Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG TVÖ af nýju kortunum, úr Þórsmðrk og Landmannalaugum. Ný póstkort trá Kórund KORTAUTGAFAN Kórund hf. hefur gefið út allmargar nýjar gerðir af póstkortum og eru þau eftir Halldór Jónsson, lækni. Þetta er í fyrsta skipti sem póstkort eru gefin út eftir hann. Halldór hefur tekið fjölda mynda undanfarin ár víðs vegár um landið og nýlega fékk hann fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni Ferðafélags íslands. Myndimar á kortunum eru frá íjölda staða á landinu og einnig nokkrar frá Reykjavík. 5. nöttin ókeypis á Edduhótelum í SUMAR eru starfrækt á^ján Edduhótel og sú nýbreytni er nú tekin upp að gestir fá fimmtu nóttina ókeypis. Ekki er skilyrði að menn séu samfellt á a einum stað en ferðamenn geta fengið litla bók hvert sinn sem greitt Ferðaskrifstofa ís- lands sér um rekstur Edduhótelanna eins og undanfarin ár og eru tvö þeirra starfrækt árið um kring, á Kirkju- bæjarklaustri og Hvols- velli. sem stimplað er í Nú eru þijátíu ár síð- an Edduhótelin hófu starfssemi sína en flest eru í húsakynnum skóla og því aðeins opin yfir sumartímann. ÁRBÓK Ferðafélags íslands 1994 er nýkomin út og fjallar um ystu strandir norðan Djúps. Þetta er í 67. skipti sem árbók- in kemur út og er bókin stærri en fyrr eða um 300 bls. með sæg mynda. Titillinn vísar til ysta og nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans og hefst landlýsingin í Kaldalóni og síðan er farið vestur Snæfjalla- strönd, og í botni Ing- ólfsfjarðar lýkur bók- inni. Guðrún Ása Gríms- dóttir, sagnfræð- ingur skrifar landlýsinguna og er þetta í fyrsta sinn sem kona er höfundur heillar bókar hjá F.í. Margir hafa lagt til myndir í árbókina, bæði heima- menn og ferðamenn. Elstu mynd- imar eru frá því um aldamót og nokkrar teknar á 3. og 4. áratugn- um. Rösklega helming myndanna tók Bjöm Þorsteinsson, líffræð- ingur. Guðmundur Ó. Ingvarsson gerði uppdrætti í bókina og rit- stjóri er Hjalti Kristgeirsson. sambandi? Land Alsír Andorra 33 Aruba 297 Bandaríkin 1 Bretland 44 Búlgaría 359 Chile 56 Costa Rica 506 Curacao 599 Egyptaland 20 Eþíópía 251 Gabon 241 Grikkland 30 Guadeloupe 590 ísrael 972 Jórdanía 962 Liechtenstein 41 Mónakó 33 Namibía 264 Nýja Kaledónía 687 Nígería 234 Óman 968 Perú 51 Senegal 221 Swaziland 268 Sviss 41 Túnis 216 Úganda 256 Venesúela 58 Zambía 260 Kynnið Island og íbúa hess á nvjan hátt ÉG LAS einhvers staðar að átak væri hafið í þeim tilgangi að þrefalda fjölda bandarískra ferðamanna til íslands fyrir lok þessarar aldar. Mér datt því í hug eftirfarandi: 1) Sex ára gamall sonur minn sem hefur ferðast víða hringir til mín frá Disney- landi og ég spyr hvort honum — finnist gaman. Hann svarar: þetta er ágætt, en ekki jafn ^ gaman og á Islandi. Móðir *** hans segir mér seinna að það ■jj skemmtilegasta í ferðinni til Disneylands hafi verið að sjá þotu frá Flugleiðum á flug- «||| vellinum við Orlando. QCI 2) Árið 1985 áttum við, JQ bezti vinur minn og ég, tveggja daga viðdvöl í Reykjavík á leið í fyrstu ferð hans til Evrópu. Tveimur vikum og sjö löndum síðar spyr vinur minn: Til hvers voram við að fara frá ís- landi? —. 