Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
,,é < : rtt^( jaÉÉSfeA-r 4' , n ' Jí < :
Inga á Skarði.
Eg er komin að Skarði til þess að
heimsækja Ingibjörgu sem
mörgum er kunn fyrir harmonikku-
leik sinn. Þijú íbúðarhús eru á Skarði
núna, á gamla Skarði býr Inga og
maður hennar Jón G. Jónsson ásamt
syni sínum Kristni bónda og fjöl-
skyldu hans. Á Skarði II býr Boga
Kristín í ekkjudómi en Manheimar
heitir þar sem sem Ólafur sonur
hennar og Eggerts heitins Ólafssonar
býr.
Ég hitti Ingu í eldhúsi sínu, þar
situr hún þrýstin og dökk á brún og
brá, einna líkust spánskri senjórítu,
og býður mér kaffi og kökur. Hún
er nýkomin inn frá því að vinna í
afhýsi sínu, þar sem hún sinnir bæði
saumaskap og smíðum. Hún á ekki
langt að sækja hagleik sinn, faðir
hennar var annálaður smiður og nat-
inn við sjúka. „Pabbi var ótrúlega
leikinn í höndunum," segir Inga.
„Sem dæmi ég sagt þér söguna af
lambinu frá Níp. Það fæddist van-
skapað með engan endaþarm. Vin-
kona mín átti lambið og hún kom
með það hingað að Skarði, þá var
það orðið máttlaust í fótunum. Hún
hitti pabba í stiganum og sagði við
hann: „Kristinn minn viltu nú ekki
búa til fyrir mig rass á iambið?“ Þá
hló pabbi og sagði: „Það er ekkert
við þetta lamb að gera nema að lóga
því.“ Ég stóð hjá og sagði: „Elsku
pabbi minn viltu koma upp í stofu,
ég skal setja hvítt lak á borðið og
halda við lambið svæfingalyfinu ef
þú vilt reyna að bjarga því.“ Hann
gerði þetta fyrir mín orð. Pabbi lagði
lambið á borðið og byijaði að skera.
Skurðarhnífurinn var rakvélablað.
Þegar hann var búinn að skera gatið
var engin göm. Þegar hann athugaði
betur sá hann að gömin var gróin
niður í grindarhol. Hann fór með
rakvélablaðið inn og skar gömina frá
og tókst að sauma hana á sinn rétta
stað. Vinkona mín reiddi svo lambið
á poka heim til sín og sinnti því af
mikilli natni. Það lifði eðlilegu lífi í
tvö ár, þá keyrði bíll yfir það og
drap það.
Pabbi fékkst iíka við lækna fólk.
Einu sinni var ég að hreinsa selanet
ásamt strák sem hérna var. Við stál-
umst frá verkinu og fórum að leika
okkur. Strákurinn greip orf og ætl-
aði að stinga því í torfþak sem var
á eldhúsinu en það hrökk úr þakinu.
Strákurinn náði í endan á orfinu en
missti það ofan á hálsinn á mér.
Hann kippti því upp en missti það
aftur niður á hendina á mér. Pabbi
saumaði báða þessa stóru skurði
saman. Það ætlaði nú reyndar alveg
að drepa mig. Það vildi mér til að
ég var orðin feit og pattaraieg þegar
þarna var komið sögu en hafði verið
óttalega rýr lengi framan af, hafði
fengið kíghósta og mislinga hvað
ofan í annað og gekk seint að ná
mér.“
Eftirlælisbarn
Inga er fædd á Skarði þann 7.
desember 1924, yngst þriggja systra.
Boga Kristín er tíu ámm eldri en
Inga. í miðið var Guðborg, sem dó
29 ára gömul. Þau Kristinn Indriða-
son og Elinborg Bogadóttir áttu einn-
ig þrjá fóstursyni, bræðurna Guðlaug
og Ragnar Jónssyni og Kristinn
Valdimarsson. „Hér á Skarði var
jafnan mjög mannmargt. Hingað
voru allir velkomnir ekki síst þeir sem
voru gamlir og engan áttu að,“ seg-
ir Inga. „Sumir báðu að lofa sér að
vera eina nótt en fóru ekki aftur
fyrr en pabbi var búinn að smíða
utan um þá kistuna og sjá um útför-
ina þeirra . Hjá foreldrum mínum
áttu ailir skjól, það voru stundum
allt upp í 35 manns í heimili hér á
Skarði þegar ég var að alast upp.
