Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 30

Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNING + Svanhildur Hjaltadóttir fæddist í Hafnar- firði 10. júní 1960. Hún lést á Landspít- alanum 18. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hjalti Ornólfs- son og Guðrún Val- garðsdóttir til heim- ilis í Hafnarfirði. Systur Svanhildar eru Helga, Guð- björg Þóra, Anna María og Valgerður Ósk. Svanhildur var gift Tryggva Guð- mundssyni og bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn, Thelmu Lind, f. 1983, og Ómar, f. 1988. Svanhildur starf- aði hjá Sparisjóði Vélstjóra. Ut- för hennar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag. Jarðsett verð- ur í Hafnarfjarðarkirkjugarði. LÍFIÐ er hverfult. í dag verður til moldar borin Svana systir mín. í blóma lífsins er hún hrifin burt frá eiginmanni sínum og tveimur ungum börnum. Mörgum spurningum er ósvarað. Hver er tilgangur lífsins. Hún sem hafði alltaf verið svo hraust, greindist með illkynja sjúk- dóm fyrir réttu ári. Lengi var von, en undir það síðasta var ljóst hvert stefndi. Svana eins og við kölluðum hana, var þriðja í röðinni af okkur fimm systrum. Hún er allt í einu horfin okkur, en ég veit að nú líður henni vel, og Guð hefur tekið vel á móti henni. Minningarnar leita á hugann. Það var mjög mikið samband á milli fjöl- skyldna okkar. Við dvöldum saman á sumrin á Laugarvatni. Einnig heimsótti Svana okkur oft til Dan- merkur, þegar við Karsten bjuggum þar, og síðar einnig Tryggvi. Eitt sumarið fór hún með okkur hjónum til Tékkóslóv- akíu. Einnig er mér sérstaklega minnis- stætt þegar hún var hjá okkur eitt sumarið í Danmörku, er hún beið unnusta síns, sem sigldi þá sem stýrimað- ur fyrir danskt skipafé- lag. Það voru fyrstu kynni okkar af Tryggva. Þá fór hún með honum í siglingu til Ijarlægra Ianda. Árið 1983 eignuðust þau Thelmu Lind og síðar Ómar 1988; sólargeislana sína, og lífið var bjart. Þau fóru til Danmerkur árið 1988 og voru þar í þijú ár. Þeirra var sárt saknað á meðan. Þegar heim kom, tók hún við sínu fyrra starfi hjá Sparisjóði vélstjóra og var mjög ánægð þar. Það er mikill missir fyrir okkur öll að hún er ekki lengur -meðal okk- ar, en minningin um Svönu er geymd í huga okkar. Megi Guð styrkja litlu fjölskylduna í Hlíðargerði og elsku pabba og mömmu, systur mína og alla þá sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hennar. Helga systir. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir,- þetta gamla orðtak á svo sannarlega við núna þegar Svana er dáin, hún Svana hans Tryggva eins og við sögðum alltaf. Tryggvi hafði verið í siglingum erlendis um árabil, en þegar hann kynnti þessa indælu ungu stúlku fyrir fjölskyld- unni vissum við að hann var kominn heim. Við sem bjuggum úti á landi nutum oft gestrisni þeirra þegar við fórum suður, alltaf var nóg pláss fyrir alla, fjöldinn virtist ekki skipta máli. Þau eignuðust tvö börn, Thelmu Lind og Ómar, og voru samhent um uppeldi þeirra eins og allt annað. Svana vann lengst af hjá Spari- sjóði vélstjóra, við vitum að hún hlýtur að hafa verið góður starfs- kraftur svo samviskusöm og heiðar- leg sem hún var, enda vann hún meðan þrekið entist, orðin fársjúk. Starfssystkini hennar eiga þakkir skildar fyrir hvernig þau reyndust henni alla tíð. Þegar Tryggvi fór í langt nám studdi Svala vel við bakið á honum, seinna fór öll fjölskyldan til Dan- merkur meðan hann lauk við námið. Þau voru komin aftur heim í Breiðholtið þegar Svana veiktist af krabbameini, hún fór í stóran upp- skurð og við báðum þess öll að tek- ist hefði að komast fyrir meinið. í fyrra festu þau kaup á fallegu einbýlishúsi í Hlíðargerði og fram- tíðin blasti við þeim en þá tóku veikindi Svönu sig upp aftur og nú hófst baráttan. Það var ótrúlegt hvað mikill dugur var í þessari litlu, grönnu konu, við tengdafólk hennar dáðumst að því hve mikil hetja Svana var eftir að sjúkdómurinn