Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ : 9H? Ljósmyndir/Árni Þórðarson og Ketill Högnason Myndir 1-2 (andlitsmyndir fyrir og eftir tannréttingu: Tannbilum lokað eftir meðferð hjá tannholds- lækni. Aldur sjúklings í upphafi meðferðar 66 ár, meðferðartími 5 mánuðir. Tannréttingar hjá fullorðnum haf a færst í vöxt TIL skamms tíma heyrðu tannrétt- ingar í fullorðnum til undantekn- inga og einskorðaðist slík meðferð að mestu við börn og unglinga. Framfarir I tannréttingum sam- fara bættri tannheilsu og vaxandi umhyggju fólks fyrir útliti sínu hafa hins vegar leitt til þess að tannréttingar fullorðinna færast nú mjög í vöxt og á þetta jafnt við um ísland sem önnur vestræn ríki. Á síðari árum hafa orðið stórstígar framfarir í ýmsum greinum tann- lækninga, og þar eru tannréttingar engin undantekning. Mesta byltingin var e.t.v. sú, að upp úr 1970 var þróuð aðferð til að líma festingar beint á glerung tannanna. Fyrir þann tíma þurfti að beija “hring“ eða band upp á hveija tönn, og var það bæði seinlegt og óþægilegt. Festingarnar eða “kubbarnir" sem limdir eru á tennumar eru oftast úr stáli, en fást nú auk þess tannlitaðir og eru þá úr plasti eða postulíni. Til skamms tíma var aðeins hægt að líma á gler- ung, en með tilkomu nýrra bindiefna er nú jafnframt hægt að líma festing- ar á tennur úr gulli og postulíni og plast- og silfurfyllingar. Hverjir þurfa á tannréttlngu að halda? Skipta má fullorðnum tannrétt- ingasjúklingum í tvo hópa eftir því hvemig meðferðarþörfín er til komin: í fyrri hópnum eru einstaklingar sem klárlega þurftu að fara í tann- réttingu meðan þeir voru á hefð- bundnum tannréttingaaldri en gerðu ekki, hugsanlega vegná þess að þjón- ustan stóð ekki til boða eða af fjár- hagsástæðum. Þessi hópur þarf yfir- leitt að fara í talsvert viðamikla og kostnaðarsama tannréttingameðferð sem getur tekið tvö ár eða meir. Þessi hópur sjúklinga hefur stækkað gífurlega síðustu tvo áratugi, og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum er talið að fjórðungur allra þeirra sem hófu tannréttingameðferð árið 1990 hafi verið eldii en 18 ára og tilheyrt þessum hópi. Á Islandi er þessi hóp- ur hiutfallslega stærri en í nágranna- löndunum, því tannréttingar eiga sér stutta sögu hérlendis og því margir sem ekki áttu kost á meðferð á ungl- ingsárum sínum. I síðari hópnum eru svo þeir full- orðnu einstaklingar sem þurfa á tannréttingu að halda í tengslum við aðra tannlæknismeðferð. I fjölmörg- um tilfeilum er þá um einfalt og oft tiltölulega ódýrt inngrip að ræða miðað við heildarkostnað meðferðar- innar, t.d. að rétta upp tönn eða tenn- ur fyrir brúarsmíði, draga út rót til að auðvelda krónusmíði, lokatannbil- um sem myndast hafa vegna tann- holdsbólgu eða loka frekjuskarði (sjá myndir). í öðrum tilvikum getur svo meðferðin verið fióknari, t.d. ef tann- rétting er framhaldsmeðferð hjá sjúklingi með kjálkaliðsvandamál. Þessi hópur sjúklinga hefur verið fremur lítill, og er ástæðan að hluta til sú að eigin tennur hafa lengst af enst íslendingum illa. En með auknu Myndir 3-4 (tannamyndir af frekjuskarði fyrir og eftir meðferð). Frekjuskarði lokað ásamt ýmsum öðrum lagfæringum. Aldur sjúkl- ings í upphafi meðferðar 29 ár, meðferðartími 1 ár og 2 mánuðir. langlífí manna og tanna