Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 B 3
Þegar var verið að sauma á mig
kjólinn í Búðardal var ég þar til að
máta. Á meðan ég var þar brann
húsið heima á Skarði, það var mjög
stórt, gamalt og fallegt timburhús,
það sló neista niður í þakið. Það var
bara kvenfólk heima þegar þetta
gerðist og nýbúið að gera allt húsið
hreint í hólf og gólf. Otrúlega miklu
tókst að bjarga úr eldinum. Mamma
og Boga systir báru m.a. á milli sín
níðangurslega þungt skatthol og
Borga sleit skilvinduna af borðinu
og var hún þó þrælskrúfuð niður.
Borga var sterk, hún bar Þorstein
sýslumann yfir lækinn hjá Skarðstöð,
hann var 210 pund, það var farið
að falla að og hún var í stígvélum
en hann ekki. Eftir brunann urðum
við öll á Skarði að sofa í kirkjunni
þangað til búið var að reisa nýtt
hús, en við gátum matbúið í gömlu
pakkhúsi sem þarna var og tókst að
veija fyrir eldinum. Það var sofið í
hveijum einasta kirkjubekk og í stúk-
unni okkar sváfu þau mamma og
pabbi, krakkar sváfu í altarinu. Lagð-
ar voru spýtur frá altarinu og yfir
og þar svaf ég, amma og afi en
Borga systir svaf í predikunarstóln-
um. Svona var þetta fram undir jól.
Það var voðalega kalt í kirkjunni
þegar vetui' settist að en það mátti
aldrei hita hana upp, það gerði alt-
aristaflan sem Olöf ríka gaf kirkj-
unni, sú tafla er mjög merkileg og
vai' m.a. send á heimssýninguna í
París um síðustu aldamót, þetta
óhapp mátti ekki verða til þess að
skemma hana. Þegar nýja húsið reis
voru við fyrst inn í það amma, afi,
ég og Sigvaldi föðurbróðir. Okkur
þótti þetta höll þótt við flyttum bara
í vaskahúsið og vatn rynni niður eft-
ir sængunum á morgnana vegna
steinraka.
Langrækin var hún
Pabbi og mamma voru fremur
fátæk, þau erfðu nefnilega ekki
Skarð heldur keyptu það. Þau voru
með kindur, kýr og hesta og pabbi
var með verslun í Skarðstöð fyrir
kaupfélagið í Stykkishólmi. Auk þess
var hann hreppstjóri og í sýslunefnd.
Mamma var nægjusöm, þegar ég
kvartaði um peningaleysi sagði hún
jafnan: „Þetta lagast elskan mín.“
Hún var mjög trúuð kona og lagði
jafnan áherslu á að ekki tjóaði að
æðrast. En langrækin var hún ef
gert var á hluta hennar. Einu sinni
þegar hún var barn rassskellti hana
kona ein - slíkri meðferð hafði hún
ekki áður sætt. Löngu seinna kom
hingað dóttursonur þessarar konu.
Mamma var þá orðin gömul kona en
hún hafði við orð að rétt mátulegt
væri á konuna að hún rassskellti
strákinn, en auðvitað væri það ekki
sanngjarnt gagnvart honum - enda
lét hún það ógert. Langrækni er
mikil í okkar ætt.
Það var Sveinn Björnsson síðar
forseti sem hjálpaði pabba þegar
hann á erfiðleikatímabil var nærri
búinn að missa Skarð, þeir voru vin-
ir Sveinn og pabbi. Sveinn sendi El-
ísabetu dóttur sína til okkar áður en
hann kom til íslands frá Danmörku,
hún var hjá okkur í nokkur sumur
og æfði sig að tala íslensku. Þegar
ég fór svo suður að læra á orgelið
var ég heimagangur hjá þeim Sveini
og Georgíu. Hún lét alltaf sækja mig
á hveijum einasta laugardegi að
Bessastöðum og gerði mér ýmislegt
gott. Þau Sveinn og Georgía komu
stundum hingað að Skarði í heimsókn
og þá sat hún gjarnan hérna í eidhús-
horninu hjá mér og reykti vindla.
