Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 B 5 DAGLEGT LÍF/FERÐALÖG Ekki liggja í rúminu andvaka Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera við svefnleysi er að minnka rúmlegu. Þegar fólk liggur lengi og byltir sér dottar það oft án þess að vita það og minnkar þar með mögu- leikann á að sofna fast. Jafnframt þessu á sér oft stað ákveðin örvun sem mikilvægt er að forðast og því er best að liggja sem minnst vak- andi í rúminu ef um svefnvandkvæði er að ræða. Dæmi um áhrif þess að dotta er þegar barn sofnar í fimm mínútur í bíl og sofnar fyrir bragðið tveimur tímum síðar um kvöldið. Um leið og fólk sofnar minnkar svefnþörfín. Aðalatriðið varðandi langvarandi svefnleysi er að hægt er að gera mikið til að bæta ástandið til muna og oftast á einfaldan hátt. Meðferðin felst yfirleitt ekki í lyfjagjöf heldur er reynt að breyta svefnatferli fólks ásamt því að fræða viðkomandi um svefn og svefnvenj- ur. Júlíus beitir sálfræðilegri meðferð sem beinist að því að hjálpa fólki að vinna bug á streitu, kvíða eða öðru því sem veldur svefnleysinu. Hann segir að svefnlyf dugi stundum til að tjúfa vítahringinn. Slík ráð duga oft sem skammtímalausn en ekki til langframa. Við slíkar kring- umstæður vinnur svefnlyfjanotkun gegn tilgangi sínum. Vantar djúpan svefn eöa draumsvefn? Fólk notar allskonar ráð gegn svefnleysi, það drekkur flóaða mjólk, fer í langar gönguferðir, liggur í heitu baði.. . „Öll eru þessi ráð ágæt, en það þarf að gera margt annað líka,“ segir Júlíus. Eðlilegur svefn er um það bil 20% djúpur svefn og um 25% draumsvefn. Sá sem er syfjaður allan daginn kann að vanta djúpan svefn. Venjulega er svefnmynstur næturinnar fastmótað og frávik frá því geta haft afleiðingar á líðan að degi. Of mikill draumsvefn er sjúkdómur sem þarf að meðhöndla sérstaklega, öll vöðvaspenna dettur niður í draumsvefni og þeir sem þjást af þessu eiga það til að detta út af að degi til líka. Hvers vegna muna sumir drauma sína en aðrir ekki? — Nú muna sumir drauma og aðrir ekki? „Muni fólk drauma er það oftast að vakna beint uppúr draumsvefni. Ef fólk vaknar til dæmis úr 2. stigs svefni man það venjulega enga drauma. Draumsvefn kemur með reglulegu millibili alla nóttina á um það bil 90 mínútna fresti," segir Júlíus. „Þegar einstaklingur fer allt- af að sofa á sama tíma og vaknar á sama tíma hittist oft þannig á að hann vaknar ekki úr draumsvefni og man því ekki drauma sína.“ Er átta tíma svefn nauðsynlegur? — Er fullorðnu fólki nauðsyn að fá átta tíma svefn? „Svefntími fullorðins fólk er frá fjórum klukkustundum og upp í níu tíma,“ segir Júlíus og bætir við að sá meðaltími sem fólk þarf að sofa sé 8 tímar, en auðvitað er svefnþörf- in mest hjá börnum og á unglingsár- unum. Þessi mikla svefnþörf er af mörgum orsökum, en vitað er að í djúpum svefni losnar vaxtarhormón og því er djúpi svefninn mikilvægur til vaxtar og viðhalds líkamans. Kaffi og áfengl er ekki gott fyrir svefnínn — Sumir halda því fram að þeir sofni ekki ef þeir drekki kaffi og öfugt? Kaffi er örvandi og fólk sem drekkur mikið kaffi fyrir svefninn sefur sundurlaust, það er engin spurning, og oft án þess að fólk viti það sjálft. Það sofnar kannski strax eins og þeir gera líka sem drekka áfengi, en svefninn verður ekki eðli- legur og oft nær fólk ekki nægum djúpum svefni. — Eigi fólk í erfiðleikum með svefn getur það þá leitað beint til ykkar? „Það má hringja beint í okkur, en það er takmarkað hvað við getum sinnt mörgum í einu. Við gerum eina til tvær mælingar á nóttu. