Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FQRKAR MENNTIR SIGURÐAR NORDALS ÞÓTT MENN á öndverðri 19. öld væru, eins og fyrr er getið, farnir að gera greinarmun á ,áreiðanlegum’ og miður áreiðanlegum sögusögnum frá fyrri tímum og vissu nokkurn veginn, hvar í tíma mörkin voru milli þeirra, voru þeir þá ekki famir að gera sér neina rellu út af því, með hverjum hætti hinar áreiðanlegu sögur hefðu geymzt óbijálaðar svo langan tíma sem þeir gerðu þó ráð fyrir milli atburða og ritunar, sem var þó allt að 300 áram eða í sumum dæmum jafnvel hóti meira. Og þó vaxandi tortryggni á geymd traustra sögusagna um svo langan tíma kunni að hafa vakið menn til nokkurrar umhugsunar um þetta efni, var það samt í rauninni óbilgjöm staðhæfing eins manns, er kom eins og nokkurs konar sprengja, sem hratt af stað þeim deilum og umræðum, sem enn era ekki á enda kljáðar, um snið hinna munnlegu frásagna og afstöðu söguritaranna til þeirra. Sprengjan var bók Rudolfs Keysers, Nordmændenes Videnskabelighed og Litteratur í Middelalderen, sem kom út í Efterladte Skrifter 1866. Vitanlega hafði höfundurinn (háskólakennari frá 1829, d. 1864) lengi haldið skoðunum sínum fram í fyrirlestrum og miðað við þær í ýmsum ritum, sem hann hafði birt. En eigi að síður brá mörgum í brún, þegar þær komu hér fram í heildaryfirliti um miðaldabókmenntir Norðmanna. Aðalatriðin í staðhæfingum Keysers era þessi: 1) Sögumar vora fullmótaðar í munnlegri geymd og varðveittust svo óbreyttar kynslóð frá kynslóð. 2) Þess vegna skiptir ekki máli, hver eða hveijir færðu þær í letur. Norðmenn „notuðu penna íslendinga“ til þess. En alveg eins og elztu dróttkvæðin vora norsk, þótt skráð væra á íslandi, var t.d. Ólafs saga helga í Heimskringlu ekki eftir Snorra, heldur sögumanninn og sagnfræðinginn Þorgeir afráðskoll, sem uppi var á fyrri helmingi 11. aldar. 3) Auk þess vora íslendingar Norðmenn og ekkert annað en Norðmenn, meðan þeir skráðu fornmenntirnar. Hins vegar urðu þeir síðar íslendingar. Það vildi nú svo vel til, að Keyser og lærisveinar hans vora áður kunnir fyrir óbilgjarna þjóðrækni, sem kom niður á fleiram en íslendingum, ekki sízt Dönum. Bókin vakti því allmikil andmæli úr ýmsum þáttum, og lögðu íslendingar þar fátt til málanna. Eigi að síður hafa skoðanir Keysers mjög mótað viðhorf almennings í Noregi allt til þessa dags. Þótt Þorgeir, sem Svend Grundtvig kailaði „furðuverkið frá Niðarósi", hafi ekki náð að skipa það sæti, sem Keyser ætlaði honum, líta Norðmenn enn í dag, án frekari heilabrota, á Snorra Sturluson sem norskan sagnaritara. Sá maður, sem af mestum lærdómi og rökfestu andmælti hinni norsku ásælni, var Konrad Maurer, sem þá hafði allra manna víðtækasta og djúptækasta þekkingu á norskum og íslenzkum fommenntum, enda hefur vart verið við það jafnazt síðan. En sá var ljóður á ráði hans, að rit hans vora torlesin, svo að varla nokkur samtíðarmaður hans orkaði að bijóta þau til mergjar, enda var hann auk þess of langt á undan sínum tíma til þess, að mönnum væri gildi þeirra ljóst. Þar sem Keyser eignaði .sagnamönnum’ alla dýrðina, reyndi Maurer að gera sér grein fyrir starfi höfundanna, að safna að sér efni í rit sín og vinna úr því. Þó að hann semdi þá ritgerð um eina af íslendinga sögum, Hænsa-Þóris sögu, sem hefði getað valdið tímamótum í rannsókn þeirra, fór það fyrir ofan garð og neðan hjá fræðimönnum um hans daga og lengi síðan. En rannsóknir hans á konungasögum leiddu það svo berlega í ljós, hvernig einn höfundur hefði þar búið í hendur öðrum, hver eftir annan, að fullmótun þeirra sagna í munnlegri geymd var að minnsta kosti úr sögunni, og gerði Gustav Storm með bók sinni um