Morgunblaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 1
Heimsmeistarakeppni í pipu- reykingum í Höfn í hanst HEIMSMEISTARAKEPPNIN í pípureykingum fer fram í Dan- mörku í ár og hefst 8. október. Uffe Ellemann Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra og frægur pípu- karl, mun setja mótið og ræsir keppnina með því að kveikja sér í pípu. Þetta er í 8. sinn sem mót- Ið er haldið og hafa Samtök nor- rænna pípureykingamanna undir- búið það. Um 400 manns munu taka þátt í keppninni og verða þeir að nota nýjar og nákvæmlega eins pípur. Þeir fá þijú grömm af Sweet Dubl- in tóbaki, mega aðeins nota tvær eldspýtur og verða að vera komnir á fullt í púinu áður en mínúta er liðin til að mega halda áfram keppni. Þeir verða síðan að reykja í tvo klukkutíma samfellt og sá vinnur að sjálfsögðu sem lengstum reykingartíma nær. Frá þessu segir í fréttabréfi Kastrup-flugvallar, því miður er ekki en tekið fram hvert heimsmetið er né hver á það. Segir í fréttinni, að ýmsir Danir séu mjög snjallir pípu- menn og besti árangur Dana, sem vitað sé um, sé að hafa haldið log- Uffe er líklega þekktasti pípu- reykingamaður Dana. andi í pípu sinni í yfír 3 klst. samfellt. Pípureykingamenn hér, sem Ferðablaðið hafði samband við, sögðust ekki vita til að hér væru sérstök samtök. Ýmsir þeirra lýstu hins vegar áhuga á að komast í pípureykingakeppni og kváðust sannfærðir um að ýmsir Islendingar ættu möguleika á að ná þar góðum árangri. ■ Á briðja hundrað erlendra blaðamanna hafa komid sl. ár Skýringar á vanda fjölskyldna felast ekki í fjölskyldugerð FRÆÐILEGT lesefni bendir ekki til að munur sé á börnum einstæðra foreldra og börnum úr kjarnafjölskyldu hvað varðar andlega og lík- amlega heilsu þeirra, þroska og uppfyllingu grundvallaþarfa þegar tekið er tillit til félags- og efnahagslegra þátta. Niðurstöður könnunar, sem unnin var sem lokaverkefni af fimm hjúkr- unarfræðinemum við Háskóla íslands, styðja þessar niðurstöður. Algengustu vandamálin, sem skólahjúkrunar- fræðingar hafa afskipti af eru sálfélagsleg, en líkamleg heilsa er almennt góð. Skýringar á vandamálum fjölskyldna er ekki að fínna í fjöl- skyldugerð heldur eru þær margþættari og að fínna bæði innan og utan hennar, segir m.a. í niðurstöðunum. Tilgangur verkefnisins var að safna fræðileg- um heimildum um börn einstæðra foreldra, and- lega og líkamlega heilsu þeirra, þroska og upp- fyllingu grundvallarþarfa. Hinsvegar að safna upplýsingum um helstu vandamál íslenskra skólabarna eins og þau blasa við skólahjúkrunar- fræðingum og hvort tengja megi þau vandamál við fjölskyldugerð. Eins og fram kemur hjá hjúkr- unarfræðingunum, sem útskrifuð- ust í vor, hefur verkefnið gildi fyr- ir hjúkrunarfræði þar sem það veit- ir skólahjúkrunarfræðingum upp- lýsingar um vandamál skólabarna almennt og hvort erfíðleikar barna einstæðra foreldra séu meiri en annarra barna. Þær leggja jafn- framt til að komið verði á betri samvinnu milli þeirra aðila, sem tengjast börnum, foreldra og starfsfólks skóla. Þannig væri hægt að taka á vandamálum barna og veita þeim meiri umhyggju og að- hald. „Okkar niðurstöður eru ekki tæmandi og kanna þyrfti nánar fjölmarga þætti er varða andlega og líkamlega heilsu skólabarna. Þar má nefna vandamál eins og van- rækslu, depurð, ofbeldi og vöðva- bólgu. Skólahjúkrunarfræðingar segjast þekkja þau böm úr sem eiga eftir að lenda í vandamálum seinna meir. Þekking þeirra á þess- um þáttum auðveldar þeim án efa að skilja vandamál skólabarna og sjá þau í heildrænu samhengi. Ur- ræði vantar til að grípa inn í þá þróun áður en vandamálin verða alvarlegri, en eins og einn skóla- hjúkrunarfræðingurinn orðaði það „eru þau börn tiltölulega heppin sem lenda í sifjaspelli og nauðgun því að það eru þau mál, sem hafa forgang hjá Félagsmálastofnun. Þegar persónuleikinn er smá saman brotinn niður er lítið hægt að gera.