Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Boston Celtics hata
unnið NBA- deildina
oftast, eða16sinnum,
síðast 1985-86.
meistarar
iD
□
Boston Celtics 1985-86 K. C.Jones
Minneapolis/Los Angeles Lakers 1987-88 Pat Riley
Chicago Buiis 1992-93 Phil Jackson
Philadelphia/Golden State Warriors 1974-75 Al Attles
Syracuse Nats/Philadelphia 76ers 1982-83 Billy Cunningham
Detroit Pistons 1989-90 Chuck Daly
New York Knicks 1972-73 Red Holzman
Baltimore Bullets 1947-48 Buddy Jeannette
Milwaukee Bucks 1970-71 Larry Costello
Portiand Trail Blazers 1976-77 Jack Ramsey
Rochester Royals/Sacramento Kings 1950-51 Lester Harrison
St. Louis/Atlanta Hawks 1957-58 Alex Hannum
Seattle SuperSonics 1978-79 Lenny Wilkens
Washington Bullets 1977-78 Dick Motta
■ ARNÓR Guðjohnsen skoraði
fyrir Örebro, þegar liðið tapaði 3:1
á útivelli gegn Halmstad í 11. um-
ferð sæsnku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu í gærkvöldi.
■ ARNÓR var besti rnaður liðs
síns, en fékk að sjá rauða spjaldið
undir lokin fyrir mótmæii.
I INGVAR Jónsson, sem þjálfaði
körfuknattleikslið Hauka síðastliðið
keppnistímabil, hefur verið ráðinn
þjálfari Valsliðsins.
■ BÁRÐUR Eyþórsson, leikmað-
ur með Snæfelli, mun leika með
Valsliðinu næsta keppnistímabil.
Bárður er úr Stykkishólmi, en lék
með Val fyrir nokkrum árum, er
hann fór fyrst í nám til Reykjavík-
ur.
■ BJÖRN Björgvinsson, íyrrum
formaður KKI, var kjörinn í ungt-
Mmt
FOLK
inganefnd FIBA, alþjóða körfu-
knattleikssambandsins, á ársþingi
þess á dögunum. Björn er fyrsti
Islendingurinn sem starfar í nefnd
á vegum FIBA.
■ FJÓRIR íslenskir milliríkjadóm-
arar í handknattleik, Rögnvald Erl-
ingsson, Stefán Arnaldsson, Há-
kon Sigurjónson og Guðjón L. Sig-
urðsson dæmdu á móti í Þýska-
landi um helgina, þar sem lið Þýska-
lands, Danmörku, Hvíta-Rúss-
lands og Frakklands tóku þátt í.
■ RUUD Gullit yfirgaf æfinga-
búðir hollenska landsliðsins í gær
og sagðist vera hættur með landslið-
inu. Gullit lék annan hálfleikinn í
3:1 sigri gegn Skotlandi s.l. föstu-
dagskvöld og gagnrýndi leikskipulag
Hollendinga.
■ GULLIT sem er 31 árs, ákvað
fyrir skömmu að láta undan þrýst-
ingi og leika aftur með landsliðinu
eftir 13 mánaða hvíld frá því.
■ LÁRA Hrund Bjargardóttir
frá Ægi í Reykjavík setti þijú
telpnamet á lA-Essómótinu í sundi
á Akranesi um helgina. Hún synti
800 m skriðsund á 9.22,51, 200 m
bringusund á 2.45,69 og 100 m
skriðsund á 1.00,80.
■ TELPNAS VEIT Ægis setti
met í 4x50 m íjórsundi og sveit
Njarðvíkur bætti metið í 4x50 m
fjórsundi sveina.
■ SVEIT Ægis hlaut 395 stig og
sigrað[ í stigakeppni félaganna.
Sveit ÍA var í öðru sæti með 204
stig og sveit SH í þriðja sæti með
150 stig. Um 350 keppendur frá 12
félögum tóku þátt.
