagði Gunnar. Gunnar sagðist telja að skýring á því að Sjálfstæðisflokkurinn tapar víða í stærri sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu sé að kjósendur láti erfiðleika í efnahags- og atvinnu- lífi bitna á flokknum. Það sé svo sem ekki nýtt að stjórnmálaflokkar sem farí með stjórn landsins á erfiðum tímum tapi í kosningum. Guðmundur Odds- son oddviti A-lista Fylgið yf ir til Kvenna- lista „VIÐ misstum einn mann og ég hef ekki neina skýringu á því,“ sagði Guðmundur Oddsson efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Kópavogi. „Það virðist sem þetta fari beint strik yfir á Kvennalistann." „Það má segja að þarna hafi verið skipt um Helgur og ég veit ekki hver skýringin er,“ sagðí hann. „Ég fann ekki þennan straum og finnst hálf broslegt þegar talað er um að þær hafi náð eitthvað saman. Þetta er hópur sem hittist skömmu fyrir kosningar, en hefur ekki starfað þess á milli. Eg er auðvitað óánægður með þessa niðurstöðu, en menn verða að vera menn til að taka því ef þeir tapa.“ Sigurður Geirdal oddviti B-lista Nokkuð góð niður- staða „NIÐURSTAÐAN er nokkuð góð hjá okkur,“ sagði Sigurður Geirdal, bæj- arstjóri og efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins í Kópavogi. „Við unnum á en ekki alveg nóg, þar sem við vorum hársbreidd frá því að koma öðrum manni inn.“ „Ég hefði viljað fá aðeins meira fylgi eða 87 atkvæðum meira,“ sagði hann. Sigurður sagði að meirihiuti Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks stæði og ekkert væri því til fyrirstöðu að hann starfaði áfram. „Það er ekki séð annað en að þessi meirihluti standi," sagði hann. „Við aukum við okkur fylgi þegar G-listi stendur í stað, A-listi stórtapar og D-listi dalar aðeins þannig að við erum þakklátir fyrir undirtektir." Helga Sigurjónsdótt- ir oddviti V-lista Erum af- skaplega ánægðar „VIÐ erum afskaplega ánægðar," sagði Helga Siguijónsdóttir, sem skipar fyrsta sæti á lista Kvennalist- ans. „Okkur tókst ekki nógu vel upp fyrir fjórum árum en nú gerðum við aðra tilraun og byggðum á fenginni reynslu." Helga sagðist telja að Kvennalist- ánúm háfi tekist áð skerpa línurnár BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRIMARKOSNINGAR 1994 og að vel hafi tekist að koma sjónar- miðum listans á framfæri við bæj- arbúa. „Bæjarbúar vilja fulltrúa Kvennalistans í bæjarstjórn," sagði hún. Meðal þeirra málaflokka sem áhersla var lögð á voru fjölskyldu- mál, skólamál með áherslu á að ekki væri sama hvernig staðið væri að heilsdagsskólanum, málefni aldr- aðra, skipulags- og umhverfismál. Byggðin hafi verið skipulögð of þétt og var Kvennalistinn eini flokkurinn sem tók upp byggingu menningarm- iðstöðar rétt við nýja listasafnið. „Við teljum það allt of þröngt og að enn og aftur sé verið að troða stóru húsi niður á of lítið svæði,“ sagði hún. „Þetta veit ég að féll í góðan jarðveg.