Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 44

Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 44
44 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ „Víkingurínn, víkingurínn..." - hljómaði um Ruhr-leikvanginn í Bochum, eftirað Þórður Guðjónsson hafði gert sigurmark Bochum gegn Duisburg í þýsku 1. deildinni á föstudagskvöldið „Mikilvægasta markið sem ég hef skorað...“ ÞÓRÐUR Guðjónsson var að vonum himinlifandi eftir að hafa gert sigurmark Bochum gegn Duisburg á föstudag- inn. Liðinu hefur vegnað illa og sigurinn var því gríðar- lega mikilvægur. Markið var glæsilegt; knötturinn barst inn á markteiginn eftir horn- spyrnu, þar skaust Þórður fram eins og elding og skall- aði hann af krafti upp í þak- netið, óverjandi fyrir mark- vörðinn. Á myndinni aö neð- an fagna tveir samherjar Þórðar honum eftir að hann skoraði í einum af æfinga- leikjunum áður en deildar- keppnin hófst I Þýskalandi. ÞÓRÐUR Guðjónsson, markakóngur 1. deildar íslands- mótsins ífyrra, var f byrjunarliði Bochum f annað sinn á keppnistímabilinu á föstudagskvöldið, er liðið fékk Duis- burg í heimsókn í þýsku 1. deildinni. Hann nýtti tækifærið til fullnustu; lék vel og gerði eina mark leiksins, með falleg- um skalla þegar aðeins tæpar tvær mínútur voru til leiks- loka. Þetta var fyrsta mark Þórðar í þýsku deildinni, en hann gekk til liðs við félagið fyrir þetta keppnistímabil. „Víkingurinn, víkingurinn" hljómaði um Ruhr-leikvanginn eftir að flautað var til leiksloka og greinilegt var að áhang- endur Bochum liðsins voru ánægðir með íslenska marka- kónginn. „Þeir eiga svolítið erfitt með að bera nafnið mitt fram hérna, þannig að þeir kalla mig bara vfking- inn,“ sagði Þórður er Morgunblaðið sló á þráðinn til hans eftir leikinn á föstudagskvöldið. „Stemmningin var rosaleg eftir leikinn — ég verð að viðurkenna að ég fékk gæsahúð þegar fólkið kallaði svona til mín,“ sagði hann. Liði Bochum, sem er nýliði í deildinni, hefur gengið illa það sem af er. Liðið er í þriðja neðsta sæti með 4 stig eftir sjö leiki, Duisburg og 1860 Miinchen er í neðstu sætunum með 2 stig. Liðið tapaði stórt um síðustu helgi, 1:7 gegn Borussia Mönc- hengladbach þannig að nú var að duga eða drepast. Þórði gekk vel í æfingaleikjunum fyrir deildina en hefur ekki fengið mörg tæki- færi með liðinu síðan. Hann spilaði reyndar allan leikinn gegn Werder Bremen á útivelli á dögunum en lék síðan ekki aftur fyrr en á föstu- dagskvöldið. „Það var ótrúlega mikilvægt að sigra. Þjálfarinn hefði hætt ef við hefðum ekki unnið í dag. Hann sagði fyrir tveimur leikjum að ef við ynnum ekki annan hvorn af . tveimur næstu leikjum myndi hann hætta. Sá fyrri þessara leikja var 7:1 tap gegn Gladbach um síðustu helgi, þannig að nú urðum við að vinna.“ Stemmningin góð En hvernig skyldi stemmningin í hópnum hafa verið fyrir þennan leik, eftir svo stórt tap í leiknum þar á undan? „Stemmningin var mjög góð í hópnum. Við fórum strax á mið- vikudag í íþróttaskóla hér nálægt og vorum þar saman allan tímann fram að leik og það sýndi sig vel í leiknum hvað menn voru ákveðnir. Það var mjög góð barátia í liðinu og aldrei spurning hvort við mynd- um vinna eða ekki; aðeins spuming um hvenær markið kæmi,“ sagði Þórður. Lið Bochum byrjaði vel og sótti af krafti í fyrri hálfleiknum. Þórður átti þá glæsilegt þrumuskot að marki Duisburg, af um 25 metra færi, sem small í þverslánni. „Það hefði verið gaman að sjá á eftir boltanum inn þá,“ sagði hann. Þórð- ur var svekktur þegar knötturinn fór í slána, lagðist á hnén og gróf