Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Myndun eyðimarka Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og- ábyrgð Islendinga Að MATI Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna er velferð um 900 milljóna manna ógnað vegna stækkun- ar eyðimarka í heimin- um. Þessi óáran virðir engin landamæri og veldur hungursneyð sem hrekur heilar þjóðir úr stað í leit að lífs- viðurværi. Óstöðugleik- inn er undirrót óeirða og styrjalda sem eykur enn á hörmungar fólks- ins. Segja má að lan- deyðing sé einhver al- varlegasta ógnin sem steðjar nú að mannkyn- inu. Á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó var ákveðið að efna til sérstakrar ráðstefnu um myndun eyðimarka, með þátttöku allra þjóða heimsins, og freista þess að ná sam- komulagi um sameiginlega baráttu gegn eyðingaröflunum. Slíku fyrir- komulagi var náð 17. júní síðastliðinn og er það að mörgu leyti hliðstætt öðrum sáttmálum Sameinuðu þjóð- anna, t.d. um loftslagsbreytingar, fjölbreytileika tegunda, hafréttarmál o.fl. Vegna þess hve aðsteðjandi vandi er mikill vegna landeyðingar er ætlunin að samkomulagið verði undirritað af ráðherrum eða þjóð- höfðingjum landa heimsins í París nú þegar á hausti komanda. Undirrit- un er háð staðfestingu þjóðþinganna, en samkomulagið öðlast gildi þegar 50 ríki hafa staðfest það. SamningTirinn Fyrsta fundalotan fór fram í Kenýu í júní á slðasta ári, en fimmtu og síðustu fundalotunni lauk um ári eftir að samningafundir hófust. For- maður ráðstefnunnar, Svíinn Bo Kjellén, vann mikið afrek með því að sjá til þess að þessum flóknu samningum var lokið á jafn stuttum tíma og raun ber vitni. Á fundunum hefur gengið á ýmsu vegna ólíkra viðhorfa, þar sem einstök ríki og ríkjasambönd reyndu að gæta hags- muna sinna og hafa áhrif á texta lokasamningsins. Hagsmunir sem hér um ræðir eru t.d. I formi þróunar- aðstoðar við þau lönd sem beijast við myndun eyðimarka. Þá má og nefna tilraun fátækra Afríkuríkja til að draga iðnríkin til ábyrgðar á óvenjulega miklum þurrkum í Afríku vegna gróðurhúsaáhrifa sem iðnríkin eru völd að. Fátæk ríki I Ameríku og Asíu töldu að ekki ætti að einskorða samn- inginn við Afríku, sem upphaflega hafði verið ætlunin. Samkomulagið felur Ólafur m.a. í sér að komið verði Arnalds á sérstöku ráði á vegum SÞ til þess að samræma aðstoð við ríki sem berjast við land- eyðingu. í samningnum er lögð meg- in áhersla á aukna þekkingu og að- stoð við þróunarlöndin á vísindasvið- inu. Þróunarlöndum finnst skorta á beinar fjárhagslegar skuldbindingar ríkra þjóða og þau vildu setja á fót sérstaka stofnun innan SÞ sem ein- vörðungu fjallaði um þessi mál. Evr- ópusambandið var gagnrýnt fyrir þróttlitla afstöðu, þar eð hagsmunir sambandsins eru of margþættir til þess að það geti tekið eindregna af- stöðu og sýnt áræði í samningum sem þessum. Norðurlönd, Bandarík- in, Kanada og Ástralía þóttu aftur á móti sýna ábyrga afstöðu á ráðstefn- unni og vilja til þess að takast á við vandann með fjárframlögum. Þessi ríki hjuggu oft í viðræðunum á hnúta sem áður virtust óleysanlegir. Hlutverk Islands Formleg ráðstefna, með þátttöku ráðherra frá flestum löndum heims, sem og mörgum þjóðarleiðtogum, verður haldin í París á næstunni. Á þeim fundi er ætlunin að staðfesta sáttmála um baráttu gegn myndun eyðimarka. Tölur Umhverfísstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNEP), sem áður er getið, eru skelfilegar og flestum er Ijóst að alvarleg ógnun er fólgin í myndun eyðimarka. Samt er það svo að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að meta landeyð- inguna eru um margt umdeildar. OPK) UU VIRKA DA6A FKÁ KL.9 -18.30 06 LAUGABDAGA FRÁ KL. 10 - 17X10 KAPLAHRAUNI5 @3090 HAFNARFIRÐI MIKIÐ URVAL TÆKJA OG VERKFÆRA ÓTRÚLEG VERÐ! ISBROT ◄ Fyrsta skrefið til að auka alþjóðlegt mikil- vægi íslands á sviði jarð- vegsverndar, segir Olaf- ur Arnalds, er að tryggja íslenzkum rann- sóknum á þessu sviði brautargengi. Enda þótt allir séu sammála um að vandinn sé ærinn er allt of lítið vitað um eðli, umfang og orsakir landeyð- ingarinnar. Starfsaðferðir