Morgunblaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 5
4 C FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 C 5 DAGLEGT LÍF Konur hafa meira úthald en karlar og eru fimari ÞÓ AÐ konur hafí sótt mikið á í íþróttum undanfarin ár standa kvennaíþróttir enn í skugga karla- íþrótta. Konur gjalda þess að hafa að meðaltali 10% minni líkamsburði en karlar og með helmingi meiri lik- amsfitu. Geta kvenna í þolfimi er um 40% minni en karla, en vöðva- styrkur kvenna og karla er jafn mik- ill miðað við líkamsþyngd. Þetta kemur fram í nýlegu tíma- riti Asiaweek. Vöðvamassi eykst lítið á konum þó þær æfi lyftingar og þær verði sterkari. Af þeim sökum eru konur oft betri en karlar í tækni- legum íþróttum sem krefjast einbeit- ingar og fimi. Sem dæmi náði kín- verska íþróttakonan Zhang Chan besta árangri sem náðst hefur í skot- fimi á síðustu Ólympíuleikjum. Kon- ur eru einnig með mikið úthald og hafa náð betri árangri í langsundi. Konum hefur oft verið gert erfítt fyrir í íþróttum. Á sjöunda áratugn- um urðu íþróttakonur að ganga í gegnum læknisskoðun fyrir keppni til þess að sanna kynferði sitt. Svo kaldhæðnislega vill til að hætt verð- ur á næstu Ólympíuleikjum í Atlanta að keppa í skotfími í kvennaflokki svo að íþróttakonan fyrrnefnda Zhang Chan getur ekki varið titil sinn. Takmarka á skotfími við að vera karlaíþrótt. íþróttir hafa verið taldar miður hollar fyrir konur í sambandi við barneignir og móðurhlutverk. Margir benda á óreglulegan tíðahring íþróttakvenna því til sönnunar. Einu læknisfræðilegu rökin eru þau að ófullnægjandi mataræði með strangri þjálfun komi óreglu á tíða- hringinn. Áratuga rannsóknir benda hins vegar til þess að íþróttir ógni hvorki frjósemi kvenna né með- göngu, þrátt fyrir óreglulegan tíða- hring. íþróttir eru ekki óheilsusamlegar á meðgöngu og barnshafandi konur hafa unnið Wimbleton tennismót og klárað maraþonhlaup án þess að þeim eða bömunum hafí orðið meint af. ■ ÞHY Bók um sorg barna SORG barna er ný bók eftir séra Braga Skúla- son sjúkrahúsprest, gef- in út af héraðsnefnd Kj alarnessprófasts- dæmis. Bókin er unnin út frá námskeiðum um sorg bama sem vora haldin snemma i vor fyrir leikskólakennara. Efni bókarinnar er sniðið að þörfum leik- skólastarfsfólks, dag- mæðra og annarra uppalenda bama á leikskólaaldri. Umfjöllun bókarinn- ar beindist sérstaklega að missi bama vegna dauða náins ættingja og skilnaði foreldra. Skýrt er frá viðbrögðum bama við missi, og þörfum þeirra fyrir leiðsögn og stuðning í sorg sinni. Sorgartilfínning getur einnig gert vart við sig við búferlaflutninga, skólagöngu, fæðingu systkina, sem hefur í för með sér minni athygli foreldra, breytingar á vinahópi, alvarleg veik- indi innan fjölskyldu, at- vinnuleysi foreldra, vímu- efnanotkun foreldra og í afleiðingum ofbeldis. í öðrum kafla bókarinnar eru barna- sögur sem fjalla um dauðann. í þriðja kafla era ráðleggingar fyrir leikskól- ana hvernig börnum er veittur stuðn- ingur og hvað ber að athuga áður en ákveðið er að veita börnum stuðn- ing í sorg. ■ Stóll úr pappa Nýjasta uppfínning einhvers hugvitsmanns í Bandaríkjunum er þessi stóll úr pappa. Stólþnn kostar ekki mikla peninga og hann er umhverf- isvænn. Hægt er að leggja hann saman