Morgunblaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Gönguleiðir í grennd
vii Reykjavfk
ALMENNA bókafélagið hefur gefið
út handbók á ensku og þýsku sem
lýsir nokkrum áhugaverðum göngu-
leiðum í nágrenni Reykjavíkur og
er ætluð ferðamönnum sem vilja
kynnast fjölbreytileik íslenskrar
náttúru þó ekki sé langt farið. Höf-
undur er Einar Þ. Guðjohnsen.
AB hefur sl. ár gefið út fimm
bækur eftir Einar í ritröðinni um
gönguleiðir á íslandi. Úr tveimur
þeirra hefur Einar valið nokkrar
leiðir í Gullbringu- og Kjósarsýslu
í þessa bók. Leiðarlýsing fylgir
M
ríki.
VW-bjöllur
á bílasalni
J BÍLASAFN eingöngu helgað
■ Volkswagen-bjöllum leynist
j langt uppi í sveit í héraðinu
Gaal vestan við Graz í Austur-
Bjölluklúbburinn í bænum
Knittelfeld rekur safnið. Það státar
nú af 24 bílum, blæjubjöllum og
einum af árgerðinni 1949.
Safnið er í gömlu, endurnýjuðu
iðnaðarhúsnæði. Það þarf brátt að
bæta við það af því að nýir gripir
bætast stöðugt í safnið. Bílarnir eru
gerðir upp og á safninu er hægt
að bera saman hinar ýmsu gerðir
af bjöllum. í fljótu bragði virðast
þær flestar eins en eru ótrúlega
mismunandi þegar betur er að gáð.
Safnið er opið um helgar fram í lok
október. ■
KVENNADEILD Félags íslenskra hugvitsmanna á fundi fyrir nor-
rænu kvennaráðstefnuna i Finnlandi.
Fappataska hugvitskvenna
KONUR í kvennadeild Félags ís-
lenskra hugvitsmanna létu útbúa
1.000 skjalatöskur úr pappír fyrir
norrænu kvennaráðstefnuna Nor-
disk Forum í Finnlandi. Taskan er
myndskreytt og á henni er áletrun-
in „Heimsækið ísland, hinn fram-
andi hluta Norðurlandanna." í tösk-
unni voru ýmsar ferðaupplýsingar
og auglýsingabæklingar ferðaþjón-
ustuaðila hér á landi. ■
Siglt á slóöir Lagarfljútsormsins
göngumanni frá upphafí göngu og
til enda og bendir á staði sem er
vert að skoða og varar við hættum.
Hverri lýsingu fylgir kort þar sem
leið er dregin. Yfirleitt eru göngu-
leiðir ekki merktar og í fæstum til-
fellum augljósir stígar eins og al-
gengt er erlendis. Girðingar og
skurðir eru víða til trafla en reynt
að forðast slíkt. Upplýsingar liggja
ekki ávallt á lausu og því er ókunn-
ugum göngumönnum nauðsyn að
hafa glögga lýsingu leiðar og kenni-
leita. ■
Egilsstöðum - Bátsferðir um
Lagarfljót hafa ekki verið stundað-
ar í áratugi þar til nú að báturinn
Hrefna frá Egilsstöðum siglir með
fólk í útsýnisferðir um fljótið.
Egill Guðlaugsson og fjölskylda
eru eigendur bátsins og standa
fyrir þessu fyrirtæki.
Egill segist bjóða stuttar ferðir
um næsta nágrenni við Egilsstaði,
komið er við í Fljótsvík og tekur
ferðin um hálfa klst. Af og til
verður farið í Hallormsstað, en
þangað er um 45 mín. sigling og
siglt þaðan í skoðunarferðir frá
MB. HREFNA Su-22
Atlavík um slóðir Lagarfljótsorms-
ins.
wmrrnm
J
Lenpra skölaár
styttra lerðamannatímabil?
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
sett á Lagarfljótið.
