Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 C 7
ÍÞROTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Tap og sigur í Porto
„EFTIR afar dapran leik á laugardag-
inn, náðu strákarnir að ri'fa sig upp á
sunnudag — ákveðnir að tapa ekki
aftur," sagði Þorbergur Aðalsteins-
son, landsliðsþjálfari, eftir sigurleik
24:18 gegn Portúgal á sunnudaginn
í Porto, en íslenska liðið tapaði,
13:19, á laugardag. Landsliðið verður
nú í æfingabúðum í Portúgal til 7. júni.
orbergur sagði að leikmenn sínir hafi
verið andlausir í ieiknum á laugar-
dag. „Þeir náðu sér aldrei á strik gegn
ákveðnum leikmönnum Portúgal, sem léku
á miklum krafti. Portúgalir léku vörnina
mjög framarlega, þannig að Sigurður
Sveinsson og Júlíus Jónasson náðu sér
ekki á strik — skoruðu ekki eitt einasta
mark. Strákarnir voru ákveðnir að snúa
dæminu við í leiknum á sunnudag og náðu
þeir að leika vel á köflum,“ sagði Þorberg-
ur.
Þorbergur sagði að það hafi háð liðinu
hvað langt er síðan nokkrir leikmanna sína
hafi leikið. „Við munum nú nota tíman vel
og æfa á krafti næstu dagana. Það verður
æft tvisvar á dag fram til sjöunda júní,
en síðan fá leikmennirnir frí í viku eftir
að við verðum komnir heim. Landsliðshóp-
urinn kemur síðan aftur saman og æfir á
krafti út júní,“ sagði Þorbergur.
Landsliðshópurinn kemur ekki aftur
saman fyrr en í lok október.
Þeir sem skoruðu mörkin í landsleiknum
á laugardag, voru: Vldimar Grímsson 4/3,
Konráð Olavson 3, Gústaf Bjarnason 2,
Jón Kristjánsson 2, Róbert Sighvatsson
1, Bjarki Sigurðsson 1.
í sigurleiknum á sunnudag skoraði
Valdimar 6 mörk, Konráð 6, Ólafur Stef-
ánsson 5, Jón Kristjánsson 3, Gústaf
Bjarnason 3 og Júlíus Jónasson 1. Berg-
sveinn Bergsveinsson var í markinu og Konráð Olavson átti mjög góðan leik gegn Portúgal á sunnudaginn
varði ellefu skot. og skoraði sex mörk.
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Vantar græðgi
ÞRÁTT fyrir 2:1 sigur Fylkis á Þrótti frá Neskaupstað í Árbænum
á laugardaginn, var Bjarni Jóhannsson þjálfari ekki ánægður.
„Okkur vantaði alla græðgi. Við réðum alveg leiknum og ég hefði
viljað fleiri mörk. Þetta var ekta „vorgrasleikur" og það er greini-
lega ennþá vor," sagði Bjarni.
274 Bernhard Langer (Þýskal.) 69 70 67 68
276 Joakim Haeggman (Svíþjóð) 69 69 70
68, Miguel Angel Jimenez (Spáni) 68
66 72 70
277 Severiano Ballesteros (Spáni) 73 66
70 68
278 Mark James (Bretlandi) 68 72 71 67
279 Adam Hunter (Bretlandi) 71 65 72 71
280 Sandy Lyle (Bretlandi) 68 71 70 71
281 Revin Stables (Bretl.) 71 71 71 68,
Malcolm Mackenzie (Bretl.) 73 70 69
69, Peter Hedblom (Svíþjóð) 69 69 71
72, Frank Nobilo (N-Sjálandi) 73 66
69 73
282 Howard Clark (Bretl.) 73 69 70 70,
Jonathan Lomas (Bretl.) 74 68 69 71,
Paul Lawrie (Bretl.) 69 70 71 72,
Costantino Rocca (Ítalíu) 67 70 72 73,
Eduardo Romero (Argentínu) 69 72
68 73
Colonial-mótið
Colonial-mótið, sem fram fór í Texas og
lauk gær. Helstu úrslit:
266 Nick Price (Zimbabe) 65 70 67 64,
Scott Simpson 66 65 64 71
■Price vann á fyrstu holu í bráðabana.
