Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forstöðumanni húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar sagt upp störfum 100 milljónir þarf til að greiða skuldir nefndar BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum sl. mánudag að segja Jónu Ósk Guðjónsdóttur, forstöðumanni húsnæðisnefndar bæjarins og forseta bæjarstjórnar á seinasta kjörtímabíli, upp störf- um. Var Jónu boðið að taka við byggðasafni bæjarins og vinna að menningarmálum, en eftir að hún hafnaði því boði var ljóst að upp- sögn var ekki umflúin, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, for- manns bæjarráðs. Arsreikningar Fyrir skömmu voru ársreikn- inga húsnæðisnefndar fyrir 1993 lagðir fram og er beðið eftir upp- gjöri fyrir fyrra hluta árs 1994, en ljóst er að fjármálastjórn og staða nefndarinnar er mjög slæm og hefur verið lengi, að sögn Magnúsar. Hann segir að leggja þurfi nefndinni til 100 milljónir króna til að greiða skuldir hennar og koma rekstri í eðlilegt horf. „Allt frá upphafi voru menn mótfallnir því að ráða pólitískt í þessa stöðu, og kröfur gerðar um að forstöðumaður hefði reynslu af fjármálastjórnun. Meirihluti Alþýðuflokks ákvað hins vegar að ráða þáverandi forseta bæjar- stjórnar, Jónu Ósk, gegn vilja meirihluta húsnæðisnefndar á sín- um tíma. Við erum því einungis að gera það sem við töldum eðli- legt fyrir fjórum árum síðan, í þeim tilgangi að koma á markviss- ari fjármálastjórn og stöðva frek- ari hallarekstur hjá nefndinni, auk þess sem ýmis mál sem varða sam- skipti við viðskiptavini nefndarinn- ar- eru óuppgerð. í þeirri úttekt sem nú er verið að gera á fjármál- um bæjarins verður að sjálfsögðu farið í saumana á málefnum nefndarinnar," segir Magnús. „Siðlaus aðför“ Á fundi bæjarráðs óskuðu full- trúar Alþýðuflokks eftir því að bóka traustyfirlýsingu á starf for- stöðumanns húsnæðisnefndar. „Aðför meirihluta Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks að for- stöðumanni húsnæðisnefndar er siðlaus og ber vott um pólitískt ofstæki þar sem einn starfsmaður bæjarins er hrakinn frá störfum á pólitískum forsendum," segir í bókun þeirra. Aðspurður um hvort uppsögn forstöðumanns hús- næðisnefndar sé upphaf að pólí- tískum hreinsunum nýs meirihluta í Hafnarfirði, kvað Magnús rangt að nefna uppsögnina því nafni, staðreyndin sé sú að tekið hafi verið við afar skuldsettu búi og hlutverk nýs meirihluta sé að rétta stöðuna og taka af festu á þessum málum sem öðrum í því sambandi. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, starfsmannastjóri Hafnarfjarðar- bæjar, segir að stað forstöðu- manns verði auglýst laus til um- sóknar innan tíðar. Ætlunin sé að ráða hæfasta umsækjandann í stöðuna en láta ekki stjórnmála- tengsl hafa áhrif á valið. Einnig verði ráðinn tæknimenntaður starfsmaður til nefndarinnar. Loðnuverksmiðjan á Þórshöfn komin í gagnið eftir breytingar og endurbætur Þórshamar landar fyrsta farminum Þórshöfn, Morgunblaðið. LOÐNUVERKSMIÐJAN á Þórshöfn byrjaði loðnubræðslu á þriðjudag. Það var Þórsham- ar sem átti fyrsta farminn í verksmiðjuna eftir breytingar og endurbætur sem hafa staðið yfir síðan í vor. Undanfarnar vikur hefur verið unnið stíft að því að ljúka verk- inu svo hægt yrði að taka á móti loðnu. Gagngerar breyt- ingar voru gerðar á því sem snýr að vökvahlið verksmiðj- unnar, svo sem á dælum og lögnum og einnig stækkun eimingartækja og er verk- smiðjan því vel undirbúin til móttöku hráefnis. Þórshamar var aðeins sólar- hring að ná 600 tonnum og er tiltölulega stutt sigling af loðnumiðunum inn til Þórs- hafnar en loðnan veiðist nú aðallega norðaustur af Langa- nesi. Fjöldi skipa er á loðnu- miðunum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir mgiöjorg ðoirun Borgarstjóri lofaði ekki fjölnota íþróttahúsi Barði KóporA Bjar^tangar ^ J X Hafís fyrir Vestíjörðum fy 20. júlí 1994 : ; HAFÍS hefur aftur Qarlægst Vestfirði en í byrjun mánaðarins var hann næst 16 sjómílur undan landi. ísjaðarinn er nú 50 sjómflur norðvestur af Baróa, 28 sjómflur norður af Kögri og 38 sjómflur norður af Horni. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, fór í ískönnunarflug í gær norðvestur og norður af Vestfjörðum. Vegna þoku var einungis um radarathugun að ræða. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við Morgunblað- ið í gær að afstaða sín varðandi aðstöðu vegna heimsmeistara- keppninnar í handknattleik á næsta ári hefði ekki breyst. I kosn- ingabaráttunni fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í vor hefði hún verið jákvæð gagnvart hugmynd um yfírbyggðan völl, sem tæki 7.000 áhorfendur, og væri það enn, en hún hefði engu lofað í því efni. Hins vegar væri ljóst að þar sem um mikið mannvirki væri að ræða leysti borgin það ekki upp á eigin spýtur og ríkið yrði að koma inn ef framkvæmdir ættu að verða að veruleika. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í Morgunblaðinu í gær að bygging fjölnota íþróttahúss hefði komið upp í kosningabarátt- unni, „þegar frambjóðendurnir í Reykjavík, þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lýstu því yfir fyrir kosningar að þeir væru til- búnir að reisa hús yfir íþróttastarf- semina í borginni." Borgarstjóri áréttaði í gær að í kosningabarátt- unni hefðu báðir aðilar lýst sig tilbúna til að skoða hugmynd um yfiroyggðan völl, en hvorugur hefði bundið sig við að reisa mann- virkið. Tíu nýframkvæmdir Sjónvarpið greindi frá sænsku tilboði um yfirbyggðan knatt- spyrnuvöll 20. maí sl. og þá sagði Arni Sigfússon, þáverandi borgar- stjóri, að stefnt væri að 10 nýfram- kvæmdum í íþróttamálum á næsta kjörtímabili og þar á meðal væri þessi framkvæmd. Hann lagði samt áherslu á innlenda hönnun, en taldi mikilvægt að ráðast í framkvæmdina, því tölur bentu til þess að hægt væri að ná inn allt að 100 milljóna króna tekjuauka með henni vegna HM. Ingibjörg Sólrún var einnig hlynnt hugmyndinni, því „þama væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi, standa sómasamlega að HM í handknattleik og fá yfir- byggðan fótboltavöll,“ sagði hún þá og bætti við að vegna þess hvað tíminn væri naumur kæmi vel til greina að taka sænsku til- boði. Keyptisig frá framkvæmdum ► m* m* msh.« | ■ r: SPRENGISANDI Borgarstjóri sagði í gær að rík- ið hefði ætlað að taka þátt í fyrr- nefndum framkvæmdum á sínum tíma, en keypt sig frá þeim. „Ef þetta á að gerast verður ríkið að koma inn aftur,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagðist geta séð fyrir sér eignarhaldsfélag um bygging- una, en ekki væri hægt að bíða mikið lengur með að taka ákvörð- un og ef þetta gengi ekki yrðu menn að finna aðra lausn. Veltaí Heiðmörk FIMM ungmenni meiddust þegar bíll þeirra lenti út af vegi í Heiðmörk í fyrradag. Slysið varð um fimmleytið síðdegis þegar fólkið var á leið úr vinnu í Heiðmörk. Bíllinn kom yfir blindhæð þar sem við tekur kröpp beygja ofarlega í Vífilsstaðahlíðinni. Ökumað- urinn náði ekki beygjunni og rakst bíllinn á stóran stein utan vegar og valt á hliðina ofan í gjótu. Fólkið hlaut allt skrámúr og meiðsli, sem ekki voru talin alvarleg að sögn lögreglu. Bíll- inn er stórskemmdur. Valt með timburfarm VÖRUBÍLL skemmdist og tengivagn eyðilagðist þegar trossa sem bundin hafði verið um timburfarrm á bilnum slitnaði þannig að bíllinn valt á Óseyrarbraut í Hafnarfirði síðdegis í fyrradag. Bíllinn var á leið frá hafnar- svæðinu í Hafnarfirði og var í beygju þegar haft utan um farminn gaf sig með fyrr- greindum afleiðingum. Óku- maðurinn meiddist, en ekki alvarlega samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. Bræðsluofn Hringrásar hf. Samþykki bundið við málmbræðslu HOLLU STU VERND ríkisins segir, að ekki hafi verið sótt um sérstakt leyfi fyrir bræðsluofn Hringrásar, sem innsiglaður var að ósk stofn- unarinnar og því virðist hann ekki hafa verið notaður sam- kvæmt þeim forsendum sem kynntar voru upphaflega fyrir Hollustuvernd ríkisins. Hermann Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hollustu- verndar ríkisins segir þetta í athugasemd vegna fréttar Morgunblaðsins fimmtudag- inn 14. júlí sl, þess efnis að Hollustuvernd ríkisins hefði á sínum tíma samþykkt kaup á málmbræðsluofni hjá fyrir- tækinu Hringrás hf. Bræðsla en ekki brennsla í athugasemdinni segir Her- mann að rétt sé að Hollustu- vernd hafi 14. maí 1991 veitt leyfi fyrir notkun á málm- bræðsluofni hjá Hringrás hf. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi ofninn verið ætl- aður til endurbræðslu málma svo sem kopars, járns og áls. Samþykki hafi byggst á þeirri forsendu að einungis væri um að ræða bræðslu málma, en ekki brennslu ýmissa efna svo sem plastefna. „í gögnunum kom ekki fram að ofninn væri ætlaður til að endurheimta málma úr notuðum rafmagns- strengjum en slíkt hefur óhjá- kvæmilega í för með sér brennslu einangrunarefna úr plasti. Brennsla efna er háð sérstöku starfsleyfi sbr. gr- 2.9. í starfsleyfi Hringrásar hf. frá 10. apríl 1991.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.