Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 27
nema örfáar kennslustundir á hverj-
um degi. Við viljum leggja áherslu
á að fjölga kennslustundum og nýta
betur tímann á hverjum skóladegi.
Þannig mætti ná fram fyrirhugaðri
lengingu skólaársins í níu mánaða
skólakerfmu,“ sagði hún.
Unnur segir foreldra vera
áhyggjufulla vegna þess að í frum-
varpsdrögunum er fellt út ákvæði
um hámarksfjölda nemenda í bekkj-
um. „Við erum hlynnt auknu sjálf-
stæði skólanna en þar sem fjárhag-
urinn er svo nátengdur þessum
þætti í rekstri skólanna óttumst við
að börnum fjölgi í bekkjum. Við
vitum af allt of mörgum dæmum
þar sem núgildandi lagaákvæði um
þetta efni er ekki fylgt,“ sagði hún.
Það sé því von hennar og samtak-
anna að ákvæði um hámarksfjölda
nemenda verði haldið inni í lögum.
Dönskukennarar áhyggjufullir
Dönskukennarar hafa lýst yfir
áhyggjum sínum vegna þess að í
nýrri menntastefnu er gert ráð fyr-
ir því að enska verði fyrsta erlenda
tungumálið sem börn læri í skólum.
Kirsten Friðriksdóttir, formaður
Félags dönskukennara, segir að fé-
--------- lagið hafi þegar mótmælt
a verði tillögunum og gerir ráð
kennd fyr'r sjónarmið félags-
>sj ins verði kynnt enn frekar
_______ áður en frumvarpið verð-
ur lagt fram.
Hún segir tvær meginástæður
liggjá að baki mótmælunum. „Ann-
ars vegar teljum við að verði
Norðurlandamálum ýtt til hiiðar sé
vegið að rótum íslenskrar menning-
ar,“ sagði hún. „Enn torveldara
yrði en nú að treysta tengsl barna
og unglinga við samnorrænan
menningararf.“ Hún bendir á að
Norðurlöndin séu eitt námssvæði
og að danska sé eitt af opinberum
tungumálum í Evrópusambandinu
og því sé mikilvægt að treysta und-
irstöðumenntun í norrænum málum.
í annan stað hefur miklum tíma
og fjármunum verið varið til gerðar
námsefnis fyrir dönskukennslu
snemma á skólastiginu auk þess
sem kennarar hafa sérstaklega
menntað sig og undirbúið til að
kenna ungum börnum. „Danska
hefur mjög lengi verið fyrsta er-
lenda málið sem kennt hefur verið
og við teljum að dönskukennarar
séu betur undir það búnir að kenna
börnum á þessu aldursstigi en
enskukennarar,“ sagði Kirsten.
Sýnataka vegna rannsóknaráætlunar á lífríki hafsins tæplega hálfnuð
Botndýrarannsóknir í
íslenskri lög'sögu ganga vel
Rannsókn á botndýralífi
innan íslensku efnahags-
lögsögunnar hefur staðið
------------------^----
yfir undanfarin ár. Aætl-
anir gera ráð fyrir að
rannsóknunum ljúki árið
1998, en vísindamenn
víða um heim tengjast
þeim. Sverrir Páll Er-
lendsson kynnti sér
rannsóknaráætlunina og
ræddi við Jörund Svav-
arsson, prófessor hjá
Líffræðistofnun
Háskóla íslands
NORSKA rannsóknaskipið
Hákon Mosby kom til
Akureyrar um helgina
eftir vikulangan leiðang-
ur þar sem safnað var sýnum af
botndýrum fyrir austanverðu Norð-
urlandi. Þessar rannsóknir hófust
1992 og áætlað er að þeim ljúki
1998. Auk þess sem norska rann-
sóknaskipið hefur verið við sýna-
töku eru íslensk rannsóknaskip not-
uð við það verk, en könnunin er
afar umfangsmikil og þar er ætlað
að rannsaka og kortleggja botn-
dýralíf innan íslenskrar efnahags-
lögsögu. Áður ókunnar dýrategund-
ir hafa fundist við rannsókn þessa,
en sýni eru send til frumgreiningar
í sérstakri greiningarstöð í Sand-
gerði og fara þaðan til frekari grein-
ingar og rannsókna hjá stofnunum
víðs vegar um heiminn.
Jörundur Svavarsson prófessor
hjá Líffræðistofnun Háskóla íslands
hefur tekið þátt í þessum rannsókn-
um og var með í leiðangri Hákon
Mosby að þessu sinni. I þes-
sari vikulöngu ferð
voru sýni tekin út af
austanverðu Norður-
landi, á 40-1.300
metra dýpi, frá Þistil-
fjarðardýpi og út til hafs.
