Morgunblaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1994 C 7 Á MÖRKUÐUM í Malaví úir og grúir af alls kyns varningi og þar gildir prúttið. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir „VERKSMIÐJAN" svokallaða var lítið annað en stráþak á stólpum og heimagerður rennibekkur. heimamenn á næsta tré. Þar mynd- um við setjast niður og ræða um verð. Upphófst nú mikið hvískur manna á meðal. Ég dró mig í hlé á meðan, en að töluverðri stund lið- inni, var mér sagt að „góssið" kost- aði 650 kwacha, eða um tíu þús. ísl. kr. Þar sem mér hafði verið tjáð það áður en ég iagði í’ann að það væri sanngjarnt að borga 50-60% af uppsettu verði, mótmælti ég strax og gerði mig líklega til að ganga í burtu frá öllu saman. Ég var stoppuð af og reikningurinn var gerður upp öðru sinni. Menn tóku upp fieiri penna og fleiri blöð, en til að gera langa sögu stutta komumst við að lokum að sameiginlegri niður- stöðu. Ég myndi fá 43% afslátt ef ég greiddi í dollurum. Við kvöddumst með handabandi og bros á vör. Litlu Malavarnir þrír buðust til þess að bera fyrir mig varninginn að hótel- hliðinu. Því miður kæmust þeir ekki lengra þar sem hótelyfirvöld meinuðu þeim frekari aðgang. ■ Jóhanmi Ingvarsdöttir f. Morgunblaðið/Magnús Finnsson KIRKJURÚSTIN að Görðum, gamla biskupssetrinu á Grænlandi norrænna manna. I rústinni er legsteinn, Jóns smyrils Árnasonar biskups, en forláta bagall hans fannst við forleifauppgröft í rústunum. GRÆNLENDINGURINN gefur einum „Kaupmannahafnarbúanuin" Iíf, enda lítill matur að þeirra dómi í þessum marhnútum. til Anders Olsens. Byggðin í Görðum nú er dreifð. Rústir gömlu dómkirkjunnar sýna að kirkjan hefur verið reist úr graníti og víða eru steinar svo miklir að þeir vega mörg tonn. Það er því, eins og í Hvalsey, ráð- gáta hvernig menn fóru að því að bifa þessum björgum. Steinn hefur verið lagður yfir leiði Jóns smyrils í kirkjugrunninum. Umhverfis kirkjuna er kirkjugarður, rétt eins og í Hvalsey. Nokkru vestar er svo núverandi kirkja, sem líkist mjög öðrum nútímakirkjum á Græn- landi. Rústir biskupsbústaðarins, eru suðvestantil við kirkjugarðinn, aðeins ofar í hlíðinni eru rústir af fjósi, sem rúmað hefur 42. kýr á básum. Það hefur því hefur verið stórbú á þessum stað, þótt engar séu þar kýr nú til dags. Búskapur- inn er sauð- fjárrækt. Á staðnum er einnig forn vatnsveita, þar sem menn hafa leitt vatn í hús sín. í suðaustur- horni kirkju- garðsins eru og rústir af litlu húsi, sem mun hafa verið geymsla, þar sem tíundargjöld kirkjunnar hafa sennilega verið varðveitt. Það er gaman að koma að Görð- um. Ró og friður hvílir yfir þessum stað og hrjáir ekki taugaveiklun íbúana. Á bryggjunni í Einarsfirði hitti ég fyrir Grænlending, sem var að veiða á færi og von hans var að fá silung. En hann virtist tregur. Hins vegar dró hann hvern marhnútinn á fætur öðrum að landi og henti jafnarðan í sjóinn á ný. Veiðimaðurinn var spurður, hvað Grænlendingar kölluðu mar- hnútinn og ekki stóð á svarinu: „Vi kalder dem for Kobenhavnere! De er sá grimme,“ og hláturinn dillaði í karlinum, sem sveiflaði færinu á ný og slöngvaði út