eykst við- haldsþörfin, og því má reikna með að þeim fjöigi ört á komandi árum sem þurfa tannréttingar. Hverjir fara í tannréttingu? Rannsóknir sýna að það sem helst rekur fólk af stað í tannréttingar er útlitsþátturinn. Þetta gildir alveg sérstaklega um fullorðið fólk , enda er engin ástæða til að gera lítið úr útlitsþættinum þegar meta skal þörf fyrir tannréttingameðferð. Til marks um það eru nýlegar athuganir sem gerðar hafa verið á þeim áhrifum sem skakkar og óásjálegar tennur hafa á sjálfsímynd og sjálfstraust einstakl- inga. Niðurstaðan er í stórum drátt- um sú að útlit tannanna skiptir miklu meira máli en áður var talið, og að áberandi skakkar tennur geta valdið þeim sem þannig er úr garði gerður miklu sálarböli. Hvað kostar tannréttingameðferð fyrir fullorðna? Þessi spurning er bæði eðlileg og sjálfsögð. Ef horft er á málið í víð- ara samhengi má segja, að almennt eru tannréttingar dýr þjónusta alls staðar í heiminum. Verð á hefðbund- inni tannréttingameðferð, þar sem tæki eru sett á tennur efri og neðri góms og meðferðin tekur u.þ.b. tvö ár, virðist liggja einhvers staðar á bilinu 150 - 300 þúsund. Ber þá að hafa í huga að í sumum löndum greiðir hið opinbera hluta kostnaðar, í öðrum löndum borga tryggingafé- lög stærsta eða allan hluta kostnað- arins en víðast hvar er því þó þannig háttað að tannréttingar fullorðinna eru að fullu greiddar af þeim sem þjónustuna þiggur. Nákvæmlega hvar ísland liggur í þessu samhengi er erfitt að staðhæfa, bæði hvað varðar endurgreiðsluhlutann því reglur þar eru enn í mótun, og eins varðandi verðið, því sameiginleg verðskrá fyrir tannréttingar er bönn- uð samkvæmt lögum. Kostnaður vegna tannréttinga- meðferðar, þar sem um er að ræða einfalt inngrip sem ekki krefst flók- innar gagnatöku, mælinga og með- ferðaráætlunar, og þar sem búnaður er einfaldur og meðferðartími stutt- ur, verður af augljósum ástæðum lægri. Það er eðlilegt og sjálfsagt að sá sem hyggst láta rétta tennur sínar fái kostnaðaráætlun hjá við- komandi tannréttingalækni, þar sem sett er þak á meðferðarkostnað, og þar sem aðilar gera með sér ein- hvers konar samkomulag um greiðsluhætti. Lokaorð Framfarir í læknavísindum, aukið langlífi og auknar kröfur til líkam- legrar vellíðunar og betra útlits hafa breytt viðhorfi almennings til heil- brigðisþjónustunnar. Með þessari stuttu kynningu á tannréttingum fullorðinna hefur vefið leitast við að benda á þá möguleika sem framfarir og tækninnýjungar hafa opnað á því sviði. Með einföldum aðgerðum má oft stórbæta útlit tannanna og styrkja þannig sjálfsímynd einstaklingsins. Það má þó aldrei gleymast, að þótt möguleikarnir á tannréttingum full- orðinna hafa stórbatnað, er besti meðferðartíminryeftir sem áður ald- urinn 6-12 ára. Á þessu aldursskeiði má oft með einföldum aðgerðum sem styðjast við vöxt andlits og kjálka komast hjá umfangsmeiri tannrétt- ingum síðar á ævinni. ■ Árni Þórðarson og Ketill Högnason Höfundar eru tannlæknar í Reykja- vík. Þessir ungu krakkar búa yfir ótrúlegu hugmyndaflugi ÞAÐ mátti heyra saumnál detta í smíðastofu Foldaskóla fyrir skömmu þar sem fram fór sumarnámskeið íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík- ur í nýsköpun fyrir 9, 10 og 11 ára krakka. Einbeitingin skein úr hverju andliti á meðan