Morgunblaðið - 11.10.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKIMATTLEIKUR
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 B 3
Þriggja sólarhringa
ferðalag frá Úkraínu
hjálpaði Haukum
slKin krossbönd
ESSEN hefur orðið fyrir áfalli. Aleksandr
Túskin, sem meiddist illa gegn FH í Evrópu-
leik fyrir einu ári í Hafnarfírði — krossbönd
í hné slitnuðu, meiddist aftur í leik með
Essen um helgina og er talið að krossbönd-
in hafi gefíð sig aftur. Hann verður því frá
keppni fram í febrúar og menn óttast að
þessi srgalli leikmaður komi ekki til að ná
sér að fullu aftur.
Héðinn með
spelku
HÉÐINN Gilsson, landsliðsmaður hjá Diis-
seldorf, gengur nú með spelkur. Eins og
hefur komið fram þá gaf hásin sig. Eftir
tíu daga verður aftur tekin mynd af meiðsl-
um hans og kemur þá í Ijós hvað framhald-
ið verður, hann verður frá keppni í minnst
fjórar vikur til viðbótar.
Óskar við nám
ÓSKAR Ármannsson, fyrrum landsliðsmað-
ur úr FH, leikur með þýska 2. deildarliðinu
Ossweil, sem er eitt af efri liðum deildarinn-
ar. Óskar, sem stundar nám í íþrótttakenna-
raskóla við Stuttgart, hefur verið að skora
þetta þrjú til fjögur mörk í leik.
Morgunblaðið/Bjarni
Gústaf Bjarnason lók ágætlega um helglna og gerði samtals 19 mörk gegn Olympla SKA Lvlv.
Mikið
áfall
- sagði Theórdór Guð-
finnsson, þjálfari
ÍSLANDSMEISTARAR Víkings
eru úr leik í Evrópukeppni
kvenna í handknattleik. Víkingur
vann fyrri leikinn gegn Kultur
Onni* í AnLnrn n lmiMnv>4n#<!r>n
HAUKAR tryggðu sér áfram-
haldandi þátttöku í Evrópu-
keppni félagsliða nokkuð auð-
veldlega, en liðið lagði úkra-
ínska liðið Olympia SKA Lviv í
tveimur leikjum f Hafnarfirði um
helgina. Fyrri leiknum lauk með
ellefu marka sigri Hauka 36:25,
en í síðari leiknum rétt mörðu
þeir sigur, 25:26, eftir að hafa
verið sjö mörkum undir í byrjun
síðari hálfleiks. „í fyrri leiknum
lékum við vel, sem lið, en stress-
ið náði tökum á mönnum í síð-
ari leiknum. En þegará reyndi
náði liðið upp baráttu og fór að
leika sem sterk liðsheild," sagði
Petr Baumruk þjálfari Hauka
eftir síðari leikinn.
Haukar sigruðu ótrúlega auðveld-
lega í fyrri leiknum, með ellefu
marka mun þegar upp var staðið.
Ukraínumennirnir
voru nýlega lentir,
Eiríksson ' flórum klukkutímum
skrífar áður. eftir þriggja
sólarhringa ferðalag
frá Úkraínu. Það sást á þeim að
þeir voru þreyttir, baráttan var nán-
ast engin og vörnin götótt. Haukar
hefðu hæglega getað unnið með
meiri mun, sjö hraðaupphlaup fóru
forgörðum, af sautján upphlaupum
sem liðið fékk í leiknum. Þorlákur
Kjartansson stóð sig frábærlega í
markinu, varði alls 22 skot í leiknum.
Gústaf Bjarnason var atkvæðamikill,
sérstaklega á kafla í fyrri hálfleik
þegar hann gerði sjö mörk í röð, en
alls gerði hann ellefu mörk í leiknum.
Baumruk átti einnig góðan dag, gerði
níu mörk.
Formsatriði eða hvað?
Það átti aðeins að vera formsatr-
iði fyrir Haukana að ljúka seinni
leiknum, en annað kom á daginn.