267 Hale Irwin (Bandar.) 64 70 68 65
270 Peter Jordan (Bandar.) 68 70 66 66.
271 Brad Faxon (Bandar.) 70 66 67 68,
Tom Lehman (Bandar.) 66 66 69 70,
Gary Hallberg (Bandar.) 67 67 65 72.
272 Phil Mickelson (Bandar.) 68 68 71 65.
Opna Flugleiðamótið
Opna Flugleiðamótið í Vestmannaeyjum,
sem fór fram um hvítasunnuna. Leiknar
voru 18 holur. 54 kylfingar skráðir til leiks.
Án forgjafar:
Júlíus Hallgrímsson, GV...............152
Haraldur Júlíusson, GV................153
Sigþór Óskarsson, GV..................155
Með forgjöf:
Gunnar Berg Viktorsson................142
Siguijón Pálsson......................143
Jón Þór Klemensson....................145
Sigurvegararnir, Júlíus og Gunnar Berg
fengu utanlandsferð að eigin vali í verðlaun
frá Flugleiðum.
Fannars-bikarinn
Opið öldungamót, Fannars-bikarinn, fór
fram í Grafarholti um helgina. Þátttakendur
voru 49.
An forgjafar:
Sigurjón R. Gíslason, GK...............73
Guðmundur Valdimarsson, GL.............74
Björn Karlsson, GK.....................75
Með forgjöf:
Haukur Otterstedt, GR..................61
Svan Friðgeirsson, GR..................63
Björn Karlsson, GR.....................63
íslandsmót
íslandsmótið í veggtennis fór fram dagana
7. og 14. maí í Dansstúdíó Sóleyjar.
Konur:
1. Edda Svavarsdóttir
2. Soffía D. Halldórsdóttir
3. Halla D. Hallldórsdóttir
4. Anna Carlsdóttir
5. Unnur Carlsdóttir
■Edda vann alla sína leiki og varð meist-
ari fimmta árið í röð.
Karlar:
1. Þrándur Arnþórsson
2. Sveinn Baldursson
3. Ásmundur Ólafsson
4. Gunnar Hall
5. Sigtryggur B. Hreinsson og Kristján Ari
Einarsson.
■Þrándi tókst að endurheimta meistaratit-
ilinn, sem hann vann síðast 1991.
Opna franska
Konur .
4. umferð:
2- Arantxa Sanchez Vicario (Spánn) vann
11- Anke Huber (Þýskal.) 6-3 6-2
Julie Halard (Frakklandi) vann 7-Natalia
Zvereva (H-Rússlandi) 7-6 (7-2) 7-5.
Petra Ritter (Austurríki) vann Ruxandra
Dragomir (Rúmeníu) 7-6 (7-2) 4-6 6-0.
12- Mary Pierce (Frakklandi) vann Amanda
Coetzer (S-Afríku) 6-1 6-1
3- Conchita Martinez (Spáni) vann Alexia
Dechaume-Balleret (Frakklandi) 6-1 6-2.
1-Steffi Graf (Þýskal.) vann Irina Spirlea
(Rúmeníu) 6-0 6-1.
16-Sabine Hack (Þýskai.) vann Shaun Staf-
ford (Bandar.) 6-4 6-2
Karlar
4. umferð:
4- Andrei Medvedev (Úkraínu) vann Jacco
Eltingh (Hollandi) 6-4 3-6 6-4 6-1
7-Jim Courier (Bandar.) vann Olivier Delai-
tre (Frakklandi) 6-1 6-7 (7-9) 6-1 7-6 (8-6).
6-Sergi Bruguera (Spáni) vann Patrick
Rafter (Ástralíu) 6-4 6-3 6-1.
