Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR í nii#ADIfEDDMI liQÍ ÍOIWí 1 Rvl Hart barist á sextán vígstöðvum í vikunni ISAFJORÐUR—| BÍ - Stjarnan SANDGERÐl Reynir - Þór Ak. SiaiUFJÖRiWR KS-fBV - r w ÖND'UÓS —i \ sKI ) „lJ VOPNAFJ! Einherji . X- ' BORGARNES------ Skallagrímur - Leiftur GARÐUR — Vtðir - Fram * 9 AUDÁF Ify( SAUpARKROKUR ívöt - KA J HUSAVÍK Völsungur - Grindavík ÞRIBJUDAGSLBKIR EGILSSTAÐIR Höttur - ÍBK MIÐVIKUDAGSLEIKIR P— REYKJAVÍK Leiknir - ÍA FIMMTUDAGSLEIKIR - MOSFELLSBÆR Afturelding - FH DJUPIVOGUR- Neisti - Valur BIKARMEISTARAR FRA1982 HVERAGERÐI Hamar - Breiðablik Smástund' gur R. 1982 ÍA 198/ ÍA 1984 IA 1985 Fram 1986 ÍA 1987 Fram 1988 1989 Fram 1990 Valur 1991 Valur 1992 Valur 1993 (A 1994 ? ■ ■ JACK Charlton, þjálfari íra í knattspyrnu, segir að lið sitt leiki alltaf til sigur. En Charlton fær þó ekki að stjórna liðinu gegn Norð- mönnum í HM í dag — tekur út eins leiks bann. Aðstoðarmaður hans Maurice Setters stjórnar lið- inu af bekknum, en Charlton fylg- ist með úr stúkunni og má koma skilaboðum til Setters í gegnum farsíma. ■ RUNE Bratseth, fyrirliði Norðmanna, _ segir að þeir fari í leikinn gegn írutn með það mark- mið að sigra. „Við verðum að stefna að sigri. Eg held að markalaust jafntefli dugi okkur ekki. Þetta verður mikill baráttuleikur, enda bæði liðin þekkt fyrir kraftmikla knattspyrnu," sagði Bratseth. M JOHN „Mini“ Jakobsen, leik- kémR FOLK maður Norðmanna, vonast til að skora í leiknum gegn Irum í dag. Ef það tekst hefur vinur hans, Jahn Teigen, heitið því að semja lag um Jakobsen. Teigen er þekktastur fyrir að hafa ekki fengið eitt ein- asta stig í Evróvisjón, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva — 1978. Nú er bara að vona að Jakobsen skori! Hann er einn af minnstu leik- mönnum heimsmeistarakeppninn- ar, aðeins 1,68 m á hæð — og fékk gælunafnið Mini þegar hann var 15 ára og 1,13 m á hæð. ■ FIFA hefur sýnt Rúmenum gula spjaldið fyrir að hunsa íþrótta- fréttamenn. Talsmaður FIFA sagði að rúmenska knattspyrnusamband- inu yrði refsað ef leikmenn færu ekki eftir settum reglum og mættu á blaðamannafundi eftir leiki. ■ BRETINN Andy Wilman var hérlendis um helgina til að undirbúa komu þáttagerðamanna BBC til landsins. Hann vinnur við þátt sem á að fjalla um bílamenningu nokk- urra landa, með aktursíþróttir í öndvegi. Hann fór í prufutúr með Gísla G. Jónssyni og fannst það stórkostleg upplifun. Hann kvaðst þó hafa lokað augunum í eitt skipti, þegar þeir fóru niður snarbrattan klettavegg. Andy kvað torfæruna eiga mikla möguleika á alþjóðavett- vangi. ■ ÓL YMPÍULEIKARNIR árið 2000 verða haldnir í Sydney í Astr- alíu eins og kunnugt er. En um helgina var tímsetning leikana stað- fest af IOC. Opnunarhátíð leikanna verður 15. september og munu leik- arnir standa til 1. október. KYLFINGAR Golf er íþrótt sem menn ná ekki langt í nema með þrot- lausum æfíngum, og á það reynd- ar við um flestar íþróttir. Golf hefur þó þá sérstöðu hér á landi að ekki er hægt að leika það af neinu viti nema í mesta lagi fimm mánuði á ári. Ætli menn sér að verða virkilega góðir, jafnvel á hinum