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Prúðbúnar konur í fermingarveislu árið 1994. isienskar blómarósir við Öxar- árfoss árið 1930. íslenskra kvenna þar sem notkun skautbúningsins var að leggjast af nema sem tyllidagabúningur. Konur, sem fæddar voru fyrir aldamótin 1900, áttu sumar aldrei önnur spari- föt en peysuföt og klæddust margar þeim fram yfir miðja 20. öld, en notuðu upphlut hversdags. Það voru því yngri konur, einkum á lands- byggðinni, sem hófu upphlutinn til virðingar um 1900-1910 er þær fóru að nota hann sem sparibúning. Hafði hann náð verulegum vinsældum sem slíkur þegar komið var fram á þriðja áratuginn." Að sögn Fríðar er ritið hvorki ein- hlítt yfírlit um sögulega þróun bún- ingsins né tæmandi lýsing á vinnu- aðferðum við gerð hans, heldur er dregin upp mynd af aðalatriðum og auðkennum og reynt að koma mikJn efni fyrir í stuttu máii. JI Morgunblaðið/Aldís Markaðstorg í Hveragerði Tívolíhúsið í Hveragerði hefur fengið nýtt hlutverk, en þar hefur verið opnað markaðs- og sýningarsvæði. Það verður opið á föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Vonast er til að ferðafólk sem leið á um Suður- landsundirlendi svo og heimamenn leggi leið sína á markaðstorgið og nýti sér þá starfsemi sem þar fer fram í sumar. Um síðustu helgi var torgið opn- að en unnið hafði verið að undirbún- ingi hússins. Mikill fjöldi fólks kom þangað og á milli 30 og 40 buðu þar vöru til sölu. Þar var að finna sælgæti, blóm, grænmeti, brauð, útskurð, heimabakstur, fisk og kjöt og fleira. Sölubásum er komið fyrir inn á milli tijágróðurs og göngu- stíga svo þarna skapast mjög sér- stakt umhverfi og stemmning. Um helgina voru einnig sýndir þarna hús- og tjaldvagnar og börnum bauðst að fara á hestbak. ■ Aldís Hafsteinsdóttir Þýskalandsflug Air Atlanta hafid LEIGUFLUG Air Atlanta til Þýskalands hófst fyrir nokkru. Flugfé- lagið flýgur um helgar til Frankfurt, Köln, Miinchen og Hamborgar fram í september. Flug til Stuttgart hefst 8. júlí. Þrjátíu og fimm ferðaheildsalar í Þýskalandi og Austurríki standa að leiguflugi Air Atlanta. Yfirgnæf- andi meirihluti farþeganna eru er- lendir ferðamenn. Islendingar í Þýskalandi nota sér þó þjónustu þess í auknum mæli. Það er hægt að kaupa miða aðra leiðina eða frá einum stað og til baka á annan. Bergþóra Sigfúsdóttir, starfsmaður Air Atlanta í Hamborg, sagði að miðar aðra leiðina væru aðallega seldir í sambandi við feijuna. Ferðaheildsalarnir bjóða mis- munandi verð en meðalverð flug- miðanna með Boeing 737-þotu Air Atlanta er um 890 þýsk mörk (38.270 ísl.kr.) frá Múnchen og 830 mörk (35.690 ísl.kr.) frá hinum stöðunum. Við það bætast 43 mörk (1.850 ísl.kr.) í flugvallarskatt. ■ AB i lerö um fsland á ensku og íslensku i FERÐAHANDBÓKIN Á ferð um Island er nú komin út hjá Nesútgáfunni. Þetta er hand- hæg bók fyrir íslendinga á ferð um landið og unnin og gefin út í samráði við Ferða- málaráð. Bókinni er dreift ókeypis í 20 þúsund eintökum, einkum á upplýsingaskrifstof- um um ferðamál, bensínstöðv- um, hótelum og ferðaskrifstof- um. Útgefandi er