Úkraínumennimir mættu gallharðir
til leiks og náðu strax fjögurra marka
forskoti sem þeir héldu út hálfleik-
inn. í síðari hálfleik gerðu þeir þijú
fyrstu mörkin og vora skyndilega
komnir sjö mörkum yfír og í bullandi
séns, eins og einhver orðaði það. En
Haukar þéttu vömina í kjölfarið, tóku
sig á og minnkuðu muninn jafnt og
þétt. Fimm mörk í röð á kafla í síð-
ari hálfleik færði þeim eins marks
forskot, og náðu þeir með hörkunni
að sigra með einu marki. Kraftur
Úkraínumannanna þvarr eftir því
sem á leið, og þegar Haukar náðu
að minnka muninn misstu þeir neist-
ann, sem kviknað hafði í síðari hálf-
leik.
Gústaf og Baumrak voru marka-
hæstir með átta mörk og Þorlákur
varði fjórtán. Liðið sýndi mikinn kar-
akter með því að rífa sig upp sjö
mörkum undir, og knýja fram eins
marks sigur. Úkraínska liðið var
skipað gömlum jöxlum og spilaði
heldur þunglamalegan handknatt-
leik, í vörn og sókn. Hraði Haukanna
var líka það sem helst varð þeim fjöt-
ur um fót. Fyrirliðinn Victor Sidorts-
houk var bestur Olympiumanna,
gerði tíu mörk í seinni leiknum og
mörg hver ansi lagleg.
Vorum þreyttir
„Við vorum þreyttir, höfðum lítið
sofíð fyrir fyrri leikinn og náðum ekki
upp baráttu. Það var allt annar andi
í hópnum í síðari leiknum, enda vel
tekið á móti okkur. Haukar eru með
gott lið, hafa mikinn hraða og gott
leikskipulag. Vömin er þó ekki eins
góð og sóknin," sagði Victor Koujava
þjálfari Olympia SKA Lviv eftir leik-
inn. „Tapið í gær gerði það að verkum
að menn vildu sýna hvað í þeim býr.
En við vissum að það yrði rpjög erfítt
að vinna upp muninn, og leikmenn
höfðu ekki trú á því að þeir gætu
unnið þennan mun upp,“ sagði Victor
Sidorsouk fyrirliði Olympia.
„Það er gaman að byija aftur með
þessum hætti,“ sagði Þorlákur Kjart-
ansson markvörður Hauka sem lék
vel í báðum leikjunum, en hann tók
skóna aftur fram í haust og hefur
verið í marki Hauka síðan Bjami
Fróstason meiddist fyrir skömmu.
„Það var mjög gott hjá liðinu að rífa
þetta upp undir lokin, liðið var á
hælunum í fyrri hálfleik en sýndi
karakter í þeim síðari," sagði Þorlák-
ur. „Þetta leit ekki vel út í byijun
síðari hálfleiks, við vöknum upp við
vondan draum sjö mörkum undir og
25 minútur eftir af leiknum, en fóram
þá að spila eins og lið,“ sagði Gústaf
Bjarnason, sem samtals gerði 19
mörk í leikjunum báðum.
22:20 en tapaði siðan á sama
stað á sunnudag með sex marka
mun, 22:16. „Það var mikið áfall
að tapa síðari leiknum svona
stórt. Fyrri leikurinn var einn
besti leikur liðsins í haust, en í
síðari leiknum vantaði alla bar-
áttu og vilja til að komast
áfram," sagði Theódór Guð-
finnsson, þjálfari Víkings.
alla María Helgadóttir fór á kost-
um í fyrri leiknum og gerði 9
mörk. Vamarleikurinn var góður hjá
liðinu og sem dæmi um það var stað-
an 4:3 fyrir Víking eftir 22 mínútur
og staðan í hálfleik 7:6. Víkingur var
með framkvæðið eftir hlé og hafði
tveggja til þriggja marka forskot
lengst af og tölur 22:20. Heiða Erl-
ingsdóttir var næst markahæst með
6 mörk og Svava Sigurðardóttir gerði
3 mörk.