Komið var með sýnin til
Akureyrar og þau send þaðan
til frumflokkunar í sérstakri
stöð sem rekin er á vegum rann-
sóknarinnar i Sandgerði.
Einstakt framlag
Norðmanna
Rannsóknaskipið Hákon Mosby
er gert út af Björgvinjarháskóla
og var hér í fjórða sýnatökuleið-
angri sínum vegna þessa
verkefnis. Jörundur sagði
að rannsóknin hefði
hafist 1992 og henni
ætti að ljúka 1998.
Þátttaka Norðmanna
í þessu verki væri
ómetanleg og fyrirhug-
að væri framhald á henni. Þegar
væri byrjað að skipuleggja fimmta
leiðangur skipsins, sem
væntanlega yrði í ágúst á
næsta ári. Þá yrðu sýni
tekin á meira dýpi en
hingað til og trúlega farið
um Reykjaneshrygginn.
Jörundur sagði að framlag Norð-
manna, með því að leggja fram
skipið, og starf vísindamanna og
starfsfólks væri ekki einvörðun
mikilvægt heldur einnig skemmi
legt, ekki síst á þessum tímum
Sýni af
40-1.300
metra dýpi
A stærð við lófa
SÆKÖNGURLÓ
er lófastórt dýr,
sem lifir á töluverðu
dýpi fyrir norðan ís-
land. Það er sníkjudýr
eða rándýr og lifir á holdýr-
um, t.d. sæfíflum.
slagsmála milli þjóðanna út af veið-
um í Smugunni og víðar. En að
þessu mikla verkefni störfuðu ekki
aðeins Norðmenn og íslendingar
heldur kæmu margar aðrar þjóðir
við sögu.
Morgunblaðið/Jörundur Svavarsson
Veiðin skoðuð
FRÆÐIMENN skoða ýmiss
konar skrápdýr, sem fengust í
Agassiz-troll á norska rann-
sóknarskipinu Hákon Mosby
fyrir Norðausturlandi.
Alþjóðlegar rannsóknir
Sýni úr botndýrarann-
sóknunum koma til frum-
greiningar í Sandgerði, en
þar eru þau greind í fylkingar og
jafnvel ættir. Þaðan fara sýnin til
frekari rannsókna hjá vísindastofn-
unum um víða veröld. Jörundur
sagði að margir helstu fræðimenn
heims á sviði botndýralífs léðu verk-
efninu krafta sína og þannig væri
það alþjóðlegt. Þegar væru að koma
í Ijós niðurstöður þessara nákvæmn-
isrannsókna. Þar væri um að ræða
staðbundnar niðurstöður um út-
breiðslu einstakra dýra-
tegunda á hafsbotni við
ísland. Heildarsvipurinn
yrði hins vegar ekki sýni-
legur fyrr en eftir 1988.
Jörundur sagði að þess-
ar rannsóknir væru gríðarlega stórt
verkefni. Sýni yrðu tekin á alls 600
stöðum og sums staðar væru tekin
2-3 sýni á hveijum stað. Alls yrðu
þetta um 1.600-1.800 sýni og í
hverju þeirra gætu verið allt upp í
Frumgreining
fer fram í
Sandgerði
Veiðarfærin
AGASSIZ-TROLL er dregið
eftir sjávarbotninum í um 20
mínútur. Það grefur sig nokkra
cm niður og dýrin á botninum
berast inn í það.
100 dýrategundir. „í mörgum sýn-
um eru dýr sem þekkjast, en ef við
tökum dæmi getum við sagt að í
sýni sem tekið er á 2.000 metra
dýpi geta komið fyrir tegundir sem
við þekkjum ekki. Þá er geysimikil
vinna að rannsaka þau, kryfja og
teikna og lýsa þannig nýrri dýrateg-
und. Vinna við eina slíka nýja teg-
und getur tekið allt að mánaðar-
tíma.“
íslensk skip einnig við
sýnasöfnun
Jörundur Svavarsson sagði að
íslensk rannóknaskip ættu afar
dijúgan þátt í rannóknastarfinu. í
ágúst færi Bjarni Sæmundsson til
dæmis í vikulanga rannsóknaferð,
þar sem beitt væri sömu tækjum
og sömu aðferðum og á norska skip-
inu.
Jörundur sagði að þetta væri
sannkallað langtímaverkefni, en því
hefði miðað afar vel áfram
og nærri lagi að sýnataka
væri hálfnuð. „Við erum
farin að sjá árangurinn,
við erum farin að sjá mjög
fjölbreytilegt og skemmti-
legt lífríki á hafsbotninum í kring-
um landið, þar sem margt kemur á
óvart. Og við sjáum glögglega að
með þessu verkefni mun aflast gíf-
urlega mikil þekking á íslensku
hafsvæði."