Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 1

Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 1
64 SÍÐUR B 219. TBL. 82.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994, PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tvö íslensk skip tekin á Svalbarðasvæðinu og færð til hafnar Farbann sett á skípin við komu til Tromsö Aðeins refsað fyrir afla af Svalbarðasvæðinu en ekki það sem fékkst í Smugimni Tromsö. Morgunblaðið. TOGARARNIR Björgúlfur EA og Óttar Birting, sem teknir voru við meintar ólöglegar veiðar við Svalbarða á laugardag, komu til hafnar í Tromsö í fylgd norska strandgæsluskipsins Senja á miðnætti að íslensk- um tíma í nótt. Héraðsdeild Norges Fiskarlag, heildarsamtaka hagsmuna- aðila í norskum sjávarútvegi, hafði boðað að efnt yrði til mótmælastöðu við höfnina strax við komu skipanna en á bryggjunni í Tromsö voru einungis fulltrúar íslenskra og norskra fjölmiðla, fjórir íslenskir náms- menn í Tromsö og þrír félagar í norsku mótorhjólagengi, auk lögreglu. Áhafnir togaranna stóðu á dekki en svöruðu ekki spurningum blaða- manna. Togararnir lögðust utan á strandgæsluskipið og var aðeins full- trúum útgerðanna, Elmu Þórarins- dóttur, framkvæmdastjóra Óttars Birtings, Ögmundi Friðrikssyni frá Útgerðarfélagi Dalvíkinga, og Frið- rik J. Arngrímssyni hdl., hleypt um borð í fylgd norskra lögfræðinga. Skipstjórar til yfirheyrslu Við komu til hafnar lagði lögregla farbann á skipin, sem gildir þar til rannsókn lögreglunnar í Tromsö er lokið og framhald málsins liggur fyrir. Ekki er líklegt að skipin fái að fara fyrr en í fyrsta lagi á fimmtu- dag. Skipstjórarnir, Sigurður Har- aldsson á Björgúlfi og Jón Olsen á Óttari Birting, verða væntanlega kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu snemma í dag. Þeir og útgerðir skip- anna eiga yfir höfði sér háar sektir og gjöld vegna aflaupptöku. Matsmenn munu meta verðmæti skipa og afla og verða sektir ákveðn- ar út frá því. Þeir þurfa meðal ann- ars að meta hversu mikið af aflanum er úr Smugunni og hvað af verndar- svæðinu við Svalbarða. Aðeins verð- ur refsað fyrir aflann af Svalbarða- svæðinu. Óttar Birting er með 200 tonn af þorski, en Björgólfur var nýkominn til veiða í Barentshafi og með tiltölulega lítinn afla. Ríkisstjórn íslands mótmælti töku Björgúlfs EA formlega við norsk stjórnvöld í gær. Eftir því, sem næst verður komist, er þetta í fyrsta sinn sem ísland afhendir öðru norrænu ríki formleg, diplómatísk mótmæli. í orðsendingunni er taka skipsins kölluð ólögmæt aðgerð og réttur Norðmanna á Svalbarðasvæðinu dreginn í efa. Hins vegar er tekið fram að íslenskum skipum hafi verið haldið að veiðum á svæðinu án at- beina eða hvatningar íslenskra stjórnvalda og því á ábyrgð skip- stjóra og útgerðarmanna. í orðsendingunni er samkomu- lagsvilji íslendinga ítrekaður, en því lýst yfir að ísland muni nú undirbúa að fá úr því skorið fyrir alþjóðadómi hver sé réttarstaða samningsríkja Svalbarðasamningsins. Mótmælin taka ekki til töku Óttars Birtings, þar sem hann siglir undir Panama- fána. Veiðarnar óheppilegar Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra og Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra létu á fundi með útvegsmönnum í gær í ljós þá skoð- un að veiðar skipanna tveggja á Svalbarðasvæðinu hefðu verið óheppilegar, með hliðsjón af þeim embættismannaviðræðum við Norð- menn, sem standa fyrir dyrum í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kom fram á fundinum að skipstjórar togaranna hefðu tekið ákvörðun sína um veiðar á svæðinu án samráðs við