við flutn- inga og án teljandi vandræða á stóllinn að geta haldið 125 kílóa manneskju. ■ vædda framtíð. Höfundurinn, Philip K. Dick veltir fyrir sér hvað að- greini menn frá vélum eða skepnum og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé samkennd. Ein nf þrautunum sem vísindamenn reyna stööugt að leysa er aö koma inn tilfinningum, eða tilfinn- ingalegum viöbrögðum hjó vélmennum. Glöð ... Hissa ... Hrædd ... Reið ... ■■■■■■■■■■■ VÉLMENNI hefur ekki samkennd en kann að verða manninum fremri ÞAÐ VAR ekki fyrr en á þessari öld sem menn fóra að tala um vél- menni af alvöru. Tékkneska leik- ritaskáldið Karel Capek gaf hug- myndinni nafnið robot, sem síðan var tekið upp í nær öllum tungumál- um heimsins. Orðið varð til úr tékkneska orðinu robota sem þýða má „þræll“ á íslensku. Vísindaskáldsögur Hugmyndum manna um þróun á þessu sviði hefur verið komið á prent í vísindaskáldsögum og á hvíta tjaldið hvað eftir annað, einna fyrst árið 1936 í myndinni Forbidd- en Planet, þar sem hinn einfaldi Robby vélmenni var aðalpersóna. Á 8. áratugnum voru „góð“ vélmenni kynnt í kvikmyndinni Star Wars en í The Terminator I og II er ímynd- in um vélmenni ógnvekjandi og fuil ÞESSI frumgerð af vélmenni er tengd við tölvu og á heima á rann- af óhugnaði. Blade Runner er enn sóknarstofu í Tokyo. Hún er forrituð þannig að hún getur sýnt til- ein kvikmyndin sem fjallar um vél- finningar með svipuðum hætti og menn, ef ýtt er á rétta takka. Bjartsýnir og tæknilega þenkj- andi menn eru sannfærðir um að innan tíðar, eftir svo sem 50 ár, verði vélmenni orðinn svo þróuð að mannshugur og líkami verði nánast aðhlátursefni við hlið þeirra. Hans Moravec vélmennafræðingur við Pittsburgh’s Carnegie Mellon- háskóla er einn þeirra. í tímaritinu Asiaweek er haft eftir honum: „Fyrir 35 áram voru 2.200 tölvur til í heiminum. Nú eru tölvur í skólum, skrifstofum, stofn- unum og heimilum á hvaða krummaskuði sem er. Ný ferðatölva er 10-20 sinnum öflugri en risatölva var fyrir 20 árum. Þótt vélmenni geti ekki séð um þrif á heimilum núna held ég að þau komi til með að gæta barnanna okkar eftir nokkra áratugi.“ Vélmenni læri af reynslunni Vísindamenn við tvo bandaríska háskóla gerðu framúrstefnulega rannsókn í lok 7. áratugarins. Þeir festu kvikmyndatökuvélar á tölvur og einnig arma til að þær gætu „lært“ að hugsa út frá því sem þær „sáu“ og „þreifuðu á“. Hugmyndin var að tölva gæti lært af reynsl- unni. Niðurstöður ollu nokkrum vonbrigðum, því hugvitið vann álíka hratt og starfsmaður, en það tók tölvuna marga klukkutíma að taka hlut upp af skrifborði og stundum tókst það alls ekki. Vélmennin stóðu sig verr en sex mánaða börn í þess- ari tilraun. Framtíðarspá Hans Moravec er sú að á áratugnum 2030-2040 verði þróuð vélmenni sem geta dregið ályktanir og hreyft sig eins og meðal Jón. „Þetta er rökrétt í ljósi VÉLVÆDDUR prestur í búddísku hofi. Hann hefur helgisiði tíu greina innan búddisma á valdi sínu. Starf hans felst í að þylja möntrur og söngla heilræðakvæði. þess að hugbúnaður fer nú þegar fram úr mannshuganum á mörgum sviðum," segir í Asiaweek. í blaðinu er einnig sagt frá „vélmennalögum" sem Isaac Asimov hefur sett sam- an, en samkvæmt lögunum má vél- menni til dæmis ekki meiða