Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 8
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
i
Tveir
góðir
Tveir af
bestu leik-
mönnum
NBA-deildar-
innar eigast
viö. Karl
Malone hjá
Utah Jazz
sækir að
körfu Houst-
ons Rockets.
Hakeen
Olajuwon er
til varnar.
Indiana hélt
New York í
Reuter
Houston með
pálmann í
höndunum
68 stigum!
INDIANA Pacers sigraði New York Knicks
88:68 í þriðja leik liðanna í úrslitum Austur-
deildar. Patrick Ewing, sem gerði 32 og 28
stig ítveimur fyrstu leikjunum, gerði aðeins
eitt stig fyrir Knicks og munar um minna.
Aldrei áður hefur svo lítið verið skorað (68
stig) í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan
skotklukkan vartekin í notkun í deildinni.
Varnarleikur Indiana var mjög sterkur og Ewing
var haldið niðri. „Ég vissi að við gætum stað-
ið í þeim og vonandi náum við að sýna fleiri svona
leiki,“ sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. „Vörn-
in var frábær og ég er stoltur af strákunum. Við
höfum verið með gott varnarlið, en hingað til hef-
ur okkur vantað herslumuninn.“
Indiana, sem tapaði öllum fjórum viðureignum
sínum gegn New York í deildarkeppninni í vetur,
hafði tveggja stiga forskot í hálfleik, 39:37. New
York náði hins vegar aðeins að gera 29 stig í síð-
ari hálfleik. „Loksins náðum við að sigra og send-
um þeim skýr skilaboð í leiðinni," sagði Reggie
Miller.
Ewing reyndi sjö sinnum skot á körfuna í fyrri
hálfleik og hitti ekki úr einu einasta. Hann fékk
þtjár villur í fyrri hálfleik og sína fjórðu í byijun
þriðja leikhluta. Eina stigið í leiknum gerði hann
úr víti þegar rúmlega sex mínútur voru eftir. „Því
miður, lék ég ekki vel fyrir liðið að þessu sinni,“
sagði Patrick Ewing. „Þeir léku mjög ákveðið og
pressuðu okkur stíft. Vjð létum þá taka of mörg
fráköst og það skaðaði okkur.“
Derrick McKey var stigahæstur í liði Indiana
með 15 stig og Reggie Miller og Rik Smits gerðu
14 stig hvor. Charles Oakley gerði 12 stig og tók
12 fráköst fyrir New York og John Starks gerði
12 stig.
Pat Riley, þjálfari New York, sagði að stuðning-
ur áhorfenda í Indiana hafi hjálpað liðinu gríðar-
lega. „Indina liðið fékk vítamínssprautu frá áhorf-
endum, sem létu vel í sér heyra.“ sagði Riley.
HOUSTON Rockets þarf aðeins einn sig-
ur gegn Utah Jazz í úrslitum Vesturdeild-
ar. Houston vann Utah með tveggja stiga
mun á sunnudagskvöld, 78:80, í Utah og
hefur nú yfir 3:1. Utah náði f eina sigur
sinn á föstudagskvöld 96:85. Liðin leika
fimmta leikinn í Houston í kvöld og bend-
ir allt til að Houston leiki til úrslita í fyrsta
sinn síðan 1986 er liðið lék við Boston.
Kenny Smith var atkvæðamestur í liði Roc-
kets með 25 stig og besti leikmaður, deild-
arinnar, Hakeem Olajuwon var í strangri gæslu
en gerði þó 16 stig og tók 9 fráköst. „Þetta
stóð tæpt, mjög tæpt,“ sagði Rudy To-
manovich, þjálfari Houston. „Þeir reyndu að
setja tvo og jafnvel þtjá leikmenn á Olajuwon,
en það dugði ekki. „Hinir strákarnir í liðinu
unnu sitt verk vel,“ sagði Olajuwon. „Kenny
Smith var frábær. Það dugar ekki að taka einn
leikmann úr umferð hjá liði sem er svona gott.“
Houston var oftast með forystu í leiknum,
38:31 í hálfleik og 60:50 eftir þtjá leikhluta.
Liðið var fimm stigum yfir er hálf mínúta var
eftir en John Stockton hitti úr þriggja stiga
skoti er 13,5 sekúndur voru eftir og minnkaði
niður í tvö stig, 78:80. Jazz náði boltanum aft-
ur og fékk tækifæri á að jafna, en skot Tom
Chambers rataði ekki rétta leið og Houston
náði frákastinu og hélt boltanum út leiktímann.