heims- fræga heimsmælikvarða, Þessi staðreynd hefur lengi ver- ið kylfíngum kunn og það hefur ítrekað komið í ljós þegar menn komast á besta aldur að þeir fækka æfingum og smátt og Þess er ekki langt að bíða að íslensku at- vinnumönnunum fjölgi verða menn því að fara úr landi og stunda íþrótt sína þar. Það hafa menn gert og í síðustu viku sáu menn árangur slíkrar stefnu — þegar Úlfar Jónsson varð annar á móti í skandinavísku mótaröð- inni. Frábær árangur hjá Úlfari og uppskera margra ára skipu- legra æfinga er að skila sér. Nokkuð er um liðið síðan hinn almenni kylfíngur dustaði rykið af kylfum sínum og fór að slá og enn lengra er síðan þeir sem fremstir standa drógu fram golf- settin sín, ef þeir hafa þá nokkuð komið þeim fyrir í geymslu í vet- ur. Það hefur nefnilega færst mjög í vöxt að fremstu kylfíngar okkar æfí allt árið, þó svo ekki sé hægt að vera utan dyra vegna veðurs nema í fimm mánuði. Nokkur umskipti virðast vera að eiga sér stað í golfínu. Ungir strákar sem hafa gengið í gegnum mjög öflugt unglingastarf Golf- sambands íslands og golfklúbb- anna í landinu eru nú ekki lengur efnilegir, þeir eru orðnir góðir. Þeir „gömlu“ virðast hins vegar vera heldur á eftir enda er barátt- an fyrir lifíbrauðinu hörð og það er í raun synd að þegar menn eru á besta aldri til að verða góðir kylfmgar þurfa þeir að draga úr æfingum til að taka þátt í hinu daglega basli, koma sér þaki yfír höfuðið og stofna fjölskyldu. smátt dragast þeir aftúr úr, mism- ikið að vísu. Flestir sem fylgst hafa með Úlfari Jónssyni í gegnum árin vita að þar fer mikill íþróttamaður sem tekur golfið alvarlega. Þegar hann ákvað að gerast atvinnumaður töldu flestir að það yrði létt verk fyrir hann. Þrátt fyrir að Úlfar sé snjall kylfíngur og hafí auk þess unnið mjög skipulega í mörg ár er langt frá því að það sé auð- velt að gerast atvinnumaður í golfí. Úlfar hefur þó sýnt að það er hægt. Það sýndi hann síðst með frábærri spilamennsku á mótinu í fyrri viku. En það er bara fyrsta skrefíð því í haust ætlar hann að reyna að komast inn á bandarísku mótaröðina og trúlega verður róð- urinn þar erfíðari. Hvort sem það tekst hjá Úlfari eða ekki hefur hann sýnt yngri kylfingum hér á landi að með natni og vönduðum vinnubrögðum er hægt að ná langt í golfi þrátt fyrir að menn verði að beijast um kappklæddir hér heima. Þetta vita ungu strákarnir og ef fram heldur sem horfír er þess ekki langt að bíða að íslend- ingar eignist fleiri atvinnumenn í golfí. Fjölmargir ungir strákar bíða handan hornsins. Skúli Unnar Sveinsson Hvernig kann Þórsarinn GUÐMUIMDUR BEIMEDIKTSSOIM við sig heima á ný? >•■■ Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðmundur Benediktsson, knattspyrnumaður í Þór og fyrrum atvinnu- maður í greininni, við vinnu sína í Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands í gær. Ég er einsog kýr ad vori GUÐMUNDUR Benediktsson er aðeins 19 ára, en þó fyrrver- andi atvinnumaður í knattspyrnu. Hann varð sá yngsti til að leika í 1. deildinni hér á landi sumarið 1990; kom varamaður inná í tveimur leikja Þórs, og í maí vorið eftir hélt hann til Belgíu þar sem hann gerðist atvinnumaður með Ekeren. Árin þrjú ytra voru erfið: Guðmundur var fjórum sinnum skorinn upp vegna hnémeiðsla og í vor ákvað hann að snúa heim á ný og leikur með Þór í sumar. Guðmundur verður tvi'tugur 3. september í haust. „Það er í samningi mínum að félagið á rétt á mér næstu tvö ár, ef annað erlent lið sýnir áhuga. Það var reyndar rætt lítillega í vor áður en ég kom heim, að ég færi til Ekeren aftur en það datt upp fyrir.