Ines Gorrochategui (Argentínu) vann Iva
Majoli (Króatíu) 7-5 6-4.
1-Pete Sampras (Bandar.) vann Mikael
Tillstroem (Svíþjóð) 6-4 6-4 1-6 6-4.
5- Goran Ivanisevic (Króatíu) vann Andrea
Gaudenzi (Ítalíu) 6-2 5-7 6-4 6-3
Arbæingar herjuðu nánast frá
fyrstu mínútu á mark gest-
anna og þegar Þróttarar náðu bolt-
^^■1 anum fengu þeir
Stefán aldrei frið. Mark lá
Stefánsson í loftinu, Ólafur
skrifar Stígsson skoraði
eftir harða hríð að
marki Þróttara á 8. mínútu og
New York Rangers og Vancou-
ver Canucks leika til úrslita
um Stanley-bikarinn í NHL-deild-
’nn' bandarísku.
prg Fyrsti leikurinn fer
Gunnari fram í kvöld, en það
Valgeirssyni lið sem fyrr vinnur
i Bandaríkjunum fjóra leiki verður
meistari. Rangers vann New Jersey
Devels í mjög spennandi leikjum í
Kristinn Tómasson bætti við öðru
á 24. mínútu með hælspyrnu úr
nánast engu færi. Þróttarar pökk-
uðu í vörn en á síðustu minútu
fyrri hálfleiks klúðruðu Sveinbjörn
Hákonarson og John Ramos Rocha
skyndisókn þegar Fylkismenn voru
uppteknir í sókninni og gleymdu
sér í vörninni.
undanúrslitum um helgina og þurfti
að tvífamlengja síðasta leikinn sem
endaði með sigri Rangers 2:1 og
því samanlagt, 4:3.
Rangers, sem náði besta árang-
ari allra liða í NHL-deildinni í vet-
ur, hefur ekki orðið meistari síðan
1940. Þetta er í fjórða sinn sem
liðið kemst í úrslit og nú ætla Mark
Messier og Brian Leetch, helstu
í byrjun síðari hálfleiks skaut
Zoran Cikic yfir úr aukaspyrnu rétt
utan vítateigs Fylkismanna en á
85. mínútu skallaði Viðar Þorkels-
son í mark Fylkis eftir misskilning
í vörninni en Viðar fékk að líta
rauða spjaldið mínútu síðar fyrir
annað brot sitt.
Þó Fylkismenn væru sterkir í
vörninni og réðu miðjuspilinu, tókst
þeim ekki að enda sóknir sínar og
var oft engu líkara en þeir vildu
drífa af að skora fleiri mörk og þá
helst tvö í hverri sókn. Fyrir vikið
gleymdu þeir sér nokkrum sinnum
í vörninni og það hefði getað kostað
þá einhver stig. Ingvar Ólason og
Finnur Kolbeinsson voru þeirra
bestu menn og Ólafur Stígsson átti
góða spretti.
„Við áttum í erfiðleikum frá upp-
hafi. Þetta var í fyrsta sinn sem
við spilum á grasi í sumar og við
ætluðum að fara varlega á meðan
við værum að átta okkur á því,“
sagði Sveinbjörn en hann sást litið
í leiknum. Þótt Zoran væri ekki
fljótastur á vellinum, var hann
sterkur í vörninni og hleypti spræk-
um Fylkismönnum ekki oft framhjá
sér. Hann var bestur Þróttara.
stjörnur Rangers, sér alla leið. Þess
má geta að Rangers hefur keypt
sex af leikmönnum hins sigursæla
liðs Edmonton.
Vancouver, sem er að leika til
úrslita í annað sinn í sögu félagsins
— síðast 1982, var aðeins með 14.
besta árangur liðanna í deildinni í
vetur og því kom árangur liðsins
mjög á óvart í úrslitakeppninni.