33 + 2
Dómarar í 1. deild karla I
knattspyrnu lyftu gula
spjaldinu 33 sinnum á loft í tveim-
ur fyrstu umferðunum og tvisvar
sýndu þeir rauða spjaldið. í einum
leik fengu sjö leikmenn að sjá
gula spjaldið, sex í öðrum og einn
rautt að auki og fimm
í þeim þriðja. Aðeins
einn leikur af 10 til
þessa hefur verið
spjaldalaus og í tveim-
ur öðrum leikjum hef-
ur annað liðið komist
hjá bókun. Reyndar er
ÍBK eina liðið, sem
hefur fylgt settum reglum að
mati dómara, og Breiðablik hefur
sýnt mestu breytinguna á milli
umferða í þessu tilviki, fór úr fjór-
um gulum spjöldum og einu rauðu
í 1. umferð í ekkert spjald í næstu
umferð.
Um nokkurt skeið hefur Al-
þjóða knattspyrnusambandið,
ílFA, lagt áherslu á prúðmann-
legan leik. Átakinu Háttvísi -
höfum rétt við hefur verið haldið
hátt á lofti með umtalsverðum
árangri. Ruddaskapur og árás-
arhneigð eiga ekki upp á pall-
borðið og þeir, sem gera sig seka
um ofbeldi í knattspyrnuleik, fá
alls staðar viðeigandi refsingu.
Hún bitnar ekki aðeins á þeim
sem einstaklingum heldur einnig
félagi þeírra og landi, ef um brot
í alþjóðlegum leik er að ræða.
Forsvarsmenn féiaga vita hvað
liggur undir, þjálfarar árétta boð-
skapinn eina og sanna og leik-
menn ætla sér að fara eftir hon-
um. Engin stjórn félags fyrirskip-
ar grófan leik, enginn þjálfari
leggur slík fyrirmæli fyrir leik-
menn sína og enginn leikmaður
fer í leik með því hugarfari að
„ganga frá“ einhverjum í liði
mótheijanna. Minnsta tilhneiging
í þá átt er merki þess að viðkom-
andi er á rangri hillu og þarf að
leita meina sinna bót áður en
lengra er haldið.
Háttvísi er ein af dyggðum
knattspyrnunnar. Bestu leikmenn
eru fastir fyrir og gefa ekkert
eftir, en þeir vita að þeir komast
ekki upp með að vera grófir eða
ruddalegir. Þeir eru þess einnig
meðvitaðir að skemmtunin felst
ekki í siagsmálum og spörkum í
mótheija heldur markvissu spili
og mörkum, yfirveguðum varnar-
leik og hröðum sóknarleik. Þeir,
sem lengra eiga í land, eiga einn-
ig að hafa hugfast að þeir ná
síst lengra með því að hafa rangt
við.
Fyrir kemur að dómari sér
ekki ljótt brot. Þolandi gleymir
sér eitt augnablik, svarar fyrir
sig á óviðeigandi hátt og er refs-
að fyrir. Það þarf sterk bein og
mikinn sjáifsaga til að taka
ódæmdum brotum, en taki allir
höndum saman um að líða þau
ekki, heyra þau fljótt sögunni til.
33 gul spjöld og tvö rauð í 10
leikjum benda til þess að ekki sé
ailt eins og best verður á kosið.
í sumum tilvikum verða dómarar
að gæta þess að vera ekki of fljót-
ir á sér og í öðrum er leikmönnum
hollt að líta í eigin barm. Áminn-
ingarnar eru víti til vamaðar,
hvernig sem á þær er litið, en
batnandi manni er best að lifa
og ballið er rétt að byija.
Steinþór
Guðbjartsson
Háttvísi er ein af mikil-
vægustu dyggðum
knattspyrnunnar
Er satt að knattspyrnukonan ÁSTA B. GUNIMLAUGSDÓTTIR ætli að hætta í haust?
Fer að sinna
fjölskyldunni
ÁSTA B. Gunnlaugsdóttir, framherji úr Breiðabliki, er aldurs-
forseti kvennalandsliðsins í knattspyrnu, 32 ára, og sú eina
í liðinu nú sem var með í fyrsta landsleik Islands, gegn Skot-
um haustið 1981. Hún gefur ekkert eftir og skoraði fyrsta
markið í sigrinum gegn Grikkjum á sunnudagskvöldið. Ásta
segist þó vera farin að íhuga það í alvöru að hætta. Hún er
í sambúð með Samúel Erni Erlingssyni íþróttafréttamanni og
eiga þau tvær dætur; Hólmfrfði Osk og Grétu Mjöll.
