Alþýðublaðið - 26.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.11.1920, Blaðsíða 1
GJ-eíiO <it aí 4.iþýðaflokkimBi, 1920 Föstudaginn 26 nóvember. 273 tölubl. jFriðarstyrjSlðin. Eftir E. D. Morel. Það er augljóst, að vér verðum að endurskoða venjulegan skilning vorn á orðinu „strfð", sem deilu milli tveggja aðilja, útkljáða með valdi Og það er jafn augljóst, að vér verðum að endurskoða þann skilning vorn á orðmu „friður", áð það sé afstaða milii aðilja, þar sem ekkert deiluatriði er útkljáð með valdi. Það var venja að lýsa því ástandi, er ríkti f alþjóðamál- um fyrir ágúst 1914, sem „vopu- uðum friði“. En alþjóðamálum er níi þannig varið, að sllkar orð- myndunartilraunir bera engan á- rangur. Vér verðum að mynda nýtt orð. Og getum við ’pá my«d- að það með betra móti en því, að setja saman þau tvö orð, sem hingað til hafa merkt andstæður, en gera það ekki lengur? í raun og veru er það heimskulegt orð. En það hæfir vel veröld, sem er stjórnað af myrðandi vitfirringum. Því aðaltilgangur styrjalda er eyð- ing mannslífa og auðlinda, og þessum tilgangi er nú verið að ná með árvakri atorkusemi vissra stjórna, sem engu að síður mót- mæla þvf, að þær séu í styrjöld. Tökum t. d. athafnir þess siðlausa þorparaflokks, sem fer með fram- kvæmdarvaldið í þessu landi, og sem er álitinn að spegla og fram- kvæma vilja þjódariunar. Hann hefir verið önnum kafinn við það í 2 ár, að tortíma rússneskum mönnum, konum og börnum með vísindalegri eyðileggingu, vopni hafnbannsins. Hafnbannið eyðileggur hina rússnesku þjóð með ýmsu móti, sviftir hana fæðu, klæðnaði, elds- neyti, ljósi, sápu, nauðsynjalyfjum og samgöngutækjum, að svo miklu leyti sem það steadur í þess valdi, ( stuttu máli sviftir það hana öllu því, sem mönnum er nauðsyolegt, ef þeir eiga ekki að veslast upp og deyja. Aldrei hefir fyr verið fundin upp grimmilegri, dýrslegri, þaulhugsaðri, heigulslegri og að öllu leyti djöfullegri aðferð til eyðingar mannslífum. Það snertir ekki aðeins vora kynslóð Það sáir sæði hraðfara hrörnunar f næstu kynslóð. Það sýgur lífsaflið úr barninu, sem er að byrja að ganga. Það eitrar brjóstamjólk móðurinnar. Og það sáir gerlum tortimingar f kvið hennar. Það er sú fuiikomnasta aðferð, sem heim urinn hefir þekt, til að valda lfk amlegum þjáningum og sálarlegu og andlegu volæði. En sú stjórn, sam ber aðal ábyrgðina á þessari eymd, lýsir yfir því, engu að síður, að hún eigi ekki í strfði við rússnesku þjóðina né nokkurn hluta hennar. Þá farið þér að skilja, að af- staða vor (Englendinga) til Þýzka- lands sé „friður*. Þeir sem stjórna oss hafa sýnt að þeir eru slungn- ari en hinir frönsku félagar þeirra í stuldi og ráni á eignum annara víðsvegar um heiminn, og þykir nú þægilegra að láta líta svo út sem þeir séu aðgerðalausir hlut- hafar í „friðarveizluninni*. „Frið- urinn“ við Þýzkaland gefur enn eitt dæmi um fátækt máls vors, því athugið þýðingu orðsins. Frið- arhluthafarnir ræna Þýzkaland mcstu af þeim hráefnum, sem kalla má liftaug iðnaðarins. Þeir uppræta utanríkisverzlun þess, reka kaup- skipaflota þess inn f hafnirnar aft- ur, eyðileggja erlent lánstraust þess og réttindi, ræna nýlendun- um og sölsa undir sig eignir ein- stakra borgara þess um allan heim. Með þessum aðferðum taka þeir eignarnámi alt starfsfé þess, gera Þýzkaland fjárhagslega aflvana og þrýsta gengi peninga þess svo langt niður, að þeir geta ekki einu sinni keypt sínar eigin afurðir, svo þjóðin deyí ekki úr hungri. En „friðarhluthafarnir“ eruekki ánægð- ir með þetta. Þeir taka um ófyrir- sjáanlegan tfma að veði alt það sem þýzka þjóðin kann. að fram Matsala (Pensionat) er byrjuð á Skólavörðustíg 19 (Litla Holti), neðstu hæð. Fæði yfir lengri eða skemri tíma. leiða undir jafn eifiðum fjárhags- skilyiðum, Og þetta kalla þeír skaðleysisráðstafanir. Og til að fullkomna þetta halda „friðarhlut- hafarnir" setuliði á Þýzkalandi á kostnað Þýzkalands — og sá kostn- aður nemur mörgum biljónum marka á ári, og ógna með því að ráðast inn f önnur héruð, ef frið- arsamningarnir eru ekki nákvæm- lega haidnir Frakkar smala fjar- lægustu skóga Afríku og flytja þaðan svertingja á lægsta stigi, er þeir gera að setuliði f þýzkum borgum og héruðum, til þess að vekja sérstaka eftirtekt á þessari nýju aðferð friðarsamninga. Vér skulum ekki framar nota orðin „friður" og „stríð“, því þau eru hætt að merkja það ástand, sem þau áttu að tákna. Gerum oss heldur grein fyrir köldum sannleikanum, en hann er sá, að í London og París eru nú við völd pólitisk vitfirring og mann- vonska f nánara sambandi en áð- ur hefir átt sér stað, og að vit- firrings heljartök þeirra láta heilar þjóðir engjast sundur og saman; að þau eiu að steypa oss í ómæl anlega efnislega glötun og andlega auðn, að mannkynið stendur í raun og veru augliti til auglitis við morðvarga-samsæri, sem mun, ef því verður ekki steypt af stólf, eyðileggja þjóðir Evrópu, og varpa gjörvöllu mannkyninu < botnlaust tortímingardýpi. (Foreign Affúrs.) X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.