sagnaritun Snorra8 þær kunnari en Maurer hafði sjálfur gert, þó að þeirri bók Storms sé meira ábótavant en hefði þurft að vera, ef hann hefði lært allt það af Maurer, sem kostur var á. En langar stundir liðu frá því að rit þeirra Keysers og Maurers vora birt, þangað til mörkin milli þess, sem eigna skyldi hinum munnlegu frásögnum og hlutdeild höfundanna, væri reynt að draga til fyllri hlítar. Þótt kynlegt væri, varð það rit um Strengleika eftir Rudolf Meissner,9 sem olli nýjum upptökum þessara umræðna. Þegar hann tók að athuga áhrif miðaldamennta á stíl og hugsunarhátt í fomsögunum, varð honum það undranarefni, hversu sjálfstæðar sögurnar, og þá einkum íslendinga sögur, vora að þessu leyti. Niðurstaða hans af þessum athugunum varð sú, að úr því að þessar sögur væra ritaðar af klerkum og svo hefðu miðaldaklerkar hvorki getað hugsað né ritað, væri óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir, að þeir hefðu einungis skrásett, og skrásett nákvæmlega, það, sem aðrir hefðu sagt þeim, — og þær frásagnir hlytu bæði að anda, efni og stíl að vera miklu eldri en ritunartíminn. Ekki þarf að eyða að því í mörgum orðum, hvetjar veilur era í þessari rökfærslu og ályktunum. í fyrsta lagi er alls ekki víst, að allar þær sögur, sem Meissner hafði í huga, séu ritaðar af klerkum. í öðra lagi var býsna varhugavert að miða smekk og lífsskoðun íslenzkra klerka á 12. og 13. öld við það, sem annars staðar var í Norðurálfu á þeim tímum. Og í þriðja lagi, ef svo hefði verið, hlaut það að vekja undran, að þeir skyldu láta sig hafa það að færa svo óklerkleg fræði í letur og geta komið þeim ómenguðum á bókfellið. Bók Meissners komst i fárra manna hendur og vakti ekki mikla athygli. En nú kom sá maður til sögu, sem bæði dró róttækar ályktanir af athugunum hans og kunni að bera þær svo fram, að menn daufheyrðust ekki við. Andreas Heusler (1865-1940) hafði þegar, áður en bók Meissners kom út, í formála sínum að Zwei Islándergeschichten, gert ráð fyrir því, að tvær gerðir Bandamanna sögu væra ritaðar hvor um sig eftir munnlegum frásögnum, um leið bg hann í kaflanum um Hænsa-Þóris sögu hafði sýnt, að hann annaðhvort af ásettu ráði færði sér ekki í nyt niðurstöður Maurers um söguna eða skiidi ekki, hvers virði þær vora. Nú dró hann saman niðurstöður sínar um íslendinga sögur í skýrustu og skörpustu mynd, sem hann kallaði „Freiprosa“-kenningu, andstætt „Buchprosa“- kenningu Maurers. Þessar andstæður má nefna sagnfestu og bókfestu á íslenzku. Heusler var vitanlega algjörlega laus við þá áráttu Keysers að vilja draga Norðmönnum meira en drottinn hafði gefíð þeim, enda fjallar rit hans ekki um konungasögur, heldur einungis fornaldar- og íslendinga sögur. Það eru ekki heldur sannindi sagnanna í einstökum atriðum, sem honum er í sjálfu sér annast um, eins og Finni var. Heusler leit á íslendinga sögur sem heimildir um foman germanskan hugsunarhátt og Íífsskoðun, Die Islándersagals als Zeugnisse germanischer Volksart, eins og hann nefnir ritgerð frá 1917. Heusler var Svisslendingur, sem hafði lent í Berlín, og listamaður í skapi og að hæfileikum. Andúð hans á Maurer, sem hann kallar .amusisch’, og bókmáli hlýtur honum að ósjálfráðu m.a. að hafa stafað af því, að honum leiddust Þjóðveijar og lærdómssnið þeirra og þýzkra vísindarita. Heusler gerir í fám orðum sagt ráð fyrir því, að hinar munnlegu frásagnir íslendinga hafi náð þroska, sem annars staðar séu ekki dæmi til, þótt eitthvað í áttina megi finna í norskum munnmælum. Þær séu ritaðar mjög nákvæmlega eftir þessum munnlegu sögum, bókfellið hafi tekið við þeim með nákvæmni hljóðritans. Þess vegna sé fjarstæða að kalla ritarana