Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐID ÞRIÐJUDAGUR31.MAÍ1994 B 9 BÆJAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGAR 1994 og hversu margir sátu heima," sagði Sigurður Jónsson, oddviti sjálfstæð- ismanna á Selfossi, en þeir töpuðu manni í kosningunum og hafa nú þrjá bæjarfulltrúa í stað fjögurra. „Við töpuðum þremur prósentum og það kemur heim og saman við þessa bylgju sem gekk yfir landið. Hún er ein skýringin á okkar útkomu en það eru önnur atriði hér heima sem skipta máli. Okkar mál og okk- ar áherslur hafa hreinlega ekki náð til fólks á þann hátt sem við vildum." Aðspurður um framhald meiri- hlutasamstarfs sjálfstæðismanna og lista félagshyggjufólks, sagði Sig- urður að gengið hefði verið til kosn- inga með allt óbundið í þeim efnum og allt væri ófrágengið um nýtt meirihlutasamstarf. Hann vildi engu spá um hvað úr yrði. Kristján Einarsson oddviti B-lista Þreytaí meirihluta- samstarfinu „VIÐ erum sigurvegararnir á Sel- fossi, jukum fylgi okkar um 67%, úr 22% í 35,7%, sagði Kristján Ein- arsson, oddviti framsóknarmanna á Selfossi, sem voru í minnihluta en hlutu þrjá af níu bæjarfulltrúum. Kristján sagðist telja að brotthvarf lista óháðra frá síðustu kosningum hefði ekki haft mikil áhrif á fylgi framsóknar, á sínum tíma hefði sá listi sótt mest tii sjálfstæðismanna. „Eg held að við höfum verið með heildstæðan lista og sett fram stefnu- mál okkar af festu." Meirihluti Sjálfstæðisflokks og lista félagshyggjufólks sem starfaði á síðasta kjörtímabili hélt velli í kosn- ingunum en samstarfsaðilarnir gengu óbundnir til kosninga. Að- spurður álits á nýju meirihlutasam- starfi sagði Kristján að þreifingar væru að hefjast. „Við getum sagt að það sé búið að bjóða góðan dag- inn. Það kom fram í kosningabarátt- unni að það var kominn brestur í meirihlutasamstarfið." Kristján Eih- arsson sagði að sínir óskasamstarfs- aðilar væru þeir sem vildu skoða stefnumál framsóknarmanna af al- vöru og hjálpa til við að ná þeim fram. Hann sagði að höfuðáhersla yrði þá lögð á úrbætur í skólamálum grunnskólans og atvinnumál. Hveraqerði Knútur Bruun oddviti D-lista Treyst til að láta hjólin snúast „ÉG HELD að okkur hafi verið treyst betur en andstæðingunum til að framkvæma hlutina og láta hjólin fara að snúast að nýju í Hvera- gerði," sagði Knútur Bruun, oddviti D-Iistans í Hveragerði, sem vann hreinan meirihluta af H-lista, Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags, Fram- sÓknarflokks og óháðra, með 52,8% greiddra atkvæða. „Við höfðum tvö slagorð í kosning- unum: Blásum nýju lífi í Hveragerði og Látum hjólin fara að snúast á nýjan leik. Undir þeim kjörorðum fluttum við okkar kosm'ngabaráttu. Það hefur verið mikil deyfð í fram- kvæmdum síðastliðin fjögur ár að okkar áliti," sagði Knútur. Hann sagðist telja að einnig hefði það skipt máli að á D-listanum hefði verið mikið af nýju fólki, ekki síst ungu fólki og einnig að margir hefðu lagt fram mikla vinnu í langan tíma í þágu listans. Knútur Bruun sagði að fyrsta verk hins nýja meirihluta sjálfstæðis- manna yrði væntanlega að auglýsa starf bæjarstjóra laust til umsóknar og kjósa í trúnaðarstöður. Davíð Oddsson for- maður Sjálfstæðis- flokksins Tvíþœtt gagnvart Sjálf- flokki TAP borgarinnar eru mikil von- brigði fyrir sjálfstæðismenn, segir Davíð Oddsson formaður Sjálfstæð- isflokksins. Hann segir þó að flokk- urinn hafi komist vel frá mörgum þáttum kosninganna og sé áfram yfirburðaflokkur í höfuðborginni. „Það má segja að úrslitin séu tvíþætt gagnvart Sjálfstæðis- flokknum," sagði Davíð. „Annars vegar tapast borgin, sem eru auð- vitað mikil vonbrigði vegna þess að málefnastaðan þar var afar sterk og kosningabaráttan öflug. En það tókst að skapa stemmningu í kringum framboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og vekja áhuga fyrir breytingum breyting- anna vegna og það náðist ekki að stöðva þá hreyfingu í