Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 B 7 MerkingaiLr flugvalla^^H^ xp AAK Aranuka, Kiribati ACA Acapulco, Mexíkó AEP Buenos Aires, Argentínu ALP Aleppo, Sýrlandi ARN Arlanda, Stokkhólmi BOS Boston, Bandaríkjunum BXO Bissau, Guinea Bissau CAI Kaíró, Egyptalandi CPT Höfðaborg, S-Afríku FAE Færeyjum FNJ Pyongyang, Norður-Kóreu HAM Hamborg, Þýskalandi HAN Hanoi, Víetnam HOU Houston, Bandaríkjunum KEF Keflavík LHE Lahore, Pakistan LIS Lissabon, Portúgal MRU Mauritíus OSA Osaka, Japan RAK Marrakesh, Marokkó TCI Tenerife, Kanaríeyjum WAW Varsjá, Póllandi Ný gistiaðstaða í Bjarkarholti GISTIHEIMILIÐ Bjarkarholt á Krossholtum, Barðaströnd, hefur nú nýja gistiaðstöðu í 200 fm hús- næði. Þar eru nokkur tveggja manna herbergi og eitt fjögurra manna og auk þess herbergi fyrir svefnpokapláss. í gistiheimilinu er aðgangur að eldhúsi og sameig- inleg setustofa er fyrir gestina. Frá Bjarkarholti er aðeins klukku- stundar akstur á Látrabjarg og 15 km á Btjánslæk ef menn koma eða fara með Breiðafjarðarferjunni Baldri. Golfvöllur er ekki langt undan og sundlaug er innan seilingar. Einn- ig útvega húsráðendur veiðileyfi í nágrenninu ef óskað er og loks má geta að menn geta komist í sjó- stangaveiði og á skak. Verð fyrir manninn er óbreytt og kostar 1.700 kr. í uppbúnu rúmi og svefnpoka- pláss í rúmi er 1.000 kr. Þá er rétt að minna á að í grenndinni eru víða fagrar gönguleiðir og ef pantað er tímanlega er hægt að fá leiðsögn í gönguferðir. Ardrés á fri- meiki f Bhutan SMÁRÍKIÐ Bhutan í Hiinalaya- fjöllum hefur fyrir nokkru gefið út frímerki með teiknimyndaper- sónunni Andrési önd. Ástæðan er ekki sú að Andrés og fjölskylda séu svona afskaplega vin- sæl eða fræg og ekki heldur vegna þess að Andrés átti nýlega sextugs- afmæli. Síðustu ár hefur Bhutan getið sér orð fyrir útgáfu nýstárlegra og óvenjulegra frímerkja og búist er við að bandarískir frímerkjasafnarar og fleiri muni sækjast eftir Andrésar- merkjunum. Raunar er frímerkjaút- gáfa að verða ein drýgsta tekjulind þessa litla konungsríkis. FERÐALÖG 'Morgunblaðið/JK FERÐIR út í eyðimörkina í furstadæmunum eru eftirsóttar af ferðamönnum. Mikil aðsókn á ferðakaupstefnuna í Dubai FYRSTA alþjóðlega ferðakaup- stefnan sem efnt er til í Miðaust- urlöndum og var í Dubai í Samein- uðu arabisku furstadæmunum fór fram með miklum glæsibrag. Þátttaka var margföld á við það sem búist var við við og stemmn- ingin öll hin ánægjulegasta. Forsvarsmenn ferðakaupstefn- unnar sem var kölluð The Arabian Travel Market staðhæfa að þessi atburður verði ekki aðeins til að kynna og efia ferðaþjónustu í Mið- austurlöndum, erlendir fuiltrúar hafi ekki síður fengið tækifæri til að kynna sín lönd og það sem þau bjóða. „Það verður að hafa í huga að ferða- maður frá þessum heimshluta er miklu dýrmætari í peningum reiknað en ferðamenn annars staðar að, Evrópa meðtalin," var haft eftir blaðafulltrúa kaupstefnunnar. Alls komu 7.255 gestir á þessa kaupstefnu og stóð hún í fjóra daga. Alls kynntu 300 fyrirtæki frá 52 löndum vöru sína og til þess var tekið hve mikill áhugi blaðamanna frá Evrópulöndum var á að sækja kaupstefnuna og kynna hana í sínum