Morgunblaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hr
ísinn er aðeins
stundarfyrirbæri sem
bráðnar með tímanum og gufar upp
STÓR klaki sem kvikmynd var
varpað á vakti athygli fyrir skömmu
á P-listasýningunni í bílakjallara
Borgarkringlunnar. Verkið vann
ung sænsk listakona, Monika Lars-
en-Dennis, sem hefur numið í
Myndlista og handíðaskóla íslands
síðastliðin tvö ár og útskrifaðist í
vor af fjöltæknisviði. Hún segist
vera hrifin af ís og vatni, vatn sé
síbreytilegt, það geti vérið í fljót-
andi, loftkenndu og föstu formi.
Mikil vlnna að vera listamaður
„Það eru allir listamenn í bemsku
og svo eru þeir yfirleitt stöðvaðir á
listabrautinni við 5-7 ára aldurinn,
ég býst við að enginn hafi stöðvað
i mig,“segir Monika. „Það er mikil
vinna að vera listamaður. Það þarf
, sífellt að vera vinnandi og að út-
færa hugmyndir sínar. Ekki nóg
með það, heldur þarf að hafa hæfi-
leika á flestum sviðum í atvinnulíf-
inu, það þarf að vera góður sölu-
maður, auglýsandi, skipuleggjandi
og margt fleira sem snýr að listum
og að koma_ sér á framfæri sem
listamaður. Ég vinn með alls kyns
efni.m.a. mikið úr blýi, roplex lími
og myndbandi, ég vil samt ekki
takmarka mig við eitt einstakt efni,
því mér fínnst gaman að vinna úr
öllu sem táknar eitthvað, t.d. blý
er þungt og eitrað, fíður táknar
léttleika osfrv. Fyrir P-sýninguna
vann ég úr ís og úr kvikmyndform-
inu. ísinn lét ég frysta í Granda hf
, í stóra klaka, og svo bráðnuðu þeir
: smátt og smátt á sýningunni. Auð-
vitað er þetta ekki list til þess að
i selja, heldur andartaksverk. Það er
aðeins gert fyrir líðandi stund og
svo er það búið. Rétt eins og ísinn,
hann er aðeins stundarfyrirbæri
sem bráðnar með tímanum og guf-
ar upp“.
„Það sem ég vil helst tjá og vinna
úr er bilið á milli fólks og tjáingar-
Þvalir lófar
þurrkaðir með tepoka
ÓVÆNT svitakast
getur komið sér illa
og stundum sprettur
sviti út á óheppileg-
um tíma. í tímarit-
inu bandaríska Pre-
vention var nýlega fjallað um hvem-
ig þeir sem oft hafa þvala lófa,
geta bætt úr því.
Mælt er með því að blautum te-
poka sé haldið í lófanum í 10-15
mínútur á dag. Þetta ráð er fengið
hjá Karen Burke húðsjúkdóma-
lækni, sem segir að meðferðin geti
tekið tvær til þrjár vikur. „Tannín,
sem er í te-i, hefur herpandi áhrif
og virðist hafa þau áhrif að svitahol-
urnar dragast saman,“ er haft eftir
henni. Tannín er í öllu venjulegu
te-i en ekki í jurtaseyði. ■
vandi þess. Það getur ekki skilið
hvert annað, því það er haldið
tunguhafti, getur ekki tjáð sig svo
skiljanlegt sé. Eins er með það sem
það hugsar. Oft er sambandsleysi
milli undirmeðvitundar og meðvit-
undar. Það er eins konar haft þar.
Það má sjá bæði útfrá einstaklingn-
um og á heimsvísu. Heimurinn er
líka haldinn þessu skilningsleysi
gagnvart sjálfum sér,“segir Mon-
ika.
Þessi unga listakona fyllist mikl-
um móð þegar talað er um list.
„Umræðu um list skortir í skólanum
og í listasamfélaginu. Mér fínnst
fólk bara viðurkenna umhugsunar-
laust að eitthvað sé list sem er eft-
ir frægan listamann, en ekki er
rætt nóg um hvað það er sem er
listrænt við verkið og hvað það túlk-
ar og hvað það sé sem er sérstakt
við það. Umræða um list þarf að
vera lifandi og virk. Bóhem viðhorf-
ið er klisja sem fylgir listatali. Ekki
er nóg að vera einhver bóhem á
kaffihúsi og reykja og drekka kaffí
og þykjast að vera voða menningar-
legur. Bóhem á ekkert skylt við
listamannalíf. Hins vegar eru kaffi-
húsin oft vettvangur ftjóvrrar lista-
umræðu, og gott að tala um ýmsar
hugmyndir yfír kaffíbolla. Það þarf
mikla reglu og vinnu til þess að ná
árangri í list.“
„Ég tel að fyrirtæki hérlendis séu
mjög hjálpleg við að styrkja unga
listamenn. Ég varð sérstaklega vör
við það þegar ég var að vinna að
uppsetningu P-sýningarinnar, við
fengum góðar undirtektir og styrki
frá fyrirtækjum."
