Morgunblaðið - 11.10.1994, Side 4

Morgunblaðið - 11.10.1994, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ 4 KNATTSPYRNA / LANDSLEIKIR íslensku stúlkumar flest- ar langtfrá sínu besta - og möguleikinn á að komast áfram í Evrópukeppninni erorðinn lítill 0B 4| Guðlaug Jónsdóttir ■ I var of sein að losa sig við knöttinn og lenti í ógöngum við eigin vítateig, þær ensku höfðu betur í návígi við vítateigs- hornið og knettinum var rennt út þar sem fyrirliðinn, hin smáa en knáa Giílian Coultard lét vaða viðstöðulaust á markið; knötturinn hafnaði efst í fjær- hominu. Glæsilegt mark. Þetta var strax á 5. mín. 1B Guðlaug náði knett- ■ I inum í vítateig ís- lenska liðsins, lék fram á miðjuna þar sem hún sendi á Margréti. Hún gaf á Rögnu Lóu, fékk hann strax aftur og skipti síðan út á vinstri vænginn á Sigrúnu Ótt- arsdóttur. Hún lék upp kantinn, gaf svo fyrír markið, vamarmað- ur náði ekki að hreinsa vel frá þannig að knötturinn barst rétt út fyrir teiginn þangað sem Mar- grét Ólafsdóttir var komin og hún skoraði með glæsiiegu skoti; iyfti knettinum yfir markvörðinn og efst i hægra homið á 27. mínútu. Sérlega vel að verki stað- ið; Margrét rak þarna glæsilegt smiðshögg á fallega sókn. 1« ^fcMareanne Spacey ■ áCíisendi frá vinstri inn á íslenska vitateiginn á 58. mín., Guðrúnu mistókst að skalla frá, boltinn barst inn á markteiginn þar sem varnarmenn voru iila með á nótunum, Kerry Davis skaust fram og renndi knettinum iaust í netið. ISLENSKA kvennalandsliðið náði sér ekki nægilega vel á strik gegn því enska á Laugardalsvellinum á laugardaginn og úrslitin voru vonbrigði; 1:2 tap, en miðað við gang leiksins var það sann- gjarnt. Þetta var fyrri viðureign þjóðanna í átta liða úrslitum Evr- ópukeppninnar og sú síðari í Brighton verður örugglega erfið. Enska liðið er gott, en þó ekki ósigrandi og íslensku stúlkurnar geta huggað sig við það að þær geta mun betur en þær gerðu að þessu sinni. Englendingar tóku forystu strax á fimmtu mínútu er fyrirliði liðsins og besti maður, Gillian Coult- ard, skoraði með Skanti glæsilegu skoti. Hallgrímsson Reyndar eftir varn- skrifar armistök, og markið kom eins og köld vatnsgusa framan í íslensku stúlk- urnar. Þær voru greinilega mjög taugastrekktar í upphafi, voru ragar og markið kom sér því illa. En er leið á hálfleik'inn fóru þær í gang, Margrét lék stórvel á miðjunni og Ragna Lóa gerði einnig góða hluti. Margrét gerði jöfnunarmarkið eft- ir tæplega hálftíma leik á glæsiiegan hátt. og skömmu síðar áttu íslensku stúlkurnar að fá vítaspyrnu, en fínnski flautuleikarinn svartklæddi fann ekki hinn rétta tón. Sóknin var glæsileg; Ásthiidur sendi fyrir frá vinstri yfír á markteig á móts við fjærstöngina, Ásta B. skallaði til baka og Olga var í dauðafæri á markteignum: sveiflaði hægri fætin- um með tilþrifum en einn ensku varnarmannanna fór með báðar hendur fyrir knöttinn. Hann stefndi að marki og Olga hefði eflaust skor- að þarna, þannig að dómarinn hefur mikið á samviskunni. Aldrei er að vita hvemig leikurinn hefði þróast hefði íslenska liðið fengið vítaspyrn- una sem réttmæt var og komist yfír. Á