hönnunarvinnan stóð yfir og ekki var áhuginn minni þegar kom að því að útfæra hlutina í endanlegri mynd. Þátttakendur voi-u fjórtán talsins úr hinum ýmsu skólum borgarinnar, en fyrir utan hönnunar- og smíðavinnu gerðu krakkarnir eitt og annað sér til dund- urs utan dyra þegar þannig viðraði. Gísli Þorsteinsson er smíðakennari í Foldaskóla og mikill áhugamaður um nýsköpun barna. Einnig Iiðsinntu á námskeiðinu Bragi Einarsson hug- vitsmaður og V aldór Bogason smíða- kennari í Hamraskóla. Foldaskóli er móðurskóli fyrir nýsköpun á íslandi, en undanfarin 3 ár hefur verið hald- in svokölluð nýsköpunarkeppni grunnskólanema. Þar hafa nemend- ur sannað getu sína til að kljást við raunveruleg verkefni og koma með einfaldar og gagnlegar lausnir á þörfum umhverfisins. Áhersla hefur verið lögð á að koma nýsköpunarná- mi og -starfi inn í grunnskólakerfið og tryggja brejAtum viðhorfum framgang. Í Foldaskóla hefur verið þróað starf með nemendum bæði í formi skyldunáms, vals og nám- skeiða og getur hæglega verið fyrir- mynd fyrir aðra skóla sem áhuga hafa á slíku starfí. „Hérna byijaði þetta allt og hér hefur mesta gróskan verið. Nú viljum við miðla öðrum skólum af okkar reynslu. Um 120 krakkar tóku þátt í nýsköpun í skólanum í vetur og nemendur úr Foldaskóia áttu hvorki meira né minna en 520 hugmyndir af þeim 700 hugmyndum, sem bár- ust í Hugvitskeppni grunnskólanema í ár. Jarðvegur hér er því afar góður og við vonum að þetta muni skila sér út í þjóðfélagið í auknum atvinnu- tækifæmm. Við viljum hvetja þessa krakka til dáða enda búa þeir yfir ótrúlegu hugmyndaflugi. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Við emm m.a. að reyna að koma á samskiptum við krakka erlendis sem eru að fást við líka hluti og vitum nú af nokkuð öflugum félagasamtökum ungra hugvitsmanna í Argentínu, Svíþjóð og Kúveit,“ segir Gísli. Þetta er í annað sinn sem ÍTR stendur íyrir slíku sumamámskeiði, en í fyrra var Litli uppfínningaskól- inn, eins og hann var þá kallaður, til húsa í Ketilstaðaskóla í Mýrdal. Á námskeiðinu veltu þátttakendur sköpunargáfunni fyrir sér, hvemig alvöru hlutir verða til, hvemig sölu- vara verður til og hvernig fram- VILBORG Gísladóttir . JÓHANN Örn Vilmundarson. HULDA Lárusdóttir. Bústaðir álfa í Elliðaárdal kortlagðir ÁLFAR hafa alltaf verið okkur hugleiknir, þjóðsögur okkar og menningararfleið er full af sögurn af álfum. Það kannast flestir við strákinn sem henti grjóti í álfaklett, og manninn sem heillaðist af álfameyju, og fleiri álfasögur. Enn eru álfar áhrifamiklir á íslandi. Breyta hefur þurft skipulagi framkvæmda, bygginga og vega vegna þeirra. Nærtækt dæmi er Álfhóllinn á Álfliólsvegi í Kópavogi, og fleiri slíkar raskanir verða á okkar mannlegu framkvæmdum. Álfabyggð í Elliðaárdalnum kortlögð Álfar hafa áhrif á fleiri sviðum. Á döfinni er að gera nýtt álfakort yfir Elliðaárdalinn á vegum Ferða- málanefndar Reykjavíkur. Margrét Theodórsdóttir sem á sæti í nefnd- inni segir hugmyndina vera þá að fólk geti virkjað ímyndunaraflið og upplifað ævintýri jafnframt því sem það nýtur útiverunnar í náttúrunni. Álfar eru óijúfanlega tengdir menningu okkar og sögu, flest allir íslendingar eru sagðir trúa á álfa, huldufólk og tröll, og jafnvel þó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.