Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ1994 C 3
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIKVENNALANDSLIÐA
Aðstæður
óhagstæðar
Stóðust
álagið
„ÉG er ánægðastur með að
nú þegar liðið þurfti virki-
lega að vinna þá tókst það,“
sagði Logi Ólafsson þjólfari
kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu. „Það hefur verið
vandamál í íslensku íþrótta-
lífi að þegar mest á reynir
og menn þurfa að vinna, þá
klikkar allt. Ég gaf það upp
fyrir leikinn að við yrðum að
vinna og þyrftum að lifa með
þeirri pressu sem því fylgdi,
og þær aðferðir sem við
notuðum til að vinna úr
þeirri pressu skiluðu sér
mjög vel.“
Hollandi og Grikklandi verða leikn-
ir í einni ferð í september nk. ís-
lenska liðið sigraði það hollenska á
Laugardalsvelli sl. haust, en hol-
lenska liðið sigraði það gríska í
báðum leikjum liðanna með samtals
sex mörkum gegn engu. Marka-
hlutfall gæti því skipt sköpum þeg-
ar upp verður staðið.
Árangur Loga Ólafssonar þjálf-
ara liðsins er frábær, liðið hefur
ekki tapað leik undir hans stjórn
og á nú góða möguleika á því að
komast lengra í keppninni. Þó svo
að uppskeran verði ekki Ijós fyrr en
í haust er ástæða til að taka ofan
fyrir árangrinum hingað til.
Grikkir yfirspiladir
Þriggja marka sigur of lítill
miðað við gang leiksins
Logi sagði að munurinn á leik
liðsins í fyrri og seinni hálf-
leik væri aðallega að íslensku
leikmennirnir hefðu verið óþolin-
móðir. „Ég sagði þeim í hálfleik
að nota sér breidd vallarins,
teygja á þessu, spila boltanum
til baka og vera þolinmóðar,
markið kæmi fyrr eða síðar. Og
sem betur fer kom það fljót-
lega,“ sagði Logi.
Ætlum okkur alla leið
„Þetta var mjög erfitt því þær
pökkuðu svo rosalega í vöminni.
Það var ein frammi en restin var
bara í vörninni. Varnarmennirnir
okkar fengu líka gott pláss til
að skjóta þegar þeir komu fram.
Ég hef ekki upplifað svona lagað
áður,“ sagði Vanda Sigurgeirs-
dóttir. Aðspurð um möguleikana
á því að komast í átta líða úrslit
sagði Vanda að þær ætluðu sér
alla leið. „Leikurinn á móti Hol-
landi verður mjög erfiður, en við
ætlum okkur að klára þetta.“
Vorum lengi að átta okkur
„Við vorum nokkuð lengi að
átta okkur á aðstæðum á vellin-
um, og þær gerðu okkur erfitt
fyrir með því að pakka svona
rosalega í vömina. Við töluðum
um það í hálfleik að reyna að
draga okkur út og opna svolítið
meira svo við gætum farið að
spila, og það gekk upp,“ sagði
aldursforsetinn Ásta B. Gunn-
laugsdóttir. Aðspurð um muninn
á liðunum sagði Ásta að hann
fælist helst í því hvað þær væru
líkamlega sterkari. „Þær hafa
líka að litlu að keppa og töpuðu
báðum leikjunum gegn Hollend-
ingum. Þær gáfu sér heldur aldr-
ei tækifæri til neins annars en
að spila vörn og ég hef aldrei
séð annað eins, þær voru hrein-
lega límdar við okkur þarna
frammi og hugsuðu ekkert um
leikinn, bara um manninn. Við
vorum tíma að átta okkur á
þessu, iétum þetta trufla okkur
fyrst en losuðum okkur síðan
út úr þessu,“ sagði Ásta.
-sagði Dimitris Benardos, þjálfari gríska liðsins
^jálfari gríska liðsins, Dimitris
Benardos, sagði að aðstæð-
urnar hérna hefðu verið afar
óhagstæðar gríska liðinu, en liðið
ætti góða möguleika gegn því ís-
lenska á heimavelli, þar sem að-
stæður væru þeim hagstæðari.
Hann sagði einnig að sínir leikmenn
væru ekki vanir að spila á grasi,
leikið væri á malarvöllum í grísku
kvennaknattspyrnunni, og það
hefði einnig reynst þeim erfitt.
Aðspurður sagði hann að hollenska
liðið væri að sínu mati sterkari en
það íslenska. Benardos sagði að
allir leikmenn íslenska liðsins hefðu
staðið sig vel og liðið væri gott.
Leikmaður númer 11 (Margrét Ól-
afsdóttir) hefði leikið vel, en liðið
hefði leikið vel saman; sem eitt Iið.
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu
stendur vel að vígi í undanriðli sínum í Evrópu-
keppni kvennalandsliða eftir góðan sigur, 3:0,
á Grikkjum á Laugardalsvelli á sunnudaginn.
íslenska liðið er nú með fullt hús stiga eftir tvo
fyrstu leikina og á góða möguleika á því að
komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Lið-
ið á reyndar eftir að mæta hinum liðunum í
riðlinum, Grikkjum og Hollendingum, á útivelli,
en nægir jafntefli i báðum leikjunum til að
tryggja sér sigur í riðlinum og sæti í átta liða
úrslitunum.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir skorar fyrsta mark íslands gegn Grikkjum, með góðu skoti í nærhornið.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Það var augljóst strax frá bytjun
leiksins á sunnudagskvöldið
að íslenska liðið var mun sterkara
gggmi en það gríska.