“ „Við leggjum til að gerð verði langtímarannsókn á þessum börn- um, aðstæðum þeirra og einkenn- um þannig að hægt verði að finna úrræði fyrir þau,“ segja þær Aðal- heiður Auðbjargardóttir, Dóra Thorsteinsson, Guðný Þ. Þórarins- dóttir, Sigríður E. Hafberg og Sig- rún Sveinbjörnsdóttir. ■ Gestir af 85 tiióðernuin hingai í júlí í JÚLÍ komu gestir af 85 þjóðernum til Islands. Tekið skal fram að borg- arar frá fyrverandi lýðveldum Sovét- ríkjanna eru enn að mestu taldir undir einum og sama hattinum. Fram hefur komið að Þjóðverjar voru flestir gesta, tæp 11.500 og næstir komu Danir. Frá aðeins tólf löndum voru gest- ir fleiri en 2000 og innan við eitt hundrað komu frá 67 löndum. Frá eftirtöldum löndum komu 2 í mán- uðinum: Angóla, Búlgaríu, Chile, Lichtenstein, Ghana, Hondúras, Malasíu, Marokkó, Rúmeníu, Sin- gapore.Túnis, Venesúela og Zaire. Aðeins einn kom frá Bólivíu, Ka- merún, Dónikikanska lýðveldinu, Egyptalandi, Ecuador, Gambíu, ln- dónesíu, Kenya, Kongó, Máritíus, Nepal, E1 Salvador, Saudi Arabíu, Sierra Leone, Sri Lanka, Sýrlandi og Zambíu eða samtals 17 löndum. ■ UM 150 erlendir blaðamenn komu hingað sl. ár í boði Flug- leiða eða með þeirra fyrir- greiðslu. Fyrstu sjö mánuði þessa árs komu 47 erlendir blaðamenn hingað á vegum eða í boði Ferðamálaráðs og einnig hafa verið hér níu í boði Vest-Norden. Sex komu á veg- um Ráðstefnuskrifstofu ís- lands. Því hafa á þriðja hund- rað blaðamenn komið hingað í boðsferðir og vænta má að allnokkrum megi bæta við sem hafa verið sendir af ferðablöð- um eða fyrirtækjum sem kjósa að greiða sjálf fyrir starfsmenn í slíkum ferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum og greinum hefur um- ijöllun um Island í erlendum blöðum verið með mesta móti og má ætla að slíkar boðs- og kynnisferðir blaðamanna skili sér í fleiri ferðamönnum hingað þegar fram í sækir. „Flugleiðir bjóða oft erlend- um blaðamönnum hingað til að kynna fyrir þeim landið en sum blöð kosta ferðir blaðamanna sinna sjálf, en við reynum eftir megni að vera þeim innan hand- ar, skipuleggja ferðir, koma þeim í samband við áhugaverða Islendinga og tökum þátt í kostnaði," sagði Einar Sigurðs- son upplýsingafulltrúi Flug- leiða. Hann sagði að fæstir væru að skrifa beinlínis um Fiugleiðir heldur um landið sjálft og sérstöðu þess, þannig að þetta væri kærkomin og ódýr auglýsing. „Um daginn kom t.d. blaðamaður frá New York Tim- The Worldly, wiiDiRNEss of lceland es, en það blað kostar allar ferð- ir blaðamanna sinna sjálft, en við reyndum að vera honum innan ’nandar í ýmsu, og það skilaði sér í þremur stórgóðum greinum á ferðasíðum blaðsins," sagði Einar. Flestir blaðamenn koma frá löndum sem ferðamanna- straumurinn er mestur frá eins og frá Norðurlöndunum, Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi. Einn- ig frá Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki. Blaða- mönnum frá Bandaríkjunum hefur fjölgað verulega að sögn Margrétar Hauksdóttur upplýs- ingarfulltrúa Flugleiða. „Um- fjöllun um ísland fer vaxandi ár frá ári og sést í meiri áhuga erlendra blaðamanna og höf- unda ferðahandbóka á að koma hingað." Þá má sjá að af 47 erlendum blaðamönnum sem Ferðamála- ráð bauð á fyrri hluta ársins voru 10 frá Japan en eins og alkunna er binda menn í ferða- þjónustu vonir við að japönskum ferðamönnum hér fjölgi á næstu árum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.