Morgunblaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Hvað er heitt hérog þar um heim ? Accra Acapulco Algeirsborg Bangkok Buenos Aires Búkarest Casablanca Dhaka Dubai Gautaborg Goa Harare Istanbúl Jakarta Kaíró Malta Niamey Rio de Janeiro Sanaa Shanghai Teheran Tel Aviv Meðalhitastlg septembermánaðar Macdonaldsverð STÓR MacDonaldshamborgari kostar 71 kr. í Kína, 135 í Rúss- landi,250 í Japan og 245 í Dan- mörku. ■ Ibsenhátíð íósló ÞESSA dagana stendur yfir leik- húshátíð á verkum Hinriks Ibsens í jrjóðleikhúsinu í Ösló. Hátíðin hófst þann 26. ágúst og stendur til 10. september. Til hátiðarinnar komu meðal ann- ars leikhópar með sýningar á Ibsen- verkum frá Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi en sú sýning sem hvað mesta forvitni vakti og áhuga er sýning pakistansks 'leikhóps á Brúðuheimilinu. ■ Jöklamenn í haustferð ÁRLEG „13. september ferð“ Jöklarannsóknarfélagsins í Jök- ulheima verður farin eftir viku, 9. september. Lagt er af stað kl. 20 það kvöld frá Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar. Ferðinni er hagað að hefðbundn- um hætti. Ástæða er til að árétta að börn virðast njóta sín sérstaklega vel í þessari fjölskylduferð. Komið aftur til Reykjavíkur að kvöldi sunnudags 11. september. ■ Vinningsnúmer í Ferdaleiknum Gengið á Vestfjðrðum SUMARIÐ í ár er annað sumarið sem Vesturferðir bjóða dags göngu- ferðir með leiðsögumanni á Horn- strandir og hefur ferðum verið fjölgað og farið tvisvar í viku. Að morgni hefur verið siglt til Aðalvíkur. Eftir stuttan staris er lagt upp frá Sæbóli og síðan er gengið upp Fannadal og komið á upphlaðinn kerruveg yfir Sléttu- heiði. Þaðan er gott útsýni yfír allt Djúpið og byggðin á ísafirði virðist óralangt í burtu. Síðan liggur leiðin niður á Hesteyri. Þar geta menn skoðað sig um og gengið að Stekk- eyri sem, er skammt fyrir innan. Þar reistu Norðmenn hvalveiðistöð í lok síðustu aldar sem Thorsarar keyptu síðar og breyttu í síldarverk- smiðju og ráku til 1939. Á Hest- eyri eru enn mörg hús frá gömlum tíma, s.s. barnaskóli, verslun og læknishúsið. Hestfjörður er fallegur og kjörið að rölta um uns báturinn kemur og sækir göngumenn um kvöldið og er þá siglt til ísafjarðar. Gönpuferðir með leiðsögn á Isafirði og nágrenni Þá hafa Vesturferðir haft á boð- stólum dagsferðir með leiðsögn á ísafirði og í nágrenni annað sumar- ið í röð. Leiðsögumenn eru allir þaulkunnugir og útskrifuðust í vor og einnig koma við sögu Göngu- hrólfarnir sem er hópur áhuga- manna um gönguferðir og hafa haft veg og vanda að því að velja leiðir og skipuleggja ferðir. Meðal gönguferða má nefna ferð á Ingjaldssandi, göngu á Gráróu milli Bolungavíkur og Súganda- fjarðar, yfir Kaldbak, gönguferð úr Valþjófsdal í Mosdal og fjölskyldu- ferð í Álftafjörð að Valagili. ■ VINNINGSNÚMER í Ferðaleik íslandsferðar fjölskyldunnar vik- una 22.-26. ág. eru eftirfarandi: 13686 og 48726 -vinningur frá Ferðaþjónustu bænda Hofi í Ör- æfum. Gisting og morgunverður fyrir 2 í tvær nætur. Einnig ferð í Ingólfshöfða. 