Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 19

Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 19 ERLEIMT . _ Reuter EDMUND Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands, fyrir framan kosningaspjald með mynd af honum og Theo Waigel, fjármála- ráðherra Þýskalands. Flokkur þeirra, Kristilega sósíalsamband- ið, vann sigur í kosningunum í Bæjaralandi á sunnudag og hefur haft meirihluta þar í 32 ár. CSU sigrar í Bæjaralandi en Frjálsir demókratar tapa enn einu sinni Kosningarnar túlk- aðar sem blendin skilaboð til Kohls Bonn. Reuter. KOSNINGARNAR til þings Bæjaralands á sunnudag eru bæði sigur og ósigur fyrir stjórn Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, og enn er óvíst hvort stjórnin haldi velli í kosningunum til sambandsþingsins 16. næsta mánaðar. Kristilega sósíalsambandið (CSU), systurflokkur Kristilegra demókrata (CDU) Kohls, vann sigur í Bæjaralandi en hinn stjórnarflokkur- inn, Fijálsir demókratar, fékk aðeins 2,8% atkvæða og engan mann kjör- inn. Þetta er sjöundi ósigur Fijálsra demókrata í röð í kosningum til fylk- isþinga og Evrópuþingsins frá því Klaus Kinkel utanríkisráðherra tók við formennsku í flokknum í fyrra. Kristilega sósíalsambandið fékk 52,8% atkvæða í kosningunum, en var með 54,9% í síðustu kosningum árið 1990. Flokkurinn hafði 10 pró- sentustiga minna fylgi í fyrra, ef marka 'má skoðanakannanir, og hef- ur því sótt í sig veðrið að undanförnu eins og Kristilegir demókratar. Enn er óvíst hvort Fijálsir demó- kratar fái nógu mörg sæti á þinginu í Bonn 16. október til að stjórn Kohls haldi velli. Haldi stjórnarflokkarnir ekki meirihluta sínum þykir líklegt að Kristilegir demókratar myndi „stóra samsteypustjóm" með Jafnað- armannaflokknum, þótt báðir flokk- arnir hafni þeim möguleika fyrir kosningarnar. „Helmut Kohl getur vissulega túlk- að síðasta prófsteininn fyrir kosning- amar 16. október sem stuðning við stefnu sína. En það er ekki mikils virði ef samstarfsflokkurinn tapar,“ sagði í forystugrein Berliner Zeitung í gær. Það eykur enn óvissuna að ný skoð- anakönnun bendir til þess að fylgi Ftjálsra demókrata hafí aukist um eitt prósentustig frá samskonar könn- un fyrir viku og sé nú komið í 7%. Fylgi Kristilegra demókrata hafi hins vegar minnkað um tvö prósent, í 41%. CDU aðstoði jafnaðarmenn Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði í forystugrein í gær að Kristi- legir demókratar ættu að hvetja stuðningsmenn sína í Austur-Berlín til að styðja jafnaðarmenn í kosning- unum til að koma í veg fyrir að Flokkur lýðræðislegs sósíalisma, flokkur fyrrverandi kommúnista, fengi sæti á þinginu í Bonn. Slíkt myndi áuka mjög líkurnar á því að stjórn Kohls héldi velli. Flestir telja þó að flokkurinn fái nokkra þing- menn kjörna. Jafnaðarmannaflokkurinn ' fékk 30% atkvæða í kosningunum í Bæj- aralandi, hafði 26%. Repúblikana- flokkurinn, sem var með allt að 8% fylgi á landsvísu samkvæmt skoð- anakönnunum fyrir tveimur árum, fékk aðeins 3,9%. Kona sænska njósnarans Stigs Berglings lýsir flótta þeirra V erðir vildu ekki ónáða þau á ná- inni samverustund Stig Bergling Elisabeth Sandberg Stokkhólmi. Reuter. ELISABETH Sandberg,' kona njósnarans Stigs Berglings, kom fram í sjónvarpi á sunnudag og skýrði þar frá því hvernig hún aðstoðaði mann sinn við að flýja. Þótti frásögnin gefa bestu reyfurum í engu eftir. Bergling var dæmdur í lífstíðar fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna meðan hann var starfsmaður sænsku öryggislögreglunn- ar. Hann var sakaður um að hafa látið Rússum í té nær allar varnará- ætlanir Svía. Berglind hafði afplán- að um 10 ár af refsivist- inni er honum tókst að flýja úr landi. Notaði hann heimsókn til konu sinnar í Stokkhólmi árið 1987 til þess en Sand- berg lýsti flóttanum