tæka tíð." Davíð sagði að hins vegar hefði Sjálfstæðisflokkurinn, sem forustu- flokkur í ríkisstjórn á erfiðum tím- um, komið vel frá mörgum þáttum kosninganna. Hann væri áfram yfirburðaflokkur í höfuðborginni og með sterka stöðu í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnar- nesi. Hins vegar lægju ekki fyrir skýringar á falli meirihlutans í Mosfellsbæ, þar virtust vera um að ræða staðbundin vandamál. Þá hefðu unnist góðir sigrar í Bolung- arvík og Hveragerði og staðan væri sterk í nýjum sveitarfélögum. Allt lagt undir í borgarstjórnarkosningum árið 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 60% fylgi og hefur því tapað miklu fylgi þar síðan. Davíð sagði að ekki væri hægt að gera þá kröfu til nokkurs stjórnmálaflokks að hann haldi slíku fylgi. „Það gerist nú í fyrsta skipti, að allir flokkarnir fara gegn Sjálfstæðisflokknum. Nú töldu þeir sig ekki hafa neinar hug- sjónir eða verkefnaskrá fram að færa í eigin nafni heldur lögðu allt undir til þess eins að ná völdum. Það tókst því miður og ég óska væntanlegum borgarstjóra velfarn- aðar í þessu mikilvæga starfí. En miðað við þá þekkingu sem ég hef af þriggja flokka vinstristjórn í borginni þá get ég ekki bundið vonir við að um markvissa stjórn verði að ræða. Ég býst við að það verði eins og síðast mikið talað og mikill sýndarskapur en minna um athafnir." Um það hvort samstarf flokk- anna á vinstri vængnum um R-list- ann gæti haft áhrif á íslenska flokkakerfið sagði Davíð að slíkt sameiningartal hefði yfirleitt ekki verið marktækt. Davíð sagði að formaður Framsóknarflokksins hefði kallað þetta tæknilegt kosn- ingabandalag. „Þetta var ekki sagt fyrir kosníngar heldur að búið væri að stofna sjálfstætt stjórnmálaafl. Ég hefði gjarnan viljað að kjósend- ur hefðu fengið að sjá myndina sem er birt á forsíðu DV í dag nokkrum dögum fyrir kosningar og að það hefði verið viðurkennt sem formað- ur Alþýðuflokksins sagði í sjón- varpinu, að þetta væri bara til- raunastarfsemi. Þar með viður- / kenndi hann það sem Árni Sigfús- son benti á að Reykvíkingar væru tilraunadýr í þessari tilraun." Á DV-myndinni sem Davíð vísar til sést Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fagna sigri ásamt formönnum Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. ___________ Jón Baldvin Hanni- balsson formaður Alþýðuflokksins Merkiíeg pólitísk tilraun ÚRSLIT sveitarstjórnarkosning- anna voru vel viðunandi fyrir Al- þýðuflokkinn að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns flokks- ins. Hann segir að samstarf flokk- anna sem standa að *Reykjavíkur:' listanum sé merkileg pólitísk til- raun um ný form í stað girðinga flokkakerfisins. „Það sem nær inn á spjöld sög- unnar af kosningaúrslitunum er sigur R-listans_ í Reykjavík," sagði Jón Baldvin. „Ég hef orðað það svo að þetta sé merkileg pólitísk til- raun, þótt ég taki ekki undir það að Reykvíkingar séu þar með orðn- ir að tilraunadýrum. Þetta er til- raun í besta skilningi þess orðs um ný form í stað að mörgu leyti úr- eltra girðinga gamla flokkakerfís- ins. Nú munu menn fylgjast grannt með því hvernig þessari tilraun reiðir af," sagði Jón Baldvin. Hann sagðist telja að víðtæk samstaða um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarstjóraefni hefði verið forsenda samstarfs inn- an R-listans. „Á henni mun hvíla mikil ábyrgð, bæði að því er varðar borgarstjórn Reykjavíkur og einnig gagnvart spurningum sem bíða svars um það hvort þetta sé vísir einhvers nýs sem koma skal í stað- inn fyrir núverandi flokkakerfi," sagði Jón Baldvin. Stjórnarflokkar gjalda erfiðleika Hann sagði kosningaúrslitin að öðru leyti nálægt því sem við mátti búast. Stjómarflokkarnir, ekki síst Alþýðuflokkurinn, hefðu legið und- ir þungri gagnrýni, þar sem þeir hefðu verið í stjórn á einhverju mesta erfiðleikatímabili sem gengið hefði yfir þjóðina lengi. Slíkt bitn- aði alltaf á stjórnarflokkum. Því