Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 41
3ja dyra 882.000 kr.
5 dyra 932.000 kr.
4 dyra 985.000 kr.
HYunom
...tilframtj'ðar
MU
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36
Opið bréf til Guðmund
ar Arna Stefánssonar
félagsmálaráðherra
Frá Albert Jensen:
ÉG VIL byrja á því að þakka þér
fyrir vinsamlegar og gagnlegar
samræður. Þar lofaðir þú að sjá til
þess, að hjúkrunarfræðingar sem
leyfi hefðu fyrir sjálfstæðum at-
vinnurekstri til aðhlynningar öldr-
uðum, yrðu ekki sviptir því, eins
og útlit var fyrir að undirlagi heilsu-
gæslustöðva. Eins það loforð að
auka leyfafjölda þeirra, seo hægt
sé að bæta mikið hreyfihömluðum
í hópinn. Vonandi halda loforðin,
þó þú hafir skipt um ráðuneyti.
Að koma í veg fyrir fötlun getur
falist í að láta enga bíða sem þurfa
aðgerð á baki og liðum. Góður vin-
ur á Akureyri hefur orðið að bíða
mánuðum saman, mikið kvalinn í
baki. Honum var sagt að skurðað-
gerð væri eina leiðin, en hann yrði
bara að vera þolinmóður. Hann er
það, en þeir sem ráða láta sér fátt
um finnast kvalir annarra. Hann
sér því enga nálæga lausn á sínum
málum. Að draga slíkar aðgerðir
er grimmd sem sæmir ekki menn-
ingarþjóð.
Ósk um þjóðfélag án þröskulda
er nokkuð sem arkitektar eiga erf-
itt með að skilja. Þessi tregi þeirra
er vonandi ekki ólæknandi.
Um opinberar stofnanir væri
betra að hreyfihamlaðir ættu greið-
an aðgang og einungis þeir sem það
skilja fái að hanna slík hús.
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta fatlaðra er eitt af
þeim fyrirtækjum sem ég vona að
borgaryfirvöld geti sýnt innlendum
og útlendum með stolti. Til að slíkt
sé hægt þarf að breyta þremur
mikilvægum atriðum: 1. Létta
heilsuspillandi álagi af bílstjórum,
álagi sem að auki veldur hættu í
umferðinni. 2. Bílar hennar sem eru
stórir og sérhannaðir fyrir hjóla-
stóla eru líka notaðir af göngufæru
fólki sem gæti með góðu móti notað
helmingi ódýrari bíla. Þarna er leið
til að auka þjónustu án þess að
auka útgjöld. Það gæti jafnframt
létt á hinum duglegu starfsmönnum
sem vinna svo krefjandi störf, af
mikilli prýði í sífelldu tímahraki.
3. Aðstöðuleysi starfsmanna fyrir
sjálfa sig og bílana veldur öryggis-
leysi og álagi sem getur valdið
vinnuleiða. Við slíkar aðstæður er
hætt við viðvarandi veikindum og
uppgjöf. Fatlaðir, sem njóta þjón-
ustunnar, undrast hvernig bílstjór-
arnir fara að því að standa við allar
tímaáætlanir undir slíkri pressu og
í misjafnri færð. Aður en R-listinn
náði völdum var hinn gráðugi á
ferð. Undir flaggi auðhyggjunnar,
áfram einkavæðing, læddist hann
eins og illur andi að Ferðaþjón-
ustunni. En draugnum var komið
fyrir að sinni. Þú manst SVR. Það
ætti að fá nágrannasveitarfélög
RVK í samvinnu við ferðaþjónustu
fatlaðra, svo sjúklingar þurfi ekki
að flytjast frá þeim til RVK. Sam-
vinna yki þjónustu auk sparnaðar
og hagræðingar. Ég vona að hin
ágæta Ingibjörg Sólrún geri sem
hún geti fyrir ferðaþjónustuna.
Sem ráðherra Alþýðuflokks, eru
málefni fatlaðra og annarra þeirra
sem eiga á brattan að sækja, þér
tækifæri til að sýna hvort hægt sé
að taka til alvarlega. Svo óska ég
þér velfarnaðar í nýju starfi.
ALBERT JENSEN,
Háaleitisbraut 129.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
37180n
M. Benz 280 SLC 6 cyl., sjálfsk., '75,
leðurklæddur, rafm. í rúðum, 2 dekkja-
gangar á felgum. Ástand og útlit óvenju
gott. V. 1100 þús., sk. á ód.
M. Benz 190E ’84, steingrár, sjálfsk., ek.
135 þ., rafm. í rúðum, álflegur, loftkæling
o.fl. Óvenju gott eintak. V. 980 þús., sk.
á ód.
lýkur henm?