“ Þú varst meira ogminna meidd- ur alian tímann sem þú varst úti — það hlýtur að hafa verið svekkj- andi. „Já, ég var meiddur í um tvö ár af þessum þremur. Það var pirr- andi og þreytandi til lengdar. Ég veit ekki hvernig aivöru atvinnu- mennska er — hún hlýtur einhvern tíma að vera skemmtileg, þó ég hafi aldrei kynnst þeirri hlið að neinu ráði.“ Þetta var örugglega erfiður og oft leiðinlegur tími, en ertu ekki reynslunni ríkari? „Jú, ég lærði helling og mótlæt- ið var mikil lífsreynsla. Tíminn í Eftir Skapta Hallgrímsson Það er líklega ekki algengt að nítján ára strákar séu fyrr- verandi atvinnumenn í knatt- spyrnu. „Eg verð að við- urkenna að það er hálf skrýtið. En ég ég ber þennan titil vonandi bara í bili; hann er reynd- ar ágætur, en ég á vonandi eftir að fara út aftur,“ sagði Guðmund- ur við Morgunblaðið í gær. Hugurinn stefnir sem sagt út á ný, í atvinnumennsku? „Mér líður alveg ágætlega hérna heima, en gæti vel hugsað mér að fara aftur út ef eitthvað spennandi stæði til boða. En þ_að þyrfti að vera spennandi. Ég myndi ekki fara bara til að fara út — ég er búinn að prófa það.“ Ertu alveg laus frá Ekeren, eða stendur jafnvel til að þú farir þangað aftur? Belgíu var auðvitað ekki alslæm- ur, þó hann hefði getað verið betri, en ég er sterkari „karakter" eftir þetta.“ Þú náðir aldrei að sanna þig hjá félaginu, var það? „Nei, aldrei. Það tekur alltaf svo langan tíma að ná upp fyrra formi eftir svona meiðsli. Svo var ég alltaf rétt að komast í form þegar ég meiddist aftur.“ En þú lékst eitthvað í vetur. „Ég byrjaði að spila um áramót- in aftur og var með varaliðinu fram á vor. Ég hef ekki fundið fyrir meiðslunum síðan — sjö, níu, þrettán — en er þó langt frá mínu besta ennþá. Maður missir líka allt sjálfstraust við það að lenda í svona miklum meiðslum, en sjálfstraustið skiptir mjög miklu í knattspyrnunni eins og öllum öðr- um íþróttum. Ég er ennþá hrædd- ur um að meiðast, þó mér finnist ástandið skána eftir hvern leik sem ég kemst heill í gegnum." Var gott að koma heim? „Ég held ég hafi mjög gott af því að koma heim og fá að spila alvöru fótbolta, í stað þess að hanga í varaliðinu úti. Ef maður er nógu góður þá kemur einhver að utan og nær í mann aftur. En maður verður að sýna eitthvað." Þú hefur verið sprækur í und- anförnum leikjum, er það ekki? „Ég er eins og kýrnar, þegar þær komast út á vorin; ég er svo feginn að fá að spila. En það mikil- vægasta er auðvitað að við Þórsar- ar förum að vinna fleiri leiki; það er mikilvægara en hvað ég geri sjálfur. Við höfum aðeins unnið einn leik þannig að það mættu fara að koma fleiri sigrar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.