heltók hana, aldrei heyrðum við æðruorð né örvinglan frá henni, hún var alltaf sama Ijúfa, brosmilda stúlkan þar til yfir lauk. í sumar þegar þau fengu að vita að engin von var um bata heldur spurning hve margar vikur eða mánuði hún ætti eftir var tekið á málunum af mikilli skynsemi og Svana tók fullan þátt í því. Tíminn sem þau áttu eftir var vel notaður til að gera þeim þetta sumar sem bærilegast og það tókst framar öll- um vonum. Við sem eigum aðeins fallegar minningar um Svönu, berum harm í hjarta vegna hennar sem ekki fékk að lifa það að sjá börnin sín vaxa úr grasi, eins og hver móðir þráir heitast. Elsku Thelma og Ómar, nú er mömmu ykkar batnað og henni líð- ur vel hjá Guði. Tryggvi, foreldrar, systur og aðr- ir vandamenn, sorgin er gjöf Guðs, því að þeir einir geta syrgt sem hafa elskað og þeir einu missa mik- ið sem mikið eiga. Blessun Guðs fylgi ykkur. En verði, Guð, þinn vilji þó veg þinn ei ég skilji, ég fús hann fara vil. Þó böl og strið mig beygi, hann brugðist getur eigi, hann leiði sælulandsins til. (Guðm. Guðm.) Tengdafólk. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs y kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. Ég kveð nú elskulega vinkonu mína með miklum söknuði, því það stóra skarð sem hún fyllti með yndis- legri framkomu sinni og hreinu hjarta verður ekki fyllt aftur. Ég mun minnast hennar alla tíð fyrir það hversu hreinlynd hún var og það að aldrei brá skugga á okkar samband. Ég sit hér ein í garði minninganna og efst í huga mér er það hversu einlæg sú vinátta var. Minningar um liðnar stundir koma nú fram hver af annarri og vil ég þakka henni' þær. Ég kynntist Svönu þegar ég var nýflutt til Hafnarijarðar, þá sautján ára gömul. Við tókum tal saman og komumst að því að við vorum fædd- ar á sama degi, sama ári og sama spítala og það var sterkum böndum sem við bundumst þá sem aldrei slitnuðu. Ég minnist löngu símtalanna okk- ar þar sem við bárum saman bækur okkar um barnauppeldi, enda börnin okkar á svipuðu reki. Svana kynntist góðum manni og traustum, Tryggva Guðmundssyni, og átti með honum tvö börn, Thelmu Lind og Ómar, sem nú sjá á eftir móður sinni ungri að árum. Ég votta fjölskyidu hennar mína dýpstu samúð við þennan mikla missi. Magnea Þ. Ingvarsdóttir. SVANHILDUR HJAL TADÓTTIR + 01ga Árnason, fædd Johansen, var fædd á Reyðar- firði 7. desember 1908. Hún andaðist á dvalarheimili aldraðra, Huldu- hlíð á Eskifirði, 16. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Rolf Johansen, kaup- maður og útgerð- armaður á Reyðar- firði, f. 14. janúar 1874, d. 3. maí 1950, og kona hans Kitty Överland Johansen, f. 23. apríl 1876, d. 26. febrúar 1930. Þau voru bæði ættuð frá Sta- vanger í Noregi. Olga var yngst sjö systkina, sem upp komust og eru nú aðeins tvö þeirra eftir á lífi, Aagot Vilhjálmsson og Hákon Johansen. 6. desem- ber 1931 giftist Olga Óskari Árnasyni rafvirkjameistara, f. 8. apríl 1904, d. 19. febrúar 1959. Foreldrar hans voru Árni Jónsson trésmiður og kona hans, Guðbjörg Sigurðardóttir. Olga og Óskar eignuðust fjórar dætur: Kittý, gift Sverri G. Ásgeirssyni vélstjóra, eiga þau sex börn; Guðbjörg, gift Krist- jáni Jónssyni rafvirkjameist- ara, þau eiga fjórar dætur; Olga Elísa, var gift Robert Lundberg skipstjóra, þau eiga þrjú börn; Dagmar, gift Garð- ari Eðvaldssyni útgerðar- manni, þau eiga fimm börn. Útför Olgu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. ÞAÐ VAR mín gæfa er ég var, ung að aldri, tekin til fósturs á heimili Johansen-hjónanna og fékk að alast upp hjá þeim sem væri ég þeirra eigin dóttir. Fóstursystkinin tóku mér sem systur og rofnaði það samband aldrei, meðan líf entist. Mest samband var þó frá fyrstu tíð á milli okkar Olgu, þar sem áldursmunur var minnstur. Við áttum yndislega æsku saman á Reyðarfirði, þar sem við lifðum áhyggju- lausu lífi við leik og störf á því menningar- heimili, sem heimili okkar var. Og