3) í maí í fyrra vora eldri hjón frá Bretlandi á heimleið úr tveggja mánaða ferðalagi til Asíu og Norður-Ameríku. Þau misstu af tengiflugi í Keflavík og Flugleiðir komu þeim fyrir á Loftleiðahótel- inu þar sem þau ætluðu að gista unz þau næðu næsta flugi til London. Ég taldi þau á að fara ekki strax að sofa heldur skoða Reykjavík. Seint um kvöldið sá ég þau svo leiðast hönd í hönd og brosandi í miðbænum. Þau sögðu mér að þessi eini dagur á íslandi hefði verið bezti hluti ferðalagsins. 4) Kvöld eitt í Reykjavík í nóv- ember sl. mætti ég þremur lítt hrifnum konum frá bandarískum ferðaskrifstofum í lok þriggja daga kynningarheimsóknar. Þær sögðu mér að þær gætu aldrei mælt með íslandi við viðskiptavini sína því þar væri ekkert um að vera. Hverirnir, fossamir og hraunbreiðurnar væra að vísu allt í lagi, en nú væri klukkan 10 að kvöldi í höfuðborg íslands og hvergi væri sálu að sjá. Þetta væri dauð borg! Talsverðri vinnu og fjármunum hefur sjálfsagt ver- ið varið til að vekja áhuga þess- ara áhrifamiklu kvenna á íslandi. En það var allt að renna út í sandinn þar sem enginn hafði haft fyrir að leiða þær í allan sannleika um það sem þær kynnt- ust nú 90 mínútum síðar, einu tilkomumesta aðdráttarafli Is- lands: næturlífi Reykjavíkur! Það þarf að lelArétta „goðsagnir" um ísland Á því ieikur enginn vafi að ís- land hefur allt það að bjóða sem dregið getur alla þá ferðamenn sem unnt er að taka á móti. Það er rétt að góður vöxtur hefur ver- ið í ferðamannastraumnum á þessu ári. Og Ferðamálaráð, þótt það hafi ekki úr miklu að spila, á engu að síður lof skilið fyrir að hafa komið af stað talsverðri umfjöllun í fjölmiðlum hér í Bandaríkjunum (og víðar) undan- farin tvö ár. En mér fínnst að sum mikilvæg tækifæri hafi verið van- nýtt: 1) Það þarf að útvega meira fjármagn til að leiðrétta í fjölmiðl- um þrálátar goðsagnir um ísland. Enn þann dag í dag halda flestir að ég sé genginn af göflunum þegar ég segist vera að fara til Islands. Af hveiju langar þig að skjálfa úr kulda? Era þessar esk- SEGIÐ ferðamönnum frá fólkinu. imóastúlkur heitfengar? og þar fram eftir götunum. Þeim bregður við að heyra að það geti orðið mun kaldara og meiri snjór í Washington, D.C. en í Reykjavík; að það sé góð dægrastytting á íslandi allt árið að synda í heitum útilaugum; að íslandi bjóði upp á óviðjafnanlegt næturlíf í einni háþróuðustu höfuðborg heims þar sem íbúamir eru meðal fegurstu þjóða heims. En það er nú svo að veralegur fjöldi ágætlega menntaðra Bandarílqamanna þekkir aðeins goðsagnimar og dytti aldrei í hug að eyða frídögum sínum í snjóhúsi. Þessi ímynd er jafn áberandi og hún er hlægileg. En það er einnig augljóst að mér fínnst ísland gera lítið úr mikil- vægi þeirra vandamála og þeim ranghugmyndum sem þessar goð- sagnir halda áfram að skapa. Ég endurtek að það þarf traust átak fjölmiðla til að leiðrétta þær. Það er fyrsta skrefið og það langmikil- vægasta. ísland byggði ekki upp sögufrægan fiskiðnað sinn án meiriháttar íjárframlags ríkisins. Nú er kominn tími til meiriháttar fjárfestingar í ferðamannaþjón- ustu á íslandi. Sýnið kynnlngarmyndlr f öllum FlugleiðavAlum 2) Líta ber á alla þá farþega Flugleiða seih millilenda hér sem hugsanlega viðdvalarfarþega. Alltof margir farþegar í millilend- ingum hafa enga viðdvöl ýmist vegna þess að þeim þykir það ástæðulaust eða þeir vita ekki af þeim góðu tækifæram sem bjóð- ast. Gera ætti strax stutt og vel unnið myndband um ísland sem nefndist: Sjáið af hveiju þið erað að missa! Myndbandið yrði sent öllum sem bóka far með Flugleið- um með millilendingu. Myndband- inu ætti að ljúka með því að gefa farþegunum kost á að breyta bók- unum sínum án aukagreiðslu þannig að þeir geti haft viðdvöl. 