Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 B 7 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1994 12,0»/ 193° 93* 1938 1942 19A6 Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, 1930- 1994 Hlutfallslegt fylgi helstu framboða 53,2% Si4lÞt®ai, sf|okkuf 60,4», Al|lýöu«okkur ■ •arn: sóknarfi 3A5% 50 47.0% 40 oalistj Ur mannsi ms v®ttvan S-'istinn stjórnarmenn sem kjósendur treysti greinilega. Sveinn sagði að sigur Sjálfstæð- isflokksins væri glæsilegur og boltinn hljóti að vera hjá þeim varðandi mynd- un nýs meirihluta. Páll Ingólfsson oddviti D-lista Meiri sigur en við bjugg- umst við „ÞETTA er miklu betri niðurstaða en við áttum von á. Við erum mjög ánægðir með þetta og ekki síður það að Sjálfstæðisflokkurinn kemur að minu viti best út í Vesturlandskjör- dæmi í samanburði við önnur kjör- dæmi,“ sagði Páll Ingólfsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins i Snæfellsbæ. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í bænum, fékk um 35% fylgi og 4 menn kjöma. Páll sagði að þessi úrslit þýði að Sjálfstæðisflokkurinn muni vænt- anlega fá það hlutverk að hafa for- ystu um mótun nýja sveitarfélagsins. Hann sagðist leggja mikla áherslu á að sameiningin gerist í sem bestu samstarfi við alla. Páll sagðist þakka þennan sigur öflugu starfi stuðningsmanna listans í kosningabaráttunni, sérstaklega á síðustu dögum baráttunnar. Hann sagðist einnig líta á þennan sigur sem stuðning við störf meirihlutans í Ól- afsvík og á Hellissandi, en sjálfstæðis- menn sátu í meirihluta í báðum bæjar- félögunum á síðasta kjörtímabili. Páll sagði ekkert afráðið um mynd- un meirihluta í Snæfellsbæ, en úrslit kosninganna hljóti að þýða að sjálf- stæðismenn hafi forystu um myndun nýs meirihluta. Drífa Skúladóttir oddviti G-lista Er sátt við okkar hlut „ÉG ER ágætlega sátt við okkar hlut, sagði Drífa Skúladóttir, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Snæ- fellsbæ, en flokkurinn fékk einn mann kjörinn. Drífa sagðist hins vegar vera nokkuð undrandi yfír úrslitunum. Hún sagðist hafa reiknað með að fram- sóknarmenn kæmu mun sterkari út úr kosningunum. „Ég held að það hafi enginn búist við fjórum mönnum hjá Sjálfstæðis- flokknum, ekki einu sinni þeir sjálf- ir,“ sagði Drífa. Hún sagðist telja skýringuna á þessu vera þá að kosn- ingavél Sjálfstæðisflokksins hafi farið af stað með miklum látum nokkrum dögum fyrir kosningar. Barátta þeirra hafi verið mjög markviss og hitt í mark hjá þeim sem voru óákveðnir. Isafjörður Þorsteinn Jóhannes- son oddviti D-lista Tími upp- lausnarer nú liðinn „Ég Á von á því að með þessum úr- slitum _sé tími upplausnar í bæjar- stjórn ísafjarðar liðinn," sagði Þor- steinn Jóhannesson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Isafirði, en flokkurinn vann góðan sigur í kosningunum, vantaði raunar aðeins fáein atkvæði upp á að ná meirihluta. Mikil óeining var í bæjarstjórn ísa- fjarðar allt síðasta kjörtímabil og raunar,voru átök einnig á kjörtímabil- inu þar á undan. Ástæðan fyrir þessu var ekki síst kiofningur innan Sjálf- stæðisflokksins. Flokkurinn gekk sameinaður til kosninga í vor. „Mér hefði ekki þótt verra þó að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 34 atkvæði í viðbót til að ná hreinum meirihluta. Þetta er hins vegar góður sigur. Við bætum þarna við okkur 11% atkvæða og vinnum rnann," sagði Þorsteinn. Hann