ekki dvínaði vinátta okkar, eftir að við giftumst og sett- umst að í iieykjavík. Síðan fluttu Olga og Óskar til Seyðisfjarðar 1943 og áttu dætur þeirra sín æsku- ár þar, í skjóli ástríkra foreldra. Við höfðum nokkrar vinkonur byrjað með spilaklúbb sem ungar konur, og eftir að Olga og fjöl- skylda fluttu aftur til Reykjavíkur árið 1957, var þráðurinn tekinn upp að nýju og áttum við margar ógleymanlegar stundir saman, með- an heilsa Olgu leyfði. Við hinar höldum enn hópinn og minnumst þá elsku Olgu. Eru kærar kveðjur færðar frá þeim að leiðarlokum. Olga var í miklu uppáhaldi hjá minni fjölskyldu allri, var ávallt sem besta frænka og fjölskylduvinkona. Olga var vel gefin, kát og skemmtileg, hafði góða söngrödd og gaman af að spila á píanó. Eftir að Olga varð ekkja, fór hún að vinna ýmis störf utan heimilis, en lengst vann hún hjá Pósti og síma, við talsamband við útlönd, þar sem hún naut sín mjög vel, en varð að hætta vegna aldurs 1979. Er þau komu frá Seyðisfirði, keyptu þáu íbúð á Hringbraut 41. Bjó hún þar áfram, eftir að hún varð ein, allt þar til veikindin báru hana ofurliði. Síðustu árin dvaldi hún á dvalarheimili aldraðra á Eski- firði, en þar býr Dagmar, yngsta dóttir hennar, sem annaðist hana eftir bestu getu í veikindum hennar. Nú er Olga komin til manns sins, sem andaðist langt um aldur fram. Blessuð sé minning þeirra beggja. Hvíli hún í friði og hafi þökk fyrir allt og allt. Dætrunum öllum og fjölskyldum þeirra bið ég Guðs blessunar. Hildur E. Pálsson. Þó svo að amma hafi dáið daginn áður en brúðkaup mitt fór fram gat ég ekki verið hrygg yfir fráfalli hennar. Síðustu tvö til þijú árin hefur hún lifað í þögn, vegna talerf- iðleika, sem lögðust þungt á hana. Amma átti erfitt með að sætta sig við að vera upp á aðra komin, því hún var mjög vönd að virðingu sinni. Ég var því fegin að hún fengi loks hvíld. Amma Olga var stundum kölluð „amma með bláa hárið“. Það helgað- ist af því að þegar hún kom í heim- sóknir til okkar á Eskifjörð þá sér- staklega ef eitthvert tilefni var, s.s. ferming, þá var hún að sjálfsögðu búin að fara í lagningu. Þar sem hárið var grátt kom á það blár blær þegar búið var að setja í það hárlagn- ingavökvann og tilheyrandi lakk. Amma var alltaf vel til fara, ávallt naglalökkuð og með fallega skart- gripi, lagt hár og iðulega var hún með hatt sem var í stíl við kápuna. Þegar ég var 15 ára fór ég suður til að sækja skóla. Þá flutti ég í ris- herbergi sem fylgdi íbúðinni hennar ömmu á Hringbrautinni. Þetta höfðu tvær eldri systur mínar líka gert á sínum tíma. Amma tók því við upp- eldinu á okkur þegar foreldrarnir slepptu takinu. Það sem ég fann fljótlega fyrir í fari ömmu var að hún treysti manni í einu og öllu. Þegar maður kom heim seint að kvöldi var hún venjulega farin upp í rúm að lesa dönsku blöðin. Það var eitt einkenni á ömmu að lesa Hjem- met og Familie Journal og ráða allar krossgátur villulaust. Gjarnan settist ég hjá henni inni í herbergi og sagði henni frá viðburðum dags og kvölds, hún krafðist aldrei upplýsinga, en samt hafði ég þörf fyrir að segja henni frá. Ef þannig lá á henni sagði hún sögur af sínum unglingsárum á Reyðarfirði þar sem drengirnir komu frá Eskifirði á árabátum til að sækja stelpurnar á dansleik. Amma Olga var mjög víðförul manneskja, það leið varla svo árið að hún brygði ekki undir sig betri fæti og héldi út í lönd. Hún var vel að sér í tungumálum og átti því auðvelt með að bjarga sér hvar- vetna. Þegar ég hujgsa til baka þá finnst mér eins og Island hafi verið of lítið fyrir ömmu. Hún þurfti að fræðast og kynnast öðrum menning- arsvæðum. Mér fannst amma alltaf njóta sín best í selskap, henni fannst mjög gaman að fara í veislur og hafði fyrir því að líta vel út, fót- og handsnyrting, lagning og stundum nýr kjóll. Hún fékk líka alltaf at- hygli, gat hlegið dátt og var ávallt vel með á nótunum enda „ryksug- aði“ hún blöðin á hveijum degi. Sem