Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 C 7 HM-KEPPNIN Reuter Jan Wauters náði ekki að koma í veg fyrir að Phillippe Alberts skoraði sigurmark Belgíumanna — knötturinn hafnaði á stönginni og þeyttist þaðan í netið, eins og sést á myndinni. Philipe Albert skoraði og Preud’honnme hélt hreinu Belgíumenn fögnuðu VARNARMAÐUR Belga, Phillipe Albert, tryggði liði sínu öruggt sæti í 16-liða úrslitum með því gera sigurmarkið gegn Hollending- um, 1:0, á laugardaginn. Belgía hefur sex stig í F-riðiii og Saudi Arabía og Holland 3 stig, en Mar- okkó ekkert stig. Holland þarf helst sigur gegn Marokkó í síðasta leiknum á morgun til að tryggja sig áfram. Philippe Albert, sem var í leikbanni í opnunarleiknum gegn Maraokkó, gerði sigurmarkið á 66. mínútu eftir frekar jafnan fyrri hálfleik. Marc Degr- yse, sem gerði sigurmarkið gegn Mar- okkó, tók þá hornspyrnu frá vinstri, knötturinn barst til Albert, sem þrum- aði í bláhornið úr vítateignum. Hollend- ingar sóttu stíft eftir markið en Michel Preud’homme, markvörður, og vörn Belga héldu hreinu. Það mátti þó varla tæpara standa á síðustu mínútu leiksins er Marc Overmars átti þrumuskot sem Preud’homme varði meistaralega í slá og síðan var bjargað nánast á línu. Hollendingar léku fast enda fór mót- spyrna erkifjendanna í skapið á þeim og fengu fimm þeirra að sjá gula spjald- ið; Jan Wouters, Wim Jonk, Rob Witsc- hge, Rijkaard og Bergkamp. Leikurinn var jafn og gat farið á hvorn veginn sem var. Paul Van Himst, þjálfari Belga, var að vonum ánægður með sigurinn. „Bæði liðin fengu möguleika á að skora, en Preud’homme bjargaði okkur. Síð- ustu fimmtán mínúturnar voru mjög erfiðar, en þetta hafðist og við erum komnir áfram. Þetta er einn ánægjuleg- asti dagurinn í lífi mínu,“ sagði Van Himst. „Langar síðustu mínútumar" „Þær voru langar síðustu tuttugu og fimm mínúturnar í leiknum," sagði Preud’homme, markvörður. „Þeir sóttu af miklum krafti og það var annað hvort að duga eða drepast fyrir okkur. Þetta var erfitt því við vorum orðnir mjög þreyttir," sagði markvörðurinn. Dick Advocaat, þjálfari Hollendinga, sagði að bæði liðin hafi leikið vel og sigurinn hefði getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut. „Ég get þó ekki ann- að en hrósað Belgum fyrir þessa miklu baráttu og markverði þeirra fyrir frá- bær tilþrif í síðari hálfleik. Allt sem við þurfum að gera núna er að vinna Marokkó og við stefnum að sjálfsögðu að því.“ ■ Úrslit / C14 ■ Staðan / C14 Hélt um tíma að allt væri á méti mér - sagði Philippe Albert sem gerði sigurmark Belga Philippe Albert varnarmaður Belga, sem er 26 ára, skoraði sigurmark Belga gegn Hollendingum. Það hefur ýmislegt komið uppá hjá þessum hávaxna varnarmanni síðustu mánuðina og því var markið enn mikilvægara fyrir hann en ella. Hann slapp lítt meiddur úr bílslysi ásamt eiginkonu sinni fyrir sex mánuðum, en meiddist á hægra hné í leik með Mechelen í belgísku deildinni og missti við það fjóra mánuði úr vegna meiðsla. Flestir héldu að þar með væri HM-draumur hans úr sögunni. En hann var staðráðinn í að reyna allt til að komast til Banda- ríkjanna og rétt fyrir keppnina var hann valinn í lands- liðið til að spila síðasta æfingaleikinn fyrir HM. Hann stóð sig það vel að hann fékk að fara með. Hann spilaði ekki opnunarleikinn því hann var í leikbanni og hann átti því ekki von á því að komast í byijunar- liðið gegn Hollendingum. „Fyrir mig er þetta meira en sigur,“ sagði Albert. „Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum síðustu mán- uði er þetta stórkostleg endurkoma og mikils virði fyrir mig að skora sigurmarkið. Ég hélt um tíma að allt væri á móti mér,“ sagði hann. „Það var í sjálfum sér nóg fyrir mig að fá tækifæri til að spila leikinn, ' en að leika vel og skora sigurmarkið gegn helstu andstæðingum okkar er frábært. Þetta er sérstakur dagur bæði fyrir mig og Belgíu. Ég kem til með að minnast þessa dags alla ævi,“ sagði Albert. Þetta var fjórða mark hans fyrir Belgíu í 31 landsleik. i I I i Reuter [ Philippe Albert fagnar marki sínu gegn Hollendingum. __________________________________________________________ i Belgíumenn Loks sigur hjá Búlgaríu vilja vera áfram í Orlando Hristo Stoichkov gerði tvö mörk gegn Grikkjum og lagði upp eitt Paul van Himst, þjálfari Belgíu, leggur mikla áherslu að leik- menn hans leggi sig alla fram til að ná sigri gegn Saudi Arabíu í síðasta leik sínum í riðlakeppninni, þannig að Belgía verði í efsta sæti í F-riðli. Leikurinn fer fram í Wash- ington, en Belgíumenn hafa haft herbúðir sínar 80 km frá Orlando í Flórída. „Við höfum verið hér í tvær vikur og viljum vera hér áfram,“ sagði Van Himst, en Belg- ía vann Marokkó og Holland í Or- lando. Ef Belgíumenn verða efstir i riðlinum leika þeir í 16-liða úrslit- um í Orlando — gegn því landsliði sem verður í öðru sæti í E-riðli. „Við vanmetum ekki leikmenn Saudi Arabíu," sagði þessi fyrrum markaskorari, sem var mjög ánægður með leik sinna manna gegn Hollandi. „Við sýndum að við getum leikið mjög vel. Við lékum fallega knattspyrnu og við erum hamingjusamir með það að vera komnir áfram í sextán liða úrslit- in.“ Þegar Van Himst var spurður um mótheija í 16-liða úrslitunum, sagði hann: „Það er erfítt að spá í spilin, þar sem Italía, Noregur, Mexíkó og Irland eru öll með þijú stig. Ég vil helst ekki leika gegn Ítalíu, en er sama um hinar þjóðirn- ar.“ Mikið hefur verið rætt um belg- íska liðið, en flestir leikmenn liðsins eru um eða yfir þrítugt. Van Himst segir að hann velji ekki lið sitt eft- ir aldri. „Þegar horft er á lið Þýska- lands og Ítalíu, þá sést að það er það sama upp á teningnum hjá lið- unum. Það sem dugar þegar út í harðan slag er komið — eftir riðla- keppnina, er ekkert annað en reynsla," sagði Paul van Himst. BÚLGARÍA braut blað í knatt- spyrnusögunni með þvíað sigra Grikki 4:0 á sunnudag- inn. Þetta var fyrsti sigur liðs- ins í úrslitakeppni HM, en lið- ið er að leika í úrslitakeppni HM í sjötta skipti síðan 1962 og hafði leikið 17 leiki án sig- urs — gert reyndar sex jafn- tefli. Hristo Stoichkov gerði tvö marka liðsins — bæði úr vftaspyrnum. Grikkir gerðu sex breytingar á liðinu frá því í tapleiknum gegn Argentínu í síðustu viku. En allt kom fyrir ekki þeir urðu að sætta sig við stórtap annan leikinn í röð og þar með er draumur þeirra á að komast áfrám úti. Það var allt annað að sjá til búlgarska liðsins í þessum leik en í tapleiknum gegn Nígeríu (0:3). Leikmenn voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum sínum og léku sem liðsheild og Grikkir áttu í vök að veijast lengst af. Stoichkov, frægasti knatt- spyrnumaður Búlgara, gerði fyrstu tvö mörkin úr vítaspyrnum snemma í hvorum hálfleik. Yordan Letchkov bætti þriðja markinu við á 66. mínútu eftir góðan undirbún- ing Zlatko Yankov og varamaður- inn Daniel Borimorov bætti fjórða markinu við eftir aukaspyrnu Sto- ichkovs er komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og, voru átta Ieikmenn bókaðir. Til marks um yfirburði Búlgara áttu Grikkir aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik. Síð- ari hálfleikur var líkastur martröð fyrir þá. „Þessi sigur færir okkur mikla gleði,“ sagði Dimitar Penev, þjálf- ari Búlgara, eftir leikinn. „Nú getum við horft fram á veginn mun afslappaðri en áður. Sigurinn gefur okkur aukið sjálfstraust fyr- ir leikinn gegn Argentínumönn- um.“ Alketas Panagoulias, þjálfari Grikkja, var mjög óhress og sagði að dómarinn Ali Mohamed Bujsa- im hafi ekki verið starfi sínu vax- inn. „Hann var ekki einu sinni klár á nýju reglunum. Dómari á ekki að vera í aðahlutverki á vellin- um og gleyma hlutverki sínu. Hann færði þeim báðar vítaspyrn- urnar á silfurfati.“ Fögnuður í Sofíu MIKILL fögnuður braust út í höfuðborg Búlgaríu, Sofíu, eftir sigur- inn gegn Grikkjum á sunnudag. Búlgarir, sem höfðu leikið 17 leiki í sex HM án þess að sigra, voru að vonum ánægðir með fyrsta sigur- inn. Þúsundir knattspyrnuáhugamanna þustu út á götur Sofíu eftir leikinn og réðu sér vart fyrir kæti og sungu „Búlgaría, Búlgaría“. Forseti landsins, Zhelyu Zhlev, var engin undantekning og sendi leikmönnum liðsins kveðjur sínar og óskaði þeim alls hins besta í leiknum gegn Argentínu á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.