Stefán Gríska liðið var aug-
Eriksson >jóslega "W með-
skrifar vitað um hlutskipti
sitt, pakkaði í vörn
og það var hending ef fleiri en einn
grískur leikmaður sást á vallar-
helmingi íslenska liðsins. íslenska
liðinu gekk þó heldur illa að nýta
sér þessa yfirburði til að byija með.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Marki fagnað
ÍSLENSKU stúlkurnar_ fögnuðu mikið þegar fyrsta markið var staðreynd. Frá vinstri Laufey
Sigurðardóttir Henn, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Guðlaug Jónsdóttir og
Bi-yndís Valsdóttir nr. 10 kemur hlaupandi.
to&m
FOLK
■ ELSTI Jeikmaður íslenska
landsliðsins, Ásta B. Gunnlaugs-
dóttir sem er 32 ára, skoraði fyrsta
mark íslands á móti Grikkjum.
Þetta var jafnframt sjöunda mark
hennar í landsleikjum. Hún skoraði
einnig í sigurleiknum gegn Hol-
lendingum sl. haust.
■ YNGSTI leikmaður íslenska
landsliðsins, Margrét Ólafsdóttir,
skoraði annað markið gegn Grikkj-
um, en hún er aðeins 17 ára göm-
ul. Þetta var fyrsta mark hennar
fyrir íslenska landsliðið.
■ MARGRÉT var, þrátt fyrir
ungan aldur, ekki yngsti leikmaður-
inn á vellinum. Eftichia Micha-
ilidou, sem lék í vörn gríska liðs-
ins, er aðeins sextán ára gömul.
■ ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
knattspyrnu hefur spilað 25 lands-
leiki og var sigurinn gegn Grikkj-
um sá níundi í röðinni. Stærsti sig-
urinn var 6:0 sigur gegn Færeying-
um í Kópavogi árið 1986, en liðið
hefur einu sinni áður sigrað með
þriggja marka mun. Það var í æf-
ingaleik gegn Skotum fyrr í þess-
um mánuði í Skotlandi, en íslenska
liðið sigraði þá með fjórum mörkum
gegn einu.
Broddinn vantaði í sóknina og hug-
myndaflugið í sóknarleiknum var
heldur takmarkað.
Það var allt annað að sjá til ís-
lenska liðsins í síðari hálfleik. Spil-
ið út á og upp kantana gekk vel
og fyrsta markið kom strax eftir
fjögurra mínútna leik. Nokkrum
mínútum síðar átti Guðrún Jóna
skot í innanverðan vinstri vinkilinn,
og mínútu síðar kom annað markið
sem var einkar glæsilegt. íslenska
liðið hélt áfram að skapa sér góð
færi; á 71. mínútu skaut Vanda
Sigurgeirsdóttir rétt framhjá og á
þeirri 75. skallaði Guðrún Jóna
sömu leið. Henni urðu hins vegar
ekki á mistök tveimur mínútum
síðar þegar hún skoraði þriðja
markið. Þijú góð færi litu dagsins
ljós áður en leikurinn var úti, t.a.m.
átti Ásthildur Helgadóttir góðan
skalla að marki á 82. mínútu, en
þær grísku náðu að bjarga á markl-
ínu.
Það er alls ekki of djúpt í árinni
tekið að segja að íslenska liðið hafi
pakkaði því gríska saman. Yfir-
burðirnir voru hreint ótrúlegir, ís-
lenska liðið átti tæplega þijátíu
skot að marki en grísku stúlkurnar
ekkert. Sigríður Fanney Pálsdóttir
markvörður Islands kom alls þrisv-
ar sinnum við boltann í leiknum,
og þegar gríski framheijinn brá sér
yfir miðju með knöttinn, sem gerð-
ist afar sjaldan, var írski dómarinn
yfirleitt sá eini sem fylgdi með.
íslenska liðið lék mjög vel eins
og gefur að skilja. Þó verður að
segjast eins og er að mörkin hefðu
átt að vera miklu fleiri, leikmenn
gerðu sig seka um seinagang og
fullmörg mistök fyrir framan mark-
ið. Liðið var mjög jafrit en þó má
nefna Auði Skúladóttur, sem átti
frábæran leik, og eins lék Margrét
Ólafsdóttir vel. Liðið á góða mögu-
leika á því að komast áfram í Evr-
ópukeppninni, en útileikirnir gegn
#%Vanda Sigurgeirsdóttir sendi knöttinn á 49. mínútu með
■ \Jglæsilegri sendingu frá miðjum vallarhelmingi Grikkja út
til hægri, í gegnum vörnina og inn í vítateiginn, þar sem Ásta B.
Gunnlaugsdóttir kom hlaupandi og skoraði með hnitmiðuðu skoti í
nærhomið.
I
Á 57. mínútu náði Margrét Ólafsdóttir að vinna boltann
af gn'ska vai-narmanninum Kalesi við vítateigsbogann
vinstra megin. Margrét lék á varnarmanninn og annan til og sendi
knöttinn svo með gullfallegu skoti í stöngina vinstra megin ofanverða
og inn í markið. Frábærlega að verki staðið.
3B#\Ásthildur Helgadóttir stakk knettinum laglega í gegnum
■ %#vöm Grikkja á 77. mínútu, inn á Guðrúnu Jónu Krisljáns-
dóttur, sem lagði hann fyrir sig og sendi síðan með nákvæmu skoti
undir markvörðinn og í netið.
2:0