80473 -vinningur frá Ferðaþjón- ustu bænda, Dæli í Víðidal, 4-6 manna sumarbústaður í 2 nætur. 26449- vinningur frá Ferðaþjón- ustu bænda að Árvöllum, Kjalar- ■nesi. Gisting og morgunverður fyr- ir tvo í herbergi með sérbaðher- bergi. 88049- vinningur frá Ferðaþjón- ustu bænda, Rauðuskriðu í Áðal- dal. Gisting og morgunverður fyrir tvo. 95899- vinningur frá Eldhestum í Hveragerði. Tveggja tíma hesta- ferð fyrir tvo. 98995- vinningur frá Ferðaþjón- ustu bænda, Geitaskarði í Langa- dal. Gisting og morgunverður fyrir tvo. 4384- vinningur frá Ferðaþjónustu bænda, Görðum í Staðarsveit- gistihúsinu Langaholti. Gisting og morgunverður fyrir tvo. 72914- vinningur frá Ferðaþjón- ustu bænda Syðri Vík í Vopna- firði. Gisting og morgunverður fyr- ir tvo. ■ HVERNIG VAR FLUGIÐ Með Kenya Airways frá Nairóbí til London ÉG VAR komin snemma út á Jomo Kenyattaflugvöll við Nairóbí og afgreiðslumaðurinn hjá Kenya Airways var glaður að fá eitt- hvern til að rita inn. „Má bjóða þér að færa þig á fyrsta far- rými,“ sagði hann og ég var ekki lengi að jánka því með þakklæti. Þetta var um 10 klst. ferð og það er þröngt á C-farrými sem ég hafði flottað mig til að sitja á frá London til Nairóbi. Ég hafði kappnógan tíma til að skemmta mér í fríhöfninni, keypti nokkra pakka af kaffibaun- um, skoðaði verð á armbandsúr- um þar sem úrið mitt hafði sprungið á limminu á flakkinu og nýjar rafhlöður höfðu engin bæt- andi áhrif. Verð á ágætu Seikóúri var um 80 dollarar og það leist mér hreint ekki slæm kaup. Það var fátt í vélinni þegar var kallað út á nokkurn veginn réttum tíma. Á 1. farrými breiddi ég úr mér í breiðu og þægilegu sæti og bil milli raða var mjög rúmt svo ég gat teygt úr mér á alla kanta. Það var flogið til Mombasa og lent þar til að taka franska og enska ferðamenn og var vélin stútfull á öllum farrýmum þegar lagt var af stað til London. Skosk hjón nokkuð við aldur voru færð í röðina fyrir framan mig. Þau voru sérstaklega lífleg og þáðu kampavín löngu eftir að hætt var að bjóða það og sungu við raust fyrstu klukkutíma ferðarinnar. Flugþjónninn sinnti þeim af mikilli alúð og raunar okkur öllum farþegunum á 1. farrými og var augljóst að ekkert okkar hafði borgað fyrir miða þar og öllum hafði komið jafn skemmtilega óvart að vera „hækkaður upp“. Máltíðin var morgun- og há- degisverður, og mátti velja um tvo forrétti. Kaldur fiskur, salat og heitt brauð bragðaðist mætavel og kjúklingurinn í aðalrétt var ágætlega boðlegur. Ég gafst upp að því loknu og lagði ekki í búð- inginn. Skosku hjónin gerðu hlé á söng meðan maturinn var borinn fram en héldu honum áfram með kaffinu og fínum kenýskum kaffí- líkjör. Svo hófst „Undercover blues“ með Kathleen Turner og að henni lokinni voru skosku hjónin sofnuð og létu Another Stakeout framhjá sér fara. Eftir að Kim Basinger hafði sloppið úr öllum hremming- um og var lögð af stað til Ríó var kalt borð. Þar var kalkúnn, fisk- réttir, ávextir og kaffi. Allt í besta lagi en enginn hafði sérlega mikla matarlyst. Áhöfnin var einkar vingjarnleg og stjanaði við farþega á