Haukar komnir áfram í Evrópukeppni félagsliða
Túskin með
Leikmenn fengu 25 sinnum að kæla sig í Dusseldorf
Dómaramir hjálpuðu
okkur að ná sigri
- segir Júlfus Jónasson, eftir að Gummersbach náði að vinna upp sjö
marka forskot (9:16) Dusseldorf og fagna sigri, 19:18, í miklum skrípaleik
„ÉG hef aldrei lent i öðru eins og hef ég kynnst ýmislegu," sagði
Júlíus Jónasson, eftir að Gummersbach hafði fagnað sigri í Dus-
seldorf „Dómararnir skemmdu leikinn, sendu tuttugu og fimm
leikmenn úr báðum liðum til að kæla sig, þannig að leikmenn
voru útaf í samtals fimmtíu mínútur í leiknum."
Gummersbach hafði leikið illa
og stefndi allt í öruggna sigur
Diisseldorf, sem var með sjö marka
forskot, 16:9, þegar fímmtán mín.
voru til leiksloka. Þá fóru leikmenn
Gummersbach að bíta frá sér og
þegar yfír lauk voru það þeir sem
fögnuðu sigri. „Ég verð að játa að
það voru dómararnir sem hjálpuðu
okkur að ná sigri á lokakaflanum.
Það varð allt vitlaust í höllinni í
Diisseldorf undir lokin og geystust
áhorfendur inn á völlinn — dómar-
amir áttu fótum sínum fjör að
launa. Þetta var algjör skrípaleikur,
sem flestir vilja gleyma sem fyrst,“
sagði Júlíus, sem skoraði eitt mark.
Kristján ánægður
Kristján Arason og lærisveinar
hans hjá Dormagen lögðu Lemgo
að velli heima, 22:18. „Eg get ekki
annað en verið ánægður með sigur-
inn. Það var gott að leika gegn
Lemgo á þessum tíma, þar sem allt
er í baklás hjá liðinu. Lemgo var
spáð miklum frama í vetur, ekkert
hefur gengið upp. Leikmenn liðsins
veittu okkur keppni til að byija
með, sigur okkur var svo aldrei í
Júlíus Jónasson.
hættu. Þetta var góður leikur,“
sagði Kristján.
Dormagen er í sjötta sæti í deild-
inni, búið að tapa þremur stigum.
Kiel er efst, með eitt tapað stig en
færri leiki en Dormagen og Wallau
Massenheim hefur tapað tveimur
stigum. Staðan í deildinni gefur
ekki rétta mynd, þar sem liðin hafa
leikið mismarga leiki.
Það gekk hins vegar allt á afturfót-
unum í síðari leiknum að sögn Theód-
órs þjálfara. Halla María fann sig
ekki enda tognaði hún í olnboga í
byijun leiks og síðan fór Svava Ýr
Baldvinsdóttir úr axlarlið i upphafí
síðari hálfleiks og það var ekki til
að bæta varnarleikinn. „Við áttum
þó lengi vel möguleika og í stöðunni
17:13 fengum við tvö hraðaupphlaup
sem ekki nýttust og síðan var okkur
refsað með tveimur mörkum og stað-
an orðin 19:13 og tíu mínútur eftir
— þá var þetta búið,“ sagði þjálfarinn.
Heiða Erlingsdóttir var best Vík-
inga í síðari leiknum, gerði 6 mörk.
Svava Sigurðardóttir gerði 4 og Halla
María þijú þar af tvö úr vítaköstum.
Theódór sagði að tyrkneska liðið
væri ekki sterkara en Víkingsliðið.
Með eðlileguin leik ætti Víkingur að
vera áfram í keppninni. „Það er
gremjulegt að ná ekki að komast
áfram því tækifærið var vissulega
fyrir hendi,“ sagði þjálfarinn. Hann
sagði að leikmenn tyrkneska liðsins
fái greidd laun, 20 til 100 þúsund
krónur á mánuði. Liðið æfir sex sinn-
um í viku og síðan eru leikir um
helgar. Tvær rússneskar konur era í
liðinu, önnur þeirra er tæpir tveir
metrar á hæð og leikur á línu.