á miðjan voginn. ■ Magnús Finnsson Það er gaman að koma að Görðum. Ró og friður hvílir yfir þessum stað og hrjáir ekki tauga- veiklun íbúana Á Harley-Davidson vélhjoli um Bandarlkin Bandaríska ferðaskrifstofan Visit America bauð á þessu sumri upp á nýstárlegar ferðir þar sem farið var vítt um Bandaríkin á vélfákum og var leiðsögumaður með í för. Færri komust að en vildu og þess- vegna hefur ferðaskrifstofan ákveðið að bjóða ferðimar að nýju á næsta ári. Brottfararstaðir í Bandaríkjun- um eru sex talsins og ferðin stend- ur í níu daga og kostar um 130.000 kr. á mannin en að sjálfsögðu er þá ekki innifalið flug til Bandaríkj- anna héðan. Það sem er innifalið í verðinu er ferð frá flugvelli að hóteli, átta nætur á hóteli og ferðir að þeim stað sem farið er frá í ferðalagið. Þá er leiga á Harley Davidson 1200 cc árgerð 1995 innifalin, far- angur verður geymdur í sérstökum bíl sem ekur með vélhjólunum, leið- sögumaður verður með sem talar bæði á þýsku og ensku og að lok- um verður ferðamanninum ekið frá hóteli og að ýlugvelli í lok ferðar. Tryggingar eru innifaldar. Þátttakendur í ferðalaginu þurfa að hafa skírteini til að aka vélhjóli og þurfa að vera a.m.k. 21 árs. Allar nánari upplýs- ingar veitir ferðaskrif- stofan sem er til húsa að 307 5th Ave New York 10016-6544. Síminn er 212 683 8082. ■ Irönskum konum bannað að brosa við kfirlum ÍRANSKA lög- reglan hefur var- að konur eindreg- ið við því að brosa til karla sem þær þekkja ekki eða hegða sér á ein- hvern hátt á „við- urstyggilegan hátt sem gæti vakið djöfullega girnd“. Frá þessu var sagt í helsta dagblaði Teheran nýlega. Hvatt var til að konur hyldu sig algerlega þeg- ar þær stæðu úti við glugga því annars gæti karl- kyns nágranni séð eitthvað sem hann ætti ekki að sjá. _ „Óviðurkvæmileg hegðun kvenna getur valdið óbætanlegu tjóni. Léttúð í framkomu sýnir spillt og rotið innræti,“ sagði í blaðinu. í íran hafa íslömsk lög verið í gildi frá því í byltingunni 1979. Konur verða að klæðast sjador og hylja hár sitt. Eftir að Khomeini erkiklerkur safnaðist til feðra sinna var talið að lögum um konur og klæðaburð þeirra og framkomu yrði breytt en eftir þessu að dæma er það ekki á döf- inni. Þess má geta í leiðinni að í Malasíu þar sem íslam er ríkistrú hafa að undanförnu orðið umræð- ur um klæðnað kvenna. Samtök ungra múslima þar í landi birtu nýlega yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert stæði í Kóraninum um að konur ættu að hylja hár og klæðast svörtum síðum kuflum. Hvað fór úrskeiðis í sumarfríinu? Bandaríska ferðablaðið Travel & Leisure efndi fyrir nokkru til könnunar meðal 250 lesenda, og spurði hvort þeir hefðu yfir einhverju að kvarta frá sumarleyfisferð sinni. Þá kom í Ijós að sitt afhverju hafði farið úrskeiðis hjá 121 þeirra: Bíllinn bilaði Veðrið var slæmt Sumarleyfisstaður olli vonbrigðum Ég eða ferðafélagi veiktumst/slðsuðumst Ferðin var of dyr Það var stolið trá mér/týndi verðmætum Gististaður var afleitur Vandamál vegna flugferða Lenti í rifrildi við ferðafélagann Hótelpantanir týndust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.