höfunda. Úr því að sumar elztu sögurnar séu svo vel sagðar sem raun ber vitni, þá sé einsætt, að hér sé ekki um bóklega stílþróun að ræða, heldur hafi allt gerzt í hinni munnlegu geymd. Ritgerð Heuslers vakti almenna athygli fræðimanna, og skipuðu sér margir af hrifningu undir merki hans, svo að heita má, að hún og bók Knuts Liestols um upphaf íslendinga sagna,10 sem líka var aðgengileg og vel skrifuð, hafí síðan ráðið mestu um skoðanir meiri hluta fræðimanna. Hafa sumir menn, t.d. Per Wieselgren, fetað svo djarft í fótspor meistaranna, að þeir hafa hætt sér út á meiri flugstigu en þeir mundu sjálfír nokkum tíma hafa gert. Finnur Jónsson var nú í æmum vanda staddur, eins og gjörla kemur fram í 2. útg. hinnar miklu bókmenntasögu hans. Heusler hafði sett ofan í við Finn fyrir að tala um ,höfunda’ sagna. Á hinn bóginn gat Finnur ekki slegið hendinni á móti þeim styrk, sem honum var að sagnfestukenningunni fyrir trúna á sannindin, þótt honum hefði verið meinilla við hana, þegar Keyser beitti henni til þess að rýja íslendinga öllum sóma af sögunum. Og ekki fannst honum fýsilegt að láta draga sig í dilk með slíkum bókfestumönnum sem Bimi M. ólsen, er einmitt skömmu áður en Die Anfánge" kom út hafði birt ritgerð sína um Gunnlaugs sögu, sem Finni líkaði meinilla. Hann kom því fram með nokkurs konar afsökun í 2. útg. bókar sinnar, þar sem hann tæpir á því, að bækurnar kunni samt að hafa dregið einhvem ofurlítinn dám af þeim, sem rituðu þær.12 í rauninni stóð Finnur í þessu efni sem í mörgum öðram á því sakleysistigi, sem fyrri hluti 19. aldar hafði staðið á: að trúa sögunum „í öllu verulegu“ án þess að hugsa nánara um það eða gera sér áhyggjur af því að skilja ekki, með hveijum atvikum þær hefðu varveitzt svo vel með þennan sannleikskjarna. Buchprosa-heitið var upphaflega lítils- virðingarorð Heusler um hinn amusiska Maurer og hans nóta, en ekki valið af þeim sjálfum, enda var hér í rauninni ekki um neina .kenningu’ að ræða, heldur aðeins rannsóknastefnu. Og vegna þess, að þessi þáttur allur verður mótaður af þeirri stefnu, er óþarft að lýsa henni frekara að sinni. En ef ætti að segja eitthvað um hana til úrlausnar, þá er hún fyrst og fremst í því fólgin að gera sér Ijóst, að hinar munnlegu .sögur’, hvemig sem þær kunna að hafa verið, era glataðar, nema hvað ef til vill er unnt að ráða í af bókunum, og því verður að byija á því að rannsaka hveija sögu um sig í stað þess að byija á almennum bollaleggingum um það, hvemig hinar munnlegu sögur kunni að hafa verið .yfírleitt’, og draga síðan ályktanir um einstakar sögur af því. FINNUR JÓNSSON kemst svo að orði í Ævisögu sinni: „Eg neita því líka, að íslenzkur skáldskapur og sögutilbúning ur standi í nokkuru sambandi við fræði annarra Evrópu- þjóða.“13 Auðvitað á hann hér ekki við Noreg eða jafnvel önnur Norðurlönd, heldur sér- staklega suðrænar menntir. En ekki era allir á einu máli um þetta, og þarf ekki að fara til manna, er taka jafndjúpt í árinni sem Rubow, til þess að finna því stað. Eg minnist þess einu sinni, að eg heyrði Natanael Beckman segja í ræðu, að af öllu því, sem honum þætti merkilegt um íslendinga, fyndist honum mest til um fjölbreytta þekkingu þeirra á erlendum fræðum, og nefndi hann hin serknesku eða arabísku stjömuheiti í rímfræðum þeirra sem frábært dæmi þessu til sönnunar. Minna mætti líka á það sem furðu athyglisvert dæmi, að sé nokkurs staðar unnt að benda á tiltekna stund og atvik og segja: hér hefjast íslenzkar menntir, þá er það þegar Höfuðlausn var kveðin í Jórvík 948, — og með því kvæði kemur ekki einungis nýjung inn í norrænar bókmenntir, sem er erlend, heldur nýjung, sem enn var