Umhverf- ■ isstofnunarinnar hafa verið gagn- rýndar víða um heim og bent á ýms- ar brotalamir við mat þeirra á ástandi gróðurs og jarðvegs í heiminum. Þó er kannski síst við Umhverfisstofn- unina sjálfa að sakast, því hún safn- ar upplýsingunum frá viðkomandi stofnunum í hinum ýmsu þjóðlönd- um. Upplýsingar hennar eru verð- mætar þótt þær séu gallaðar. Vand- inn er fólginn í því að vísindastofnan- ir þeirra landa sem mest eru þjakað- ar af landeyðingunni búa ekki yfir nægri þekkingu til að meta ástandið. Islendingar munu væntanlega eiga fulltrúa á ráðstefnunni í París í haust, þar sem sáttmálinn um baráttuna gegn myndun eyðimarka verður staðfestur. Er ekki hugsanlegt að MYNDUN auðna á íslandi á margt sameiginlegt með myndun eyðimarka annars staðar í heiminum (frá Hólsfjöllum). þjóðarleiðtogi okkar stígi þar á stokk og lýsi yfir þeim ásetningi íslenska lýðveldisins að koma á fót alþjóð- legri rannsóknastöð um landeyðingu? Fólk frá fátækum ríkjum heims gæti þá komið og sótt sér þangað þekkingu og aðstoð. Á þann hátt tækju Islendingar ábyrga afstöðu í umhverfismáium sem væri þeim til framdráttar á alþjóðlegum vettvangi. ísland hefur skyldur að rækja gagnvart þeim sem ekki eiga sömu hagsæld að fagna, rétt eins og önnur velferðarríki heimsins. Þróuð ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að leitast við að veita 0,7% þjóðar- framleiðslu til þróunaraðstoðar, en íslendingar eiga langt í land með að uppfylla þær skuldbindingar. íslend- ingar virðast einna helst geta orðið að liði með því að miðla öðrum af þekkingu sinni á sviði fiskveiða, jarð- hita og jarðvegsverndar. Ekkert þró- að ríki heimsins hefur jafnlanga reynslu af baráttunni við landeyðing- una, en á íslandi er ein elsta starf- andi jarðvegsverndarstofnun heims- ins (Landgræðsla ríkisins, stofnsett 1907). Fyrsta skrefið til þess að auka alþjóðlegt mikilvægi íslands á sviði jarðvegsvemdar er að tryggja ís- lenskum rannsóknum á þessu sviði brautargengi. Nú er verið að und- irbúa fjárlög ríkisins. Fyrir liggur beiðni um fjárveitingar til aukinna rannsókna og þróunar aðferða á sviði jarðvegsverndar. Sú beiðni mun eiga erfitt uppdráttar, því skera á niður fjárveitingar til landbúnaðar. Hér er um að ræða misskilning sem þarf að leiðrétta. Rannsóknir á sviði jarð- vegsverndar og landgræðslu ein- skorðast ekki við landbúnaðarmál heldur snerta hagsmuni þjóðarinnar allrar og möguleika okkar til þess að tryggja henni sess á alþjóðlegum vettvangi umhverfismála. Það telst einkar mikilvægt fyrir þjóð sem byggir afkomu sína á matvælafram- leiðslu og ferðaþjónustu. Greinin er að hluta byggð á upp- lýsingum í „Earth Negotiations Bul- |etin“ sem er gefið út af „Alþjóða- stofnun fyrir sjálfbæra þróun“ (IISD). Höfundur er jarðvegsfræðingur hjá Rannsóknastofnun Iand- búnaðarins. Hvað er klukkan? TIMASKYN manna er sagt mismunandi sem og líffræðiklukka. íslandsklukkan er hins vegar ekki talin til með- fæddra skilningarvita. Flestir menn sem tíma- skyn hafa nota því klukku sér til halds og trausts, í heimi þar sem tíminn er sagður af- stæður. Það er því fagnaðarefni þessa dag- anna að lesa greinar eftir stjómmálamenn í blöðunum. Langt er síð- an ég hef séð jafn mikið af greinum um úrbætur I nýsköpun og atvinnu- málum. Stjómmála- menn standa sig misvel í því að líta á klukkuna og fylgjast með tímanum. Sumum er jafnvel vorkunn, þar sem þeirra klukka hefur stoppað og ekki við neinn þar að sakast. í góðri trú líta þeir á klukkuna og sjá ekkert athugavert við að sjá alltaf sama tíma, mánuð og ár. í tilefni komandi alþingiskosninga hafa hinir sömu gert núna þar bragarbót á og er slíkt af hinu góða. Því em menn farr.ir að tala um mikilvægi heild- arsýnar og stefnumótun á vegum hins opinbera. Margir em einnig búnir að skila skýrslum um mál- efni atvinnulausra, með úrræði að leiðarljósi. Sé ferðast aftur um tímann, þá hefur margt verið fært til betri vegar í þeim málaflokki. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að atvinnnulausir em famir að týna tölunni, í orðsins fyllstu merkingu. Þar er tími sumra að verða útranninn. Það er gott að sofa Það var árið 1988 sem nefnd á vegum OECD skilaði skýrslunni „New Technologies in the 1990“. Þessi nefnd var upphaflega stofnuð vegna víðtæks atvinnuleysis í ríkjum OECD og fyrirsjáanlegra örra tækni- breytinga komandi ára. Niðurstöður urðu því þær að tækniþróun sé ferill þjóðfélagsbreytinga. Það yrði því að taka hagræn og félagsleg áhrif tækninnar inn í myndina. Tækniþró- un tekur til fleiri hluta en nýjunga Védís Daníelsdóttir í framleiðslu eða breyttra framleiðsluað- ferða. Einnig fannst nefndinni að hug- myndafræði síðustu þijátíu ára væri farin að slitna. Of mikil áhersla hafði verið lögð á rannsóknar- og þró- unarstarf. Því þyrfti að gera ráð fyrir víðu sam- hengi hlutanna og ekki einblína þar á takmark- •anir markaðsaflanna. Næstu tíðindi eftir þessa ágætu niðurstöðu var norræn könnun árið 1991. Hún snerist um mikilvægi nýsköpunar í efnahafslífínu, til að fjölga störfum í atvinnulífinu. Helstu þröskuldar í vegi nýsköpunar voru skortur á hæfu vinnuafli, áhættufé og markaðsupplýsingum. Sárt kvört- uðu forstjórar um víða Evrópu, á sama tíma um að evrópskur iðnvarn- ingur seldist ekki sem skyldi. Þar var blóraböggullinn starfsfólkið, sem hefði ekki þá þjálfun eða menntun sem þyrfti. Árið 1992 var atvinnu- leysisárinn farinn að beija veralega á íslendingum. Menntamálaráðherra óskaði því eftir úttekt OECD á vís- mda-, tækni- og nýsköpunarstefnu íslendinga. Niðurstöður voru hinar merkilegustu. Meðal annars sem var gagnrýnt var að langtímastefnu vantaði um nýtingu vinnuafls og fjár- magns í rannsóknar- og þróunar- starfsemi fyrir atvinnulífið. Önnur merkileg niðurstaða var að fslend- ingar héldu ekki þáverandi stöðu í atvinnumálum, nema tekið væri á þvi að virkja nýja krafta. Til þess þyrftu þeir að setja markið hátt í nýsköpun með nánu samstarfi og samræmdum aðgerðum. Síðan eru tvö ár og öllum kunnugt um núver- andi ástand sem margir talandi og skrifandi stjórnmálamenn ætla að bæta. Arfavænir atvinnulausir FYam að okkar tíma, hafa úrræði gegn atvinnuleysinu, fyrst og fremst verið í glímu við arfa, illgresi, rusl og önnur garðverk. Vel hirtir garð- ar, með tilheyrandi gróðri eru augna- yndi. Menn eru hins vegar misvel til þess fallnir, eftir aldri, stærð og lík- amsburðum til að glíma við arfa og önnur jarðverk. Samkvæmt land- lækni og öðrum könnunum eru marg- ir af þeim sem atvinnulausir voru á þessu tímabili ekki augnayndi. Það eru heldur ekki sjúkraskýrslurnar þeirra, þar sem þeir eru sérstakur áhættuhópur heilsufarslega. Að- standendur þeirra sem hafa ofreynt sig á garðverkum eru heldur ekkert augnayndi, þó að fegurðarsmekkur manna sé misjafn. Sem betur fer hafa margir þeirra sem fengu að spreyta sig í garðverkunum ekki ofreynt sig. Styrkur manna andlegur sem líkamlegur er misjafn. Flestir era hins vegar orðnir illa farnir eftir hálfs árs atvinnuleysi á sálinni. Sum- ir geta jafnvel ekki horfið á vit þeirra starfa sem reynsla þeirra og mennt- un stendur til, þar sem sjálfstraustið Úrræði gegn atvinnu- leysi, segir Védís Daní- elsdóttir, hafi fyrst og fremst verið í glímu við arfa, illgresi, rusl og önnur garðverk. er horfíð. Aðrir hafa orðið svo vist- vænir á útiverunni að þeir era orðn- ir arfavænir í orðsins fyllstu merk- ingu. Sumum líður eins og arfanum í garðinum sem búið er að reyta. Öðrum fínnst þeir vera arfinn í ís- lensku efnahagslífí og hugsa garð- yrkjumanninum þegjandi þörfína. Með öðrum orðum, fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu er ekki sveigjanlegt vinnuafl, eins og mönn- um er tíðrætt um að þurfi. Gleðiefni er að sjónir stjómmálamanna séu farnar að beinast að úrbótum fyrir þennan hóp. Núna eiga allir stjóm- málaflokkar heillandi, hlýlegt og heiðarlegt fólk. Allt þetta fólk er broshýrt og framsýnt. Væri haldin broskeppni, mætti vart á milli sjá hver ætti fegursta brosið. Batnandi manni er best að lifa og einnig stjórn- málamönnum. Tími er kominn til þess að fólk sem hefur lengi verið án atvinnu, geti líka brosað við fram- tíðinni. Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.