færi þó fjarri að Alþýðuflokkurin hefði goldið afhroð í kosningunum eins og skoðanakannanir bentu til. I Hafnarfirði þyrftu menn að hafa í huga að nýtt framboð Kvennalist- ans hefði gert Alþýðuflokknum ómögulegt að halda meirihlutanum en þar hefðu Alþýðuflokksmenn samt fengið stuðning 38% kjós- enda. Annarstaðar á landinu hefði flokkurinn fengið' mun betri út- komu en honum var spáð í skoðana- könnunum, nema á Akranesi þar sem orðið hefði fylgisbrestur. Jafn- framt sagði Jón Baldvin að niður- staðan í Kópavogi hefði orðið óhag- stæðari en hann gerði ráð fyrir. Jón Baldvin sagði að stjórnar- andstöðuflokkarnir hefðu styrkt stöðu sína almennt séð, einkum Alþýðubandalagið. „Það er eðlilegt við þessar kringumstæður, en hægt er að spyrja hvers vegna forustu- flokkur stjórnarandstöðunnar nýt- ur þess ekki í meira mæli en úrsíit- in benda til. Einstök óheppileg mál, eins og seðiabankastjóramál og Tímamál kunna að vera hluti af skýringunni." Ólafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðubandalagsins Nýr veru- i skap- aður ÚRSLIT sveitarstjórnarkosning- anna voru sigur fyrir Alþýðubanda- lagið og félagsleg viðhorf, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar for- manns Alþýðubandalagsins. Hann ¦ segir að með sigri R-listans í Reykjavík hafi verið skapaðúr nýr veruleiki í íslenskri póiitík og kröf- ur verði gerðar til forystumanna flokkanna, sem stóðu að listanum, að flokkarnir standi ekki í vegi fyrir að þessu sköpunarverki verði haldið áfram. „Kosninganóttin var mikil sigur- nótt fyrir Alþýðubandalagið og hin félagslegu viðhorf sem við höfum boðað," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að Alþýðubandalagið hefði bætt við sig verulegu fylgi í 20 bæjarfélögum og kauptúnum. Sér- staklega sagðist Ólafur Ragnar vera ánægður með útkomu flokks- ins í Reykjaneskjördæmi. Þá hefði mikill fjöldi nýs fólks komið til liðs við flokkinn, sem frambjóðendur á listum og í kosningabaráttunni og gífurlegur fjöldi af ungu fólki hefði gengið til liðs við flokkinn í kosn- ingunum. Nýr hugmyndagrundvöllur „Eg tel einnig að sigurinn í Reykjavík feli í sér þau þáttaskil að nýr hugmyndagrundvöllur hefur fest sig í sessi. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar og einkavæðing- arinnar hefur beðið mikinn ósigur og áherslur félagshyggju og jafnaðar vinna mikinn sigur. Það er kominn afgerandi meirihluti þjóðarinnar fyrir þessum félags- legu viðhorfum," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að þetta hefði verið viðurkennt af hálfu Árna Sigfússonar, sem hefði áttað sig á því að ef Sjálfstæðisflokkurinn átti að eiga möguleika í Reykjavík þá yrði hann að afneita frjálshyggj- unni og einkavæðingunni. Ólafur Ragnar sagði að í fram- boði Reykjavíkurlistans hefðu þús- undir verið samankomar til að skapa nýjan veruleika í íslenskri pólitík og gera kröfu til forustu- manna flokkanna, sem stóðu að R-listanum,' að þessu sköpunar- verki yrði haldið áfram og flokkarn- ir standi ekki í vegi fyrir því. „Ég er sannfærður um að með sama hætti og það var hreyfing fóiksins sem bjó til R-listann, þá mun sú nýja sveit ungu kynslóðar- innar halda áfram að skapa. Hvern- ig það sköpunarverk verður að forminu til, vil ég ekki fullyrða á þessu stigi. En það fann sér form sem hentaði í framboði Reykjavík- urlistans og sótti Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur sem leiðtoga sinn og sameiningartákn. Ég held að þessi nýja hreyfing muni með sama hætti finna sér það form sem hent- ar og sækja sér það fólk sem ber hæfileika og gæfutil að leiða það saman," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokks Almennt ánægðir með úrslitin FRAMSÓKNARMENN eru al- mennt ánægðir með niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, að sögn Halldórs Ásgrímssonar for- manns Framsóknarflokksins. „Mestu tíðindin urðu auðvitað í Reykjavík en almennt má segja