Karl Malone var stigahæstur í liði Utah með
25 stig og tók 14 fráköst. Jeff Hornacek kom
næstur með 18 og John Stockton gerði 17 stig
og átti sex stoðsendingar. Malone var í miklu
stuði í þriðja leiknum áTöstudagskvöld er Utah
vann Rockets 95:86. Hann gerði 15 af 22 stig-
um sínum í fjórða leikhluta og tók 13 fráköst.
Jeff Hornacek gerði 17 og Jay Humphries 15
stig, þar af 12 stig í fyrri hálfleik, er Utah var
að vinna upp forskotið sem það hafði í hálf-
leik, 52:40. Hakeem Olajuwon, var stigahæstur
í liði Houston með 29 stig, þar af 17 stig í
síðari hálfleik. Vernon Maxwell kom næstur
með 17 stig og Sam Cassell gerði 14 stig.
■ GUÐJÓN Guðmundsson, fim-
leikamaður úr Armanni, tekur þátt
í Evrópumeistaramóti karla í
áhaldafimleikum sem fara fram í
Prag í Tékklandi um næstu helgi.
Þjálfari Guðjóns, Jan Cerven, fer
með og eins Jónas Tryggvason,
sem verður dómari á mótinu.
■ ANTHONY Karl Gregory
skoraði annað mark Bodö/Glimt í
2:3 tapi á heimavelli gegn Lil-
leström í norsku 1. deildarkeppn-
inni um helgina. Bodö/Glimt er í
næstneðsta sæti með 9 stig.
■ ATLI Edvaldsson þjálfari HK
var ekki áiiægður með sína menn
gegn Þrótti í 2. deildarkeppninni á
föstudagskvöld, enda tapði lið hans
0:4. Stuðningsaðili HK hafði heitið
þeim tveimur leikmönnum HK er
stæðu sig best í leiknum góðum
málsverði en eftir leikinn afþakkaði
Atli boðið.
■ GUNNAR Guðnwndsson lék
með HK gegn Þrótti en félags-
skipti hans úr þýska liðinu Langen-
horn gengu í gegn tveimur dögum
fyrir leikinn. Þetta var fyrsti leikur
Gunnars fyrir HK en hann lék með
ÍK áður.
■ ÓLAFUR Þ. Guðnason sem
stóð í marki ÍR gegn Grindavík á
föstudagskvöld er 16 ára gamall
og fékk að vita daginn fyrir leik
að hann fengi að spreyta sig í
markinu í 2. deild. Hann kom í stað-
inn fyrir Jón Otta Jónsson, sem
fór aftur yfir í Stjörnuna.
■ SIGURVIN Olafsson skoraði
eitt mark í stórsigri, 6:1, unglingal-
iðs Stuttgart, sem varð sigurvegari
á sínu svæði í keppni unglingaliða
í Þýskalandi. Stuttgart, sem hefur
orðið meistari átta sinnum á síðustu
tíu árum, keppir í úrslitákeppninni,
sem er að hefjast.
KNATTSPYRNA
Grikkir
verða með
áHM
Gríska landsliðið í knatt-
spyrnu verður með í úr-
slitakeppni heimsmeistara-
mótsins í Bandaríkjunum í
sumar. Stjóm Alþjóða knatt-
spymusambandsins (FIFA)
hafði hótað Grikkjum að liði
þeirra yrði vísað úr keppninni,
og þá var llklegast að Islend-
ingar tæku sæti þeirra.
Máiið snérist um deilu
knattspymusambands Grikk-
lands og ríkisstjómar landsins.
Stjóm sambandsins var kosin
í' tíð fyrri ríkisstjórnar hægri
manna, en sósíalistar, sem nú
eru við völd í landinu, vildu
halda kosningar sem fyrst og
koma sínum mönnum að í
knattspyrnusambandinu — en
það mun tíðkað þar í landi,
að stjórnarskipti í landsmálum
hafi breytingar sem þessar
alla jafna í för með sér.
„Málið var leyst á fundi með
FIFA. Sama stjórn situr í
knattspymusambandinu, þar
til kosningar fara fram, ein-
hvem tíma í haust,“ sagði tals-
maður gríska knattspyrnu-
sambandsins við Morgunblaðið
í gær.
GETRAUNIR: XXX 1X1 212 1 1 XX