Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 C 7
Hvað bíía margir þar?
Heimild: Asiaweek
Land Millj. íbúa
Kína 1.194,1
Indónesía 191,1
Brasilía 162,3
Rússland 148,7
Mexíkó 86,3
Þýskaland 81,3
Víetnam 73,4
íran 63,7
Tyrkland 61,0
Búrma 45,5
Kanada 28,3
Kenya 27,7
Taiwan 21,0
Sviss 6,1
Ástralía 18,0
Sri Lanka 17,8
Padúa N-Gínea 4,2
Nýja Sjáland 3,5
Fijieyjar 0,8
Bhutan 0,6
Brunei 0,3
Á baf út eúa um iðkla
Ljósmyndir/Þórir Kjartansson
REYNISDRANGAR baðaðir í sólarlagi.
VÍK í Mýrdal og nágrenni hefur
margt að bjóða ferðamönnum. Þar
er mikil og fjölbreytt þjónusta fyr-
ir gesti og gangandi, unga sem
aldna. Mýrdalurinn hefur verið ró-
maður fyrir geysilega fjölbreytni í
náttúrufari. Enda er þar að finna
margt af því besta sem prýðir ís-
lenska náttúru, klettadranga,
sjávarhamra iðandi af fuglalífi og
strendur sem eiga fáa sína líka í
víðri veröld.
Þá má nefna náttúruperlur
eins og Dyrhólaey og Hjör-
leifshöfða að ógleymdum
jöklunum með allan sinn mik-
ilfengleika og í Mýrdalsjökli blund-
ar eldstöðin Katla sem síðast
minnti á sig með gosi 1918.
Haf og jöklar heilla
Mýrdælingar hafa frá ómunatíð
lifað í nánu samspili við hafið.
Víkurþorp með um 370 íbúa stend-
ur við eina fegurstu strönd í heimi
í skjóli fjalla og fornra sjávar-
hamra. Hafnleysið hefur aftur á
móti ekki komið í veg fyrir að út-
gerð sé stundið frá Vík. En þar
hafa menn beitt hugviti og kænsku
í baráttunni við hafölduna og gert
út á hinum sérstæðu hjólabátum.
Hjólabátaútgerðin blómstrar
yfir ferðamannatímann. Þá er farið
í útsýnissiglingu oft á dag, með
ferðamenn út að Reynisdröngum
og Dyrhólaey. Siglt í gegnum ga-
tið á Dyrhólaey og gjarnan tekið
land á leiðinni við Hálsanefshelli
sunnan í Reynisíjalli og áð en síð-
an haldið á vit nýrra ævintýra.
Enda er sigling með hjólabát
ógleymanleg öllum sem reynt hafa.
Víða í nágrenni Víkur og í Mýrd-
alnum eru skemmtilegar göngu-
leiðir.
Við Sólheimajökul sem er
vestarlega í Mýrdalnum er boðið
uppá snjósleðaferðir á Mýrdals- og
Eyj afj allajökull. Snjósleðaferðir
um víðáttur íslensku jöklanna hafa
færst í vöxt á síðustu árum með
tilkomu tækninnar en þar er þó
fyrst og fremst útsýnið og víðáttan
sem heillar.
í náttstað
Eftir ánægjulegan dag er gott
að koma í náttstað. Gistimöguleik-
ar í Mýrdalnum eru fjölbreyttir.
Þar er nýtt hótel, ferðaþjónusta
bænda og farfuglaheimili ásamt
vel búnu tjaldstæði. Allir ættu að
finna einhvern góðan stað fyrir sig
til hvíldar og hressingar. Gistiaðil-
ar bjóða einnig upp á ýmislegt í
mat og drykk. Þá er í Vík bensínaf-
greiðsla, verslanir og veitingasala.
Einnig er þar starfrækt upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn svo
nokkuð sé nefnt.
Uppástunga að góðum degi
í Mýrdal
Eftir hollan morgunverð má
leggja til að menn bregði sér með
hjólabát út að Dyrhólaey. Eftir
hádegi er síðan tilvalið að fara í
sleðaferð um Mýrdalsjökul og jafn-
vel að Goðasteini sem er hæsta
bunga Eyjaíjallajökuls. Um kvöldið
er notaíegt að skreppa í góða
gönguferð, t.d. niður að strönd og
skoða fuglalífið.
