Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 8

Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Noröménn reiöir eítir að utanríkisráðherrann lét undan í Smugudeilunni: Jón Baldvin sigraði - þorskurinn tapaði Svona elskurnar raínar þetta er nú fagmaður. í heimalandi Eans finnst ekEi Iengur einn einasti þorsktittur á lífi . . . Yfir 5 tonn af svartolíu fóru í sjóinn úr Carvik Kostnaður við hreinsun fjörunnar tvær miiljónir Morgunblaðið/Sverrir TUGIR manna unnu að hreinsun fjörunnar um helgina. Notaðar voru skóflur og stórvirkar vinnuvélar. Hreinsun hefst si'ðan tveimur dögum eftir að fuglarnir koma í hús. Tómas sagði að fuglarnir þyrftu að vera í garðinum í a.m.k. þrjár vikur, fyrr væri fitusmurningur fuglanna ekki orðinn eðlilegur. Tómas sagði ljóst að aðeins brot af þeim fugli sem lenti í olíubrákinni hefði náðst. Hann sagðist ekki treysta sér til að giska á hvað mikið af fugli hefði drepist, en hann sagð- ist hafa- séð hundruð olíublautra fugla á föstudeginum, en þá tókst aðeins að handsama um 50 fugla. Fimm tonn í sjóinn Davíð Egilsson, deildarstjóri mengunarvarnadeildar Siglinga- málastofnunar, sagði að fullnægj- andi upplýsingar um það magn sem fór í sjóinn lægi ekki fyrir, en flest Á ANNAÐ hundrað tonn af olíumen- guðum þara var hreinsaður úr fjör- unni í Bakkavík á Seltjamamesi um helgina, en um yfír fimm tonn af svartolíu láku úr flutningaskipinu Carvik frá Kýpur sl. fimmtudag. Um 200 olíublautum fuglum hefur verið bjargað úr fjörum, aðallega við Sel- tjamarnes. Tómas Guðjónsson, for- stöðumaður Húsdýragarðsins, telur þetta aðeins vera brot af þeim fugli sem lenti í menguninni. Um helgina voru 11 gámar fylltir af olíumenguðum þara í fjörum á Seltjarnarnesi. Hrafn Jóhannsson, bæjartæknifræðingur á Seltjarnar- nesi, sagði að búið væri að moka upp eitthvað á annað hundrað tonn af þara. Fjöldi manns vann að hreinsunarstarfinu. Tæpur tugur starfsmanna Seltjarnarnesbæjar, sérfræðingar frá Reykjavíkurhöfn og 37 menn frá tveimur björgunar- sveitum unnu að hreinsun, auk íjölda sjálfboðaliða. Mest mengun var í Bakkavík, en einnig var mengun á Suðurnesi. Ekki varð vart mengunar í Gróttu. Þarinn verður urðaður hjá Sorpu. Hrafn sagði að hreinsunarstarfið hefði gengið vel. Ekki hefði meiri mengun borist á land eftir að fjör- urnar hefðu verið hreinsaðar. Hrafn sagði að kostnaður við hreinsun fjör- unnar á Seltjarnarnes væri um 2 milljónir króna. Tryggingarfélag skipsins yrði krafið um greiðslu þessa kostnaðar. Margir fuglar hafa drepist Starfsmenn Húsdýragarðsins í Reykjavík höfðu í gær tekið á móti 185 fuglum sem lent höfðu í olíu- menguninni. 44 fuglar höfðu þá þeg- ar drepist. Tómas Guðjónsson sagði að þetta væri fyrst og fremst æðar- fugl, en einnig langvía og urtönd. Megnið af fuglunum kom af Sel- tjarnarnesi, en einnig koma dálítið af Álftanesi, úr Skeijafirði og Ör- firisey. Hann sagði að fuglinn sem kom á föstudaginn, daginn eftir óhappið, virtist ætla að iifa áfallið ÞEGAR æðarfuglinn er far- inn að hressast tekur hreins- unarstarfið við. af,-en megnið af þeim fugli sem kom á laugardaginn hefði hins vegar drepist. Fugiinn hefði þá verið orðinn mjög hrakinn og illa á sig kominn. Þegar komið er með fuglana í Húsdýragarðinn er byijað á því að hlúa að þeim og fá þá til að éta og drekka. Þeim er gefið sýklalyf. bendi til að það væri um 5 tonn. Skipið er nú á Grundartanga, en olíu var dælt úr því um helgina. Á því er 2-3 metra rifa. Davíð sagði að skipið fengi ekki að láta úr höfn fyrr en búið væri að gera við skipið. Davíð sagði að skipið fengi sömuleið- is ekki að láta úr höfn fyrr en það hefði látið í té einhveijar tryggingar fyrir greiðslu á þeim skaða sem oiíu- mengunin hefði valdið. Frá borginni til ríkisins Hlakka til að tak- ast á við embætti ríkislögmanns Jón G. Tómasson Eg hef lengi talið að æskilegl. væri að skipta um starfs- vettvang áður en starfsævi minni lyki og þess vegna tók ég því þegar ég átti kost á að taka við embætti ríkislögmanns," segir Jón G. Tómasson, borgarritari, er hann er inntur eftir ástæðum þess að hann læt- ur senn af embætti sínu hjá borginni og flyst til ríkisins. „í raðir embættis- manna borgarinnar og stjórnenda hafa verið að koma yngri menn og ég held að það sé gott fyrir mig og Reykjavíkurborg að ég sé ekki til sjötugs í embætti borgarritara, heldur breyti til á meðan þess er enn kostur.