Morgunblaðið - 27.09.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.09.1994, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 IDAG MORGUNBLAÐIÐ HRABLESTRARNÁHISKEIÐ Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð? Viltu lesa meira af góðum bókum? Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrar- námskeið sem hefst fimmtudaginn 13. október nk. HHAt)IJESnW^SKÓIJNN Hvíld og hressing við hringveginn Hótel Vík er nýtt hótel í Vík í Mýrdal - 3ja klst. akstur frá Reykjavík. "Rúmgóð og einkar þœgileg 2ja manna herbergi með sturtu og salerni. Morgunverðarsalur erfyrir 50 manns. Aðrar veitingar eru í Víkurskála, rétt hjá. Stóifínt hótel ífallegu umhverfi. Látið fara vel um ykkur í Hótel Vík! Víkurskáli, 870 VIK ÍSLAND/ICELAND SÍMI/PHONE: 354-(9)8-71480 FAX/TELEFAX: 354-(9)8-71418 TILBOÐ! 27. sept. - 8. okt. BONUS! Viðskiptavinir sem versla fyrir kr.10.000- eða meira fá körfu af BABY NATURALS kremi, húðmjólk og sjampói fyrir börn. Nova barnavagn, kerra og burðarrúm Bjóðum Sobrinca rimlarúm með 30% afslætti Húfur og parketsokkar 20(í afsláttur af pelum, snuðum og öðrum Tommee Tippee smávörum IQqOQ Barnavöruverslun, Rauðarárstíg 16, sími 610120 Regnhlífarkerra með 6 bakstillingum og hlífðarplasti COSPER Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gæludýr Týndur köttur LÍTIL grá angórublönduð læða með hvítt trýni, bringu og loppur hvarf frá Breiðvangi 16 sl. mánu- dag. Þegar hún fór var hún með rauða hálsól. Hafí einhver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 653319. Týndur páfagaukur GRÁR dísarpáfagaukur tapaðist frá Engihjalla fyrir rúmri viku. Viti einhver um gauksa er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 46584. HÖGNIHREKKVÍSI SKAK II m s j 6 n Margeir Pétursson ÞETTA skemmtilega enda- tafl með mislitum biskupum kom upp á kvennameistara- móti Bandaríkjanna í ár. Ir- ina Levitina (2.425) hafði hvítt en Beatrize Marinello (2.220) var með svart og átti leik. Levitina, sem er stórmeistari í kvennaflokki, var að enda við að gleypa baneitrað peð, lék 34. Bf4xh6?? og gaf kost á stór- kostlegum vinningsleik: sjá stöðumynd Marinello lék 34. - Kf7? og eftir 35. e4 - f5 átti svart- ur að geta haldið jafntefli, en hún gerði sig seka um fleiri mistök og endaði með því að tapa skákinni. í stað- inn gat hún leikið 34. - Be4l! og hvítur getur gefist upp, því svarta b-peðið verð- ur óumflýjanlega að drottn- ingu, jafnvel þótt það eigi flóra reiti eftir upp í borð. Það er súrt í brotið að leika af sér vinningi og ennþá verra að missa af leik sem gæti sómt sér vel í kennslu- bókum um endatöfl. Víkveiji skrifar... að er ánægjulegt að fara um sjávarþorpin þijú á Suður- landi, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Sérstaka athygli vekur, hvað þessi litlu byggðarlög eru orð- in snyrtileg á allan hátt. Þar er mikið um gömul hús, sum eru frá því í upphafi aldarinnar, sem hafa bersýnilega verið endurnýjuð eða endurbyggð og njóta sín vel þrátt fyrir háan aldur. Þessi byggðarlög eru svo skammt frá höfuðborgarsvæðinu, að auðvelt er að sækja vinnu í höfuðborginni daglega, þótt búið sé fyrir austan. Fjarlægðin er ekki meiri en svo, að erlendis þykir sjálfsagt mál að sækja vinnu daglega ekki lengri leið. En jafnframt eru þessi þijú þorp og þá sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakki þannig í sveit sett að þau eru ekki í alfaraleið. Þar má því búast við sæmilegum friði og ró. Víkveiji spáir því, að á næstu árum komist það í tízku að búa á þessum stöðum, þótt starfsvett- vangur sé á höfuðborgarsvæðinu. Framboð Péturs Blöndals í próf- kjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer í október- mánuði, vekur athygli. Yfirleitt eiga þátttakendur í próflcjörum að baki langt starf innan viðkomandi flokka. Við og við koma óvæntir frambjóðendur fram á sjónarsviðið. Pétur Blöndal er einr. þeirra. Hann hefur vakið eftirtekt á undanförn- um árum fyrir óhefðbundnar skoð- anir. Framboð hans til bankaráðs Islandsbanka sl. vor markaði tíma- mót. Þá var í fyrsta sinn beitt nú- tímalegum aðferðum til þess að safna atkvæðum fyrir aðalfund í stórfyrirtæki. Á þeim aðalfundi hlaut Pétur Blöndal afgerandi kosn- ingu. Fróðlegt verður að sjá, hver árangur hans verður í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þess eru dæmi að þeir, sem koma utan frá, ef svo má að orði komast, nái miklum árangri og skjótum frama, en það er ekki hlaupið að því að ná kosningu við þær aðstæður. Alþýðuflokkurinn er í sérkenni- legri stöðu um þessar mund- ir. Fyrir einum og hálfum áratug vann flokkurinn einn mesta kosn- ingasigur í sögu sinni, í þingkosn- ingunum 1978 með því að beijast m.a. fyrir siðbót í íslenzkum stjórn- málum. Nú liggur flokkurinn eða öllu heldur einn ráðherra hans und- ir ásökunum um hæpnari stjórnar- athafnir en áður hafa þekkzt hér, a.m.k. um langt skeið. Það hlýtur að vera áleitið umhugsunarefni fyr- ir Alþýðuflokksmenn, hvort siðbóta- rumræðan frá árinu 1978 hafí lítið skilið eftir innan flokksins sjálfs. Á hinn bóginn er vert að minn- ast þess, að Alþýðuflokkurinn var á hinum fyrri viðreisnarárum sak- aður um að hygla eigin flokksmönn- um óhóflega mikið í embættaveit- ingum. Þær ásakanir voru gleymdar sjö árum eftir lok Viðreisnartíma- bilsins, þegar Alþýðuflokkurinn kom fram á sjónarsviðið, sem helzti málsvari siðbótar í íslenzkum þjóð- málum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.