KNATTSPYRNA
INIorðmenn
hafa valið
hópinn
Egil Olsen, landsliðsþjálfari Nor-
egs, valdi í gær síðustu sex leik-
mennina í 22 manna hópinn, sem
hann fer með á HM í Bandaríkjun-
um, og sagðist hafa haft sóknarleik
í huga með valinu frekar en reynslu.
Miðjumaðurinn Dan Eggen hjá
Bröndby er sterkur í loftinu og var
því bætt í hópinn, en hann á einn
landsleik að baki. Sóknarmaðurinn
Sigurd Rushfeldt hefur tvisvar leikið
með U-21 árs liðinu, en miðjumaður-
inn Roar Strand er nýliði í landslið-
inu. Varnarmaðurinn Erland Johnsen
hjá Chelsea, og leikmenn Rosenborg,
markvörðurinn Ola By Rise og miðju-
maðurinn Karl-Petter Löken, voru
einnig síðastir inn.
Norðmenn leika tvo landsleiki áður
en þeir halda til Bandaríkjanna —
gegn Dönum 1. júní og Svíum 5. júní.
Norðmenn leika sinn fyrsta leik í
HM gegn Mexíkó 19. júní í Washing-
ton.
Eftirtaldir skipa landsliðshóp Nor-
egs:
Markverðir: Erik Thorstvedt (Tott-
enham), Frode Grodaas (Lilleström),
Ola By Rise (Rosenborg).
Varnarleikmenn: Gunnar Halle
(Oldham), Rune Bratseth (Werder
Bremen), Stig Inge Björnebye (Ros-
enborg), Roger Nilsen (Sheff. Utd.),
Alf Inge Haaland (Nott. For.), Henn-
ing Berg (Blackburn), Erland John-
sen (Chelsea).
Miðvallarspilarar: Jostein Flo
(Sheff. Utd.), Erik Mykland (Start),
Ovind Leonhardsen (Rosenborg),
Kjetil Rekdal (Lierse), Jahn Ivar Jak-
obsen (Young Boys, Bern), Lars
Bohinen (Nott. For.), Karl-Petter
Löken (Rosenborg), Roar Strand
(Rosenborg), Dan Eggen (Brondby).
Sóknarleikmenn: Jan Aage Fjörtoft
(Swindon), Göran Sörloth (Bursa-
spor), Sigurd Rushfeldt (Tromsö).
Baggio spáir
Kólumbíu-
mönnum sigri
Roberto Baggio, knattspyrnu-
maður ársins í Evrópu, spáir
því að Kólumbíumenn verði heims-
meistarar og að Mexíkanar eigi
eftir að koma á óvart, en þeir leika
með ítölum í riðli. „Kólumbíumenn
leika skemmtilegustu knattspyrn-
una í heiminum og standa uppi sem
sigurvegarar,“ segir Baggio, fyrir-
liði Juventus í viðtali við ítalska
blaðið Gazzetta dello Sport fyrir
helgina.
Baggio segir Faustino Asprilla,
miðheija Kolumbíu, Brasilíumann-
inn Romario og Hristo Stoichkov,
miðheija Búlgaríu, verða menn HM.
KR KLÚBBURINN
Stuðningsmannafundur
þriðjudaginn 31. maí kl.20.30
í félagsheimilinu v/Frostaskjól.
Þjálfarar meistaraflokks karla
og kvenna Guðjón Þórðarson
og Arna Steinsen mæta á
fundinn.
Afhending skirteina fyrir
klúbbfélaga,
skráning á nýjum félögum.
KULUVARP
Pétur kastaði 20,44
m í Santo Antonio
Pétur Guðmundsson, KR, varð sigurvegari í kúluvarpi á alþjóðlegu
móti í Santo Antonio í Portúgal um helgina. Pétur kastaði kúl-
unni 20,44 m, sem er besti árangur hans á árinu og meðal tíu bestu
utanhúss í heiminum í ár. Andrés Guðmundsson, HSK, keppti einnig
á mótinu og kastaði 18,54 m.
ISHOKKI / NHL-DEILDIN
Rangers og Canucks í úrslit