Halda áfram þó að illa gangi
„Að fara í listnám er glapræði.
Það gefur yfirleitt lítið í aðra hönd
og oft hætta lærðir listamenn að
stunda list sína, því þeir geta ekki
lifað af því. Eina leiðin er að halda
áfram þó að illa gangi til að byija
með. Það þarf að vera knúinn krafti
og eldimóði til þess að vegna vel
sem listamaður, auk þess tekur á
að kynna sig. Til þess að vera lista-
maður þarf að vera svolítið bijálað-
ur, hafa hugrekki til þess að prófa
eitthvað nýtt og vera forvitinn um
hvað sé hægt að gera úr hugmynd-
um sínum og úr því efni sem berst
upp í hendurnar“.
Monika hefur mikið að gera. Hún
er varla búin að ljúka P-sýningunni
þegar hún tekur til að skipuleggja
aðra. „Við höldum samtímalistasýn-
ingu í Gallerí einn einn við Skóla-
vörðustíg frá 29.júlí til 7.ágúst.
P-sýningin var haldin af samstarfs-
hópi ungra listamanna víða að úr
heiminum, semeru nýbúnir að Ijúka
námi eða eiga stutt í að ljúka námi,
En að sýningunni í Gallerí einn einn
standa Monika og Kristrún Gunn-
arsdóttir sem er starfandi listamað-
ur. ■
Þórdís Hadda Yngvadóttir
DAGLEGT LÍF
Konur í stjórnmálum
Finnskar konur voru
fyrstar Evrópukvenna til að fá kosningarétt
Árið 1906 urðu finnskar konur
fyrstar til þess í Evrópu að öðlast
almennan kosningarétt og fyrstar í
heiminum til að fá kjörgengi í þing-
kosningum. Finnland var þá fullvalda
stórfurstadæmi í rússneska keisara-
veldinu. Þessar umbætur á kosninga-
lögum, sem lögðu af það fyrirkomu-
lag, að starfstéttir áttu sér sérstaka
fulltrúa, var liður í stjórnmála- og
þjóðarvakningu. Það voru umbreyt-
ingar í Rússlandi sem flýttu þessari
vakningu á sama hátt og rússneska
byltingin leiddi til sjálfstæðis Finn-
lands 1917.
Finnskar konur fengu pólitískt lög-
ræði í samfélagi, sem bar mörg ein-
kenni feðraveldis, er höfðu enn sín
áhrif á réttarstöðu þeirra. Árið 1864
var að vísu staðfest fyrsta lagagrein-
in, sem stefndi að Jiví að losa konur
undan Iögráðum. Ogift kona er náð
hafði 25 ára aldri hafði þá rétt til
sjálfsákvörðunar án afskipta ann-
arra. Giftar konur voru áfram undir
lögráðum eiginmanns, uns þær fengu
lagalegt sjálfræði 1929.
Konur í atvinnulíf inu
sinmr
í upphafi 20. aldar unnu þrír fjórðu
starfandi kvenna við störf í landbún-
aði. Hin eiginlega iðnvæðing átti sér
stað 1860-80. Aftur á móti höfðu
vefstofur og tóbaksverksmiðjur, sem
áður voru stofnsettar, einkum sóst
eftir störfum kvenna. Hefð var fyrir
því að starfskraftur kvenna var ódýr-
ari en karla. Þannig fékk vinnukona
í sveit um það bil helming af launum
vinnumanna, þótt hún ynni tæpast
helmingi minna. Konur urðu svo mik-
ill hluti af vinnufólki í iðnaði. 1910
voru konur nálægt þriðjungi alls
starfandi fólks í iðnaði og handiðn.
Það var ekki fyrr en upp úr 1950
sem landbúnaður þokaði úr sessi sem
aðalatvinnuvegur Finna. Síðan hefur
orðið sú breyting, að Finnland varð
þéttbýlt velferðarþjóðfélag, þar sem
meiri hluti vinn- andi fólks
(um 1990 60%)
þjónustustörf-
um. Eftir síðari ''
heimsstyijöldina
íjölgaði konum mjög á
vinnumarkaði, ekki síst
giftum og 1988 voru konur
48% af öllu vinnandi fólki,
og meiri hluti launþega.