sagðist þakka þennan sigur öflugri baráttu fram- bjóðenda á listanum og sjálfstæðis- manna í bænum. Sjálfstæðismenn eru þegar komnir af stað í formlegar viðræður við fram- sóknarmenn um myndun nýs meiri- hluta. Þorsteinn sagði rökrétt að sjálf- stæðismenn ræði fyrst við Framsókn- arflokkinn. Flokkarnir hefðu starfað vel saman á síðasta kjörtímabili og hefðu alla möguleika ’til að gera það einnig á þessu kjörtímabili. Bolungarvík Ólafur Kristjánsson oddviti D-lista Yfirlýsing Kristins styrkti okkur „VIÐ ERUM mjög ánægðir, við þær ei'fiðu aðstæður sem hér hafa verið á síðustu tveimur til þremur árum, að fá stuðning við þær aðgerðir sem við urðum að grípa til,“ sagði Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungar- vík og leiðtogi sjálfstæðismanna, en Sjálfstæðisflokkurinn vann hreinan meirihluta í bænum í fyrsta skipti í 16 ár. Ólafur sagði að sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hefðu lagt áherslu á að fulltrúar allra flokka ynnu náið saman að þvi að leysa þau erfiðu verkefni sem við er að stríða í Bolungarvík. Þetta hefðu menn gert og Bolvíkingat' hefðu greinilega metið þetta við flokk- inn. Ólafur sagðist leggja áherslu á að flokkarnir starfi áfram vel saman þrátt fyrir að sjálfstæðismenn séu nú komnir í meirihluta. Það vakti athygli í kosningabarátt- unni í Bolungarvík að Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður og leið- togi Alþýðubandanalagsins í bænum, lýsti því að hann væri bæjarstjóraefni flokksins og að hann myndi segja af sér þingmennsku fengi Álþýðubanda- lagið umboð til að stjóma í Bolungar- vík. Ólafur Kristjánsson sagði að þessi yfirlýsing Kristins hefði leitt til þess að kosningarnar fóru að hluta til að snúast um hvort hann eða Kristinn yrði bæjarstjóri næstu fjögur ár. Ólaf- ur sagðist telja að yfiríýsing Kristinn hefði styrkt sig. Olafsfjörður Þorsteinn Ásgeirs- son oddviti D-lista Úrslitin komu ekki áóvart „VIÐ vonuðum að okkur tækist a,ð halda meirihlutanum en það gekk ekki eftir. Nýja framboðið er sigur- vegari kosninganna hér. Það hafa kennski verið einhverjar óánægju- raddir á báðum listum og svo hafa menn viljað kjósa eitthvað nýtt. Það mátti búast við þessari niðurstöðu,“ segir Þorsteinn Ásgeirsson, efsti maður á D-lista sjálfstæðismanna á Ólafsfirði. D-listinn missti meirihlutann í bæjarstjórn Ólafsfjarðar og fékk þrjá menn kjörna en hafði áður fjóra. Þorsteinn sagði að strax á sunnudag hefðu hafist viðræður á milli fram- boða um meirihlutasamstarf á milli D-lista og S-lista, Samtaka um betri bæ, sem var nýtt framboð sem fékk einn bæjarfulltrúa kjörinn. í gær náðist svo samkomulag milli listanna um myndun meirihluta í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Jónína Óskarsdótt- ir oddviti S-lista Ég er komin í óskastöðu „ÉG LÍT á þessa niðurstöðu sem al- geran sigur fyrir mig,“ segir Jónína Oskarsdóttir, efsti maður á S-lista, Samtaka um betri bæ en hún náði kjöri til bæjarstjórnar Ólafsfjarðar í kosningunum á laugardag. S-listinn fékk einn mann kjörinn en D-listinn og H-listinn fengu þrjá menn hvor listi og komst S-listinn því í oddaað- stöðu um myndun meirihluta í bæjar- stjórn. „Ég er komin í óskastöðu um myndun næsta meirihluta," sagði Jónína. Hún sagði að málefnin réðu ferðinni í viðræðum um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Viðræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.