þessum leikkafla var sjálfstraustið í lagi hjá íslensku stúlkunum og allt annað að sjá til þeirra en í upphafi. Síðari hluti fyrri hálfleiksins gaf því góð fyrirheit um þann seinni, en þegar til kom var frammistaða ís- lenska liðsins slök. Allar aðgerðir ómarkvissar og tilviljanakenndar og ensku stúlkurnar mun ákveðnari. Gerðu enda eina mark hálfleiksins og fögnuðu sigri. íslenska liðið getur betur, en hægt er að hugga sig við það og Evrópudraumurinn er ekki úti, þó vissulega hafi líkurnar minnkað á því að Island komist áfram í keppn- inni. Einungis tveir leikmanna ís- lands léku af eðlilegri getu; Margrét Ólafsdóttir og Ragna Lóa Stefáns- dóttir. Vörnin var ekki góð, sérstak- lega voru bakverðirnir óöruggir, miðjumennirnir, aðrir en þær tvær sem nefndar voru, ekki nógu ákveðn- ar og Olga fékk ekki úr miklu að moða frammi. Sem sagt; flestar geta stúlkurnar mun betur og vonandi gerá þær það í Brighton. Við ram- man reip verður að draga, en þar verða þær að reyna að fara afslapp- aðri út á völlinn, og vera ekki hrædd- ar við andstæðingana. Þó þær ensku séu góðar er engin ástæða til að bera virðingu fyrir þeim í þær 90 mínútur sem leikurinn stendur. W Attu að geta komið í veg fyrir mörkin JW Eg var ánægður með kafla í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem stelpurnar voru að gera ágæti hluti þó það hafí ekki dugað til að skapa mörg færi, sagði Logi Ólafsson, þjálfari. „Enska liðið er gott en stelpum- ar áttu samt að geta komið í veg fyrir bæði mörkin; það átti að gera hægt með smá heppni. Stelpurnar vom taugaóstyrkar, mun óstyrkari en ég átti von á og það var slæmt að fá á sig mark svona snemma; það fór mikill kraftur í að ná sér eftir það og reyna að jafna.“ Logi sagði möguleikann á að komast áfram vissulega minni en fyrir leikinn, en bætti við að ef „við stelpurnar" — einsog hann orðaði það — „hittum allar á góðan dag í Brighton er aldrei að vita hvað gerist. Við gefum möguleikann ekki frá okkur.“ Hann sagði enska liðið sterkara en það hollenska, sem íslensku stúlkurnar sigruðu á dögunum, og knattspymu þeirra ensku árangursríkari. Eii OLGA Færseth hefur betur ■ barál manninn. Oftast voru gestirnir þó ál Stærsti sigurinn Björgvin og Andri báðir með þrennu í 9:0 sigri gegn Lúxemborg ÍSLENSKA landsliðinu, leikmanna 18 ára og yngri, hefur ekki gengið vel að skora mörk í síðustu leikjum en það vandamál var ekki til staðar gegn Luxemborg á sunnudag. íslenska liðið sigr- aði 9:0 og er sigurinn sá stærsti sem íslenskt landslið vinnur í Evrópukeppni. Við lögðum upp í þennan leik með það að markmiði að sigra og hleypa Luxemborg ekki inn í leikinn. Ég átti ekki von á stórsigri,“ sagði pr%st' Guðni Kjartansson, skrífTr0 tóálfari ís!enska liðs- ins sem fékk að sjá drengina sína skora fimm mörk á fyrsta hálftímanum. Byrjuðu af krafti Kjartan Antonsson skoraði fyrsta markið eftir sjö mínútna leik með skalla og mínútu síðar opnaði Björg- vin Magnússon markareikning sinn. Hann var aftur á ferðinni stuttu síð- ar með giæsilegu skallamarki og fjórða mark íslands kom þegar Christian Steinhertz skallaði fyrir- gjöf Þorbjarnar í eigið