Morgunblaðið - 11.10.1994, Side 8

Morgunblaðið - 11.10.1994, Side 8
KNATTSPYRNA Iþrómr ANDRÚMSLOFTIÐ í Víkinni var nánast rafmagnað á lokamínútun- um í stórskemmtilegum leik Víkings og FH á sunnudaginn. Hark- an og spennan jókst jafnt og þétt í leiknum og á síðustu mínútu höfðu Hafnfirðingar möguleika á að jafna, eftir að Víkingar höfðu leitt allan leikinn, en það gekk ekki upp og Víkingar sigruðu 26:25. Flatar varnir beggja liða gerðu það að verkum að mikið var um snertingar þegar liðin reyndu að keyra í gegnum varnimar. Mikið var Stefán um brot og frá upp- Stefánsson hafi áttu dómaramir s nar í mesta basli með að halda tökum á leiknum. Margir dómar þeirra orkuðu tvímælis og oft gætti verulegs ósamræmis í dómum. Brottrekstrar komu nokkr- um sinnum á óvart og óhætt að segja að hallað hafí á Víkinga. Heimamönnum gekk samt betur og misstu aldrei forystuna, náðu mest þriggja marka forskoti en þá fóru gestirnir að finna leiðir í gegn. Undir lok fyrri hálfleiks gladdi Sig- urður Sveinsson hjörtu áhorfenda, fyrst með þrumufleyg utan teigs og síðan með lúmsku gegnumbroti en þijú mörk Hans Guðmundssonar héldu forskoti heimamanna í einu marki í leikhléi, 12:11. Bjarki Sigurðsson gerði fyrstu fímm mörk Víkinga eftir hlé, sem jók forskotið -aftur í fjögur mörk, 18:14. En mikil barátta gestanna minnkaði stöðugt bilið og eftir þijú mörk í röð, þegar nokkrar mínútur voru eftir, munaði einu marki. Liðin skoruðu síðan sitthvort markið og þegar hálf mínúta var eftir, fiskaði Sigurður Sveinsson Víkingur víti sem Magnús Ámasori varði frá Bjarka og í miklum darraðadansi í lokin tókst FH ekki að skora. Víkingar náðu að halda haus næstum því út allan leikinn og það dugði. „Við reyndum ótímabær skot og erum alltaf að missa niður unna leiki, þó það hafi sloppið nú, og FH-ingar eru sterkir og kunna sitt fag. Annars munaði mestu að við spiluðum nú með hjartanu, leikgleð- in var mikil og leikmenn fögnuðu mörkunum vel. Ef vörnin verður í lagi og leikgleðin til staðar, held ég að fátt geti stoppað okkur í vetur,“ sagði Magnús I. Stefánsson mark- vörður sem varði skot í öllum regn- bogans litum, flest úr opnum færum. Bjarki fór einnig á kostum og var illstöðvanlegur. Birgir Sigurðsson vann vel á línunni og Rúnar Sig- tryggsson var óragur við að bijótast áfram en hann á samt greinilega eftir að falla betur inní leik liðsins. Lítið sást af Sigurði, sem náði samt að sýna hvernig á að skora með stæl. FH notaði átta útileikmenn og skoruðu sjö af þeim mörk. Þessir ná vel saman en spurning hvort það dugar í allan vetur. „Það sem okkur vantaði var húngur í sigur, þetta var köflótt hjá okkur og ekki nógu gott. Við erum ekki með síðra lið en Víkingar og ætlum á toppinn og halda okkur þar,“ sagði Guðjón Árnason sem ásamt Hans Guð- mundssyni hélt uppi leik liðsins en Hans var mjög sterkur. Magnús varði oft úr opnum færum en Gunn- ar Beinteinsson og Sigurður Sveins- son áttu ágæta kafla. Altlaf súrt að tapa - sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari íslandsmeistara Vals ÍSLANDSMEISTARAR Vals töpuðu síðari leiknum gegn danska liðinu Kolding 22:26 í Evrópukeppni meistaraliða á sunnudaginn og eru úr leik í keppninni. Liðin skildu jöfn, 27:27, í fyrri viðureign liðanna á föstudagskvöld. Báðir leikirn- ir fóru fram f Danmörku. Það blés ekki byrlega fyrir Vals- mönnum í byijun leiks því þeir skorðu ekki fyrstu 9 mínútur leiksins á meðan danska liðið gerði sex mörk. En síðan náðu Islands- meistaramir góðum leikkafla og gerðu næstu sjö mörk og komust í 7:6. í leikhléi var staðan 10:11 fyr- ir Kolding. Síðari hálfleikur byijaði álíka og sá fyrri. Danirnir gerðu fyrstu þijú mörkin og héldu þeirri forystu þar til um miðjan hálfleikinn að Vals- menn náðu að minnka muninn í tvö mörk, 19:21. Þá fékk Dagur Sig- urðsson rauða spjaldið fyrir þriðju brottvísun sína og