“ Seltjarnarnes Siv Friðleifsdóttir oddviti N-lista Aukum fylgiðum tæp 33% BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnar- ness bætti við sig einum fulltrúa og er nú með þijá fulltrúa í bæjarstjórn Seltjamarness. „Þetta er stór sigur þar sem við aukum fylgið um tæp 33%,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, sem skipar fyrsta sæti listans. „Þetta er árangur markvissrar vinnu sem við unnum á síðasta kjör- tímabili," sagði hún. „Við höfum veitt meirihlutanum sterkt aðhald hér á Seltjarnarnesi og komið mörg- um góðum málum áleiðis." Sagði hún að góður andi hafi ríkt í kosningabar- áttunni og að mikil vinna væri að baki. Á listanum væri einvala lið og stefnan skýr, sem mikill hluti Seltirn- inga hafi kunnað að meta. Sagði hún þetta sögulegan sigur að því leyti að í þau 32 ár sem listakosningar hafa farið fram á nesinu hafi Sjálfstæðis- flokkurinn ekkj tapað jafn miklu og nú. Sigurgeir Sigurðs- son oddviti D-lista Gætum verið hressari „VIÐ gætum verið hressari," sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. „Við segjum að þetta hafi eftir atvikum gengið vel hjá okkur,“ sagði hann. „Við lentum í þessari bylgju sem reið yfir höfuðborgarsvæðið hveiju sem það er að þakka eða kenna.“ Sigurgeir benti á að tap Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgar- svæðinu væri einna minnst á Sel- tjarnarnesi. „Við vorum búin að ganga frá heimamálum okkar en skipulagsmálin gætu hafa spilað eitt- hvað inn í,“ sagði hann. „Við þökkum að sjálfsögðu þeim Seltirningum sem studdu okkur áfram og erum með eindregin skilaboð til þeirra um, að við erum ekki farnir frá þeim. Við ætlum að koma aftur með fullum þunga.“ Mosfellsbær Þröstur Karlsson, oddviti B-lista Ótrúlegur sigur „ÞETTA er auðvitað ótrúlegur sigur hjá okkur framsóknarmönnum, því við förurh f raun úr því að hafa éng- .an fulltrúa í að fá tvo,“ sagði Þröst- ur Karlsson, éfsti maður á lista Framsóknaiflokksins í Mosfellsbæ. Þröstur sagði að niðurstaðan hefði orðið með þessum hætti þar sem flokkurinn hefði verið með góðan lista og rekið kosningabaráttuna málefnalega. „Það er ljóst að kjós- endur höfnuðu algjörlega meirihíuta sjálfstæðismanna, en fylgisaukning Framsóknarflokks og Alþýðubanda- lags bendir til að þeir vilji að þessir flokkar skoði möguleika á sam- starfi.“ Þröstur sagði að hann teldi lands- málapólitíkina ekki hafa haft mikil áhrif í Mosfellsbæ. „Bæjarbúum lík- uðu einfaldlega ekki vinnubrögð meirihlutans og hann leið fyrir það,“ sagði Þröstur Karlsson. Róbert B. Agnars- son oddviti D-lista Úrslitin mikil von- brigði „ÞAÐ ER óhætt að segja að þessi úrslit eru mér mikil vonbrigði. Fylgi- stap okkar var umtalsvert og við misstum meirihlutann, þótt það stæði að vísu tæpt,“ sagði Róbert B. Agn- arsson, bæjarstjóri og oddviti sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ. Róbert sagði að sjálfsagt væru margar skýringar á fylgistapinu. „Við þurfum að fara í naflaskoðun og kanna hvað fór úrskeiðis í kosn- ingabaráttunni. Við vorum með góða málefnastöðu og unnum vel í bæjar- stjórninni, en það virðist ekki hafa skilað sér til kjósenda." Róbert sagði að þó flokkurinn hefði misst um 20% fylgi nú, væri raunhæfara að miða úrslitin við fylg- ið árið 1986 og því nær að tala um 10% fylgistap. „í kosningunum 1990 buðu hinir flokkarnir fram saman og flokksmenn þeirra flykktust til Sjálfstæðisflokksins, til að sýna óánægju sína. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins þá gaf því ekki rétta mynd af raunverulegu fylgi hér í bænum, sem er mun nær því sem úrslit sýndu 1986.