Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 12
12 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Upphitun ATHAFNASVÆÐ! KEPPENDA Aðalvöilur TJALDSVÆBI Snyrting ^HOaFENDÚR \ TJALDVAGNAR, TJÖLD tJai-DSVÆÐI I TJÁLOSVæbi OG HJÓLHÝSI MÓTSHUÐl HÓLF 4\ HÓLF 3 \ HÓLF 2 \ HÓLFlf TJALO- \ BótartKW \ BeiUrtlóD \ BolUrtKSII ’ SVÆÐI \ \ W' \ W \ koppmshros3\ keppnishross\ feröahross HESTAR faém FOLK ■ ÞORRI frá Þúfu sem átti að sýna í flokki flmm vetra stóðhesta mætir ekki til leiks á larrdsmót. Hann meiddist á fæti í vetur og var sýndur óþjálfaður í forskoðun en virðist ekki hafa náð sér fyllilega og var því settur í merar. Er það vafalítið hlutskipti sem hann hefur frekar óskað sér heldur en að þramma eftir keppnisbrautunum í fimm daga. H ÞORRI ha.ídi hlotið þriðju hæstu einkunn fímm vetra hesta í forskoð- un 8,25 og kvaðst Eiríkur Guð- mundsson á Stóðhestastöðinni ekki í vafa um að hann hefði orðið efstur á landsmótinu í sinum flokki hefði hann mætt heill og vel þjálfaður til leiks. ■ PRATI frá Stóra-Hofiog Al- freð Jörgensen, sem tvisvar hafa staðið efstir á hvítasunnumótum, falla út úr keppni í B-flokki. Var Prati sleginn af hesti skömmu fyrir hvítasunnumótið í maí og ekki geng- ið heill til skógar síðan. Ákvað eig- andinn, Agnar Ólafsson í samráði við dýralækni, að kippa klárnum út. MFENGUR frá Ártúnum og Alex- ander Hrafnkelsson koma inn í keppnissveit Fáks í stað þeirra síð- astnefndu, en þeir urðu í þriðja sæti á fjórðungsmóti á Kaldármel- um 1992. ■ ATHYGLI vakti í gær að kepp- endur í heimsbikarmótinu mættu margir hjálmlausir til leiks, því hjálmaskylda er í bæði gæðinga- og íþróttakeppni. Skýringin er sú að á heimsbikarmótum er keppt eftir F.I.P.O. reglunum, sem eru alþjóðlegar keppnisreglur, en þar er ekki skylt að nota hjálma. ■ MATS Olson landsliðsmark- vörður Svía í handknattleik sem lék á Spáni í fyrravetur hefur gengið til liðs við Ystad í Svíþjóð. ■ GORAN Ivanisevic frá Króat- íu náði 25 „ásum“ í leik sínum gegn Amos Mansdorf frá Israel í 3. umferð á Wimbledonmótinu í tenn- is og þykir það einstæður árangur. Hann segist ekki æfa uppgjafirnar sérstaklega; „Þetta er bara eitthvað sem maður dettur niðurá," sagði Ivanisevic. ■ MARTINA Navratilova, sem er 37 ára, er sigurstrangleg í einliða- leik kvenna, eftir að bæði Steffi Graf og Aratnxa Sanchez Vicario eru báðar úr leik. Keppnisferill Navratilovu spannar nú yfír 22 ár. Hún hefur unnið fleiri mót en nokk- ur önnur tenniskona, 167 alls. Níu sinnum hefur hún unnið Wimble- donmótið og nú fær hún síðasta tækifærið að bæta því tíunda við því hún hefur ákveðið að hætta eft- ir þetta keppnistímabil. Morgunblaðið/Valdimar íþróttamaður ársins í fyrra, Sigurbjörn Bárðarson, hlaut fyrsta gullið á heimsbikarmótinu er hann sigraði á Snarfara frá Kjalaríandi í gæðingaskeiði. Heimsbikarmótið á Gaddstaðaflötum Sigurbjöm fagnaði sigri í fyrstu grein Á leið á landsmót HESTAMENN streyma víða að á landsmótið ýmist akandi eða ríðandi eins og þessi hópur sem hér fer yfir Þjórsárbrú á hestum sínum. ÞJÓFSTARTAÐ var á Gadd- staðaflötum þegar heims- bikarmót hófst í gær, en mót- ið er haldið ítengslum við landsmótið. Sigurbjörn Bárð- arson var fyrstur til að vinna sér farmiða, bflaleigubíl og gistingu í viku á einhverju Scandic hótelanna á megin- landinu þegar hann sigraði í gæðingaskeiði á Snarfara frá Kjalarlandi með 7,63. Allir sig- urvegarar mótsins fá þessi verðlaun sem gefin eru af Flugleiðum, en fyrirtækið er bakhjarl mótsins. Næstir komu Trausti Þór Guð- mundsson á Hjalta frá Hala með 6,75, Hinrik Bragason á Gjaf- ari frá Austurhlíð Valdimar með 6,71, Ragnar Kristinsson Hinriksson á skrifar Djákna frá Efri-Brú með 6,46 og Hulda Gústafsdóttir fímmta á Stefni frá Tunguhálsi með 5,80. Eftir for- keppni í fimmgangi er efstur Atli Guðmundsson á Hnokka með 6,0, Hulda Gústasfsdóttir