Morgunblaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 B 3 DAGLEGT LÍF GELGJUSKEIÐIÐ er erfitt tímabil. Morgunblaðið/Þorkell Feður taki þátt í uppeldl barna Braga fínnst að leggja ætti áherslu á skipt forræði í skilnaðarmálum. „Það er öllum fyrir bestu að feður taki meiri þátt í uppeldi barna sinna. Einnig ætti fólk sem er að skilja að gefa sér meiri tíma til þess að koma reglu á málin. Það vill brenna við að fólk fer í ný sambönd án þess að hafa útkljáð gamla sambandið og svo getur gamla sambandið eyðilagt fyr- ir því nýja. Alls konar viðbrögð karla eru kon- um gáta. Karlar syrgja til dæmis öðruvísi en konur. Ég þekkti einu sinni mann sem missti besta vin sinn i bílslysi. Hann grét ekki, en hann fór út í garð og hjó sár í tré sem var úti í garði. Alltaf þegar hann vaknaði á morgnana sá hann tréð sem minnti á líðan hans. Með tíman- um greri sárið og sorg hans sefað- ist, en örið var í berkinum. Það er á margs konar hátt sem karlar leita útrásar fyrir sorg sína og konur skilja ekki alltaf þeirra leiðir. Eins og ég sagði eru feður mikil- vægar fyrirmyndir í uppeldi drengja. Þeir sem missa samband við föður leita sér að ímynd annarsstaðar. Þeim sem tekst að finna traustan staðgengil gengur yfirleitt betur að takast á við tilveruna, og margir leita í trúna. Drengir leita einnig fyrir- mynda til ímyndaðra persóna eins og í bíómyndum og í hasarblöðum. Slíkar fyrirmyndir virka stundum neikvætt á drengi." Þykja vænt um gallana okkar Í þroskuðum samböndum karls og konu fer þeim að þyka vænt um galla hvors annars, segir Bragi. í ungum samböndum er kappsmál að gera sambandið fullkomið og sníða alla galla af makanum. Það er rangt. Ef einblínt .er á neikvæðu formerkin og reynt að fullkomna allt verður útkoman flatneskja, hversdagsleg og leiðinleg. „Þarfir manneskju liggja á mis- munandi sviðum. Líkami okkar þarf margskonar vítamín. Eins eru Qöl- breyttar þarfír í tilfínningamálunum. Það má ekki líta á hjónaband sem fjölvítamíntöflu. Vinátta og hjóna- band sinna mismunandi þörfum og eiga ekki að „keppa“ sín á milli. Mér finnst karlmennskuhugtakið þýða að maðurinn sé samkvæmur sjálfum sér, heiðarlegur við sjálfan sig og viti hvar hann stendur og skynji heiminn út frá því, segir Bragi að lokum. ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir. ti VIÐSKIPTAVINIR skoða varninginn sem er til sölu. Fremst blasir við ein gerð rúmfatanna sem konurnar sauma. Morgunblaðið/Hildur Friðriksdóttir ANNA Ingólfsdóttir stjórnarformaður Randalínar (t.h.) og Ein- arína Einarsdóttir afgreiðslumaður fyrir framan verslunina á Egilsstöðum. leggja áherslu á á íslenska markað- inum? „Draumurinn er að búa til íslenska línu af nytjalist. Við erum reyndar komnar með vísi að heimilislínu, sem eru rúmföt, rúmábreiður, náttföt og púðar úr bómullarefni, hör og silki. I mínum huga tengjast pappírsvör- urnar einnig heimilislínunni, því þær hafa frekar gróft, náttúrulegt útlit. Það sem háir okkur núna í sam- bandi við heimilislínuna er að við þurfum að komast í betri hráefnis- sambönd, þ.e.a.s. fyrir utan pappír- inn. Innkaupin eru alltof dýr og sam- keppnin mikil og því verðum við að vinna að þessu máli hið fyrsta. Við erum að fara á Nordisk Forum í Finn- landi og ætlum að þreifa fyrir okkur þar.