löndum. Ákveðið var að næsta ferðakaup- stefna yrði haldin í Bahrein í mars á næsta ári. Útlit er fyrir að enn meiri fjöldi sæki hana því nú er sýn- ingarpláss að verða upppantað. Spár margra sérfræðinga í ferða- þjónustu eru að á næstu tveimur Frá Dubai. áratugum verði mest aukning ferða- manna til Indókínalandanna, til Austur-Evrópu og til Miðaustur- landa ef tekst að ganga tryggilega frá friðarsamningum þar. Skipulagning og undirbúning annaðist Reed Exhibition fyrirtækið í Bretlandi í samvinnu við heima- menn og var til þess tekið hve allt gekk snurðulaust fyrir sig. Öllum gestum gafst síðan kostur á að skoða sig um í Furstadæmunum. Emirat- es, flugfélag Dubai gaf öllum þátt- takendum 50% afslátt á flugmiðum og öll hótelin höfðu sérstök kjör í boði. j.k. ■ Á víkingaslóöum í Schleswig ÞJÓÐVERJAR ferðast í auknum mæli til íslands til að njóta ósnortinnar náttúrunnar og komast í nána snertingu við sögueyj- una. Að sumu leyti leita þeir Iangt yfir skammt, því þeir eiga sinn víkingastað í Schleswig í Norður-Þýskalandi, þar sem nóg er af söfn- um, loftið ferskt og svæðið fagurt, hreint og tært. Víkingasafnið í Haithabu var opnað 1985 og er á fornum víkinga- slóðum, þar sem fornleifafræðingar hafa komist í feitt. Safnið er eftir- líking af hinni fornu byggð, þar sem varpað er ljósi á lifnaðarhætti vík- inganna fyrir 1000 árum, en fornminjarnar eru staðfesting á því sem áður var og er þeim haganlega fyrir komið. Þegar íslenskir frétta- menn voru þar á ferð í síðustu viku var margt um manninn og fulltrúi Ferðamálaráðs Þýska- lands sagði safnið njóta mikilla vinsælda enda hafsjór fróðleiks. Sérs- takir víkingadagar verða haldnir þar hátíð- legir 23. og 24. júlí í sumar og geta þá allir sett sig í spor forfeðr- anna. Schleswig, sem er elsta borg Norður- Þýskalands, er einn af þessum vinalegu þýsku bæjum, sem gaman er að sækja heim. Fyrir utan víkingasafnið er fróðlegt að skoða dóm- kirkjuna, Gottorfkast- ala og þjóðminjasafnið þar, en eftir göngu um miðbæinn og elsta hlut- ann við sjóinn, sem lítur út eins og þyrping lítilla dúkkuhúsa, er fátt betra en setjast inn á huggulegt veitingahús, gefa sér tíma og njóta réttanna, sem í boði eru. Schleswig er skammt frá orlofs- staðnum Damp, en Flugleiðir bjóða nú upp á sérstakar ferðir þang- að í tengslum við flugið til Hamborgar. Það er kjörinn fjöl- skyldustaður og fyrir þá, sem vilja skoða sig um í nágrenninu er Schleswig góður kostur. Steinþór Guðbjartsson Morgunblaðið/Steinþór Þjóðverjar hugsa fyrir öllu. Þessi Lassie- hundur var á þar til gerðum stað, hunda- stæðinu, utan við víkingasafnið í Haithabu á dögunum. „DÚKKUHÚSIN" í Schleswig. Með Air Búikína og Ethiopian frá Ongadnup til Nairúhi ÉG sýndi fyrirhyggju og bað Dao bílstjóra, eftir ferðina að vatni heilögu krókódílanna, að sækja mig á Hotel Independance í Ouga og keyra mig út á völl. Það kom sér vel, í herberginu var enginn sími og það gleymdist að senda einhverntil að banka. Ég hrósaði happi yfir að hafa pakkað kvöldið áður. Á vellinum var ég rukkuð um 6 þús CFA í flugvallarskatt sem er um 800 krónur. Ég hafði gefið Dao þessa fáu og verðlitlu alla búrkínsku seðla sem