útgerðir skipanna. ■ Svalbarðadeilan/4-7 íNuruiys NORSKUR strandgæslumaður bindur Óttar Birting utan á strandgæsluskipið Senja í Tromsö í nótt. Áhöfn skipsins stendur í stafni. Ottast að Haítíbúar hefni sín á hernum Cap-Haitien. Reuter. STUÐNINGSMENN herfor- ingjastjórnarinnar á Haítí ótt- uðust í gær að almenningur og fylgismenn Jean-Bertrands Aristide, útlægs forseta lands- ins, réðust á her- og lögreglu- sveitir og bandamenn stjórnar- innar eftir að bandarískir land- gönguliðar urðu tíu haítískum herlögreglumönnum að bana í skotbardaga á laugardag. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær ætla að aflétta refsiaðgerðum gegn Haítí. „Mikil spenna hefur skapast hérna,“ sagði Emmanuel Constant, leiðtogi hreyfingar vopnaðra stuðningsmanna Raouls Cedras, leiðtoga her- foringjastjórnarinnar. „Ha- ítíbúum finnst þeir hafi verið auðmýktir... það eru of margir hermenn hérna,“ sagði Constant. „Okkur stendur ógn af rnúgnum." Tom Jones ofursti, yfirmað- ur bandaríska landgönguliðs- ins á Haítí, sagði að Haítíher hefði fulla ástæðu til að óttast hefndaraðgerðir af hálfu fólks sem hefði orðið fyrir barðinu á hernum og bandamönnum hans. Hann sagði að um 3.000 manns hefðu verið drepin í Cap-Haitien, næst stærstu borg landsins, og nágrenni frá því herforingjastjórnin steypti Aristide árið 1990. Ráðist á lögreglustöðvar Venjulegir Haítíbúar, sem hafa lifað í stöðugum ótta við herinn og bandamenn hans, notfærðu sér vernd bandaríska herliðsins um helgina til að láta í ljós reiði sína í garð harðstjóranna. Hundruð manna réðust á lögreglustöðv- ar, báru á brott húsgögn og veifuðu skilríkjum sem lög- reglumenn höfðu skilið eftir. ■ Knúið áum /18 Plágan breiðist enn út um Vestur-Indland Viðbúnaður erlendis Nýju Dclhí. Rcutcr. PLÁGAN, sem hetjar í Indlandi, breiðist út um vesturhluta landsins og hefur leit að hugsanlegum smitberum verið stórhert. Hefur viðbúnaður verið aukinn í öðrum ríkjum og er vel fylgst með indversku ferðafólki. Meira en 300.000 manns hafa flúið frá borginni Surat í Gujarat-ríki af ótta við að sýkjast en hætta er á, að það verði aðeins til að faraldurinn komi upp miklu víðar en ella. í Bandaríkjunum, Rússlandi og Japan og í fleiri ríkjum í Austur- og Suðaustur-Asíu hefur eftirlit með indversku ferðafólki verið hert og í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum verða allir Indveijar, sem koma til landsins, að fara í læknisskoðun. Er verið að grípa til svipaðra ráðstafana víðar og í Þýskalandi hefur fólki verið ráðið frá því að ferðast til Indlands. Hafa indverskir ferðamálafrömuðir mikl- ar áhyggjur af áhrifum pestarinnar á ferðir til landsins. Um er að ræða tvo sjúkdóma, annars vegar eitlabólgu, svarta dauða, og hins vegar lungnabólgu. Berst sú fyrri með flóm, sem bíta sýktar rottur og mýs. Ekki hefur verið skýrt frá láti nema um 100 manns en talið er, að fjöldinn sé í raun miklu meiri. Um helgina flýðu meira en 100 sjúklingar af sjúkrahúsinu í Surat og voru hermenn sendir til að hafa uppi á þeim. Nágrannaríki Gujarats á Indlandi hafa hert eftirlit með fólki þaðan og bannað innflutning matvæla frá ríkinu um stundarsak- ir. í höfuðborg Indlands, Nýju Delhí, hefur einnig verið komið upp sóttkvíum og stjórnstöðvum ef veik- in skyldi koma upp þar. FÓLK í borginni Surat er inargt með klút fyrir vituin sér til að smitast síður og meira en 300.000 manns hafa flúið borgina. Hér er beðið eftir að komast burt með lestinni en yfii-völd ótt- ast, að um leið sé verið að breiða pestina út um landið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.