Mér fannst ég finna á henni að hún
vildi umgangast sem mest svokallað
venjulegt fólk. Einu sinni þegar þau
hjónin voru hér var hringt og spurt
hvort forsetinn væri hér í heimsókn.
Pabbi svaraði í símann og sagði:
„Nei, forsetinn er nú ekki hjá okkur,
Sveinn Björnsson er hér en forsetinn
fór Svínadal."
Hrœdileg fœðing
Ég opinberaði þegar ég var nítján
ára gömul. Ég kynntist Jóni manni
mínum í Stykkishólmi, við unnum
saman í frystihúsi Sigurðar Ágústs-
sonar í ein tvö ár. Jón hefur jafnan
verið þrælduglegur, á tímabili vann
hann nætur og daga í frystihúsinu,
þangað til ég tók fyrir það, maðurinn
var alveg svefnlaus. Jón hefur aldrei
verið feitur eða stór en hann er með
sterkustu mönnum og var mikill leik-
fimimaður. Hann sýndi fimleika á
sýningutn í Hðlminum, mér blöskraði
hreint að sjá hann standa á slá á
öðrum fæti með útrétta arma og
mann á herðunum, ég fór bara út
til þess að sjá ekki ef illa færi - en
ég hefði ekki þurft þess. Eftir að við
fluttum saman hingað unnum við í
búinu hjá pabba. Við áttum sjálf
mest lítið heldur lögðum okkur fram
um að hjálpa pabba og mömmu.
Eftir lát pabba var jörðinni skipt.
Við Jón vildum að Kristinn sonur
okkar tæki við okkar hluta af jörð-
inni, það varð árið 1970. Við Jón
vorum þá bæði orðin heilsulitil.
Kristinn sonur okkar fæddist þeg-
ar við foreldrarnir vorum tvítug.
Átta árum seinna eignaðist ég telpu
sem dó í fæðingu. Bæði börnin átti
ég hér heima á Skarði. Seinni fæð-
ingin var hræðileg. Litla telpan mín
var með vatnshöfuð og það vissi
enginn fyrir fram. Nonni vildi að ég
færi suður til að fæða. Indriði miðill
hafði birst honum í draumi og ráð-
lagt það. En ég vildi ekki fara.
Kannski var það eins gott, ég frétti
seinna af konu sem nákvæmlega eins
var komið fyrir og mér, hún dó þótt
hún væri á spítala fyrir sunnan. Ég
kvaldist í marga daga þar til barnið
loks fæddist. Eg naut góðrar læknis-
hjálpar. Ungur læknir, nýkominn frá
námi var þá í Stykkihólmmi, hann
hjálpaði mér og notaði fullan stóran
pott af alls konar töngum og áhöldum
við það. Það var búið að þrí svæfa
mig áður en tókst loks að ná barn-
inu. Eftir fæðinguna var svo af mér
dregið að ég gat mig ekki hreyft.
Ég hafði misst mikið blóð og var
lengi að vinna það upp. Ég lá í rúm-
inu í marga mánuði og hef verið
heilsulítil allar götur síðan.
Frostrósir
í sorg og í gleði hefur tónlistin
verið snar þáttur í lífi mínu. Ég hef
ekki aðeins spilað á orgel, ég spilaði
líka á gamalt, tólf strengja mandólín,
sem Helga mín gaf mér, hún fékk
það hjá Hjálpræðishernum. Ég er nú
raunar að hugsa um að selja það.