fágæt og hafði lítt ratt sér til rúms erlendis. Sú skoðun, sem Axel Olrik hefur sett fram og getið er í fyrra bindi íslenzkrar menningar," en Alexander Bugge tekið undir15 og nefna mætti einangrunarkenningu, þarf að vísu ekki að vera alveg svo einhliða sem hún er sett fram af Finni, en er samt mjög í því fólgin, að einangrunin fremur en erlend áhrif hafi skorið úr um þroska og sérkenni íslenzkrar menningar. Það er nokkuð undarlegt að sjá son Sofusar Bugge og höfund bókarinnar um Vesterlandenes indflydelse16 aðhyllast þessa stefnu. En það er stundum eins og fræðimönnum virðist sem önnur lögmál um mannlegan þroska og möguleika hafi gilt á íslandi en annars staðar í veröldinni. Þótt hinar ólíku eða andstæðu skoðanir á erlendri menntun íslendinga og áhrifum hennar séu ekki beinlínis hluti af ágreiningnum um sannindi og skáldskap og sagnfestu og bókfestu, snerta þær hvorutveggja mjög. Þvi verður t.d. ekki neitað, að þegar vér rekumst í sögunum á atriði, sem sanna má, að beinlínis séu sótt í bækur, sem íslendingar þekktu og voru jafnvel þýddar á íslenzku, þá sé torvelt að halda því fram, að þau atriði séu söguleg eða jafnvel, að þau séu komin úr munnlegum arfsögnum. Og þótt fyrir geti komið, að sama atriði sé fundið upp á tveim eða fleiri stöðum, án þess að samband sé á milli, eða jafnvel sama atvikið gerzt, þá er tæpt að neyta þeirrar skýringar, nema sérstök rök séu fyrir henni. Það er yfirleitt heilbrigð sagnfræðileg aðferð að gera fremur ráð fyrir aðkomnum áhrifum en sjálfstæðri sköpun, fremur fyrir eðlilegri fijóvgun en meyjarfæðingu, hvar sem um tvennt er að velja. Og það er næsta hæpin söguleg skoðun að hyggja, að einangrun horfi til andlegrar fijósemi, eins og bezt má skiija af því, hversu varhugavert væri að taka sér slíkt til fyrirmyndar í menntalífi samtíðarinnar. Hitt er annað mál, að tileinkun erlendra áhrifa getur verið misjafnlega sjálfstæð, þau geta verið melt eða ómelt, örvað framleikinn eða kyrkt hann í fæðingu. En í því efni sýna dæmi einstakra þjóða og ekki síður einstakra höfunda, að því einhæfari sem áhrifín eru, því hættulegri era þau fyrir sjálfstæða sköpun, þar sem víðtæk og ijölbreytt áhrif hjálpa mönnum einatt til þess að finna sjálfa sig, án þess að þeir líki eftir einhveiju sérstöku — eða eins og Keyserling sagði: Der kiirzeste Weg zu sich selbst geht um die Welt herum. Ef litið er nú á þær þrennar andstæður, sem þegar eru nefndar og öðrum fremur hafa valdið ágreiningi meðal fræðimanna í rannsóknum sagnanna, má að vísu greina ýmiss konar óskir, vilsýni og hlutdrægni að baki sumum myndum þeirra. Sjálfír höfundar sagnanna vildu láta leggja trúnað á þær og beittu til þess ýmsum ráðum, eins og annars staðar verður nánar skýrt. íslendingum er annt um hróður forfeðra sinna, ekki einungis afrek hetjanna, heldur sannleiksást söguritaranna, svo mjög sem sögurnar hafa verið snar þáttur í metnaði þeirra og allri baráttu fyrir sjálfstæði og hvers konar framsókn. Þeim er ekki nóg að eiga þjóðhetjur eins og Wilhelm Tell, Siegfried og Rollant, þótt þær hafí reynzt öðrum þjóðum dijúgar í sama skyni. Það er talið til landkosta í sumum sveitum og á sumum jörðum að eiga þar merka sögustaði, og fólki þykir skömm til koma, að þetta séu skáldsögustaðir, þó aldrei nema Baker Street hafí orðið pílagrímsstaður vegna Sherlock Holmes. Norðmenn vilja vitanlega ekki síður og af sömu ástæðum, að afrekasögur konunga þeirra séu sem sahnastar og gullskeifur Sigurðar Jórsalafara séu raunveruleg rausn og ekki sótta í franskt hetjukvæði. Þó að Keyser teldi Snorra Norðmann, var Þorgeir afráðskollur í Niðarnesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.