“ Þú hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í 28 ár, nú síð- ast sem borgarritari. Hvað felst í því starfi? „Það er rétt, að ég hef starfað hátt í þijá áratugi hjá borginni, fyrst sem skrifstofustjóri borgar- stjórnarinnar, sem borgarlög- maður í þrjú ár og síðastliðin tólf ár sem borgarritari. Allt eru þetta stjórnunarstörf og ég hef verið mjög náinn samverkamaður borgarstjórans öll þessi ár. Borg- arritari hefur samkvæmt sam- þykktum, Reykjavíkurborgar embættislega yfirumsjón með daglegum fjármálum borgarinnar og skrifstofum hennar. Það er ekki hægt að iýsa þessu embætti í fáum orðum á tæmandi hátt. í því felst til dæmis að sinna mjög margvíslegum erindum borgara jafnt sem ýmissa stjórnvalda og stofnana. Til að gegna þessu embætti þarf viðkomandi að vera embættisgengur lögfræðingur. Borgarritari er embættislegur staðgengill borgarstjóra og svar- ar fyrir embættisfærslur og starf- semi borgarinnar í hans fjarveru. Við opinber tækifæri hefur for- seti borgarstjómar hins vegar komið fram fyrir hönd borgarinn- ar í fjarveru borgarstjóra.“ Jón segir að embætti borgarrit- ara hafi aðeins þrír menn gegnt á þeim 60 árum sem liðin eru frá stofnun þess. „Sá fyrsti var reyndar faðir minn, Tómas Jóns- son, sem gegndi því í 22 ár. Þá tók Gunnlaugur Pétursson við og ég tók við af honum árið 1982. Þetta er að sönnu ekki fjölbreytt flóra og það ætti að vera létt verk og ódýrt að gefa út borgarritaratal!" Það er sérstakt að feðgar skuli gegna sama embætt- inu. „Já, það er dálítið merkilegt að við skulum hafa verið í sama embætti, ég og faðir minn. Hins vegar hafnaði ég því að starfa hjá borginni á meðan hann gegndi þar embætti og ég tók við sem skrifstofustjóri borgarstjórnar tveimur árum eftir lát hans.“ Hefur starf borgarritara tekið breytingum á þeim tíma sem þú hefur gegnt því? „Já, það þróast og breytist í tímans rás, eins og önnur störf, þó það sé í eðli sínu eíns. Áhersl- urnar eru kannski misjafnar, sem getur helgast af því að hver borg- arstjóri hefur sinn sérstaka stjómunarstíl.“ Felst mikil breyting í því fyrir þig að taka nú við starfi ríkislög- manns? ►•Jón G. Tómasson lætur senn af embætti borgarritara og tekur við embætti ríkislög- manns. Jón Gunnar fæddist þann 7. desember árið 1931 í Reykjavík, sonur hjónanna Tómasar Jónssonar borgar- lögmanns og Sigríðar Sigurð- ardóttur Thoroddsen. Hann lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla íslands árið 1957 og stundaði framhaldsnám við Columbia University í New York. Jón hóf störf hjá Reykjavíkurborg sem skrif- stofusljóri borgarstjórnar árið 1966, árið 1979 varð hann borgarlögmaður og hefur gegnt embætti borgarritari síðastliðin tólf ár, eða frá 1982. „Breytingin er mjög mikil og þessi embætti eru í eðli sínu mjög ólík. Stjórnunarþátturinn er lítill í embætti ríkislögmanns, heldur fæst ríkislögmaður fyrst og fremst við lögfræðina sjálfa, sér um málflutning fyrir ríkisvaldið og gefur lögfræðilegar álitsgerð- ir. Mig hefur lengi langað að fást meira við slík störf, en ég er búinn að fara víða á velli lögfræð- innar. Ég byijaði sem fulltrúi hjá borgardómara og var um tíma lögreglustjóri í Bolungarvík. Ég hef ekki spreytt mig á að kenna lögfræði, en reyndar er ég próf- dómari í stjórnskipun- arrétti við Háskóla Is- lands.“ Þú hefur starfað við hlið margra borgar- stjóra, sem hafa haft ólíkar áherslur í stjórnmálum. Þarftu ekki lengur að leita diplómatískra lausna eftir að þú tekur við embætti n'kislögmanns? „Mér skilst að það sé nú stund- um þörf á því að ríkislögmaður sé diplómat, en þar verð ég auð- vitað ekki í daglegu návígi við stjórnmálin," svarar Jón og, hlær við. „Ég hef starfað með öllum borgarstjórum frá því að Geir Hallgrímsson gegndi því starfi, eða sjö talsins. Samstarfið við borgarstjóra er mjög náið, en auk þess vinnur borgarritari einnig með öðrum kjörnum fulltrúum úr öllum flokkum. Þessi ár hjá Reykjavíkurborg hafa verið mjög lærdómsrík, en égvhlakka mjög til að taka við embætti ríkislög- manns þann 1. desember, enda mín ákvörðun og ekki annarra að sækja um embættið.“ Gott fyrir mig og borgina að breyta til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.