mjög hlýlegan og áreynslulausan máta. Eftir níu tíma var lent í París og fór meirihluti farþega Þar þótti mér furðu- legt að sjá Frakkana því þeir stukku á fæt.ur og tóku að tosa niður töskum löngu áður en vélin hafði verið stöðvuð og hlustuðu ekki á orð flugliða um að bíða örlitla stund. Þarna fóru einnig fram áhafn- arskipti og þó ófarin leiðin væri ekki löng var það fólk sem tók við ósköp hvimleitt og virtist bæði latt og áhugalaust. Það var komið með snittur og bjór eða kaffí á leiðinni. Skosku hjónin voru vökn- uð af löngum lúr og vildu fá meiri kaffilíkjör. Flugfreyjan hafði eng- an húmor fyrir hjónunum og var hin úfnasta. Ferðin til London tók þó á end- anum ærinn tíma. Vegna sprengjuhótana á Heathrow var fyrst sveimað yfir og síðan flogið til Manchester og beðið þar. Við komum til London seint um nótt- ina meira en sextán tímum eftir að við lögðum af stað frá Na- iróbí. Ég gat ekki nógsamlega sent þakkarhugskeyti til hins ágæta manns sem hafði fært mig á 1. farrými. Að síðasta leggnum undanskildum var þetta um flest ágætis flugferð þó löng væri. ■ Jóhanna Krístjónsdóttir Ljósraynd/Áskell Þórisson IRIS og John í garðinum Á leið til Cambridge FERÐALÖG á bíl um England eru vinsæl þó sumir setji að vísu fyrir sig að aka vinstra megin á vegum. En slíkur ótti er óþarfur. Margir íslendingar hafa ekið sem leið ligg- ur til Cambridge enda er borgin og næsta umhverfi afar fallegt. I borg- inni er margt að skoða en raunar er hægt að dvelja þar i marga daga. Það er t.d. ekki ónýtt að róa eða stjaka sér áfram eftir síkjunum og virða fyrir sér umhverfið. Áhuga- menn um flug ættu ekki að láta safnið í Duxford fram hjá sér fara. Skammt frá Cambridge er þorpið Bourn. Það þekkja margir, þar er Bourn Hall-spítalinn sem hefur get- ið sér orð fyrir tæknifrjóvganir. Þorpið er lítið og tilvalið fyrir þá sem vilja slappa af á ferðalaginu. í Bourn búa Iris og John Hardy og hundurinn Ben og þau reka heima- gistingu í tvílyftu húsi. Þau eru dæmigerðir Bretar, spaugsöm og þægileg í umgengni. Á efri hæðinni eru þijú herbergi og bað og við húsið er stór garður. Iris og John geta útvegað bílaleigubíla sem munu vera eitthvað ódýrari í Cam- bridge en t.d. í London. Þá getur fólk tekið rútu 79 frá Heathrow til Cambridge og John hittir það á stöðinni. Eins manns herbergi kostar 10 pund og tveggja manna 18 pund. Morgunmatur er innifalinn. Heimili þeirra er við Caxton End 147 og síminn er (0954) 719736. Ágætur veitingastaður sem heitir The Duke er í næsta nágrenni. ■ ÁÞ SM leykbist 1. lóvember SINGAPORE Airlines-flugfélagið bannar reykingar í öllum sínum ferðum nema til Japans frá og með 1. nóvember. Stefnt hefur verið að þessu um hríð, fjöl- margar flugleið- ir SIA eru orðnar reyklausar og sætaröðum hef- ur verið fækkað á öðrum þar sem má reykja. Ekki liggur fyrir hvort reykingaleyfi gild- ir um ókomna tíð til Japans en augljóst er að fá flugfélög sem fljúga til Japans hafa treyst sér til að setja bann við reykingum á þeirri leið. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.