Asta segist oft hafa velt því
fyrir sér að fara að hætta
í knattspyrnunni, en aldrei í al-
vöru fyrr en nú.
„Það hafa allir
Tka ta þurft ta^a
Hatlgrimsson tn mín ve&na »t-
boltans; hann hef-
ur gengið fyrir, því ef maður
ætlar að vera með þýðir ekki _að
gera það með hálfum huga. Ég
er heldur ekki þannig karakter:
Annað hvort er ég með á fullu
eða sleppi því. Nú ætla ég að
fara að sinna fjölskyldunni meira
en ég hef gert. Stelpurnar eru
til dæmis báðar byijaðar í fót-
bolta, og ég ætla að veita þeim
athygli mína þar.“
Ertu sem sagt að lýsa því yfir
að þjú hættir í haust?
„Ég er eiginlega að því, já.
Eftir landsleikinn gegn Grikkjum
eigum við mikla möguleika á að
komast áfram í Evrópukeppninni
og framhaldið verður líklega á
næsta ári. En ef maður hugsar
svona fram í tímann verður alltaf
eitthvað spennandi að gerast og
því gæti orðið erfitt að hætta.
Maður verður því bara að ákveða
sig — og hætta svo.“
Þú varst með í fyrsta landsleik
íslands...
„Já, já. Og þú sérð að það
hefur ekki verið mikið að gera
hjá kvennalandsliðinu síðan; leik-
irnir eru ekki orðnir nema 25 á
öllum þessum árum og ég hef
reyndar spilað 22 þeirra."
Af hvetju ekki þrjá?
„Ég man yfirleitt aldrei neinar
dagsetningar, • en ég man alitaf
4. og 6. september 1987 — þá
missti ég af tveimur landsleikj-
um, því ég eignaðist yngri dóttur-
ina, Grétu Mjöll, 5. september!
Þriðji leikurinn var gegn Færey-
ingum, ég var þá í hópnum en
fékk ekki að fara inná.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ásta B. Gunnlaugsdóttir í eldhúsinu heima í Kópavoginum í gær ásamt
dætrunum Grétu Mjöll, sem verður sjö ára í haust, og Hólmfríði Ósk, tíu ára.
Eru ekki nngu stelpurnar í dag
miklu betri en þú og jafnaldrar
þínir voru á sínum tíma?
„Ég byijaði að æfa 13 eða 14
ára; þá mætti maður bara á æf-
ingu og fór að spila. Stelpur byija
nú að æfa þriggja, fjögurra eða
fimm ára og í dag koma því upp
miklu betri knattspyrnukonur,
alhliða leikmenn með grunninn
sem ég fékk aldrei, og með miklu
betri tækni. Ég fæ bara í mag-
ann þegar Logi [landsliðsþjálfari]
segir okkur að halda bolta á lofti
þangað til hann segir stopp. Þá
liggur við að ég reimi skóna eða
eitthvað á meðan! En þetta er
ekkert mál fyrir ungu stelpurnar;
þær eru snillingar með boltann.“
Þótti það ekki alit að því hal-
lærislegt að stelpur skyldu vera
í fótbolta, þegar þú varst að
byrja?
„Ástandið var að byrja að
skána þá, held ég, en mörgum
fannst það þó tvímælalaust
stráka-stelpur sem fóru í þetta.
Þær gátu hvorki verið myndar-
legar né í lagi í vextinum, en
auðvitað hefur sannast að það
er langt frá því. Ég held við höf-
um sýnt að við getum alveg spil-
að fótbolta eins og strákarnir,
þó við getum ekki borið okkur
saman við þá að því leyti að við
höfum hvorki sama hraða né
sömu líkamsburði. Ég vil að við
lítum frekar á árangurinn á al-
þjóða mælikvarða, en ef við stát-
um af árangri okkar heyrast oft
neikvæðu raddirnar. Við þyrftum
líklega að verða heimsmeistarar
til að geta talist með ágætis lið!“