Frá Siurbjörn Guðmundsson:
ÞANN 10. júlí sl. birtist í Morgun-
blaðinu viðtal við nokkra betri borg-
ara undir fyrirsögninni „Aldamóta-
ríkið ísland". Þar var margan
skemmtilegan fróðleik að finna um
hugmyndir manna um hvað muni
gerast eða hvað æskilegt er að ger-
ist á næstu 2.000 dögum. Greinina
byijar bíaðamaðurinn Orri Páll
Ormarsson, á orðunum: „I dag,
sunnudaginn 10. júlí 1994, eru ná-
kvæmlega 2.000 dagar þar til árið
2.000 rennur upp.“ Þetta upphaf
olli mér nokkrum heilabrotum.
Áratugurinn
Ég læt liggja á milli hluta að
nákvæmnin miðast við miðnætti að
loknum þeim degi sem nefndur er.
Hins vegar hefði mér þótt betra
vegna framhaldsins að Orri hefði
bætt við upphafssetninguna orðun-
um „en þá lifa nákvæmlega 2366
dagar af 20. öldinni". Með því hefði
hann gefið í skyn fleira en sagt
var. Það fyrst að 2.000 daga tíma-
bilið næði til byijunar síðasta árs
20. aldarinnar þannig að viðmæl-
endur hans hefðu heilt ár til viðbót-
ar 2.000 dögunum til að ná mark-
miðum sínum fyrir aldamótin. I
annan stað hefði hann minnt á að
árið 2.000 er hlaupár þótt slíkt
hafi ekki gilt um árin 1700, 1800
og 1900. I þriðja lagi hefði hann
áréttað að nokkur munur er á þeim
áratug sem á ensku er nefndur „the
nineties“ og á dönsku „halvfems-
erne“ en hefur ekki neitt heiti á
íslensku og 10. áratugnum (t.d. 20.
aldarinnar). Fyrrnefndi áratugurinn
hófst 1. janúar 1990 og honum lýk-
ur 31. desember 1999. Sá síðar-
nefndi hófst 1. janúar 1991 og hon-
um lýkur 31. desember 2000. A
þessum áratugum munar sem sagt
einu ári í tíma.
Núll hross
Upphaf greinarinnar minnti mig
reyndar á lítið atvik. Ég og tveir
félagar mínir vorum á ferðum og
sáum nokkur hross í haga. Ólafur
taldi „eitt, tvö, þijú, ljögur, fimm“.
Sigurður taldi „einn, tveir, þrír, fjór-
ir, fimm“. En ég taldi „núll, eitt,
tvö, þijú íjögur.“ Þar með var risinn
ágreiningur milli okkar um fjölda
hrossanna sem ekki hefur verið
leystur enn. Voru hrossin fjögur eða
fimm?
Fyrsta árið einn
Atvikið á sér reyndar aðeins stað
í hugskoti mínu. Kveikjan að því
er hins vegar grein sem Sigurður
Hreiðar rithöfundur (ég vona að ég
muni nafn og titil rétt) skrifaði í
DV fyrir nokkrum árum þar sem
hann reyndi að sannfæra menn um
að „the nineties“ og 10. áratugurinn
væri eitt og hið sama, báðir þessir
áratugir hefðu byijað 1. janúar
1990. Rökin, þegar öllum orðaleng-
ingum er sleppt, voru þau að upp-
hafsmenn tímatals okkar voru slíkir
angurgapar að þeir byijuðu talning-
una á einum í stað þess að byija
talninguna á núlli (eins og allir viti
bornir menn gera!?). Þar með var
sagt allt sem segja þurfti. Fyrsta
ár tímatals okkar ber heitið „einn“,
og þar með liggur nokkuð ljóst fyr-
ir að síðasta ár 20. aldarinnar er
árið 2000.
SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON,
verkfræðingur, Álftamýri 47.
BRÉF TIL BLAÐSINS
20. öldin, hvenær
í tilefni 40 ára
afmælis B&L höfum
við fengið sendingu
af Hyundai Pony
með ríkulegum
aukabúnaði.
Því er óhætt að
fullyrða að
sambærilegur bíll
er vandfundinn á
þessu verði.
Afmælisútgáfan af Pony
er með:
• 1,3 lítra og
74 hestafla vél
• samlæsingu
• styrktarbitum í hurðum
• tölvustýrðu útvarpi
og segulbandi með
4 hátölurum
• lituðu gleri í rúðum
• samlitum stuðurum
Innifalið í verði:
6 ára ryðvarnarábyrgð og
3ja ára verksmiðjuábyrgð.
Auk þess frír ís í Perlunni fyrir alla
farþega bílsins í átta sunnudaga.
Hafið samband við
sölumenn okkar eða
umboðsmenn um land allt
Hvenær hófst tíminn, dagur-
inn, árið, öldin?
Gagnasafn
Morgun-
blaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður
framvegis varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið
áskilur sér rétt til að ráðstafa
efninu þaðan, hvort sem er
með endurbirtingu eða á ann-
an hátt. Þeir 'sem afhenda
blaðinu efni til birtingar telj-
ast samþykkja þetta, ef ekki
fylgir fyrirvari hér að lútandi.