mark. Andri Sigþórsson bætti fimmta markinu við eftir laglega sendingu frá Grét- ari Má Sveinssyni. Þrjú af mörkun- um komu eftir fyrirgjafír Þorbjarnar Sveinssonar og Vilhjálms Vilhjálms- sonar frá hægri vængnum en þrátt fyrir stóra og stæðilega varnarleik- menn áttu gestirnir í miklum vand- ræðum með fyrirgjafírnar. Síðari háifleikur hafði ekki staðið í nema þrjár mínútur þegar Andri Sigþórsson skoraði sjötta markið úr óbeinni aukspyrnu í vitateignum. Björgvin skoraði sitt þriðja mark og Andri fullkomnaði síðan þrennu sína áður en fyrirliðinn Vilhjálmur Vilhjálmsson skoraði níunda mark liðsins með skoti fyrir utan vítateig, tólf mínútum fyrir ieikslok. Auk markanna voru þijú mörk dæmd ólögleg vegna brota og rangstöðu. EVROPUKNATTSPYR Newcí áelli mmm . Morgunblaðið/Frosti Tvær þrennur BJÖRGVIN Magnússon, t.v., og Andri Sigþórsson skoruðu báðir þrjú mörk í stórsigri íslands á Luxemborg í EM 18 ára og yngri. í öðrum gír Það er erfítt að gera upp á milli einstakra leikmanna íslenska liðsins sem voru í öðrum gír en andstæðing- arnir nær allan leikinn, Þorbjörn Sveinsson á þó skilið hrós fyrir hraða sinn og yfirferð og þess má geta að þrír leikmenn gestanna fengu gula spjaldið þegar þeir sáu þann kost vænstan að fella hann. Lið Luxem- borgar lagðist ekki í vörn eins og mörg önnur lið hefðu gert í jafn vonlausri stöðu en liðið skapaði sér 4-5 marktækifæri í síðari hálfleikn- um og Fjalar Þorgeirsson markvörð- ur varði vel í tvígang. Síðari leikur liðanna fer fram ytra á morgun en Iokaleikur íslands verð- ur í Frakklandi á föstudag. Mögu- leikar íslands á að komast upp úr riðlinum felast í að vinna Frakka og treysta á að markahlutfall þeirra verða hagstæðara, en Luxemborg er ekki líklegt til að fá nein stig í þessum riðli. „Við eigum ennþá möguleika. Við vorum betra liðið í tapleiknum gegn Frökkum og við eigum vissulega möguleika á að sigra þá í seinni leiknum," sagði Vilhjálmur fyrirliði. Náði þar með jafnt NEWCASTLE er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni, en tæpt varð það um helgina — liðið fékk Blackburn í heimsókn, og náði ekki að jafna fyrr en á næst síðustu mínútu leiksins, 1:1. Annars var leikurinn, sem beðið var með mik- illi eftirvæntingu, heldur slakur. Meistarar Manchester United töp- uðu þriðja leiknum á tímabilinu, 0:1, gegn Wednesday í Sheffield en nýliðar Nottingham Forest eru hins vegar taplausir; gerðu 3:3 jafntefli gegn Man. City. Alan Shearer kom Blackburn yfir í Newcastle með marki úr víta- spyrnu á 58. mín. og allt leit út fyrir að liðið yrði það fyrsta til að leggja Newcastle að velli í vetur. Vörn Black- burn var gríðarlega sterk og ekkert benti til þess að heimamenn næði að skora. Það var svo á 88. mín. að Steve Howey náði að jafna; varnarmönnum mistókst að hreinsa frá eftir að boltinn barst inn í teig og Howey þrumaði að marki, knötturinn þaut framhjá fjölda varnarmanna og í netið. Ian Woan bjargaði Forest gegn Man. City á laugardag. Með sigri hefði For- est komist upp fyrir Newcastle í efsta sætið; þar sem Newcastle lék ekki fyrr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.