mann- lega veru eða verða þess valdandi að hún geri öðrum illt. Vélmenni er prestur í búddísku klaustri í Japan hefur verið „starfandi" vélvæddur prestur í tvö ár. Hann hefur á valdi sínu helgisiði tíu mismunandi trúargreina innan búddisma og þylur möntrur og sönglar heilræði allan daginn. Önnur hönd vélvædda prestsins er í bænastöðu en hin slær takt á viðarkassa fyrir framan hann. Japanski hugvitsmaðurinn Hirata Isao hannaði vélvædda prestinn og er stoltur af. „Hann er óþreytandi og sleppir aldrei úr bæn.“ Vélvæddi presturinn er metinn á tæpar 30 milljónir íslenskar krónur og er stundum notaður við jarðarfarir eða aðrar trúarlegar athafnir. Sakurai Tohru er umsjónarmaður hofsins þar sem vélvæddi presturinn er og segir að margir forvitnir komi til að skoða hann. Haft er eftir honum að einkum prestar hafí fjölmennt til að ganga úr skugga um að hann færi rétt með bænir og heilræði. Getur maðurinn farið fram úr sjálfum sér með aðstoð vélmenna? Hans Moravec telur að eftir 10-15 ár verði komin til sögunnar vélmenni sem „skilja" einn miljarð grunnskipana á hverri sekúndu, sem er álíka mikið og risatölvur gera nú. „Það er lágmarks hugbúnr aður til að vélmenni geti numið næsta nágrenni sitt og unnið rétt í því. Á rannsóknarstofum víða í heiminum era hlutar í slíka vél nú þegar til, en nokkur ár munu líða þar til þær verða teknar í notkun." Samkvæmt framtíðarspá Hans Moravecs á hugbúnaður vélmenna eftir að verða 3.000 miljarðar grunnskipanir á sekúndu eftir 30 ár. Það þýðir að vélmenni gerir nánast allt sem manninum dettur í hug, meira að segja hannað nýja og fullkomnari kynslóð vélmenna. Allt byijaði þetta fyrir meira en milljón árum, þegar frammaðurinn notaði stein til að gera það sem hann gat ekki gert með berum hnefa. Æ síðan hefur maðurinn flækt lífíð í tilraunum sínum til að einfalda það. T, ■ Brynja Tomer Skartgripir úr íslenskum steinum, perlum, skeljum, beinum og silfri „ÞEGAR orkusteinarnir vora hvað vinsælastir kom einn kunningi minn með steinana sína og bað mig að hnýta þá í festi. Ég hafði aldrei gert slíkt áður en hafði verið að búa til litla leðurpoka til þess að hafa um hálsinn fyrir steinana. Ég ætlaði að neita í fyrstu, því að ég treysti mér ekki til þess, en kunningi minn hvatti mig svo að ég lét til leiðast og bjó til festina fyrir hann. Það má segja að ég hafí uppgvötvað nýja hæfíleika í fari mínu og nýtt áhugasvið," seg- ir Elísabet Ásberg Árnadóttir, sjálf- lærður skartgripasmiður. Elísabet býr með eiginmanni sín- um og fimm mánaða syni í New Jersey og selur skartgripi í nokkrar verslanir þar. Hún hefur þróað stíl sinn mikið frá því hún gerði fyrstu steinahálsfestina, nú eru skartgripir hennar orðnir fágaðri og vandaðri. „Ég vinn aðeins með náttúruleg efni eins og perlur, skeljar, steina, gler, bein, tré, leður, silfur og stein- gervinga frá Marokkó. Steingerving- arnir eru mjög vinsælir hér á Is- landi, fólki finnst þeir fallegir og spennandi. En ég hef selt þá í Skart- húsinu á Laugaveginum.“ Vinsældir skartgripa hennar fara vaxandi í Bandaríkjunum. Henni var boðið að taka þátt í Art Show mark- aði í Colorado í haust, en það er virt- ur listmunamarkaður og erfitt að komast þar að. „Leðurfestar sem ég hafði búið úl höfðu lengi verið til sölu í búðum. Einn góðan veðurdag fór fólk að taka eftir festunum og þær runnu út.