og undirbúningi hans í klukkustundar löngu sjónvarpsviðtalinu. Sandberg og Bergling höfðu verið gift í um það bil ár er hann flýði. Aætlunin um flóttann, sem þótti meiriháttar áfall fyrir sænsku stjórn- ina, var einföld. „Við fór- um úr íbúðinni, settumst út í bíl og ókum á brott,“, sagði hún. í ljós hefur komið að verðir fylgdust ekki grannt með íbúðar- húsinu því þeir vildu ekki ónáða Sandberg og Bergling á náinni samverustund þeirra. „Það er ein- falt að flýja ef undirbúningurinn er góður,“ sagði Sandberg en bætti við að flóttinn hefði farið út um þúfur ef öryggisverðir hefðu séð til þeirra er þau yfirgáfu íbúðina. Sandberg lýsti því hvernig hún hefði 16 ára gömul orðið ástfangin í Bergling og tekið síðar upp sam- band við hann eftir að hann hafði verið dæmdur fyrir njósnir. „Hvern dreymir ekki að komast undan? Þetta var svolítið ævintýri og gam- an,“ sagði hún um flóttatilraunina. Sandberg sagðist hafa búist við nokkrum spennandi dögum með njósnara en vera svo komin til tölu- lega fljótt aftur til barna sinna. í staðinn beið hennar sjö ára barn- ingur á flótta undan réttvísinni. „Eg var auðtrúa, of barnaleg, og hefði aldrei farið út í þetta hefði ég gert mér grein fyrir afleið- ingunum. Ég hélt ég gæti sent póstkort til baka eftir viku,“ sagði hún. Fljótlega kárnaði gamanið og hún komst fyrr en varði að því að líf eiginkonu gagnnjósnara er ekki dans á rósum eða kampavíns- og kavíarveislur. Tortryggni GRU Frá íbúð Sandberg héldu þau Bergling með ferju til Álandseyja og knúðu fyrirvaraiaust að ’dyrum á heimili rússneska ræðismanns- ins. Þaðan lá leiðin til rússneska sendiráðsins í Helsinki og loks til Moskvu þar sem þau gáfu sig fram við leyniþjónustu sovéska hersins, GRU. „Lengi vel taldi GRU að við sigldum undir fölsku flaggi, að við hefðum verið send af sænsku leyni- þjónustunni, Sápo. Þeir trúðu því ekki að njósnari hefði átt svo auð- velt með að komast úr landi,“ sagði Sandberg. Hún sagði að fulltrúi GRU hefði tekið frá sér myndir af börnum hennar og sagt að henni væri fyr- ir bestu að gleyma þeim því hún ætti aldrei eftir að sjá þau aftur. Ári eftir flóttann fluttust Berg- ling og frú til Búdapest, þar sem þau þóttust vera rússneskir gyð- ingar, og þaðan til Líban- ons. „Það er þægilegt að losa sig við njósnara og nöldursama konu hans þangað því margir týna lífi þar sem stríð geisar," sagði Elisabeth Sandberg í sjónvarpsviðtalinu. Hjá Jumblatt í Líbanon dvöldust þau hjá Wgjid Jumblatt, leið- toga Drúsa, sem átti góð samskipti við yfirvöld í Sovétríkjunum sálugu. Hann hefur látið svo um mælt að hann hafi talið sig vera að gera vinum sínum í sovéska komm- únistaflokknum greiða með því að skjóta skjólshúsi yfir breskan bún- aðarfræðing, sem síðar reyndist vera sænskur njósnari. Eftir nokkurra ára vist í Líbanon fengu þau vísbendingar um að þar yrði þeim tæpast vært. Töldu þau betra að vera í sænsku fangelsi en í stöðugri lífshættu, ákváðu því að flýja og komust vandræðalaust um borð í feiju sem flutti þau úr iandi. Neitaði Sandberg að segja frá því hvernig þau voru aðstoðuð við að flýja. Sjö árum eftir flóttann frá Svíþjóð voru þau aftur komin til Stokkhólms. „Ég hélt að ég yrði handtekin er ég kæmi út úr flugvélinni og færð í fangelsi. Síðan yrði ég leidd fyrir rétt og dæmd,“ sagði hún. „Mér til mikillar undrunar varð reyndin önnur.“ Var Sandberg lát- in óáreitt en eiginmanni hennar var hins vegar stungið aftur á bak við lás og slá þar sem hann mun afplána það sem eftir er af lífst- íðarrefsingunni. ELFA VORTICE I VIFTUR TIL ALLRA NOTA! margar gerðir inn- og útblástur lönaðarviftur Ótrúlegt úrval Þakviftur Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 — S 622901 og 622900, | jBog Vi/Isl/Isl/Isl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.