Og svo hef ég spilað á harmonikku
„Sumir báóu aó loffa
sér aó vera eina nótt
en ffóru ekki afftur ffyrr
en pabbi var búinn
aó smíóa utan um þá
kistuna og sjá um út-
förina þeirra
fram á þennan dag. Ég og tvær aðr-
ar konur, Ólöf Guðmundsdóttir á
Krossi og Camilla Kristánsdóttir í
Stykkishólmi, stofnuðum árið 1965
kvennahljómsveitina Frostrósir, lík-
lega þá fyrstu sinnar tegundar á ís-
landi. í þeirri hljómsveit spiluðum við
tvær á harmonikkur og ein spilaði á
píanó. Við æfðum okkur uppi í stofu
hjá mér tvær kvöldstundir og spiluð-
um svo í fyrsta sinn á dansleik í
Króksfjarðarnesi. Seinna var stofnuð
hljómsveitin Frostrósir og Kátir pilt-
ar, hún lék fyrir dansi víða um sveit-
ir. Það var alltaf fullt hús þar sem
við spiluðum, mikið fjör en engin
iæti og engin lögga. Ég hef einnig
verið starfandi í harmónikkuklúbbn-
um Nikkólínu í ellefu ár. Ég hef allt-
af haft mikla unun af að spila. Ég
söng líka mikið áður, en nú hef ég
misst röddina. Það var tekið úr mér
rösklega 24 kílóa vatnsæxli - í Bret-
landi á 22 kílóa æxli metið, er mér
sagt. Eitthvað fór úrskeiðis með háls-
inn á mér við svæfinguna og söng-
röddin hvarf.
Hér á Skarði hef ég lifað allt það
sem einhveiju skiptir í lífínu. Hér er
ég fædd, skírð og fermd. Hér gifti
ég mig og eignaðist börnin mín. Ég
held að ég yndi hvergi nema hér.
Ég vildi óska að ég geti verið hér
þar til yfir lýkur og fengið svo látin
að hvíla í Skarðskirkjugarði hjá for-
feðrum mínum sem hér hafa setið
mann fram af manni, ég er 25. ættl-
iður frá Húnboga Þorgilsssyni, bróð-
ur Ara fróða. - Ég vona að Guð
gefi það að Skarð fari aldrei úr ætt-
inni.“
Þvegin úr hlandi?
Eftir að hafa sagt mér allt þetta
klæðir Inga sig í stígvél og fer aftur
út í afhýsi sitt til þess að sinna handa-
vinnu sinni. I litlum, hvítmáluðum
skúr rétt við kirkjugarðsmörkin unir
hún dagana langa við vinnu sína.
Þegar hún kemur út á kvöldin blasir
við henni gamla kirkjan þar sem hún
forðum svaf á ijölum fyrir framan
altarisbrík Ólafar ríku. Kirkjan á
Skarði hefur alltaf verið í eigu bænda
þar. Enn í dag er það svo og ævin-
íega reynir heimilsfólk á Skarði að
fylgja gestum sjálft út í kirkju og
sýna þeim hina merku gripi sem hún
geymir. Þar eru auk annars í læstum
skáp gamlar prestshempur, sú elsta
jafnvel úr kaþólskum sið. - Ekki var
þó alltaf verið farið jafn vel með
presthempur á Skarði og nú er - ef
marka má frásögn séra Friðriks
Eggerz. Eitt umkvörtunarefni háns
í deilum hans við Kristján kammer-
ráð var einmitt varðandi prests-
hempu sem hann átti og gerð var
úr fínu vaðmáli. Hann notaði hana
eingöngu á Skarði og lét hengja
hana á nagla í kirkjunni milli messu-
gerða. En strákar Kristjáns sýslu-
manns áttu að hafa slarkað í hemp-
unni, rifið út úr hálsmálinu og gert
hana molduga. Þess vegna hafi séra
Friðrik orðið að biðja konu sína að
sjá til þess, að hempan yrði þvegin,
og það hefði verið gert - úr sápu-
vatni. Séra Friðrik sagði ennfremur
að kammerráðið hefði borið það út
um sveitina sér til óvirðingar, að
hempan hefði verið þvegin úr hlandi
- og ólyktina hefði lagt af prestinum
í kirkjunni.