ég átti eftir en senegalskur kaupsýslumaður bauðst strax til að borga fyr- ir mig en banki er ekki í flugstöðinni og fúlsað við dollurum og var það út af fyrir sig frískandi tilbreyting. Air Búrkína á fáar flugvélar og smáar og flýgur á mjög fáa áfanga- staði og bara öðru hveiju. Við milli- lentum í Bobodialasso, næst- stærstu borg Búrkína. Flugið tók góðan klukkutíma. Te og jólakaka var þegin með þökkum því mér gafst ekki tími til að fá mér í gogg- inn á hótelinu. Í Abidjan varð ég að bíða 10 klukkutíma eftir næsta legg með Ethiophian Airlines til Nairóbí. Það var langur og leiðinlegur tími því aðstaða á flugvellinum í Abidjan er til vansa. Engin geymsla fyrir farangur og engin afdrep fyrir bið- farþega og raunar afleit aðstaða fyrir alla farþega hvort sem þeir eru að koma eða fara. Það væri þó bærilegt ef loftræsting væri fyrir hendi. Næstu klukkutímar voru því ekki bara langir heldur afar sveittir. Á endanum ákvað ég að athuga hvað kostaði að fljúga á C-klassa með ET, minnug þess hvað er þröngt á Y-farrými því flug með tveimur millilendingum tæki a.m.k. 11 klst. Það kom í ljós að ég þurfti að greiða um 7500 kr. fyrir, og var ég ekki lengi að snarast í vesk- ið. Þá kom á daginn að C-klassi var fullur, og biðlisti, og þar með var draumurinn búinn og ég hírðist í mínu þrönga sæti. Eins og venju-— lega var klukku-^**** tíma seinkum hjá ET. Ung stúlka frá Ghana, fatahönnuður, búsett í Zaire en nú á leið til Kenya var sessunautur minn, skrafhreifín með þvílíkum afbrigðum að ekki verður til margs jafnað. Eftir flug- tak var komið með blöð og síðan snittur, samlokur og kaffi eða^ te. Ekki sæl- keramatur en boðlegur. Flug- timi til Lagos var liðlega klukkutími en síðan tafðist brottför og það var enginn asi á þeim farþegum sem komu inn í Lagos, þeir voru rúm- lega 2 tíma að tínast í vélina. Ekki svo mikið sem vatnsdropa var að fá hjá ET alla þessa bið og urðu flugfreyjur mjög pirraðar þegar ég lét í ljós óánægju mína með það. Þessi kvörtun mín dró dilk á eftir sér. Þegar loks var lagt af stað og matur var fram borinn, „gleymdist“ ég og fékk svarið „rétt bráðurn," ef ég minnti á mig. Þeg- ar allir í kringum mig höfðu borðað steik með baunum eða kjúkling og eplaköku í eftirmat bólaði enn ekki á bakkanum mínum og flugfreyjur farnar í pásu. Loks var mér hætt að finnast þetta fyndið, fór og hitti fyrstu freyju þar sem hún sveif um á C-farrými og afhenti henni ákrifleg mótmæli við þessari fram- BURKINA k»” bat skjótan árangur, borðið fylltist af mat og síðan kom hún alltaf öðru hveiju frá C-farrými að vita |hvort mig vanhagaði um eitthvað. Lent í Kinshasa eftir þriggja tíma flug og þá var ferðin loks hálfnuð. Sýnd var myndin „Flótta- maðurinn," með Harrison Ford og smásnarli og síð- an reyndu margir að sofa eftir kvöldkaffið. Skömmu fyrir lendingu fengu Y-farþegar djús að drekka og morgunverðarilm frá C-farrými. Við lentum í Nairóbi 24 klst. eftir að ég lagði af stað frá Hotel Inde- pendance í Ouga og var mikið gleði- efni að sjá minn elskulega Kingbo bílstjóra með nafnið mitt á spjaldi þegar ég kom í gegnum tollskoðun. Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.