Allir voru í sama húsinu. Föðurfor-
eldrar mínir, Guðrún Eggertsdóttir
og Indriði Indriðason, hugsuðu mest
um mig. Ég svaf fyrir ofan Guðrúnu
ömmu mína þangað til ég var orðin
16 ára gömul, þá fékk ég að fara
suður til þess að læra á orgel hjá
Páli ísólfssyni. Um vorið fór ég heim.
Páll vildi hafa mig lengur en ég var
hrædd um að amma dæi ef ég væri
að heiman lengur, ég mátti helst aldr-
ei af henni sjá eða hún af mér. Móð-
urforeldrar mínir, Kristín Jónasdóttir
og Bogi Kr. Magnúsen, voru hér líka.
Ljósmynd/Benedikt Jónsson
Séð heim að Skarði.
Heimilisfólk á Skarði I. efri
röð f.v. Jón G. Jónsson, Inga,
Hrefna Sigurðardóttir með
Kristí Maríu, dóttur sína og
Hilmars Kristinssonar, Krist-
inn Jónsson, Bogi Kristinsson.
Neðri röð f.h. Þórunn Hilm-
arsdóttir, Ingibjörg Dögg
Kristinsdóttir, Karen og Þór-
unn Lilja Hilmarsdætur ásamt
lítill frænku.
því níu á morgnana og langt fram á
kvöld. Pabbi var ekki ánægður ef
fólk kom ekki í bæinn að þiggja
góðgerðir. Stundum kom fólk með
nesti og borðaði það niðri á túninu.
Þá fór pabbi alltaf með tuttugu lítra
brúsa fullan af mjólk fyrir það, hann
var höfðingi og ekki spillti mamma
því.
Ég var talsvert ákveðin sem barn
og unglingur. Eftir að pabbi og Helga
mín sáluga höfðu gefíð mér orget
þegar ég var 16 ára þá vildi ég auð-
vitað læra á það. Ég hafði fram að
því aldrei mátt fara neitt. Nú sagði
ég við pabba: „Ef ég fæ ekki að fara
suður og læra á orgelið þá hendi ég
því ofan í á, ég hef ekkert að gera
með hljóðfæri til þess bara að horfa
á það.“ Þá var það sem Sigvaldi
„bróðir“ gekkst fyrir því að ég var
send suður að læra á orgel svo ég
gæti spilað í kirkjunni. Páll ísólfsson
og Sigurður bróðir hans kenndu mér
en ég bjó hjá'frænda mínum Krist-
jáni Sveinssyni augnlækni og Mariu
konu hans. Eg spilaði fyrst fyrir Pál
upp í Háskóla. Á leiðinni þangað sá
ég hvar Ameríkanar ýttu gamalli
konu inn í kirkjugarðinn við Suður-
götu, þeim hefur líklega fundist hún
eiga heima þar. Eftir að hafa spilað
ísland í fornöld fyrir Pál og fimm
nemendur sem þarna voru líka þá
sagði ég að ég þyrði ekki að koma
aftur, ég væri svo hrædd við Amerík-
anana. „Hafðu bara með þér nóg af
títupijónum,“ svaraði Páll og hló.
Þegar til kom fór kennslan að mestu
fram í Dómkirkjunni eða heima hjá
Páli á Mímisveginum. Eftir þennan
hálfs árs námstíma sendi ég Páli jóla-
kort hver einustu jól og heyrði sagt
eftir honum að ég hefði verið eini
nemandinn sem alltaf gerði það.