Ýmsir aðrir möguleikar eru fyrir
hendi. Boðið er upp á hestaferðir,
stutta útreiðartúra, víða má renna
fyrir fisk og fyrir þá sem vilja lyfta
sér upp í bókstaflegum skilningi
bendum við á útsýnisflug. ■
Jónas Erlendsson, Fagradal.
Vatnsmelðnuhátlð í Pennsylvaníu
ÞEIR sem kunna að meta vatnsmelónur ættu að koma við í Shartles-
ville í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, verði þeir þar í grennd í byij-
un ágúst. Þar geta þeir setið og úðað í sig vatnsmelónum í tvo daga
og þurfa ekki að borga krónu fyrir það. í Shartlesville verða sérstak-
ir vatnsmelónudagar og bærinn undirlagður af melónum. Þetta er í
fímmta skipti sem íbúarnir skipuleggja svona hátíð, sem að þessu
sinni verður 5. og 6. ágúst næstkomandi. Það verður ýmislegt um
að vera, keppt í hinu og þessu og meðal annars í því að skyrpa stein-
um úr melónu sem lengst, kennt að skera út í melónu, ýmsir melónu-
minjagripir til sölu og allskonar réttir úr ávextinum kynntir ■
Allar Rouen-kirkjumyndir
Monets á sýningu í Rúðubnrg
Bátaferðir aí Langjökli
VATNAFERÐIR er lítið sjálfseign-
arfyrirtæki sem býður bátaferðir
upp Hvítá og á Hvítárvatni að
Langjökli. Ferðin tekur um 1 R tíma
fram og til baka og farið er um 2
km upp Hvítána í Hvítárvatn og
upp að Langjökli og skriðjöklum
hans.
„Áð er í litlum dal sem liggur á
milli skriðjökla og þar má sjá ijöl-
skrúðugt plöntulif," segir Gústaf
Ólafsson, einn af stofnendum
Vatnaferða. „Við 'byrjuðum í fyrra
að bjóða upp á þessar ferðir og þá
gekk mjög vel, í sumar byrjuðum
við síðasta laugardag, og vonum
að undirtektir verði svipaðar og í
fyrra.
Fólk sem komið hefur í ferðirnar
með okkur hefur verið mjög ánægt
og fundist þetta ævintýralegt. Þetta
er sérstök upplifun, mikil nátt-
úrufegurð og náttúrustemmning.
Farið er á 11 manna björgunarbát-
um með utanborðsmótor og gerðar
allar varúðarráðstafanir, það eina
sem getur sett strik í reikningin er
veðrið,“ segir Gústaf. Ferðaskrif-
stofur veita upplýsingar um Vatna-
ferðir. ■
FRANSKI málarinn Glaude Monet
var svo hrifinn af dómkirkjunni í
Itúðuborg að hann málaði hana
þrjátíu sinnum. Þessar myndir eru
með þekktustu verkum listamanns-
ins og eru nú í fyrsta sinn sýndar
allar á sömu sýningunni í Musée
des Beaux-Arts í Rouen.
Rúðuborg stendur við Signu, um
140 km norðvestan við París. Mið-
bærinn er afar fallegur og státar
ekki aðeins af gotnesku dómkirkj-
unni (Cathédrale Notre-Dame) frá
13. öld sem Monet féll fyrir heldur
einnig tveimur öðrum gersemum,
kirkjunum St.-Maclou og St.-Ouen,
sem eru meira en tvö hundruð árum
yngri en dómkirkjan og sýna vel
þróun gotneska stílsins.
Rithöfundurinn Gustave Flaubert
var fæddur í Rouen. Sagan um
Madame Bovaiy gerist í þorpinu
Ry sem er um 20 km austan við
Rouen. Það er kallað Yonville í bók-
inni. Ry er lítill og fallegur bær og
sveitirnar í kring ekki síðri.