3) Sérhver farþegi Flugleiða er góður áheyrandi. Notið þetta gullna tækifæri til að kynna ís- land! Lengri kvikmynd um ísland, allt að 20 mínútna langa, ætti að sýna á undan aðalbíómyndinni og hljóðinu útvarpað bæði um hátal- arakerfi vélarinnar og hlustunar- tækin. Og áherzlu ætti að leggja á að veita farþegunum mat frá íslandi — þar á meðal grænmeti ræktað í gróðurhúsum. 4) ísland ætti að veija meira fjármagni í að biðla til Hollywood. Kvikmynd eða sjónvarpsþættir sem teknir væru á íslandi leiddu til þess að milljónum dollara yrði varið á Islandi meðan á töku stæði og sýningar myndanna lyftu grettistaki fyrir íslenzkan ferða- iðnað og landkynningu. Vissulega er þetta auðveldara í orði en á borði. En framleiðendur era ein- lægt að leita að einhveiju sem er öðravísi og ísland getur verið svarið við bænum þeirra. í svo til öllum ríkjum og mörgum borgum Bandaríkjanna era rekin kvik- myndaráð í fullu starfi við að biðla til framleiðenda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Oftast afla þessi ráð mun meiri tekna en sem nem- ur rekstrarkostnaði þeirra. Náttúran er ekki helsta beitan — kynnlð fólkiA 5) Að lokum þetta. ísland verð- ur að láta af þeirri einfeldni að líta á náttúrafyrirbæri sín sem helztu beituna fyrir ferðamenn. Það leiðir meðal annars til þess að ferðamannatíminn styttist. ís- lenzk náttúra er vissulega mjög stórbrotin og sérstæð. En mín skoðun er sú að fullt eins margir ferðamenn hrífist af vinsamlegri, vinnusamri og vel menntaðri þjóð sem býr í nær fullkomnu og sam- stilltu samfélagi og tiltölulega laust við glæpi; af súrrealísku orkuveri sem stendur úti í miðju ijúkandi sundsvæði; af óviðjafn- anlegu næturklúbba- og tónlistar- lífí Reykjavíkur; af því að sjá þúsundir tízkuklæddra unglinga skemmta sér konunglega klukkan 4 að morgni á þéttskipuðum göt- um höfuðborgarinnar; af bama- vagni sem stendur eftirlitslaus utan dyra. Kom fyrlr 9 sklptum til aA „safna" landl. Ég sté fyrst á land á íslandi í hálfgerðu gríni á leið til megin- lands Evrópu. Tveggja daga við- dvöl var ágæt leið til að bæta einu landi við þau 43 sem ég hafði þá heimsótt. En land númer 44 skyggði á öll hin! Ég hef nú heim- sótt Island níu sinnum og í sann- leika sagt væri ég sennilega bú- settur þar nú ef ég hefði ráð á því. (Ég vildi að á íslandi væru stöður fyrir enska þuli!) Er ég afbrigðilegur? Ef til vill. Ef til vill ekki. Margir vina minna og ættingja, sem komið hafa með mér til Islands, hafa síðar farið þangað með sína vini og ættingja. Nú er hafið mikið átak til að þrefalda fjölda bandarískra ferða- manna til íslands fyrir lok aldar- innar. Ég leyfí mér að halda því fram að fari ísland rétt að megi ná því takmarki fyrir 51 árs lýð- veldisafmælið. Mike Henley Höfundur er búsettur í Virginíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.