þá fór aftur að halla undan fæti hjá Val. Danimir tóku völdin á vellinum með aðstoð dómaranna, sem voru þeim mjög hliðhollir að mati Þorbjöms Jens- sonar, þjálfara. Loktaölumar urðu 22:26. Þorbjörn sagði að leikurinn hafí verið mjög grófur og leyfðu sænsku dómararnir mikla hörku. „Það er alltaf súrt að tapa en þetta er alltaf hættan þegar leikir eru seldir úr landi. Við hefðum átt mun meiri möguleika hefðum við kosið að spila heima. Ég held að^þessi lið séu svipuð að styrkleikÉf og því skipti heimavöllurinn sköpum í þessum leik,“ sagði Þorbjörn. „Markmiðið fyrir tímabilið var að ná skuldum Vals niður og því var leikurinn seldur út. Þetta er stundum keypt dýru verði og við urðum að bíta í það súra epli að falla úr keppni. Það hefur ekki ver- Þorbjörn var ekkl ánægður með dómgæsluna, en sagðl að helmavöllurlnn hafi ráðlð úrslitum. ið góð reynsla fjárhagslega fýrir félagið að leika Evrópuleiki heima á íslandi á haustin. Við höfum ver- ið að bjóða upp á lið eins og Essen og Barcelona en það koma allt of fáir áhorfendur," sagði Þorbjöm. Urslit / B6 5000. Evrópumarkið Sigfús Sigurðsson skoraði þrettdánda mark Valsmanna í seinni leikn- um gegn Kolding, sem var jafnframt 5000. markið hjá íslensku fé- lagsliði í Evrópukeppni, eða síðan Fram lék fyrsta Evrópuleikinn gegn Skovbakken í Danmörku 1962. Rafmagnað í Víkinni Þórður meiddur Þórður Guðjónsson leikur ekki með 21 árs landsliðinu gegn Tyrkjum í dag, hann meiddist lítil- lega um helgina og fór ekki til Tyrklands. Þórður lék með Bochum gegn HSV um helgina og gerði eina mark Bochum í 3:1 tapi liðsins. „Þetta var ágætt mark og vel að því staðið. Ahorfendur voru ekki beint hrifnir að við skyldum skora, en svo fengu þeir vítaspyrnu og jöfnuðu og bættu svo við tveimur mörkum," sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta eru meiðsli í öklanum sem ég hef átt í síðan í apríl. Ég fékk spark í hann um helgina og öklinn er mikið bólginn núna en ég ætla að reyna að hlaupa aðeins á morg- un [í dag] og ef það verður í lagi gæti ég allt eins leikið í botnslagn- um gegn 1860 Múnchen á föstudag- inn. Ég fór ekki til Tyrklands vegna þess að ég hefði aldrei getið leikið og því óþarfi að vera að fara þang- að,“ sagði Þórður. Þeir byrja gegn Tyrkjum Asgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari, tilkynnti í gær- kvöldi hvernig byijunarlið ís- lands væri í 21 árs leiknum gegn Tyrklandi í kvöld. Eggert Sigmundsson er í markinu, Pálmi Haraldsson hægri bak- vörður og Hákon Sverrisson vinstri bakvörður. Miðverðir eru Pétur Marteinsson og Auð- unn Helgason. Guðmundur Benediktsson er á hægri kanti og Tryggvi Guðmundsson á vinstri kanti. Lárus Orri Sig- urðsson og Kristinn Hafliðason eru á miðjunni og Eiður Smári Guðjohnsen fyrir framan þá. Helgi Sigurðsson er í fremstu víglínu. Varamenn eru Atli Knúts- son, Kári Steinn Reynisson, Guðmuridur Gíslason og Ottó Karl Ottósson. Bjami með Breiðablik Bjarni Jóhannsson var um helg- ina ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Breiðabliks í Kópavogi og var samningur undirritaður í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi sem verður fljótlega fullbúið. Bjarni sagði að sér litist vel á alla umgjörð hjá Blikunum og sagð- ist vonast til að sami mannskapur yrði hjá félaginu næsta sumar. Aðspurður um hvort einhveijir ættu eftir að bætast í hópinn sagði Bjarni: „Það veit maður aldrei, en það er ekkert farið að tala um það.“ Ulfar þjálfar KR-stúlkur Ufar Daníelsson hefur verið ráð- inn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR. Úlfar, sem er 35 ára, tekur við starfi Örnu Steinsen. Hann hefur þjálfað yngri flokka hjá FH undanfarin átta ár með góðum árangri, síðasta keppnistímabil þjálfaði hann kvennalið FH. ENGLAND: 11X 1X1 1X1 21X1 ITALIA: 1X1 211 12X 1 X X X HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.