Nú eru þær finnsku konur
hverfandi fáar, sem ekki taka
þátt í atvinnulífinu. Þær eru
varla til í yngri aldurshópum.
1920 var um 10% giftra kvenna
útivinnandi, en 70% árið 1980.
Konur vinna yfirleitt allan daginn
og hætta ekki störfum þegar þær
giftast eða eignast börn. Vinnan
er finnskum konum ekki bara
stundarfyrirbæri, heldur vilja þær
nýta sér menntun sína og þar með
hafa áhrif á afkomu sína.
Hin mikla þátttaka kvenna í at-
vinnulífínu hefur þó ekki orðið til að
skapa jafnrétti milli kynjanna á
vinnumarkaði. Enn er skýr skipting
í karla- og kvennastörf, þótt aðgrein-
ingin sé ekki eins ótvíræð og áður.
Greinileg breyting af þessu tagi varð
1987, þegar hin evangelísk-Iúterska
kirkja, finnska þjóðkirkjan, sam-
þykkti að konur gætu gegnt prests-
embætti.
í iðnaði eru konur í meirihluta í
vefnaðar- og fataiðn og gúmmí- og
leðuriðnaði, þar sem greidd eru lök-
ust laun. I hinum opinbera geira, þar
sem konur eru meira en 60% starfs-
fólks, gegna konur einkum störfum
á sviði kennslu-, heilbrigðis- og fé-
lagsmála. Skrifstofustörf eru aðal-
lega á höndum kvenna, bæði hjá hinu
opinbera og í einkarekstri. Hins veg-
ar eru forstjóra- og stjómarstörf að
90% á höndum karla, jafnt hjá hinu
opinbera og á sviði viðskipta og fjár-
mála. í listiðn hafa konur aftur á
móti komist til mikilla áhrifa. Sömu-
Ieiðis eru konur mjög áberandi í
finnskum menningarmálum, bæði
RIITTA Uosukainen var fyrst kvenna kjörinn þingforseti.
sem skapendur og neytendur. Þær-
er einnig að finna í háum stöðum í
menningarlífinu. Haustið 1991 var
kona, prófessor í bókmenntum, skip-
uð leikhússtjóri Finnska þjóðleikhúss-
ins í fyrsta sinn í hundrað ára sögu
þess. Meira en helmingur starfandi
kvenna er þó í störfum lægra settra
embættismanna og um þriðjungur er
verkakonur.
Verkaskipting kynjanna endur-
speglast í launakjörum. Bæði í einka-
rekstri og hjá hinu opinbera eru laun
kvenna um 75% af launum karla,
þótt konur undir 40 ára aldri hafi
nú meiri menntun er karlar á sama
aldri. Menntunin hefur þó skipt sköp-
um í þeirri viðleitni finnskra kvenna
að styrkja stöðu sína.
hófu
fyrstu
ungu
konurnar
nám við tækni-
skóla, iðnskóla
og handavinnu-
skóla.
Um 1990 voru
konur komnar í
hreinan meirihluta
nemenda á háskóla-
stigi, einkum á sviði
hugvísinda. Á síðustu
áratugum hafa konur
þó verið í miklum
meirihluta í lækna-
námi.
Fyrstu doktorsrit-
gerðir kvenna voru lagð-
ar fram á síðasta áratug
19. aldar en nú er um
mfr það bil
Wr helm-
ingur dokt-
W orsritgerða sam-
■ inn af konum. Samt
leru færri en 10% há-
Iskólaprófessora konur,
f þótt þær skipi meira en
helming starfa háskóla-
kennara í lægri stöðum.
■ I kosningum til þings
r árið 1907 náðu allmargar
' konur kjöri, 19 af 200 þing-
mönnum. Níu þeirra voru í
Verkamannaflokknum en 10
í borgaralegum flokkum. Eft-
ir góðan árangur kvenna í
kosningunum, urðu þing-
í störfin til þess að valda
| kvenréttindakonum von-
I brigðum, því að tryggð
Menntun
Árið 1883 var stúlkum gert kleift
að taka stúdentspróf og þar með
gátu konur numið við
háskóla, en til þess
urðu þær einnig að
sækja um undanþágu
til rússneska keisar-
ans. Um aldamótin
voru 390 konur skráð-
ar í háskólanám. Árið
1901 fengu konur rétt
til náms við háskóla án
undanþágu. Á síð-
ustu áratugum
19. aldar
FRÁ Turku þar sem Norc
FINNSKAR konur hafa
getið sér orð fyrir
hönnun eins og t.d.
Marimekko.