“ Róbert sagði að hann teldi eðlilegt að Framsóknarflokkurinn, sigurveg- ari kosninganna í Mosfellsbæ, hefði frumkvæði að því að kanna mögu- leika á meirihlutamyndun. -„Það eru ýmsir möguleikar, Framsóknarflokk- ur gæti myndað meirihluta með Al- þýðubandalagi eða Sjálfstæðisflokki og tveir siðastnefndu flokkarnir gætu einnig myndað meirihluta. Við sjálfstæðismenn munum hins vegar ekki hafa frumkvæði í þessu.“ Jónas Sigurðsson oddviti G-lista Samstarf við fram- sókn kannað „VIÐ erum mjög ánægð með úrslitin og þökkum þau því góða fólki sem starfaði fyrir okkur og góðri stefnu okkar,“-sagði Jónas Sigurðsson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Mosfellsbæ. Jónas sagði að helstu baráttumái Alþýðubandalagsins hefðu hlotið góðan hljómgrunn meðal bæjarbúa, en flokkurinn lagði aðallega áherslu á úrbætur í skólamálum, auk þess sem Jónas sagði að hugmyndir um bætta þjónustu við aldraða hefðu aflað flokknum fylgi. Hvað myndun meirihluta í bæjar- stjórn varðar sagði Jónas að niður- staða kosninganna væri skilaboð um að bæjarbúar viiji breytingu. „Þeir vilja áherslubreytingar í stjórn bæj- arins og þar fara mörg af stefnumál- um Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags saman,“ sagði hann. „Ég býst því við að hugsanleg samvinna þessara flokka verði fyrsti kostur sem kannaður verður.“ Akranes Gunnar Sigurðsson oddviti D-lista Samstarf við G-lista kannað „ÉG ER mjög stoltur af að Sjálfstæð- isflokkurinn skuli nú vera orðinn stærsti flokkurinn á Akranesi þegar á brattann hefur verið að sækja og það er trú mín að sterkur listi okkar hafi haft mest að segja,“ sagði Gunn- ar Sigurðsson, oddviti D-listans á Akranesi. Gunnar sagði að úrslit kosning- anna hefðu verið einhver þau hag- stæðustu fyrir flokkinn á Akranesi sem sögur færu af. „Nú teldi ég eðlilegast að sjálfstæðismenn og Al- þýðubandalagsmenn settust niður og könnuðu hvort þeir næðu saman um meirihlutamyndun," sagði hann. „Ef Alþýðubandalagsmenn eru trúir sinni samvisku þá hljóta þeir að fara að vilja fólksins, sem hefur veitt okkur og þeim svo gott brautargengi. Nú er ekkert að gera nema bretta upp ermamar og fara að vinna. Það stendur ekki á sjálfstæðismönnum að gera það, enda bíða mörg verk- efni, sem brýnt er að leysa úr.“ Guðbjartur Hannes- son oddviti G-lista Nær tvö- falt fylgi „VIÐ höfum nánast tvöfaldað fylgi okkar, sem má rekja til þess að á listanum er samheldinn hópur og kosningabarátta okkar var heiðar- ieg,“ sagði Guðbjartur Hannesson, oddviti G-listans á Akranesi. Guðbjartur sagði að landsmálin hefðu ef til vill haft einhver áhrif á úrslit kosninganna, en Alþýðubanda- lagið sækti fylgi sitt nú langt út fyr- ir það sem áður hefði gerst. „Verk okkar hafa talað og við nutum þess einnig að á hinum listunum var margt nýtt fólk, svo okkar fulltrúar voru betur kynntir." Guðbjartur sagði að nú væru full- trúar allra flokka að þreifa fyrir sér um meirihlutamyndun og hann teldi að niðurstöður myndu liggja fyrir fljótlega. „Ég skil þessi úrslit sem kröfu kjósenda um að Alþýðubanda- lagið taki þátt í meirihlutasamstarfi.