Morgunblaðið - 21.10.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 C 3
Morgunblaðið/Emilía
NATTURAN í Lækjarbotnum er leikfimisalurinn
Fjölbreyttur
gróður Íslands
vekur athygli í Noregi
ÞAU ERU ekki mörg grænu stráin sem sjást í kring-
um flugvöllinn í Reykjavík, en það segir ekki allt um
gróður íslands. Eitthvað á þessa leið hljóðar upphaf
greinar í norska garðyrkjuritinu Gartneryket, þar sem
blaðamaður segir frá íslandsferð og kynnum sínum
af Ragnheiði Guðmundsdóttur og Lars Nielsen í
Hveragerði. Blaðamaðurinn virðist undrandi yfir fjöl-
breyttri flóru landsins og því úrvali sem fáanlegt er
á gróðrastöðvum hér.
„Úrvalið í garðplöntusölunni Borg er áhrifamik-
ið,“ segir blaðamaðurinn og upplýsir að milli 350
og 400 tegundir séu fáanlegar þar, enda komi íslend-
ingar alls staðar að til að fjárfesta í jurtum. Lars
er spurður hversu margar gróðurstöðvar séu á ís-
landi og svarar því til að þær séu allt of margar.
Bæði Lars og Ragnheiður segja í viðtalinu að áhugi
íslendinga hafi aukist á garð- og tijárækt á síðasta
áratugi, enda sé mun meiri umfjöllun um ræktun
nú en áður. ■
RAGNHEIÐUR Guðmundsdóttir
við rósarunna í Hveragerði.
j
KRAKKARNIR í eldri bekknum fóru í tveggja daga ferðalag
og fylgdu læk til sjávar. Þau voru síðan að búa til kort af leið-
inni sem þau fóru.
Þá er markmiðið með leikfimitím-
unum að gera börn meðvituð um sig
í umhverfinu. Náttúran í Lækjar-
botnum er því leikfimisalurinn,
krakkarnir hoppa á milli steina,
klifra í tijám, halda jafnvægi á tijáb-
útum, klífa fjöll, skoppa yfír lækj-
arsprænur og svo framvegis.
Standa Waldorf-börnin
jafnfætis öðrum?
En eru kennararnir ekkert hrædd-
ir um að börnin standi illa að vígi
miðað við jafnaldra sína úr almenn-
um grunnskóla þegar þau fara í
framhaldsskóla?
„Erlendis hefur komið í ljós að
börn úr Waldorf-skóla koma vel úr
stöðuprófum sem þau hafa tekið“,
segja Þóra og Eiríkur. „Við eigum
eftir að vega og meta hvort nemend-
ur okkar komi til með að taka þátt
í samræmdu prófunum, en í Svíþjóð
taka nemendur þau til dæmis ekki.“
Skólinn með bráðablrgðaleyfi
Waldorf-grunnskólinn er að stíga
sín fyrstu skref, er orðinn þriggja
ára. „Eftir að við komum heim úr
námi fundum við að það var áhugi
I á að stofna Waldorf-skóla,“ segja
kennararnir. „Við gerðum okkur
grein fyrir því að ef við ætluðum
að búa hér yrði þessi valkostur að
vera fyrir okkar börn.“ Kennararnir
sóttu um landsvæði á Vatnsenda,
en Kópavogsbær bauð þeim síðan
að reka skólann í Kópaseli.
Þau segja að á ýmsu hafi gengið
þessi þijú ár sem skólinn hefur ver-
ið starfræktur. „Fjárhagslega hefur
dæmið verið erfitt og innra starfið
hefur líka verið mikið“, segja þau.
Waldorf-skólinn í Lækjarbotnum
fær bráðabirgðastarfsleyfi til árs í
senn og börnin eru á undanþágu hjá
menntamálayfirvöldum.
„Það hlýtur að vera tímaspursmál
hvenær skólinn verður viðurkenndur
af menntamálaráðuneytinu," segir
Þór Ingi. Um átta hundruð Waldorf-
skólar eru starfræktir í heiminum
núna, vinsælastir eru þeir í M-Evr-
ópu en einnig eru tugir slíkra skóla
á Norðurlöndunum.
Fyrir skömmu var stofnað félag
um rekstur skólans, þar sem foreldr-
ar eru virkir þátttakendur. Þeir eru
það reyndar þegar, sjá t.a.m. um
þrif á skólanum og kaffisölu. Þeir
hafa verið virkir í viðhaldi og munu
síðan reka erindf fyrir hinu opinbera
líka.
Skólinn fékk synjun hjá mennta-
málaráðuneytinu á frambúðarstarfs-
leyfi þegar þau sóttu um fyrir tveim-
ur árum.
„Waldorf-skóli er að minnsta kosti
valkostur núna og við stefnum að
því að beijast fyrir varanlegu starfc-
leyfi."
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
Besta auglýsingin sem Rummi-
kub hefur fengið var þegar banda-
rískur skemmtikraftur sagði í gríni
í sjónvarpsþætti hjá Johnny Carson
að konan sín gerði ekki annað en
spila Rummikub síðan hún var á
ferð í lsrael. Þetta var 1977 og
Micha var þá að reyna að markaðs-
setja spilið í Bandaríkjunum. „Ég
hafði ekki komist neitt áfram með
það,“ sagði hann. „Fékk í mesta
lagi að tala við ritara ritaranna hjá
stóru fyrirtækjunum. En síminn
stoppaði ekki eftir sjónvarpsþátt-
inn. Ég hafði aðstöðu í ísraelska
konsúlatinu en var fljótlega beðinn
um að fara þaðan. Það komust ekki
aðrar hringingar í gegn en fyrir-
spurnir um Rummikub. Evrópu-
menn tóku við sér á eftir Banda-
ríkjamönnum. Salan hefur verið
best í Hollandi fram til þessa. “
Helmsreisa í boði
Fyrsta heimsmeistaramótið í
Rummikub var haldið í Jerúsalem
1991. Þá bar Japani sigur úr býtum.
Hann hlaut ferð í kringum hnöttinn
í verðlaun og vonaðist til að hreppa
aðra ferð á heimsmeistaramótinu
sem var haldið um borð á hótelskipi
á leið frá Basel til Amsterdam nú í
haust. Hann lét í minni pokann fyr-
ir konum frá Þýskalandi, Brasilíu
og Egyptalandi í þetta sinn.
Nokkrir þátttakendanna voru
makar eða vinir umboðsmanna
Rummikub. Aðrir höfðu unnið ferð-
ina á Rín í verðlaun á litlum Rummi-
kub-mótum. Flestir þátttakenda
höfðu gaman af Rummikub en tóku
það ekki alltof hátíðlega. Þeir voru
ekki miklu betri í spilinu en þeir sem
lærðu það um borð á hótelskipinu.
Nehad Aboul Fadt, heimsmeistarinn
frá Egyptalandi, lærði spilið í sumar
þegar hún og maður hennar tóku
upp viðskiptasamband við WITCO,
sem framleiðir Rummikub. Þau
héldu lítið Rummikub-mót í Alex-
andríu og frúin vann. Hún flytur inn
spil og leikföng og sigur hennar í
mótinu ætti að auðvelda Rummikub
leið inn á arabíska markaðinn. ■
Anna Bjarnadóttir
hi er fflunur...
...á nýfaökuðuin 09 upphituðum
Þegar þú setur hálfbökuðu Hatting smábrauðin í
ofninn færðu þau nýbökuð út en ekki bara upphituð
- í því liggur stór munur sem vert er að prófa.
Fín og gróf smábrauð og bóndabrauð
HblNÚAUaf