Nú sitja ekki lengur stríðnir og
hofmóðugir sýslumenn á Skarði, en
afkomendur þeirra búa þar enn og
heygja þá erfiðu lífsbaráttu sem bú-
skapur á íslandi er í dag. Til þess
að drýgja tekjur sínar hefur Kristiníi
á Skarði stundað löggæslustörf og
skólaakstur um langt árabil. Fyrir
utan hefðbundinn búskap hefur hanij
hefur líka eins og fleiri bændur i'
Skarðshreppi stundað grásleppuveið-
ar, hann hefur einnig hlúð að æðar-
varpinu í landi sínu eins og kostur
er. Þórunn Hilmarsdóttir kona hans
hefur komið á fót fyrsta flokks
hreinsunarstöð fyrir æðardún, en
markaður fyrir dún er nú óðum að
glæðast. Þórunn var oddviti í Skarðs-
hreppi í átta ár, þar til fyrir skömmu
að hreppurinn sameinaðist öðrum
hreppum í Dalasýslu. Áður en það
varð tókst henni og öðrum í hrepps-
nefndinni að koma því í gegn að
gerð yrði betri bryggja í Skarðsstöð.
Þær framkvæmdir standa nú yfir.
Að þeim loknum munu bátar eiga
öruggara lægi þar en áður, sem er
mikils vert m.a. fyrir grásleppubát-
ana. Nýja bryggjan opnar líka mögu-
leika á aukinni ferðamannaþjónustu,
komin er upp hugmynd í Svæðis-
skipulagi Vesturlands að koma á
hringferð báts um Breiðafjörðinn
með viðkomu á Reykhólmum, Flatey
og Skarðsstöð. Þá gæti fólk átt
möguleika á að kaupa þar veitingar
og skoða Skarð, hið fornfræga höf-
uðból sem nú er orðið afskekktara
en áður var. Eigi að síður leggja jafn-
an fjölmargir leið sína þangað enn -
um það vitnar gestabók Skarðs-
kirkju. Niður við veg horfi ég í kvöld-
sólinni heim að Skarði og hef í hug-
anum yfir erindi doktors Jóns Þor-
kelssonar um Ólöfu ríku:
Henni eð mæta höfuðból
hæfir, með löndum fríðum,
það er blasir beint við sól
og Breiðafirðinum víðum.
BERÐU
I Á FRUNSUNAI
likki orv.i'iUa þótl |ui
íinuir (i! Intnsumyíid-
utuir, Acikk'ivíi, virjva
diiið í Zovtr. hindrar
Ijiihtun írunsuvf'iruimar.
Tímank'o meöhöttðlún
getur komið ive» íyrir
trun.sumvndun oií
minnkað .mithæUu,
Vtikilviegi er að liel ja
meðferð slrax og vart
verdur iyrstu eiílkenna
frunsutnyndunar; ;eða-
sláltar, eiiingar eöa sviða
Berið kremið a sýkla
svieðið finuii stnniini á
dag í fititm daga.
Zovir, krem l g, liest i
apótekiini án lyfseðiis.
Kyuuið ykkur vel leið
beiníngar sem fvlgja
ivfínu
7A\/ID
£mm\j V I fli
Wellcome
„—Iliírid frábœr «ýnln|e.“
EINTAK - Hallgrímur Helgason
„Vel heppnaó Hár i Gamla Biól“
TÍMINN - Óskar Bergsson
„Váááááááááááááááááá maðar“
„Hamr lanear að atanda upp oge
hrópa ote hlœja ogg dansa oyg wjnjeja
með þclm kvöld eltlr kvöld i allt
«innar.“
PRESSAN • Filfirlka Benónýs
„áýnllijeln á Hárlnu er dýrðlejc.“
»É|E eetla ckkert uð orðlenjcja það að
és« er yfir míg; hrlfin af lelkmynd,
búnlneum, lýaineu oge dönaurum
aýnlnearinnar. ’X'ónlistin er jgeyaUeica
vel f lutt» bœði af Uljóðlæraleiknruin
ojg sönjgturum."
MORGUNBLAÐIÐ - Súsanna Svavarsdóttlr
„Baltaaar Kormákur leikatýrir
Hárlnu ojs má vera ánæjgður með
útkomuna. É það minnsta ætlaði
faKiiaðarlátiiiinm aldrel að linna.“
DV ■ Slguróur Þór Salvarsson
„llárlð alYejc stórkostletc lelkaýnlnK."
Mbl. 27. Júnl ungllngasíóa, Kolbrún Ósk.
Ath! takmarkaður sýningarfjöldí