60 ár liðin
Skipulegar bátsferðir voru um
fljótið fyrr á þessari öld, til vöru-
og fólksflutninga, sem lögðust af
1933 eða 1934. Þá höfðu þrír bát-
ar siglt á fljótinu, allir nefndir
„Lagarfljótsormurinn", allt þar til
að vegir voru komnir um flestar
sveitir og akfært orðið. Báturinn
sem nú siglir er af annarri kyn-
slóð, nýr og hraðskreiður af teg-
und Sóma 800, 6 tonn og getur
tekið 14 farþega. Aðstaða fyrir
bátinn hefur verið gerð á Skipalæk
í Fellum og munu siglingar standa
fram í ágúst. ■
NOKKUR UMRÆÐA hefur verið undanfarnar
vikur um kosti og galla þeirra tillagna sem
kynntar hafa verið um breytingar á skólakerfinu
hér á landi. Sérstaklega hefur verið rætt í því
sambandi um lengingu skólaársins.
Þegar litið er á málið frá sjónarhóli ferðaþjón-
ustunnar er rétt að athuga núverandi stöðu. Á
landsbyggðinni er því víða svo farið að aðalferða-
mannatímabilið virðist haldast í hendur við sum-
arfrí í skólum. Þetta á sér eðlilegar skýringar.
Til skamms tíma hefur verulegur hluti heima-
vista í skólum verið nýttur til gistinga fyrir ferða-
menn og vinnuaflið á þessum háannatíma er að
nokkrum hluta skólafólk og má t.d. nefna leið-
sögumenn sem margir eru kennarar. Síðast en
ekki síst er skýringin auðvitað sú að íslenskar
íjölskyldur eiga erfitt með að taka frí til ferða-
laga um ísland eða erlendis þann tíma sem skól-
ar starfa. Skoðum því nánar tvo þessara þátta
og áhrif lengingar skólaársins á þá.
120 þús. fœrri gistinætur í boði á
háannatímanum
Þar sem gistirými í skólum er nýtt fyrir ferða-
fólk er það nú notað 10-12 vikur á sumri. Þetta
gistirými er í sumar rúmlega 2.500 rúm á land-
inu. Verði sumarfrí skóla stytt í 6 vikur yrði
nýtingartími þessa rýmis 4-5 vikur, svo með
lengingu skólaárs væri framboð á gistinóttum
hér minnkað um 120-130 þúsund á sumri eða
m.ö.o. allt að 20% alls gistirýmis á hótelum/gisti-
heimilum sem nú er í boði hér á sumrin.
í þessum pistlum hefur að vísu oft verið rætt
um hugsanlega offjárfestingu í gistirými hér,
en þá er verið að tala um minnkun á framboði
á tiltölulega stuttum háannatíma þegar líklegast
er að ná ásættanlegri nýtingu á gistirými. Um
það hefur verið deilt hvort þessi samnýting skóla
og ferðaþjónustu sé í samræmi við kröfur neyt-
enda í ferðaþjónustu. Þessi nýting sem hófst
fyrir áratugum hefur skapað aðstæður til þróun-
ar ákveðinnar tegundar ferðamennsku sem fellur
vel að kröfum ákveðins neytendahóps. Hún er
því stór þáttur í þróun sl. áratuga. Verði ekki
hægt að nýta þessar fjárfestingar sem gististaði
segir sig sjálft, að það leiðir til ljárfestinga í
gistiaðstöðu á heilsársgrunni eða að þessi mikil-
vægi þáttur ferðaþjónustu minnkar.
Að mínu mati er hætta á, að þetta framboð
minnkaði enn meira en hér var nefnt því rekstrar-
aðilar hljóta að velta fyrir sér hvort það svari
kostnaði að opna gististað fyrir 4-5 vikur á ári.
Væri sú niðurstaðan, gæti það leitt til verulega
aukinna fjárfestinga í gistirými fyrir háannatím-
ann fyrst og fremst, með enn lakari heilsársnýt-
ingu en nú er.
Öll þjóðin í frí í ágúst?
Eins og áður sagði fara íslenskar fjölskyldur
fyrst og fremst í frí á þeim tíma sem skólafrí
eru. Að mínu mati er það mjög alvarleg þróun
ef íslenskum fjölskyldum verður beint í frí á 6
vikna tímabili, seinni hluta júlí og ágúst.
Hvaða afleiðingar hefur slikt á atvinnustarf-
semi? Munu foreldrar ekki reyna að aðlaga sitt
sumarfrí að leyfi barna sinna? Leiðir það til
aukinnar lokunar fyrirtækja/stofnana yfír há-
sumarið? Ef svo er, hvernig verður þá þjónustu
okkar háttað á mörgum sviðum þennan tíma?