andlitið í höndum sér. En hann átti eftir að brosa, þegar á leið... Sigurmarkið Bochum fékk homspyrnu þegar um tvær mínútur lifðu af leiknum, knötturinn var sendur inn á mark- teiginn þar sem einn samheija ís- lendingsins framlengdi boltann aftur fyrir sig, Þórður skaust inn á markteiginn, henti sér fram og stangaði boltann í netið. Skallinn var fastur og óverjandi fyrir mark- vörð gestanna. Akurnesingurinn fagnaði með miklum tilþrifum og ekki voru félagar hans heldur að leyna gleði sinni. Hreinlega hrúg- uðu sér ofan á Þórð þar sem hann iá við endalínuna og brosti sínu breiðasta. „Þeir hanga alveg rosalega í manni hérna, en þarna náði ég að sleppa. Þetta var eiginlega í eina skiptið í leiknum sem ég náði að losa mig almennilega á þessu svæði. Ég er yfirleitt við fjærstöng- ina þegar við fáum horn,“ sagði Þórður um aðdraganda marksins. Það mikilvægasta Þú hefur skorað mörg mörk um dagana, en þetta hlýtur að vera með þeim mikilvægari? „Já, þetta er örugglega mikil- vægasta markið sem ég hef skorað — vegna þess hve rosalega mikil- vægt það er fyrir klúbbinn." Heldurðu að þetta breyti stöðu þinni hjá liðinu; að þú skulir koma inn, skora og að liðið sigri? „Já, það hlýtur að gera það. Þeir líta reyndar alltaf á mig sem ungan leikmann hérna, það eru ekki margir 21 árs leikmenn sem eru að spila í deildinni, þó þeir séu nokkrir, en þeir líta á mann efni- legan alveg til 23 eða 24 ára ald- urs, þannig að ég hef ágætan tíma til að sanna mig. Og ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. En þetta eykur vissulega sjálfstraustið — það er einmitt eitt það mikilvæg- asta í fótboltanum, að hafa sjálfs- traustið í lagi.“ Eftir sjónvarpstútsendingunni frá leiknum að dæma virtist þú alveg vera. með sjálfstraustið í lagi... „Já; maður verður að reyna að standa sig, annars verður maður bara undir í baráttunni." Þórður vissi kvöldið fyrir leik að hann yrði í byijunarliðinu. „Ég hafði því 24 tíma til að undirbúa mig. Vanalega er iíðið ekki til- kynnt fyrr en þremur tímum fyrir leik og þá er maður stressaður fram á síðustu stundu yfir því hvort maður er í liðinu eða ekki, og ef maður er í liðinu stressast maður upp fram að leik. Nú var ég stress- aður fyrst en var svo orðinn alveg í lagi þegar að leiknum kom. Var búinn að hafa nógan tíma til að róa mig.“ Eins dauði... Eins og áður segir hefur Boch- um liðinu gengið illa að undan- förnu. Þrátt fyrir það er mikil bar- átta um sæti í liðinu og Þórður hefur orðið að víkja. En eins dauði er annars brauð í atvinnumennsk- unni: „Holger Aden, sem skoraði þijú mörk í fyrstu fjórum leikjun- um okkar, meiddist mjög illa í vik- unni. Hann eyðilagði allt í öðru hnénu; fremra krossbandið slitn- aði, líka liðböndin og liðþófinn er ónýtur. Ef hann getur spilað aftur verður það í fyrsta lagi eftir ár,“ sagði Þórður. En að lokum; hvernig tilfinning skyldi það vera fyrir ungan mann sem er að byrja í atvinnumennsku að skora fyrsta mark sitt í deild sem þessari — mark sem er jafn- framt svo geysilega mikilvægt? „Alveg rosalegt — ég held það sé varla hægt að lýsa því. Maður verð- ur eiginlega bara að upplifa þetta sjálfur til að skilja hvernig tilfinn- ing það er,“ sagði Þórður. Hann sajgðist þreyttur eftir leikinn, enda mikil harka og „keyrsla" í leik sem þessum. En hann hefur væntan- lega lagst sæll og glaður til hvíld- ar. „Já, ég held ég sofi mjög af- slappað og rólega í nótt,“ sagði Akurnesingurinn ungi að endingu í símaspjallinu við Morgunblaðið á föstudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.