ég skrifa þessar línur er ég í peysu af ömmu sem ég fékk fyrir nokkrum árum, en það kom oft fyr- ir að einhver af okkur stelpunum, barnabörnunum hennar ömmu, fengi lánuð föt hjá henni ef eitthvað sér- stakt var um að vera. Amma átti alltaf eitthvað í skápunum sem pass- aði vel. Þegar maður minnist ömmu man maður bara það sem var já- kvætt í fari hennar. Hún hafði eitt- hvert lag á að láta fólk snúast í kringum sig, það var einhvers konar ósögð tilætlunarsemi sem manni gat gramist, en var fljótur að fyrirgefa henni án þess að vita af hverju. Elsku amma, ég minnist þess þeg- ar ég í fyrsta sinn fór á óperu með þér, einnig hve vel þú tókst alltaf undir allar uppástungur um ferðir út í ísbúð, hve marga bismark- OLGA ARNASON Kveðja frá starfsfélögum í Sparisjóði vélsljóra í dag kveðjum við með söknuði og trega Svanhildi Hjaltadóttur eða Svönu „litlu" eins og hún var alltaf kölluð. Svana hóf störf hjá Sparisjóðnum í september 1984 og starfaði þar síðan að undanskildum þrem árum er fjölskyldan dvaldi í Danmörku. Það er óhætt að segja að slíkur starfsmaður sem Svana var sé hveiju fyrirtæki happafengur. Það var al- veg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt leysti hún með miklum ágætum og stakri samviskusemi. Við eigum erfitt með að sætta okkur við að missa hana í blóma lífsins, annan eins gleðigjafa og hún var. Alltaf var stutt í hláturinn og fann hún broslegu hliðina á mörgu án þess að særa neinn. Á síðasta ári festu þau Tryggvi kaup á draumahúsinu í Hlíðargerði 13. Talsverðan skugga bar á gleði þeirra þegar Svana fór að kenna sér meins af þeim sjúkdómi sem að lok- um bugaði hana. Svana fór í gengum strangar rannsóknir og lyfjagjafir. Hún sýndi af sér einstakan baráttu- vilja og bjartsýni og trúði á krafta- verk frarw á síðustu stundu. Hún mætti alltaf brosandi til vinnu þó sárþjáð væri og aldrei heyrðum við hana kvarta. Síðasta heimsókn Svönu í spari- sjóðinn gleymist seint. Hún hafði talað um að hana langaði að heim- sækja okkur og lét hún verða af því í byijun þessa mánaðar. Sá grunur læddist að okkur að Svana væri komin til þess að kveðja okkur og sýnir það vel hvern mann hún hafði að geymá. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Við starfsfólk Sparisjóðs vélstjóra vottum Tryggva, Thelmu og Ómari svo og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð og megi Guð vernda þau og leiða um ókomna framtíð. bijóstsykurspoka ég keypti fýrir þig og hve glöð ég varð þegar ég kom þér af þeim ósið að reykja þínar Salem-sígarettur í rúminu yfir spennandi sögum í Hjemmet!_Þú ættir að vita það, amma, að nú síð- ustu daga er ég farin að lakka á mér neglurnar og hugsa ailtaf til þín við þá iðju. Takk fyrir þau ár sem við áttum saman. Það er ótrúlega margt sem þau hafa kennt mér þegar að er gáð. Líði þér sem best, amma mín. Arna Garðarsdóttir. I gegnum lífsins æðar allar, fer ástargeisli, Drottinn, þinn, í myrkrin út þín elska kallar, og allur leiftrar geimurirtn, og máttug breytast myrkraból í morgunstjömur, tungl og sól. (M. Joch.) Mig langar að minnast elskulegr- ar frænku með nokkrum orðum. Milli okkar Olgu ríkti svo sérstakt samband - við vorum á margan hátt svo nátengdar. í huga mínum ríkir umfram allt þakklæti, fyrir allt, sem hún var mér og mínum, já, þakklæti fyrir þann umvefjandi kær- leik og umhyggju, sem hún ávallt sýndi mér. Elsku Olga var fóstursystir minnar heittelskuðu móður, sem nú kveður ekki eingöngu systur, heldur eina sína bestu vinkonu, frá fyrstu tíð. Því var það okkur mömmu ómet- anlegt, er við, síðastliðið sumar, flugum austur, til að heimsækja elsku Olgu, um leið og mamma sýndi mér æskustöðvar þeirra. Já, það var margs að minnast og auðvitað nafn Olgu í nær hverri setningu. Og þar kvöddum við okkar hjartkæru Olgu í eiginlegri merkingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hrafnhildur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.