“ Ingvar Ingvarsson oddviti A-lista Líðum fyrir atvinnu- ástandið „ÞAÐ er sjálfsagt hægt að leita ótal skýringa á þessari útkomu okkar, en ég held að margir samverkandi þættir hafi orðið til þess að svona fór,“ sagði Ingvar Ingvarsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins á Akranesi. Ingvar sagði að fylgistapið mætti að hluta rekja til þess að reynt hefði verið að draga landsmálapólitíkina inn í kosningabaráttuna á Ákranesi. „Við höfum setið hér við stjómvölinn og erum því gerðir ábyrgir fýrir ástandinu. Við líðum að sjálfsögðu fyrir það að átvinnuástandið er mjög slæmt hér.“ Ingvar sagði að hann reiknaði ekki með að Alþýðuflokkurinn yrði inni í. myndinni við myndun nýs meirihluta á Akranesi. „Við munum ekki eiga frumkvæði að slíku, en ég geri alveg eins ráð fyrir að Fram- sóknarflokkur og Alþýðubandalag taki upp samstarf,“ sagði Ingvar Ingvarssön. Stykkishólmur Ellert Kristinsson oddviti D-lista Úrslitin þýða óbreytta stefnu „Ég ER ekki sáttur við úrslitin. Ég hefði haldið að málefnastaða okkar væri sterkari og að við ættum að geta haldið fimm mönnum,“ sagði Ellert Kristinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn vann mjög góðan sigur í Stykkishólmi í kosning- unum 1990, fékk nærri því 70% fylgi. Ellert sagði að það hefði tæplega verið við því að búast að flokkurinn næði jafngóðri kosningu nú. Hann sagðist eigi að síður hafa talið að fimm menn væru raunhæft markmið. Ellert sagði að menn yrðu að hafa í huga að nokkuð margir skiluðu auðu í kosningunum 1990 og þessir kjósendur hefðu greinilega kosið and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins núna. Atkvæðum greiddum Sjálfstæðis- flokknum hefði því ekki fækkað eins mikið og prósentutölurnar gæfu til kynna. Ellert segir að Sjálfstæðisflokk- urinn í Stykkishólmi muni ekki breyta um stefnu þó að úrslitin séu þeim ekki eins hagstæð og í kosningunum fyrir fjómm árum. „Við munum ekki víkja af braut uppbyggingar og öflug- rar félagslegrar þjónustu." Snæfellsbær Atli Alexandersson oddviti B-lista Vonaðist eftir þrem- ur mönnum „ÉG ER ekki sáttur við þessa niður- stöðu. Ég vonaðist ákveðið eftir því að Framsóknarflokkurinn fengi þijá menn kjörna,“ sagði Atli Alexanders- son, efsti maður á lista Framsóknar- flokks í Snæfellsbæ, en flokkurinn missti fylgi og fékk tvo menn kjöma. Atli sagðist eiga erfitt með að skýra •þessi úrslit. Hann sagði, að að vísú hefðu menn ekki vitað mikið um stöð- una fyrir kosningar. Aðstæður væra allt aðrar nú en í síðustu kosningum þar sem íj'ögur sveitarfélög væru að sameinast í eitt. Atli sagði að margir möguleikar væru á myndun meirihluta í sveitar- félaginu. Menn væru aðeins farnir að ræða saman, en algerlega óvíst væri hvað myndi gerast. Framsóknarflokkurinn var stærst- ur flokka í síðustu bæjarstjóm Ólafs- víkur og ef litið er lengra aftur í tim- ann hefur flokkurinn oft náð betri kosningu á þessu svæði. Sveinn Þór Elínbergs- son oddviti A-lista Nádum markmið- inu og gott betur „ÉG ER ánægður með niðurstöðuna. Þetta eru þau úrslit sem við vorum að vonast eftir. Við ætluðum okkar að ná tveimur mönnum og við náðum því inarkmiði og gott betur,“ sagði Sveinn Þór Elínbergsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Snæfellsbæ. Sveinn sagðist þakka þennan árangur vel mönnuðum framboðs- lista, öflugum málflutningi og ítar- legri málefnastefnuskrá. Hann sagð- ist telja að það hafi skipt máli að flokkurinn bauð fram reynda sveitar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.