“ Elísabet ætlar nú að snúa sér að gullinu, og er að fara í gullsmíðanám í Bouldren í Colorado í haust. „Satt að segja byggist hæfni á æfíngunni, ekki eingöngu á menntun í gull- smíði. Ég hef tekið eftir að djörfustu skartgripa- og gullsmiðirnir era oft sjálfmenntaðir. Ég tel að það sé viss hætta á að námið steypi fólk í sama mót og að það glati sínum persónu- lega stíl, en það þarf ekki að vera ef fólk er samkvæmt sjálfu sér,“ segir Elísabet. Það er mikið þolinmæðisverk að vinna með steinana, segir hún. Að bora eitt lítið gat í íslenskan gler- Morgunblaðið/Magnús Fjalar ELÍSABET, hún gerði sjálf hringana SETT úr íslenskum fjörusteini og lituðu beini HÁLSFESTi úr silfri og steingerfing EYRNALOKKAR eftir Elísabetu NÆLA úr silfri og perlu halla tekur dágóða stund. Hún vinn- ur með tæki sem minnir á tann- læknabor, enda þarf allt handbragð að vera fínlegt og smágert. Annars segir hún að það sé ekki mesta vinn- an að búa til skartgripina, heldur öll undirbúningsvinnan, áð markaðs- setja og að kynna sig. Það var t.d. heilmikil vinna að komast á Art Show markaðinn í Colorado. Það þurfti að taka myndir af skartgripun- um í bestu aðstæðum og senda með umsókn til nefndarinnar sem velur listamenn á markaðinn. Elísabet hefur einnig lært förðun hjá Línu Rut og vinnur um helgar við förðun og snyrtingu í Bandaríkj- unum. ■ ÞHY Morgunblaðið/Sverrir NANNA K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi ásamt Elinu Mortens- en, félagsmálastjóra í Bergen. Breytt samfélag kallar á ný viðhorf fagfólks Félagsráðgjafar horfðu til framtíðar á fjölmennu nor- rænu félagsráðgjafaþingi, o sem haldið var hér á landi d dagana 20.-23. ágúst sl. Flutt vora fjölmörg erindi, sem OtZ snerta starfsvettvang félags- ráðgjafa, menntun þeirra, o stöðu á Norðurlöndum og í aalþjóðlegu samhengi. Elis En- vall er formaður alþjóðasam- 'ljjj taka félagsráðgjafa. Sam- skipti við fjölmiðla voru ofar- lega á baugi, ekki síst í ljósi þeirr- ar þagnarskyldu, sem stéttin verð- ur að hafa í heiðri gagnvart skjól- stæðingum sínum á sama tíma og það gerist æ algengara að aðilar viðkvæmra mála geta leyft sér að geysast fram í fjölmiðlum máli sínu til stuðnings. Athyglinni var sérstaklega beint að ábyrgð fagmanna á velferð skjólstæðinga sinna og þætti fjöl- miðla í viðhorfsmyndun almennings til viðkvæmra mála og til þeirra, sem um þau fjalla. Ennfremur var fjallað um trúnaðarmál og hvemig þagnarskyldan og þátttaka í opinni samfélagsumræðu getur svo auð- veldlega stangast á. Elin Mortensen, félagsmálastjóri í Bergen í Noregi, flutti fyrirlestur um félagsráðgjöf, trúnaðarmál og ijölmiðla. Hún tók það skýrt fram í samtali við Daglegt líf að breyt- inga væri þörf í ljósi breyttrar þjóð- félagsmyndar og aukinnar hörku á sviði fjölmiðlunar. Oft og tíðum fjölluðu ijölmiðlar um mjög per- sónuleg mál á mjög svo einstrengislegan hátt þar sem aðeins ein af jafnvel mörgum hliðum kæmi fram. Á sama tíma yrðu fagaðilar að þegja þunnu hljóði vegna títtnefndrar trúnaðarskyldu gagn- vart skjólstæðingum sínum. „Barnaverndar- mál er erfiðasti mála- flokkurinn hvað þetta snertir. í slíkum málum eru það börnin sem eru fyrst og fremst skjólstæðingar félagsráðgjafa og þau hagnast síst af uppistandi í fjölmiðlum þegar upp er staðið, sér í lagi ef þau eru komin á þann ald- ur að geta fylgst sæmilega vel með fréttum. Fréttamaðurinn setur sig gjarnan í spor foreldris eða foreldra með þeim afleiðingum að félagsráð- gjafínn situr eftir sem „vondi karl- inn“ - sá sem rífur börnin af for- eldrunum án þess að þau fái rönd við reist.