að við í Framsóknarflokknum erum ánægðir með okkar hlut. Við unn- um á á allmörgum stöðum, annar- staðar höldum við okkar hlut og á einstaka stað dölum við lítillega, aðallega þar sem við unnum á í síðustu kosningum," sagði Halldór. Hann sagði að Framsóknarflokk- urinn hefði náð athyglisverðum árangri víða á höfuðborgarsvæðinu og þéttbýlissvæðinu við Eyjafjörð. Hins vegar hlytu kosningaúrslitin að vera mikið umhugsunarefni fyr- ir stjórnarflokkana og þá ekki síst Alþýðuflokkinn sem missti mjög mikið fylgi. „Ég var hins vegar þeirrar skoð- unar að Alþýðuflokkurinn færi verr _________________________ út úr kosningum og Sjálfstæðis- flokkurinn héldi betur sínum hlut. En ég tel það á margan hátt ánægjulegt að þar sem auglýsing- um var mest beitt hér á höfuðborg- arsvæðinu virðist það ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt. Ég hef aldrei orðið vitni að, að jafn miklum peningum hafi ver- ið eytt í kosningabaráttu og gerðist nú," sagði Halldór. Góður árangur Aðspurður sagðist Halldór ekki sjá það fyrir á þessari stundu að sigur sameiginlegs framboðs flokk- anna á vinstri vængnum í Reykja- vík yrði fyrirmynd um víðtækara samstarf flokkanna. „Ég bendi á, að Framsóknarflokkurinn nær mjög góðum árangri þar sem hann hefur ekki boðið fram áður, svo sem í Stykkishóimi og Mosfellsbæ og á Hvammstanga. Víða þar sem fram- sóknarmenn hafa verið í sameigin- legu framboði á undanförnum árum hafa þeir horfið frá því og náð betri árangri með öðrum hætti. Það var hinsvegar mat manna að besta leið- in til að ná málum í framkvæmd í Reykjavík væri með sameiginlegu framboði. Hvort það verður til frambúðar er of snemmt að full- yrða," sagði Halldór Ásgrímsson. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þing- maður Kvennalistans Hlutverki Kvenna- lista ekki lokið HLUTVERKI Kvennalistans er ekki lokið, að mati Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur þingmanns Kvennalista, þar sem hlutur kvenna í sveitarstjórnun óx lítið í kosning- unum á laugardag. „Ég er mjög ánægð með úrslitin fyrir hönd Kvennalistans. Við eram hér í sigurvímu á ísafirði eftir að hafa unnið fulltrúa í bæjarstjórn og sama gerist í Kópavogi. Ég er einnig mjög ánægð með hlut kvenna í Reykjavík, ekki síst Kvennalistakvenna," sagði Jóna Valgerður. Hún sagði að mörg ár væru síð- an hún hefði myndað sér þá skoðun að íslensk flokkapólitík væri orðin úrelt. „Hins vegar hefur Kvenna- listinn sannað tilvist sína og haft veruleg áhrif þau 12 ár sem hann hefur starfað. Mér sýnist ekki að hlutverki hans sé lokið því hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur að- eins vaxið um 1% frá síðustu kosn- ingum." Línur skerpast Jóna Valgerður sagði það spurn- ingu hvaða áhrif úrslitin og sigur sameiginlegs framboðs í Reykjavík hefðu. Hún benti á að Kvennafram- boðið og Kvennalistinn síðar hefðu hafist í Reykjavík og það sem þar gerðist hefði gjarnan áhrif út um landið. „Því er ekkert óeðlilegt að umræða hefjist um víðtækara sam- starf en það er miklu stærra mál að ná saman öllum flokkum á landsvísu þannig að það verði að- eins työ framboð í Alþingiskosning- um. Ég held því ekki að það gerist svo ftjótt en þróunin getur.orðið sú, að línur skerpist. Menn hafa verið að færast inn á miðjuna og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að koma til móts við félagshyggju- flokkana. Og það getur verið að þróunin haldi svona áfram að það verði meira afgerandi tveir pólar. Almennt um kosningaúrslitin sagði Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, að fylgið hafi verið í átt frá landsstjórninni. Hún sagðist hins vegar hafa átt von á því að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi ekki gjalda þess jafn mikið og raun bar vitni þar sem skoðanakannanir hefðu frekar bent til þess að Alþýðuflokk- urinn yrði fyrir verulegu fylgistapi. _______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.