kemur næst á Stefni frá Tunguhálsi með 5,97 stig, J)á Guðmundur Einarsson á Brimi frá Hrafnhólum með 5,77, Svanhvít Kristjánsdóttir á Vikivaka frá Selfossi og Malín Jakobsen á Amadeusi frá Gullberastöðum fimmta með 5,63. Einn keppandi í fimmgangi, Einar Öder Magnús- son, fékk gult spjald og áminningu fyrir grófa reiðmennsku. Landsmótið verður sett í dag klukkan 14 og að setningu lokinni hefjast á aðalvelli byggingadómar á hryssum. Gera má ráð fyrir að það taki fljótt af þar sem ekki er skylda að mæta með kynbótahross- in til byggingadóms og gildir þá dómurinn úr forskoðun. Aðstand- endum er heimilt að láta meta byggingu á nýjan leik og eins geta dómarar kallað til einstaka hross telji þeir ástæðu til að skoða það frekar en gert var í forskoðun. Mótssvæðið á Gaddstaðaflötum er óðum að komast í hátíðarbúning og fjöldi knapa og hrossa voru komin á staðinn i gær. Eins var nokkuð um umferð ríðandi manna meðfram þjóðvegi númer eitt, Suð- urlandsvegi, og er reiknað með að hún muni aukast í dag og á morgun. Hestamennska án áfengis Eftirfarandi grein eftir Leif Sveinsson, lögfræðing, birtist í tímaritinu Hesturinn okkar, 1. tbl. árið 1965. Að gefnu tilefni telur höfundur greinina eiga fullt erindi við hestamenn í dag, sér- staklega mð tilliti til Landsmóts hestamanna, sem nú hefst á Gaddstaðaflötum, og hefur því farið þess á leit við Morgunblaðið að birta hana: „Undanfarið hafa dagblöð birt nokkrar frásagnir af ölvuðum hestamönnum, sem þannig hafa verið á sig komnir, að taka hefur orðið hesta af þeim og færa til vörzlumanna. Þótt í sumum til- fellum hafí hér verið um að ræða menn, sem hvorki eiga hesta sjálfir, eða eru meðlimir í hesta- mannafélögum, þá er slíkt atferli ávallt óafsakanlegt, og eins þátt- ur þeirra hestaeigenda, sem lána slíkum mönnum hesta sína. Hér verður að koma til hugar- farsbreyting, þannig að hóflaus meðferð áfengis í sambandi við hestamennsku verði svo fordæmd af almenningsálitinu, að enginn láti sér slíkt háttalag til hugar koma, sem lýst er hér að framan. Lokatakmarkið hlýtur svo að vera algerlega áfengislaus hesta- mennska. Mikið fer nú í vöxt, að hesta- mennska og hestaeign sé orðin sameiginlegt áhugamál fjölskyld- unnar og eiginkona og börn hestamannsins fari á hestbak með honum. Er þetta vel og mun verða þessari göfugu íþrótt mikil lyftistöng, þegar sonur tekur upp merki föður, og dóttir móður. En til að þessi þróun geti orðið ánægjuleg er auðsætt að slíta verður áfengið úr tengslum við hestamennskuna. Það má aldrei spyijast að hestamenn biðjist undan því að taka börn sín með í útreiðar, vegna þess að þá verði pelinn eftir heima. Landsmót hestamanna hafa eigi verið með nægilega góðum blæ til þessa, og hafa einstaka menn, sem með hross hafa komið til sýningar og keppni, orðið bæði sjálfum sér og hrossum sínum til skammar á mótunum. LH ætti að setja reglur um algjöra reglusemi þeirra, sem þar koma fram með hross, það getur ekki verið neinum ofraun að vera ódrukkinn í 72 tíma, fjórða hvert ár. Við sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera sam- neytis við hestinn okkar í hinni dásamlegu náttúru íslands, vitum að þar verður engu við bætt með áfengisáhrifum. Þau geta aldrei nema dregið úr ánægju ferðalags- ins, en oftast skapað leiðindi fyr- ir knapa, en smán fyrir hrossið, að ekki sé talað um stórslys og bana, sem því miður hefur af slíku hlotizt. Því er hér með skorað á alla sanna unnendur hestamennsku, að sameinast um það að verða öðrum til fyrirmyndar um bind- indi og reglusemi. Þá mun sú virðing skapast um íþróttina, að auðvelt mun reynast að afla henni þess skilnings með- al almennings og opinberra aðila, sem nokkuð hefur á skort undan- farið. Mun þá vel farnast, þegar Bakkusi hefur að fullu verið rutt brott af reiðvegum landsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.