“ Elin segir að fljótt á litið virðist sem æsifréttamennskan ráði mestu og þar með auknar vinsældir við- komandi fjölmiðils fyrir vikið þann daginn. Heldur minna virðist hugs- að um velferð þeirra, sem hlut eiga að máli - barnanna. „Barnavernda- starf er ákaflega vanþakklátt starf því starfsmenn eru bæði gagnrýnd- Fjölntiðlar f jalla oft ó einstreng- islegan hótt um mól þar sem aðeins ein af mörgum hliðum kemur fram. ir fyrir það að gera of mikið og of lítið.“ í gegnum árin hafa félagsráð- gjafar lært að vera á varðbergi gagnvart fjölmiðlum og eru allt að því hræddir við samskipti við þá, að sögn Elinar, enda oftar fjallað um það sem miður fer heldur en hinar jákvæðu fréttir. „Hugarfars- breyting er nauðsynleg meðal fé- lagsráðgjafa og hef ég hvatt mína „kollega" til opinna umræðna við fjölmiðlafólk án þess að fara út í einstök mál enda liggja þeir á mik- illi þekkingu sem komið gæti heild- inni til góða. Hvað þessu viðvíkur myndi ég fagna meiri samvinnu milli félagsráðgjafa og Ijölmiðla- manna.“ Nanna K. Sigurðardóttir, félags- ráðgafí, sagði í samtali við Daglegt líf að óhjákvæmilega hafí þó nokkr- um tíma verið varið í að ræða hvemig rödd félagsráðgjafa gæti heyrst án þess að bijóta trúnað við skjólstæðinga, en jafnframt að geta miðlað þekkingu um aðstæður fólks, sem leita þarf eftir þjónustu félagsmála- og heilbrigðiskerfisins. Dr. Sigrún Júlíusdóttir flutti m.a. erindi um menntun félagsráðgjafa og hvernig þeir væru í stakk búnir til að taka á erfíðum málum og mæta auknum kröfum samfélags- ins. Sagt var frá ýmsum samfélags- legum verkefnum, t.d. samvinnu, félagsráðgjafa, arkitekta, skipu- lagsfræðinga og íbúa hverfa þegar verið er að leggja drög að breyting- um íbúðahverfa. Einnig var komið inn á svokallaða neyt- endarannsókn, sem unnið er að í Danmörku, en hún gengur út á það að fá fram álit skjól- stæðinga á þjónustu fé- lagsráðgjafa. Þijátíu ár eru nú liðin frá því að fyrstu félags- ráðgjafarnir hófu störf hér á landi eftir mennt- un á hinum Norðurlönd- unum, en hægt hefur verið að læra félagsráðgjöf við' Háskóla íslands síðustu tíu árin og tekur námið fjögur ár. í stéttarfé- lagi félagsráðgjafa eru tæplega 200 félagsmenn og starfsvettvang- ur þeirra ansi breiður. „Ráðstefna sem þessi hefur mikið gildi fyrir okkur. Hún vekur okkur ekki síst til umhugsunar um okkar sterku hliðar í norrænu samhengi. Um 250 manns sóttu ráðstefn- una, en norrænir félagsráðgjafar halda sameiginlegt þing á tveggja ára fresti. Næst verður ráðstefnan haldin í Ósló. Að sögn Nönnu er* ljóst að ísland nýtur mikilla vin- sælda sem ráðstefnuland. Þátttak- endafjöldi fór fram úr vonum þó enn stæði yfir sumarleyfistími enda notuðu margir tækifærið til ferða- laga fyrir og eftir ráðstefnuna. ■ Jóhanna. Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.