Rúðuborg er í Norinandí. Þar eru
mikil hátíðarhöld í sumar í tilefni
af því að 50 ár eru liðin frá innrás
Bandamanna í Normandí í heims-
styrjöldinni síðari. Margir telja von-
laust að reyna að fá gistingu á
svæðinu í sumar en fulltrúi franska
ferðamálaráðsins fullyrðir að það
sé nóg af lausum herbergjum, bæði
í hótelum og einföldum gistihúsum,
fram í lok september. ■
ab.
Vinalegt við Vínarborg
Annar flugvöllur sem hefur haft
sérdeilis góð áhrif á mig — án þess
ég hafi farið inn í landið — er flug-
stöðin við Vínarborg. Hún er vina-
leg og af notalegri stærð þar sem
pláss er nýtt vel. Fjöldi af litlum
og fallegum verslunum og mjúk
súkkulaðilykt yfir öllu. En samt er
Kastrup langdægilegastur og síðan
kæmi líklega Skiphóll. Það eru mjög
farþegavænar flughafnir.
Abidjanmartröð
Versta flugstöð sem ég hef kom-
ið á er í Abidjan á Fílabeinsströnd-
inni. Það er með ólíkindum því um
hann er veruleg alþjóðleg umferð.
Aðbúnaður farþega, ég tala nú ekki
um þeirra sem þurfa að bíða eftir
tengiflugi, er afleitur. Þar er náttúr-
lega verslun með þennan venjulega
tollfrjálsa varning en lítið af nokkru
sem vekur forvitni. Peningaskipti
eða banki eru ekki í brottfararsal.
Ef maður þarf að bíða eftir að geta
tékkað sig inn fyrirfinnast ekki stól-
ar á svæðinu.
Búðarhola í brottfararsal hafði
til sölu nýjasta Time og það þótti
mér mesti rnunur. Veitingabúðin
hefur boðlegan mat en nokkuð dýr-
an, klósettin afar óræstileg. Þó tók
steininn úr þegar ég uppgötvaði að
loftkæling er engin. Nú er Fíla-
beinsströndin þekkt fyrir heitt lofts-
lag, hiti er meira en mikill, aðallega
ofboðslega rakur. Loft í biðsal verð-
ur því þungt og ferlegt þar sem
hvergi eru loft-né borðviftur.
Ég kom frá Ougadougou í Búrk-
ína Faso um 10 að morgni og mitt
flug til Kenya var ekki fyrr en um
kvöldið. Þetta var eina flugið frá
Búrkína til Abidjan í 3 daga og því
ekki aðrir kostir í boði. Um hádeg-
ið sat ég í veitingabúðinni eins lengi
og ég gat og vingjarnlegur þjónn
kom með viftu og setti á næsta
borð við mig. Farangur var ekki
hægt að tékka inn þó ég væri í
transit fyrr en klukkustund fyrir
brottför, þetta var í lok ferðalagsins
og meira hafurtask fylgdi en í byrj-
un. Því þurfti ég að dragnast með
föggurnar í 11 klukkutíma. Lifand-
is ósköp var gott þegar loks var
kallað út í vél um kvöldið. Þó fyrir
höndum væri nær 12. tíma flug á
Y-klassa Ethiopian Airlines.
Önnur flugstöð sem hefur valdið
vonbrigðum og þó öllu meiri undrun
er sú margverðlaunaða Changiflug-
höfn við Singapore. Þar fannst mér
hvorki verslanir, viðmót né þjónusta
á þann veg að það væri í samræmi
við allt lofið sem sú flugstöð hefur
verið ausin.
Leifsstöð litil og frambærileg
Mér þykir flugstöðin í Keflavík
frambærileg að ýmsu leyti en ekki
vildi ég lenda í því að þurfa að bíða
þar í mannþröng í marga klukku-
tíma með þá miðlungs veitingaþjón-
ustu og pláss sem þar er. Fyrir
farþega þar sem allt gengur eðlilega
fyrir sig held ég að hún sé ósköp
boðleg, hrein og um margt hin
þekkilegasta. Pláss fínnst mér illa
nýtt og of mikið borið í blóm og
loftskreytingar í staó hagnýtra
þjónustuþátta sem kæmu farþegum
að gagni og gætu auðveldað bið
þegar þannig stendur á. ■
Jóhantm Kristjónsdóttir