“ Nýjasta afurð fyrirtækisins er norræn tegund ferðaminningabókar. „Hún er eins uppbyggð og þær fyrri nema að í henni eru þjóðsöngvar allra Norðurlandanna í stað söguágrips um ísland. Þessa bók ætlum við að fara með á Nordisk Forum. I henni er gert ráð fyrir myndum frá þing- inu, nafnalista ásamt heimilisföngum auk dagbókarblaðsíðna,“ sagði Anna og bætti við að hún vonaðist til að undirtektir yrðu góðar, því minning- ar frá einstæðum atburði ætti að geyma í fallegri umgjörð. ■ Hildur Friðriksdóttir Myndir af gömlum uppskriftum í handavinnu AÐEINS níu sjónabókahandrit hafa varðveist svo vitað sé, en það eru teiknaðar bækur með uppdráttum sem fylgt er við hannyrðir. Nú er komin út bókin Handíðir horíinnar aldar sem Elsa E. Guð- jónsson tók saman, þar sem birtar eru myndir úr sjónabók eftir Jón Einarsson í Skaftafelli, og upplýs- ingatexti. Jafnframt er samantekt á ensku. Bókin ber listfengi Jóns Einars- sonar gott vitni, segir Elsa. „Bókin hefur að geyma áberandi marga uppdrætti, alls fjórtán, sem eftir stærð og lögun að dæma munu hafa verið ætlaðir í sessuborð sem þá tíðkuðust á hnakksessum, bæði flosuð og útsaumuð með krosssaumi og augnsaumi." Þessi handrit eru ekki ýkja göm- ul, frá 17. öld til seinni hluta 19. aldar, en fágæt, segir í bókinni. Af þeim níu handritum sem varðvejst hafa, eru sjö í Þjóðminjasafni ís- lands, eitt í einkaeign og eitt í þjóð- minjasafninu í Kaupmannahöfn. ■ Morgunblaðið/Aldís HANNES 10 ára úr Reykjavík hafði heppnina með sér í Smug- unni um helgina og veiddi tvær bleikjur Mikil bleikiuveioi er í „Smugunni" í Hveragerði gefst nú ungum sem öldnum kostur á því að renna fyrir bleikju í Smugunni svokölluðu. Svo sem kunnugt er hefur verið opnað markaðstorg í gamla Tívolí húsinu í Hveragerði. Fljótlega eftir opnun markaðstorgsins fékk Bjami Kristinsson í Hveragerði, þá hug- mynd að nýta gömlu bátatjömina sem veiðitjöm. Sleppti hann í tjöm- ina um fjögur hundruð bleikjum og síðan hefur fólki gefist kostur á því í Hveragerði að renna fyrir fisk og láta reyna á að krækja í þann stóra. Svo mikil hefur veiðin verið að Bjarni hefur oftar en einu sinni orðið að bæta bleikjum í tjörnina. Um verslunar- mannahelgina reyndi Qöldi fólks fyr- ir sér í Smugunni, það kostar ekk- ert að prófa en ef heppnin er með veiðimönnum verður að greiða fimm hundruð krónur fyrir hvem veiddan fisk. ■ Aidís Hafsteinsdóttir Skrautleg askja fyrir þjóðbúning og sauðskinnskó LÁRA Vilbergsdóttir og Anna Guðný Helgadóttir starfsmenn Randalínar hafa hannað sérstaka kistu eða öskju undir þjóðbúning. Stærð hennar er 45x20 sm og dýptin 27 sm. Gert er ráð fyrir sauðskinnsskóm, vesti og blússu í öskjunni en efst er hólfuð skúffa, þar sem fylgihlutum er ætlað pláss. Ofan á lokinu er fomíslenskur út- saumur, sem hægt er að fá tilbúinn eða eigandi getur saumað út sjálf- ur. Mikið vandaverk er að útbúa öskjuna að sögn Láru og því er hún ekki framleidd nema eftir pöntun til að byija með. „Það tek- ur 10-15 klukkustundir að búa til eina öskju og ef síðasta handtakið mistekst er hún hreinlega ónýt,“ sagði hún. „Ég hafði lengi velt þessari hug- mynd fyrir mér og fékk hana reyndar frá kunningjakonu minni sem bjó sér til þjóðbúningakassa," sagði Lára. Hún kveðst þó ekki hafa séð kassa kunningjakonunnar en sér hafi þótt hugmyndin snjöll og útfært hana á sinn hátt. „Það hefur lengi vantað hirslu undir þjóðbúninginn, því fylgihlutir hans eru meira og minna geymdir í Morgunblaðið/Hildur Þ J ÓÐBÚNIN G A ASK J AN sem hönnuð er af Láru Vil- bergsdóttur og Onnu Guðnýju Helgadóttur. Efnið utan um öskjuna er flutt inn frá Dan- mörku er léreft öðru megin en pappir hinum inegin. gömlum konfektkössum og dollum inni í skáp.“ Askjan kostar rúmlega 20.000 kr. og hefur verið til sýnis í íslensk- um heimilisiðnaði. „Við sjáum fyrir okkur að askjan geti verið góður kostur sem gjöf handa konunni sem á allt,“ segir Lára, „því það eru fæstir sem kaupa sér svona öskju eftir að hafa fjárfest í þjóð- búningi ásamt því sem honum til- heyrir.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.