Nú undanfarið höfum við heyrt fréttir um nei-
kvæð áhrif slíkrar samþjöppunar fría heilla
þjóða, t.d. Frakka og ítala. Á sama tíma og
þetta er að gerast er einnig að verða ákveðin
þróun í fiskvinnslu, sem af mörgum er tengd
upphafi kvótaársins. Æ fleiri fiskvinnslufyrir-
tæki loka nú í ágúst. Starfsfólk þeirra í þúsunda-
tali og þar með fjölskyldur þess er því „sent“ í frí
í þessum mánuði.
Þessar vikur eru sá tími, sem flestir erlendir
ferðamenn eru í landinu. Hinn stutti háannatími
í íslenskri ferðaþjónustu myndi því að öllum lík-
indum enn styttast þar sem innlendir ferðamenn
myndu ferðast þessar sömu 6 vikur.
Veruleg uppbygging í ferðaþjónustu um allt
land hefur m.a. haft að markmiði að lengja
nýtingartíma fjárfestinga og í því sambandi
hefur ekki síst verið litið til heimamarkaðar.
Með lengingu skólaársins væri verið að gera
möguleika þess að ná árangri hvað varðar inn-
lenda markaðinn verulega minni en ella.
Atvinnuþátttaka skólafólks í greininni hefur
hentað vel eðli hennar. Álagið er árstíðabundið.
Vinnuaflið er fyrir hendi á þeim tíma sem þess
er helst þörf. Mun skólafólk koma til þessara
starfa í 6 vikna sumarfríi?
Þá er mér ekki síður ofarlega í huga mikil-
vægi þess, að skólafólk kynnist atvinnulífi til
sjávar og sveita. Það hafa verið forréttindi okk-
ar hér vegna langs sumarfrís. Ég er einn þeirra
sem tel mig hafa haft ómetaniegt gagn af, að
fá tækifæri til að læra til verka og kynnast at-
vinnulífinu áður en skólagöngu lauk. Eftir á að
hyggja, tel ég það mikilvægara en að ljúka þess
í stað skólagöngu ári fyrr en ella. Ferðaþjónust-
an hefur ályktað um nauðsyn þess að koma hér
á vetrarfríum í skólum. Því ber að fagna, að
tillögurnar gera ráð fyrir slíku. Ég tel að vetr-
arfríi sé hægt að fínna stað á skólaárinu án
þess að lengja skólaárið. Það er spurning um
nýtingu þess.
Hér hef ég lauslega fjallað um áhrif þessara
tillagna á ferðaþjónustu. Nú geri ég mér auðvit-
að Ijóst, að stefna í menntamálum er tekin út
frá öðrum forsendum en ferðaþjónustu. En þó
hljótum við að skoða sem flesta fleti á máli, sem
í reynd snertir allar fjölskyldur landsins. Gangi
tillögumar eftir, munu þær gjörbreyta lífs-
mynstri okkar íslendinga og ferðalög eru sífellt
stærri þáttur í því mynstri. ■
Magnús Oddsson
Höfundur er ferðamálastjóri.
UM RELGINA
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 5.-7. ágúst og
brottför kl. 20. Ferð er Kjölur-
Hveravellir, grasaferð. Gist í
sæluhúsi FI. Þá er ferð í Þórs-
mörk og gist í Skagfjörðsskála.
Ferð í Landmannalaugar og
Eldgjá og gist í sæluhúsi FI.
Loks er ferð 6.-7. ágúst og geng-
ið yfir Fimmvörðuháls frá
Skógum og gist í Þórsmörk.
Þá er ferð 6. ágúst kl. 8 á
Heklu og tekur gangan um 8
klukkustundir. Verð er kr.
2.300. Sunnudaginn 7. ágúst er
ferð kl. 8 Álftavatn-Fjallabaks-
leið syðri og kl. 9 er Tintron-
Hrafnabjörg og gengið frá Gjá-
bakkavegi. Kl. 13 eru Skógar-
hólar-Bolabás. Fjölskyldu-
ganga. Brottför frá Umferð-
armiðstöðinni og Mörkinni 6.