Sváfu i kirkjunni
Ég byijaði að spila á harmonikku
á böllum þegar ég var tíu ára ásamt
Borgu systur minni sem var þá 16
ára. Þá spiluðum við báðar á tvöfald-
ar nikkur en fyrstu harmonikkuna
fékk ég þegar ég var fjögra ára,
hana keypti ég fyrir rollu sem Guð-
mundur Jónasson ömmubróðir minn
gaf mér og var kölluð Harmonikku-
kolla eftir það. Guðmundur gaf mér
líka fermingarkjól. Systur mínar
fermdust í skautbúningi en það vildi
ég ekki, sá út að þá fengi ég ekki
tvo kjóla. Það var sko enginn hunda-
skítur í kjólnum frá honum Guð-
mundi, hann var úr fallegu, hvítu
silkisatíni. Eftir ferminguna sendi ég
hann suður í litun. því miður tók
kjóllinn ekki lit og varð allur skjóttur
svo eg gat aldrei notað hann meira
- en skelfíng sá ég eftir honum.
HEIMILISFÓLK á Skarði um 1930. F.h. Kristinn Indriðason bóndi, Guðrún Eggertsdóttir, Þuríður
ívarssdóttir, Kristjana Bjarnadóttir, Elinborg Bogadóttir húsmóðir, Bogi Kr. Magnúsen, Sigvaldi
Indriðason, Indriði Indriðason, Guðrún ívarsdóttir, Jón Hannesson. Neðri röð f.v. Ingibjörg Kristins-
dóttir, Ragnar, snúningadrengur úr Reykjavík, Boga Kristín, Ragnheiður Einarsdóttir og Guðborg
Kristinsdóttir. Fjóra heimilismenn vantar á myndina.
Bogi afi var mjög músikalskur. Hann
spilaði á fíðlu og smíðaði sér eina
slíka sjálfur. Hann spilaði einnig á
klarinett, flautu og orgel, hann smíð-
aði sér líka orgel sem núna er upp
á kirkjulofti, þar er einnig fyrmefnd
fiðla. Oft byijaði hann eldsnemma á
morgnana að spila á flautuna,»þá lá
hann í rúminu sínu og spilaði hin og
þessi lög, hann kunni svo mikið.
Tvær gamlar konur, Helga Guð-
mundsdóttir og Sigríður Bjömsdóttir,
voru í heimilinu líka, þær héldu mik-
ið uppá mig og einnig átti pabbi
bágt með að neita mér um nokkuð,
mér fínnst ég því hafa verið heilmik-
ið eftirlætisbarn. Sigvaldi föðurbróðir
minn, sem einnig var á Skarði, var
strangari við okkur krakkana en
pabbi. Þriðja bróðurinn höfðu þeir
átt, Indriða heitinn miðil, en hann
var löngu dáinn þegar ég fæddist,
dó úr berklum á Vífilsstöðum 29 ára
gamall. Pabbi var ekki hneigður fyr-
ir dulræn efni og gerði um tíma hálf-
gert gys að öllu slíku. „Hann Indi
bróðir er svo hrekkjóttur," sagði
hann einu sinni og stóð upp, hann
var staddur á miðilsfundi þar sem
Indriði var miðill og borð og stólar
svifu um stofuna. Pabbi ætlaði bara
að athuga hvað Indriði væri að gera,
hann lá þá í sínum stóli, fallinn í
djúpan trans svo pabbi sagði ekki
meira heldur settist aftur. Hann var
Frá Skarðstöð.
ekki gæddur neinum miðilshæfíleik-
um en Sigvaldi var aftur skyggn og
hefði vafalaust getað orðið góður
miðill.
Hjónaband pabba og mömmu var
jafnan mjög gott. Þau voru alla tíð
eins og nýtrúlofuð. Það var aðeins
Boga Kristín
Kristinsdóttir.
eitt sem þau gátu aldr-
ei orðið sammála um
og það var viðhorf
þeirrá til Kristjáns
kammerráðs og séra
Friðriks Eggerz, hún
hélt með Kristjáni en
hann með séra Friðriki.
Um þetta þrættu þau stundum.
Gestagangur hefur jafnan verið
mikill á Skarði. Foreldrar mínir buðu
öllum sem komu góðgerðir. Fyrst
þegar bílamir kom þá gistu margir
hér, bæði bílstjórar á rútum og aðr-
ir. Oft bar ég mat og kaffí fram frá