Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 DAGLEGT LIF Álitið er að 10-20% Betri svefn eigi við langvarandi svefnleysi að stríða - nokkur góð ráð „ÉG HUGSA um eitthvað, tel kindur, tæmi hugann, reyni að hafa ekki áhyggjur af því að morgundagurinn verði ómögulegur þó lítið sé sofið, bylti mér, fer framúr og fæ mér mjólk, leggst, hugsa — remb- ist við að hugsa ekki...“ Þannig lýsir roskinn karlmaður nóttunum þegar hann á erfitt með svefn og í rann- sóknum sem gerðar hafa verið á svefnleysi kemur í ljós að vanda- málið ágerist eftir því sem æviárin verða fleiri en háir frekar konum en körlum. Talið er að um 10-20% fólks eigi við viðvarandi svefnvanda að stríða, en í könnun- um sem hafa verið gerðar kvarta 30-35% um að hafa átt erfitt með svefn einhvern- tíma á síðasta ári. Á Landspítalanum er nú starfrækt sérstök svefnrannsóknarstofa. Þar starfa sálfræðingur, tveir lækn- ar og lífeðlisfræðingur. Allir starfs- mennirnir hafa ólíkar áherslur í sínu starfí, þeir sinna grundvallar svefn- rannsóknum og síðustu ár hafa þeir einnig sinnt meðferð og rannsóknum á flestum tegundum svefntruflana, þar sem reynt er að taka tillit til sem flestra þátta, andlegra og líkam- legra. Júlíus K. Bjömsson sálfræðingur hefur fengist við að rannsaka ein- staklinga sem eiga við langvarandi svefnleysi að stríða. Það hafa flestir einhverntíma fundið fyrir því að geta ekki sofið og oft eru ástæðurnar til að mynda áhyggjur, streita eða einhverskonar áföll. Eftir nokkra daga eða vikur nær fólk venjulega að sofa eðlilega á ný. Sumir ná því ekki og það fólk býr við - langvarandi svefnleysi og oft er miðað við þijár vikur í því sambandi. Gera nákvæmar svefn- mælingar á fólki „Við vitum heilmikið um eðlilegan svefn og getum gert nákvæmar mælingar. Við skráum þær yfir nótt á heilaraf- riti, augnrafriti og vöðvarafriti. Með þess- um grunnmælingum getum við sagt til um á hvaða svefnstigi ein- staklingur er og hvort svefninn er eðlilegur eða ekki.“ Júlíus segir að mæli- tækin taki fólk með sér heim að kvöldi og sofi með þau og skili þeim næsta morgun. „Við höf- um að miklu leyti þróað tækjabúnað- inn sjálf, hann er fyrirferðarlítill og auðveldur í notkun. Þegar búið er að skoða heilaritin er fólk frætt um hvemig svefninn er og hvaða breyt- inga er þörf.“ Morgunblaðið/Þorkell JÚIÍUS Björnsson sál- fræðingur á svefnrann- sóknarstofu Landspít- alans. Hvað veldur svefnleysi? Svefnleysi stafar af ýmsum orsök- um, líkamlegum, geðrænum eða kannski valda og viðhalda aðstæður í umhverfinu svefnleysinu. Júlíus telur mikilvægt að greina svefnleysið og finna þannig viðeig- andi meðferð. „Það sem í byijun olli svefnleysi þarf ekki að vera það sama og viðheldur því. Svefntrufl- anir geta haldið áfram eftir að upp- runalegar orsakir eru horfnar. Því er þetta dæmigerður vítahringur sem þarf að ijúfa þannig að svefninn verði eðlilegur á ný. Við getum með mælingum okkar séð og metið svefn- tíma og hvort viðkomandi fær næg- an djúpan svefn eða draumsvefn, hve mikill vökutími er og af hvaða völdum svefntruflanirnar eru.“ Þegar svefnleysi orsakast af hegð- unarmynstri virðist sá svefn vera eðlilegur en of stuttur. Oft viðhalda spenna, kvíði og streita svefnleysi og sá svefn sem fæst við slíkar að- stæður verður oft sundurslitinn, grunnur og óendurnærandi. Júlíus bendir á að þeir sem eru svefnvana eigi oft erfitt með að meta lengd svefns sem þeir fá en það lagist venjulega þegar svefn íengist og svefnmynstur verður eðli- legt á ný. Sofðu eins mikið og nauðsynlegt er til að þér líði vel næsta dag, en ekki meira. Stuttur tími í rúminu lítur út fyrir að vera tengdur góðum svefni, en langur tími tengdur iélegum og trufluðum svefni. Reglulegur fótaferðartími styrkir dægursveiflur og leiðir að lokum til reglubundins háttatíma. Dagleg líkamieg áreynsla yfir langan tíma leiðir til dýpri svefns, en óreglulegar æfingar hafa engin áhrif á svefninn nóttina eftir. Hávaði sem er sjaldgæfur truflar svefn jafnvel hjá þeim sem ekki vakna og ekki muna eftir honum daginn eftir. Jafnvel þótt of heitt svefnherbergi trufli svefn þá er ekkert sem bendir til að kalt herbergi bæti hann. Hungur truflar svefn. Létt máltíð fyrir svefn (2 tímum) hjálpar mörgum til að sofna. Svefnlyf í hófi geta hjálpað, en langvarandi notkun þeirra er að minnsta kosti árangurslaus og til skaða hjá mörgum. Kaffi á kvöldin truflar svefn, jafnvel ly'á þeim sem halda öðru fram. Alkóhól getur lijálpað spenntum einstaklingum að sofna fljótt, en sá svefn sem fylgir í kjölfarið er sundurslitinn. í stað þess að reyna aftur og aftur að sofna, þá hjálpar það að kveikja ljósið, fara fram úr og gera eitthvað allt annað en að reyna að sofna. a Afengi í meðalhófi MARGT hefur verið ritað og rætt um skaðsemi áfengis og alla þá kvilla, sem fylgt geta í kjölfar ofneyslu þess. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að ef áfengi er drukkið í hófi kann það að draga úr hættu á hjartaáfalli um allt að helming. Vandrataður er þó meðalvegurinn, en í tímaritinu Asiaweek eru nefnd- ir til sögunnar einn til tveir drykkir á dag og það kall- að meðalhóf. Frá þessu var greint í The New Eng- land Journal of Medicine j? ekki alls fyrir löngu, en þar staðhæfðu vísinda- menn að hófleg drykkja kynni aðeins að leiða til góðs. Þeir höfðu þó allan fyrirvara á ög sögðu að þó áfengi gæti að þessu leyti hjálpað 50 ára göml- um manni, gerði það kannski illt verra fyrir & 30 ára gamla konu. Til- lit yrði að taka til heilsu- farsástands viðkomandi einstak- linga, aldurs og lífsmynsturs. ■ Gaslaus? Sýndu forsjálni og fáðu þér gasmæli frá Gaslow. Þannig getur þú alltaf séð hvort nóg gas er á kútnum fyrir næstu notkun. ★ Mjög einfaldurí ásetningu. ★ Fæst bæði fyrir 9 kg og 11 kg kúta. ★ Hentar fyrirgasgrill, báta, ferðabíla o.fl. ★ Sýnir einnig hvort um gasleka er að ræða. Sölustaðir: Allar bensínstöðvar og BYKO. Upphlutur er nú án efa vinsælastur íslenskra þjóðbúninga NOKKRAR stórhátíðir á síðustu 120 árum hafa verið mótandi fyrir þróun og notkun íslenskra þjóðbúninga. Má þar fyrst nefna þjóðhátíðina 1874 og áhrif Sig- urðar Guðmundssonar málara, konungskomuna 1907, Alþingis- hátíðina 1930, Lýðveldishátíðina 1944, 1100 ára afmæli íslands- byggðar 1974 og ef að líkum lætur 50 ára afmæli lýðveldisins sem er í dag. Þjóðbúningar eru hluti af menn- ingu hverrar þjóðar og vinnubrögð, sem notuð eru við gerð þeirra, er dýrmætur menningararfur. Út er komið rit eftir Fríði Ólafsdóttur, dósent við Kennaraháskóla íslands, en síðastliðin ár hefur hún unnið að rannsókn á upphlutsbúningi, sögu hans og þróun á 20. öld. Hún lýsir því hvernig búningurinn var aðlag- aður aðstæðum, tísku og tíðaranda aldarinnar auk þess sem í bókinni er einnig að finna ítarlega lýsingu á aðferðum við gerð búningsins og birt eru snið af upphlutsbolum og skyrtum fyrir fullorðna og börn. Bókin er sömuleiðis prýdd fjölda mynda til skýringa og fróðleiks. Fyrsta eintakið afhenti hún forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, á Bessastöðum fyrir skömmu. Fríður segir að þrjú tímabil séu einkennandi fyrir notkun og breyt- ingar á upphlutsbúningi og með það að leiðarljósi skiptir hún ritinu upp í kafla. Fyrsta tímabilið er 1900- Þórdís Tryggvadóttir, Magnús- sonar teiknara, í upphlutsbún- ingi sem saumaður var eftir hug- mynd Tryggva upp úr 1930. 1940, þá 1940-1970 og loks 1970- 1994. Fyrir tveimur árum fór Sam- starfsnefnd um íslenska þjóðbúninga þess á leit við hana að endurvinna bækling um upphlut 20. aldar sem gefinn var út árið 1974. Hún fékk inni í Þjóðminjasafni íslands til að rannsaka upphluti í eigu safnsins auk þess sem hún fór í smiðju fjöl- margra aðila til að skoða upphluti frá mismunandi tímum þessarar ald- ar. Ótal upphlutsbolir voru mældir nákvæmlega, teiknuð af þeim snið og borin saman. Samtímis voru skráðar vinnuaðferðir svo finna mætti þær algengustu á hveiju tíma- bili. Margar vinnuaðferðir, sem not- aðar voru við upphlutssaum, eru frá- brugðnar nútímafatagerð en þær ber að virða og varðveita sem einkenni íslensks þjóðbúnings, segir Fríður. „Upphlutur er sá íslenskra þjóð- búninga sem notið hefur vaxandi hylli á 20. öld. Aðalhlutar upphluts- búningsins eiga rætur að rekja til tísku endurreisnartímans er mið- aldakyrtillinn var tekinn sundur um mittið svo að úr varð aðskorinn, rei- maður efri hluti og vítt pils. Upphlut- ur þýðir flík, sem er borin fyrir ofan mitti og niðurhlutur er flík, sem er borin neðan við mitti. Upphlutsbún- ingur fær því nafn sitt eftir hinum ermalausa efri hluta búningsins, upphlutnum, sem einnig er oft nefndur upphlutsbolur og lengi hafði verið millifat bæði hversdags og spari. Sams konar flík er algeng í kvenþjóðbúningum margra Evrópu- landa,“ segir m.a. í ritinu. Ennfremur segir: „Upphlutur 20. aldar mótast sem sjálfstæður spari- búningur við konungskomuna 1907 er stúlkur, sem gengu um beina, voru klæddar svörtum upphlutsbún- ingi, hvítum skyrtum og svuntum. Um aldamótin 1900 mátti heita að peysuföt væru eini hátíðarbúningur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.