Nesútgáfan. í bókinni eru fjölmargir pistlar um hina ýmsu staði sem ferða- menn sækjast eftir að skoða, kort af afmörk- uðum svæðum og sægur almennra upplýsinga um hvem stað. Hall- dór Blöndal sam- gönguráðherra ritar kveðju Einnig skrifar Magnús Odds- son, ferðamála- stjóri nokkur orð. Nesútgáfan hefur einnig gef- ið út handbókina Around Iceland þar sem útlending- ar geta fengið upplýsingar sem þeir þurfa þegar þeir ferðast um landið. Í báðum bókunum er einn- ig mikið af greinargóðum og upp- lýsandi auglýsingum. ■ Margt í bígerð á Sauðárkróki Við Hótel Áningu. Vigfús Vigfússon, hótelstjóri, Jón Þór Gunnars- son, matreiðslumaður, Sigurður Sigurbjörnsson, yfirkokkur, Hrafnhildur Björnsdóttir, þjónn, og Birna Guðjónsdóttir, mót- tökustjóri. SAUÐÁRKRÓKUR hefur tekið stórt stökk í ferðamálum síð- ustu ár. Sumarhótelið Hótel Áning var opnað fyrir sex sumrum með 72 herbergjum, flest eru með baði og auk þess er boðið upp á svefnpokapláss. Hótelið er í heimavist Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Það hefur verið gróska I hótel- rekstrinum síðan en þá var orðin mikil þörf á meira gistirými vegna ij'ölgunar ferðamanna. Að sögn Vigfúsar Vigfússonar hótelstjóra var orðið tímabært að nota hið vannýtta húsnæði skólans á sumrin og mæta þannig fjölgun ferða- manna og þörfum nútíma við- skiptalífs. Gestum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan hótelið var opn- að, eða úr 600 gistinóttum fyrsta sumarið í um 7.000 sl. sumar. Vegna þessarar velgengni hefur hótelið fært út kvíarnar og nú í sumar var opnað hótel í Varmahlíð með 22 herbergjum og svefnpoka- plássi á vegum Hótels Áningar og starfrækt er gistiaðstaða á Hólum í Hjaltadal með svefnpokaplássi í skólastofum fyrir allt að 70 manns. Vigfús sagðist bjartsýnn á þennan rekstur og á Hólum væri líka vin- sælt að halda brúðkaup, ættarmót og aðrar uppákomur. Vigfús telur að heilsársgisting sé æskileg fyrir viðskiptalíf á staðnum og hugmyndir séu um að byggja heilsárshótel á næstunni þar sem aðstaða verði fyrir fjöl- mennt ráðstefnuhald. Sumarsæla á Króknum í júní Á Sauðárkróki verður sú ný- breytni í sumar að hópum verður boðið upp á erindi um sögu staðar- ins á ensku, þýsku, frönsku og ít- ölsku og hægt er að fá leiðsögu- menn í styttri ferðir. Vikuna 19,—25.júní verður Sum- arsæluhátíð á Króknum og verður m.a. danshátíð eins og áður hefur verið sagt frá í Ferðablaðinu. Sýn- ingar verða á verkum Sölva Helga- sonar og Bólu-Hjálmars, listsýning Arnar Inga, sem jafnframt er hug- myndasmiður Sumarsælunnar. Sælkeraklúbbur verður starfrækt- ur, þar sem boðið verður upp á vínsmökkun og nýr bjór kynntur sem nefndur er Sólon. Einnig verða sýndir leikþættir. Jónsmessuferð verður í Varma- hlíð og farið til Bólu þar sem dag- skrá verður um Bólu-Hjálmar og hestaferð frá Grafarkirkju í Hofs- ós. Sæfati fer í skemmtisiglinu umhverfis Drangey. Hátíðinni lýk- ur í íþróttahúsinu með 400 manna matarveislu og balli þar sem Geir- mundur Valtýsson og félagar halda uppi fjörinu. Þeir sem ekki komast á Sumar- sæluna geta valið um ýmsa afþrey- ingu á Sauðárkróki og nágrenni í allt sumar. Þar er 9 holu golfvöll- ur, hestaleigur, Drangeyjarferðir, hestasýningar, og hjólaleiga er í Varmahlíð svo nokkuð sér nefnt. ÞHY ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.